Morgunblaðið - 02.03.1943, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 2. mars 1943.
MORGU N BLAÐIÐ
7
Hjeraðsbönnin
lögfest
Heraðabönnin svonefndu voru
lögfest á Alþingi í gær. Ed.
samþykti frv. með 9 :8 atkv.
og er það þar með orðið að lög-
um.
Blaðið hefir áður birt frum-
varpsgreinarnar. En efni lag-
anna er það, að áfengisútsala má
ekki vera, nema kjósendur í við-
komandi kaupstað samþykki
hana. Þar sem áfengisútsala hef-
ir verið stofnsett, skal hún lögð
niður, ef meirihluti kjósenda
samþykkir það. Skylt er að láta
fram fara atkvæðagreiðslu um
þetta, ef Ys kjósenda krefst þess.
Þótt lög þessi hafi verið sam-
þykt, getur orðið dráttur á gild-
istöku þeirra. Því að sá vara-
nagli er í 2. gr., að ef lögin
brjóta í bága við milliríkjasamn-
inga (sbr. Spánarsamninginn o.
fl.), skal ríkisstjómin samrýma
þá ákvörðun laganna og öðlast
lögin þá fyrst gildi.
Ekkert er um það sagt, hvort
ríkisstjórnin á að segja upp
þessum milliríkjasamningum, ef
þeir verða ekki „samrýmdir" lög-
unum, svo að ekki er ósennilegt,
að þingið fái um þetta að fjalla
aftur áður en langt líður.
SöQUlegt þingmðl
FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐC
inni voru atkvæði látin skera úr
Þau f jelhi á þann veg, að ákveðið
var með 9 : 6 atkv., að telja
þetta nýtt mál. Afleiðingin varð
sú, að þrjár umræður voru á-
kveðnar um 'málið í deildinni í
stað einnar.
Fór svo 1. umr. málsins fram
í Ed. í gær og frv. vísað til 2.
umr. og landbúnaðamefndar.
Fari svo, að frv. þetta hljóti
afgr. í Ed. fær Nd. það til með-
ferðar að nýju og verður þá
sennilega að láta fram fara þrjár
umræður um máliS, þrátt fyrir
fyrri meðferð þess.
Itússland
FR AMH AF ANNARl SlÐU
shenko marskálkur sókn á þess-
um stöðvum, og var hún síðan
hafin. Var þá rofin allmikil
víggirðingarlína, og lentu her-i
sveitir Þjóðverja í hættu á því,
að verða umkringdar. Hörfuðu
þær því undan, svo sem fyrr er
sagt. Hefir rússneski herinn
þarna náð landi, sem er um
1650 ferkílómetra að flatar-
máli.
Orustur hafa staðið þarna í
viku, og var tekið allmikið af
herfangi, segir einnig í skýri
ingum Rússa, en Þjóðverjar
hafa að undanförnu talað um
harða bardaga á þessum slóð-
um.
SkemtlAfjlðuni
lohað í Noregl
regnir frá norska blaðafull
trúanum hjer hafa það
eftir útvarpinu í Oslo, að öll-
um vínveitingastofun, stórum
gildaskálum, næturklúbbum og
öðrum skemtistöðum í Noregi
hafi verið lokað.
Skíðamót Akureyrar
Björgvin Június-
son besti
svigmaðurinn
Frá frjettaritara vorum
á Akureyri.
Síðamót Akureyrar hjelt ári
fram á sunudaginn og
var kept í svigi karla. Svig-
brautin, sem var mjög glæsi-
leg, var sunnan til í Fálkafells-
brautinni.
Kept var í þremur flokkum, A.,
B. og C. og voru allir flokkar
ræstir í sömu braut. Jafnhliða
einstaklingskepninni var sveita-
kepni um svigbikar Akureyr-
ar, en þann bikar hlýtur það
fjelag að verðlaunum, sem á
bestu fjögra manna sveit á
skíðamótum Akureyrar. Kaup-
fjelag Eyfirðinga gf þenna bik-
ar og hefir tvisvar verið kept
um hann áður.
Úrslit í mótinu urðu sem
hjer segir:
A. fl. 1. Björgvin Júníusson
(K. A.) 15 7.8 sek. 2. Magnús
Brynjólfsson (K. A.) 16 3.0
sek. 3. Júlíus B. Magnússon
(Þór) 16.8.0 sek.
B. fl. 1. Þorsteinn J. Hall-
dórsson (M. A.) 17 4.0 sek. 2.
Gunnar Karlsson (K. A.) 17 5.0
sek. 3. Úlfar Ragnarsson (M.
A.) 17 6.2 sek.
C. fl. 1. Hreinn ólafsson
(Þór) 18 3.8 sek. 2. Sveinn
Snorrason (M. A.) 18 7.4 sek.
3. Sigurður Þórðarson (K. A.)
19 3.1 sek.
1 sveitarkepni sigraði sveit
Knattspyrnufjelags Akureyr-,
ar og er það í annar sinn í röð
að það vinnur svigbikar Akur-
eyrar. í sveitinni voru: Bjöfg-i
vin Júníusson, Magnús Brynj-
ólfsson, Gunnar Karlsson og
Eyssteinn Árnason. önnur varð
sveit Mentaskólans á Akureyri.
Þriðja varð sveit Iþróttafjelags
ins Þór .
Þá vann Björgvin Júníusson
svigmeistaraþikar Akureyrar.
Er það nýr bikar, sem besti
svigmaður í A. flokki á Akur-
eyri hlýtur ár hvcrt. Karl Frið-
riksson, kaupmaður, Akureyri,
gaf bikarinn.
Áfengiasmygl
ýlega var yfirmaður af
pólsku skipi dæmdur í
lögreglurétti Reykjavíkur í
1600 króna sekt fyrir áfengis-
smygl.
Hafði hann flutt inn 17 flösk
ur af víni, sem hann geymdi á
milli þilja í herbergi sínu. Ekki
er þó getið um, að hann hafi
selt þær.
Þýskar útvarps'
stöðvar þögnuðu
í gærkvöldi
'C' lestar meiri háttar útvarps-
-*■ stöðvar þýskar, þar á með-
al Deutschlandsender, útvarps-
stöðin í París og Kalundborgar-
stöðin þögnuðu í gærkveldi. —
Skömmu áður, en stöðvamar
hættu að útvarpa, hvöttu þulirnir
menn að gæta þess sjerstaklega
vel, að myrkvun væri fullkomin.
Reuter.
Dagbóh
• □ Edda 5943327 — I.
Unglinga vantar til að bera
Morgunblaðið til kaupenda í
Höfðahverfi. Talið við afgreisl-
una í dag.
Næturlæknir er í nótt Halldór
Stefánsson, Ránargötu 12. Sími
2234.
Næturakstur annast Geysir.
„Nú er það svart maður“ verð-
ur sýnd annað kvöld kl. 8. Eru
nú aðeins örfáar sýningar eftir
af þessu vinsæla gamanleik. Að-
göngumiðasala hefst í dag kl. 4.
Leiðrjetting. Svar húsameist-
arafjelagsins í laugardagsblaðinu
hefir misprentast á einum stað,
þar sem stendur „verðlaunuðu"
í stað „óverðlaunuðu“. Upphaf
málsgreinarinnar átti að vera
þannig: „Herra Jónas Jónsson
veit það, að með því að birta að
eins hina 4 óverðlaunuðu upp-
drætti í blaði sínu og gefa í skyn
að aðrir uppdrættir hafi ekki
borist . . . .“. Að gefnu tilefni
skal þess ennfremur getið, að
Sigurður Guðmundsson húsa-
meistari minnist þess ekki, að
hafa fengið aftur frá nefndinni
uppdrætti þá, af Saurbæjarkirkj-
unni, er verðlaun hlutu, heldur
aðeins aukatillögur sem hann ljet
fylgja aðaluppdráttunum.
Húsameistarafjelag Islands.
Híutaveltu halda neniendur
Verslunarskólans næstk. súnttu-
dag í skólanum til styrktar fyr-
irhugaðri byggingu leikfimis- og
samkomuhús. Er hjer með skor-
að á velunnendur skólans að
bregðast vel við, þegar nemend-
urnir koma í heimsókn til þeirra.
Ef svo illa skyldi takast til, að
einhver yrði eigi heimsóttur, þá
er liann vinsamlegast beðinn að
hringja í síma 2071 á morgutt,
fimtudag, og munu munimir þá
verða sóttir.
Skátaskólinn að Úlfljótsvatni
við Sog tekur til starfa um mán-
aðamótin maí—júní. Teknir
verða skátar' og nokkrir Ylfing-
ar, ef ástæður leyfa. Skriflegar
umsóknir sendist til Jónasar B.
Jónssonar, kennara við Laugar-
nesskólann, fyrir 20. mars. Til-
greindur sje aklur, heimilisfang,
símanúmer, ef til er, og hvað
flokki, sveit og deild skátinn til-
heyrir.
Ungbamavernd Líknar, Templ-
arasundi 3. Stöðin er opin mánu-
daga, þriðjudaga, fimtudaga og
föstudaga kl. 3.15—4 fyrir öll
böm til tveggja ára aldurs. Börn
eru bólusett gegn barnavéiki
þriðjudaga og föstudaga, en
hringja verður fyrst í síma 5967
milli 11—12 aama dag.
Berklavarnahælið, afh. Morg-
unbl.: Ella, Bjössi, Rúna 50 kr.
Kosningaáheit af Snæfellsnesi
100 kr.
Blindraheimilið, afh. Morgun-
blaðinu: N. N. 20 kr. G. G. 10
kr.
Útvarpið í dag:
12.10 Hádegisútvarp.
15.30 Miðdegisútvarp.
19.25 Þingfrjettir.
20.00 Frjettir. ‘
20.30 Tónleikar Tónlistarskólans:
Hljómsveit (dr. Urbantschitch
stjórnar): a) Bach: Branden-
burgerkonsert nr. 3, G-dúr. b)
Hans Gál: Concertino í D-dúr,
fyrir píanó og strengi.
21.00 Erindi: Feður Ameríku,
II: Heilir í höfn (Sverrir Krist
jánsson sagnfr.).
21.25 Hljómplötur: Kirkjutónlist
I
Vegna blns hörmulega at-
burðar, er vfelskfplð Þormóð-
ur fórst með 24 farþegum og
allri óhöfn nótfina milli 17. og
18. fcbrúar s.I., heflr ríkls-
sffórnin úkveðið, að minn-
ingarguðsþjónusta skuli fara
fram í dómkirkjunni í Reykja-
vík fðstudaginn 5. mars nœst-
komandi, og hefst hún kl. 14.
Ætlast er til, að oplnberar
stofnanir verði lokaðar þann
dag frú húdegl.
Rikisstjórn Islands
Hjer með tilkynnist vinum og vandamönnum að móðir
okkar,
INGIBJÖRG JÓNSDÓTTIR
frá Hafnardal
andaðist í Reykjavík þann 28. febrúar síðastliðinn.
Börn hinnar látnu.
Okkar kæri bróðir,
MARGEIR JÓNSSON, kennari,
Ijest að heimili sínu, Ögmundarstöðum í Skagafirði 1. þ. m.
Dýrunn Jónsdóttir, Jónína Kr. Jónsdóttir.
Jarðarför,
JÓHÖNNU GUNNLAUGSDÓTTUR,
fer fram miðvikudaginn 3. mars, kl. 2 e. hád. frá heimili
okkár, Austurgötu 45, Hafnarfirði. Rransar afbeðrjr. .—
Jarðiið verður frá fríkirkjunui.
Fyrir hönd okkar og annara vandamanna.
Laufey Sigfinnsdóttir, Kristján Guðmundsson.
Jarðarför elsku sonar okkar og fóstursonar,
RÓSMUNDAR TH. ODDSSONAR,
fer fram fimtudaginn 4. mars og hefst með bæn að heimili
hins látna, Suðurgötu 37 í Hafnarfirði, kl. 2 e. hád.
Metta Einarsdóttir, Jóhannes Guðmundsson og systkini.
Jarðarför,
ÓLAFÍU ÓLAFSDÓTTUR
frá Auðsholti fer fram frá Dómkirkjunni, miðvikudaginn 3.
mars og hefst með húskveðju að heimili hinnar látnu, Njáls-
götu 84, kl. 1 e. hád. Jarðað verður í Fossvogskirkjugarði.
Fyrir hönd vandamanna.
Þóra Þórðardóttir.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við fráfall og
jarðarför unnusta míns, sonar okkar og bróður,
PÁLS SVEINSSONAR
frá * Bakkakoti..
Ingibjörg Stefánsdóttir, Anna Guðmundsdóttir,
Sveinn Eyjólfsson og systkini.