Morgunblaðið - 27.02.1943, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 27.02.1943, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 27. febr. 1943. IIHIIIIlllllllllllllllllilimiiiiiiiiiiiiminiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiimiiiiiiiiiiiiiUL QJiávetjt (j) V' /7 /£/? , ./> c^c/tr aaqteaa tipif o/cttiar: /7 </ / iimiiiiimiimimmiii F Svona verða slúð- ursögurnar til. ITT kvöldið núna í vik- unni gekk á stöðugum fyrirspurnum í símum Mörgunblaðsins um það, hvort Gandhi væri dáinn. „Það hefði gengið um bæinn“, að gamli mað- urinn hefði orðið hungurmorða og fólk vildi fá þetta staðfest hjá Morgunblaðinu. Starfsmenn blaðsins gátu vitan- lega ekki sagt annað, en það, sem þeir vissu sannast og best, að eng- ar frjettir hefðu borist um það, hvorki í skeytum nje erlendu út- varpi og ólíklegt væri að frjetta- stofurnar lægju á slíkri stórfregn. En nú held jeg, að jeg hafi komist fyrir hvemig saga þessi komst á kreik. Þenna sama dag voru menn á skrifstofu hjer í bæn um eitthvað að ræða um Gandhi og föstu hans. Segir þá einn mað- ur, sem þama var viðstaddur eitt- vað á þessa leið: „Gandhi er dauð- ur“. Hurð var opin í hálfa gátt inn í annað skrifstofuherbergi og þar var maður, sem ekki hafði tek- ið þátt í samræðunum um Gandhi, en heyrði hinsvegar setninguna hjá þeim, sem sagði að Gandhi væri dauður. Skömmu síðar fór þessi maður á kaffihús og hitti hann þar nokkra kunningja sína. Hann sagði við þá, að hann hefði heyrt, að nú væri Gandhi dauður. Meira þurfti vitanlega ekki til að sagan „fengi vængi“. Svona verða slúðursögumar oft til. Einhver maður segir eitthvað í hugsunarleysi, eða að gamni sínu. Annar maður heyrir þetta, kynnir sjer ekki málið frekar, en segir söguna næsta manni og svo eykst hún orð af orði. Þetta hefir ekk-| ert breyst frá því er Andersen j gamli skrifaði söguna sína um j fjöðurina, sem varð að fimm hæn- um. ★ Stræfisvagnar og skiftimynt. STRÆTISVAGNARNIR eru eitt af þeim fáu al- menningsfyrirtækjum, er reyna að vera stundvís. Það er líka alveg sjerstaklega nauðsynlegt, að stupdvísi sje haldin í heiðri, hvað snertir strætisvagna. En það er síður en svo, að almenningur — þeir, sem vagna nota — geri sitt til þess að hægt sje að framíylgja hinni gullvægu reglu stundvísiim- ar. Vegna umferðarinnar og slæmr- nu HiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiniiiTi ar færðar á götunum, kemur það oft fyrir, að stræisvagnamir hafa nauman tíma til að taka á móti farþegum. Kemur sjer það því oft afar illa, að fólk greiði farmiða með peningaseðlum í stað smámyntar. Starf bifreiðarstjórans er gert erf- iðara en nauðsynlegt er með því, að. farþegár hafa ekki smámynt og tímaáætlun vagnanna fer út um þúfur. Það ætti að gera það að fastri reglu, að farþegar fái ekki far með strætisvagni, nema að þeir komi með smámynt, helst þannig, að bifreiðarstjórinn þurfi alls ekki að skifta peningum. Fólkið á sjálft að hafa eftirlit með verðlaginu. SAMKVÆMT lögum, er bannað að hækka vöru- verð hjer í landi, nema með samþykki viðskiftaráðs og liggur við hegning ef út af er brugðið. Nú er það svo, að mikið eftirlit þyrfti til af hendi hins op- inbera, ef ganga ætti á hvern og ' einn sölustað og aðgæta hvort einn selji hærra en hinn. Besta ráðið ! er, að hver og einn kaupandi hafi gætur á því, að verðlagsákvæðum i sje hlýtt, en til þess þarf maður að vera kunnugur verðlagi á þeim vörum, sem hann kaupir. í Kanada, þar sem ströng verð- lagsákvæði hafa verið í gildi síð- an ófriðurinn hófst, eru það aðal- Jega kaupendurnir sjálfir, sem eft- irlitið hafa með höndum. Húsmæð- ur geyma hjá sjer gamlar nótur yfir algengustu vörumar, sem þær kaupa. Þær leggja á minnið hvað þær kostuðu fyrir stríð og ef þær koma í verslun, þar sem krafist er hærra gjalds en leyfilegt er, heimta þær nótu yfir það, sem keypt er, og bera saman við gömlu nótuna er heim kemur. Ef það sýnir sig, að verslunin hefir hækkað vöruna í leyfisleysi, hafa þær sannanir í höndunum, og eiga greiðan aðgang að leiðrjettingu sinna mála. Hjer mætti taka upp sömu reglu. Húsmæður og aðrir kaupendur skrifa hjá sjer verð vörunnar eins og það var, er nýju lögin gengu I gildi, eða geyma gamlar nótur. Á þenna hátt er auðvelt að fylgjast með því, hvort varan er hækkuð í leyfisleysi eða ekki. Vitanlega getur komið fyrir, að leyfi fáist til að hækka vöruteg- undir, en það verður þá að sjálf- sögðu auglýst í hvert sinn. Æskulýðshöll í Reykjavík Frá aðalfundi (Jng- mennafjelags Reykjavikur Ungmennafjelag- Reykjavíkur hjelt aðalfund sinn mið- vikudaginn 24. febr. s.l. Formað- ur gaf skýrslu um störf fjelags- ins á Iiðnu ári, sem var fyrsta starfsár þess. Var fjelagið stofn að síðastliðið vor og eru í því liðlega S00 fjelagar. Hóf það starf sitt með haustinu og hef- ir haldið alls 7 fundi,- sem af er vetrinum, ' 3 skemtifundi og 4 málfundi. Bygging æskulýðshallar í Reykjavík er eitt af höfuðáhuga málum fjelagsins, og lýsti for- maður í fáum orðum, hvað unn- ist hefir á í því máli. Ungmenna- fjelagið hefir skrifað íþróttafje- lögum bæjarins og öðrum fje- lögum, er líkleg þykja til sam- starfs um nlálið. Svörin, sem bárusit voru ekki samhljóða. ■ Fjelagið hefir einnig skrifað bæjarstjóm Reykjavíkur og far- ið fram á fjárframlag til bygg- ingarinnar. Bæjarstjórn hefir nú hafist handa og skipað nefnd til athugunar og undirbúnings að byggingu æskulýðshallar. Ný stjóm var kosin í fjelag- inu og skipa hana nú: Formaður: Skúli H. Norðdahl. Meðstjómendur: Kristín Jóns- dóttir, Sigríður Ingimarsdóttir, Guðmundur Vigfússon, Björg Ríkarðsdóttir. Á fundinum var Aðalsteinn Sigmundssön kennari kosinn sem fulltrúi í sameiginlega nefnd um æskulýðshallarmálið með fulitrú- um þeirra fjelaga, er tekið hafa samstarfinu, en þeir eru: Ámi Snævarr verkfr. fyrir Taflfjelag Reykjavíkur, Unnsteinn Beck fyrir Stúdentafjelag Reykjavík- ur og Gísli Sigurbjörnsson fyrir Knattspymufjelagið „Víkingur". Nýkomið: Amerísklr VINNUSAMFESTINGAR Khaki — Nankin — Hvítir HANDKLÆÐI STORMBLtJSSUR GEYSIR H.F. FATADEILDIN. Framtíðaratvinna Stúlka með kunnáttu í vjelritun og helst hraðritun getur fengið atvinnu í ríkisstofnun hjer í bæ nú þegar. Tilboð merkt „Ríkisstofnun“ leggist inn á af- afgreiðslu blaðsins fyrir mánudagskvöld n.k. 2 skrifstofuherbergi t í Miðbænum óskast nú þegar, eða fyrir 1. maí n.k. Z Söluffclag ^arðyrkfiimanna i Símar 5836 og 5837. » Rúisland FRAMH. AF ANNARI SÍÐU símuðu frá Moskva í dag, að Rússar væru <nú í þann veginn að fara fram hjá Taganrog og myndu ætla til Mariupol. Þá sögðu fregnir frjettaritará í Moskva, að veður væru nú af- leit á suðurvígstöðvunum, — sumsstaðar hlákur, en annars- staðar blindhríðar, sem gerðu erfiða sóknina. OÓÓOOOO<>OÓOOO<X>ÓÓÓÓOÓÓOOOÓÓÓÓOOOOOOO< Steypujárn Stórt partí steypujárn óskast til kaups. Uppl. um sverleika, lengd og verð í tilboði merktu „Steypu- járn“ sendist Morgunblaðinu. ■OOoOO<XXXXXXX> 0<>0<><><>0<>0<><><><>CK><><><><><><><>0 Fáein sett bóistfu!) húsgögn, ný, frá Bretlandi. Verð mjög gott. MAGNI GUÐMUNDSSON HEILDVERSLUN, Laugavegur 11. — Sími 1676. BEST AÐ AUGLYSA I MORGUNBLAÐINU Mikki Mús Eftir Walt Disney. Mikki: „Jeg verð að hætta að tala um þetta stóra spor, sem við sáum. Allir halda, að jeg sje eitthvað rugiaður“. Snati: „Já, jeg er farinn að trúa því að við höfum ekkert sjeð“. m 4?»Kí-** 4V . u, ... Distributed by Kú>g Syndkaee. h Mikki: „Jeg skil heldur ekki hvaða samband er milli sporsins og brennuvargsins, en einhvernveginn finnst mjer — Sjáðu, Snati!" Snati: „Ein brennan enn“. i ooooooo

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.