Morgunblaðið - 23.03.1943, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 23.03.1943, Qupperneq 5
5 f»riðjudaitur 23. mars 1943. Útget.: H.f. AWak'uí, ReykJavlk. Framkv.stJ.: Sigfús Jönsson. Rltstjörar: Jön KJartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgöarm.). Auglýsingar: Árni Óla. Ritstjórn, auglýsingar og afgreibsla: Austurstræti 8. — Slmi 1600. Áskriftargjald: kr. 6.00 á mánuöl innanlands, kr. 8.00 utanlands l lausasölu: 40 aura eintakifl. 50 aura me6 Lesbök. í Stórsigur sósíalismans I MENN eru ekki vanir því að líta á það sem stór- (sigur einnar stjórnmálastefnu, að viðurkendir eru kostir ann- arar stefnu, feenni andstæðri. Alþýðublaðið hefir sýnt fram ~á, að umbóta og þróunarmögu leikar hins kapitalistiska þjóð- skipulags sjeu svo miklir, að með nýrri skipan og endurbót- um á sviði fjelagsmálalöggjaf- arinnar, að því er snertir al- mannatryggingar, sje hægt, á •grundvelLi þess, ,,að skapa í íramtíðinni hverjum einstakl- ingi þjóðarinnar efnalegt ör- yggi og viðunandi lífskjör“, ---já, auk heldur að skapa „fyrirmyndar þjóðfjelag"! — J»essi ótvíræða viðurkenning Alþýðublaðsins á kostum hins kapitalistiska þjóðskipulags, var gerð að umtaísefni hjer í þlaðinu, og dregin af henni sú eðlilega ályktun, að eftir þessa uppgötvun og viðurkenningu mætti ef til vill vænta nokk- urrar stefunbreytingar þeirra Alþýðuflokksmanna, meðan að ekki liggja fyrir sönnur þess, að sociálisminn væri þess um- kominn að skapa neitt fyrir- myndarþjóðfjelag, en það var þó kvisturinn, sem að áliti þessara manna skyldi gróa upp af leiði þess þjóðskipulags, er við höfum Uúið við. Þessu hefir Alþýðubl. svar- að s.l. sunnudag á þá leið, að náist það takmark, að skapa íyrirmyndarþjóðfjelag á grund velli kapitalismans, þá sje það jhvorki meira nje minna en „stórsigur fyrir stefnu social- ismans'*, og þess vegna þurfi ekki þess að vænta, að þeir Alþýðuflokksmenn muni á Bokkurn hátt láta af sinni so- cialistisku trú! Þetta mundi sumum þykja „góð latína“, eins og þar stendur. Það er hægt að brosa góðlátlega að andlegri fimi og snillí þeirra Alþýðublaðsmanna. En þeim er fleira til lista lagt. Þeir eru að gera Morgun- blaðinu upp einhverja tregðu og fjandskap gegn þeirri ráð- stöfun fjelagsmálaráðherra að skipa nefnd manna til þess að endurskoða fjelagsmálalöggjöf- ina og undirbúa tillögur um „fyrirmyndarþjóðfjelagið". Afstaða Mbl. var sú, að telja að fjelagsmálaráðherra hefði „hleypt af stokkunum stóru máli“‘, sem væri „tvimælalaust eitt af hinum stóru framtíðar- málum þjóðfjelagsins“. Hins- vegar hefði átt að vanda bet- ur til undirbúnings þess. Þessi afstaða blaðsins er það skýr og ótvíræð, að við hana Iþarf engu að bæta. Jón Sigtryggsson, cand. phil.: Friðhelgi heimilanna Okkur fslendingum hefir oft verið borið það á brýn, að við kynnum lítt að taka tillit til annarra, virða einkamál þeirra og sýna fullan skilning í um- gengninni við aðra. Það er ef- laust rjett, að sumu leyti. Við eigum enn furðumargt ónumið í almennri kurteisi og háttprýði. Það er og að vonum. fslendingar eru enn á skólabekknum í ýmsu því, sem aðrar þjóðir hafa tamið sjer um langan aldur. En það er eitt, sem fslendingar hafa um allar aldir virt framar öðru, og ; það er helgi heimilisins;. Hvað sem segja má um siðu íslendinga í öðrum efnum, hafa þeir þvi atriði verið prúðmenni. Þeir eru og hafa verið manna gestrisnast- ir, en sú gestrisni hefir sjaldan verið misnotuð. Jeg býst við, að öðrum þjóðum sje í blóðið runn- j in virðing fyrir friðhelgi heim- ilisins, þótt það sje, ef til vill, á annan veg en meðal íslendinga. ; Þessi virðing fyrir heimili ná- i ungans er veigamikil. Jeg ætla, 1 að hún sje siðfágun og þjóðar- menningu meira virði en nokk- uð annað. Allir þrá að eignast heimili, fagurt heimili og friðsælt. Þar er dagsins; önnum dreift en hvíld ar notið og friðar. Heimilið hefir verið einskonar ríki í ríkinu, og þar hafa menn og konur búið sje öruggast vígi gegn siðspill- ingu og menningarlegum skip- reika. Það er tvent, sem flestir vilja síst, að hljóti smánarblett, persónulegur heiður þeirra og heimilið. Heimilið er fyrsti skóli vor og hinn áhrifamesti. Þar eru lagðar undirstöður að byggingu, sem er; að vísu, oft ekki stór eða varanleg en þeim mun dýrmæt- ari, en það er framtíð mannsins og hamingja. Á heimilinu er sáð því sæði, er síðar ber ávöxt í lífi okkar og starfi. Flestir hinna mestu manna, er uppi hafa verið, hafa þakkað afrek sín og gæfu uppeldi góðrar móður á góðu og fögru heimili. Gildi heimilishelginnar og gildi þess, að menn fái að stofna sitt eigið heimili eftir óskum sínum og hæfni verður ekki vjefengt. Fyrsta krafan 1— jeg vil segja krafan, sem mestu máli skiftir — sem við eigum að gera til ann- arra, er, að við fáum að skapa okkar eigið heimili og móta það, eins og við erum menn til. Ýmsar hættur steðja nú að heimilunum og uppeldismætti þeirra. Slíks er ætíð von á styrj- aldartímum. Aldrei hefir ísl. heimilum og þjóðinni allri verið hættara en nú al verða fyrir mið- ur hollum áhrifum. Eins og allir vita, dvelur fjölmennur her í landinu, og með honum berst siðmenningu vorri ýmislegt, bæði gott og ilt.Sambúð Islendinga við hina erlendu menn hefir yfirleitt verið góð, enda virðast báðir að- ilar sýna hug á að forðast á- rekstra og vandræði. En hug- myndir þær, sem vakna hjá þeim hvorum um annan, eru margar og ólíkar, sem vonlegt er, og fer það mikið eftir einstakling- um. Einn sjer þetta og annar hitt o. s. frv. En eitt er það, sem hinum erlendu mönnum ber und- antekningalítið saman um, að við íslendingar sjeum kaldlyndir menn og afskiptalausir. 1 Lesbók Morgunblaðsins 14. mars síðastl. birtist grein, sem heitir: „Hvað segja þeir um okk- ur í Ameríku“. Greinin er góð að mörgu leyti og áreiðanlega margt vel meint, sem þar er sagt. En í henni eru atriði, sem mjer geðjast ekki að. Greinin hefst á þessum orðum: „Þeir segja, að við sjeum nasistar. Flestir halda, að við höfum sam- úð með glæpaklíku Hitlers“. Við íslendingar sjálfir vitum best, að þetta er algjörlega rangt, eins og margt annað, sem um okkur er sagt á erlendum vettvangi. Erlendis er hægt að segja, að við sjeum nasistar, en það er líka hægt að segja, að við sjeum Eski móar og er þá hvort tveggja jafn satt. Það má segja hin ótrúleg- ustu hluti þar, sem þekkingu skortir til þess, að sjá, hvað er rjett og hvað er rangt. Hinir erlendu menn hafa eina skýringuí á kaldlyndi okkar, að við sjeum nasistar. Mörgum jrrði borin á brýn þröngsýni að finna ekki nema eina skýringu á atriði sem skýra má á marga vegu. Jeg ætla, að Islendingar sjeu yfirleitt ekki kaldlyndari en aðr- ir. Þeir eru seinir til kunnings- skapar, tregir að blanda geði við ókunnuga menn. Það getur valdið því, að útlendingum finnist þeir kaldlyndir. En þeir eru vinafastir og tryggir þeim, sem þeir hafa gert að vinum. Jeg held, að Islendingar sjeu ekki kaldlyndir í garð útlending- anna. Þeir sýna þeim yfirleitt kurteisi, en það ber þeim líka siðferðisleg skylda til. Framkoma sumra gengur að vísu út í öfg- ar á annan hvorn vegiim, en við því er ekkert að gera. Flestir umgangast þá sem ókunnuga menn, enda eru þeir það. En þeir sýna þeim áreiðanlega ekki meira kaldlyndi en þeir myndu sýna samlöndum sínum, sem þeir þektu ekkert. f Útlendingarnir eiga skilyrðis- lausa heimtingu á, að þeim sje sýnd fylsta kurteisi á allan hátt, en ekkert fram yfir það. En við eigum líka sömu kröfu á hendur þeim. Jeg skil mjög vel, að hinum erlendu gestum finnist land vort kalt ^g vjer kaldlyndir. Þeir þrá meira en nokkru sinni hlutlægan og sálrænan yl. Það blæs sorg í ;sefa, að þurfa að slíta síg frá heimili sínu, ástvinum og öllu, sem huganum er kærast og, fara víða vegu í óþekt land og dvelja þar mánuðum saman. Það er ekki hugnæmt að geta stöð- ugt vænst þess, að fá aldrei fram ar að sjá foreldra, systkin, eigin konu eða unnustu, en láta lífið í framandi landi. Slíkt snertir eðlilega viðkvæma strengi hinna 5PT erlendu manna og mundi áreiðan- lega gera það hjá fleirum. Það er engin furða, að þeir þrá innilega meiri samúð og skilning en á venjulegum tímum. Það er ekki nema mannlegt. En af þeim sök- um er alls ekkert rjettlæti í að kalla íslendinga kaldlynda nas- ísta, þótt þeir sýni aðeins fulla kurteisi en ekkert meira. Greinarhöfundur getur þess, að amerísku hermennirnir telji, í brjefum sínum og samtölum, Islendinga nasista, kaldlynda og skilningslausa. Höf. telur þetta mjög illa farið, sem von er. En jeg spyr: Eru þetta hróplegri ó- sannindi en þegar sagt er og rit- að um f jarlæg lönd, af mönnum, sem hjer hafa dvalið, að íslend- ingar sjeu Eskimóar, búi í snjó- húsum á vetrum, klæðist sel- skinnsfötum og lifi mest á sela- kjöti? Jeg held, að hvort tveggja sje jafn heimskulegt og — kulda- legt. Sumir hafa gaman af að kitla eyru annarra með þvætt- ingi, sem enga stoð á í veruleik- anum. Frá fornu fari hafa' Is- lendingar mátt sætta sig við, að ýmis konar ranghermi og ósann- indi væru borin út um land og þjóð. Slíkt er auðvitað leiðinlegt og getur verið hættulegt. En ætli við verðum ekki sömu kald- lyndu steingervingarnir, þótt við reynum að ganga feti framar al- mennri kurteisi í sambúðinni við setuliðið. Greinarhöfundur telur, að við verðum að gera eitthvað til þess að kynna útlendingunum, senn hjer dvelja, íslenskt heimilislíf. Jeg er svo kuldalegur að álíta, að þess gerist ekki þörf. Mjer kemur ekki til hugar að halda, að íslenskt heimilislíf sje í eðli sínu frábrugðið hinu ameríska eða nokkru öðru heimilislífi menningarþjóða. Heimilislífið er spegilmynd þeirra, sem hafa stofnað það og helgað því krafta sína. Góður eiginmaður og góð eiginkona vígja í sameiningu þau vje, sem öllum mönnum, á öllum, tímum og í öllum löndum hafá verið helgust, heimilisböndin. — Góður maður og kona eru það, hvort sem þau stofna heimili sitt á íslandi, í Ameríku eða ein- hversstaðar annars staðar. Heim, ilin eru góð hvert á sína vísu, en það fer eftir einstaklingunum, sem stofna þau. En maður og kona, sem eíga sitt heimili, eiga jafnframt innan víssra takmarka helgilund, sem öðrum ber sið- ferðileg skylda til að virða. — Hver sá, sem rýfur þar vjebönd, má griðníðingur heita. En hitt er svo annað mál, að heimilislíf hinna ýmsu þjóða er ólíkt á yfirborðinu. Engum bland ast hugur um, að íslenskt heim- ilislíf er ólíkt hinu ameríska. En því veldur margt. Hagur þjóð- anna er ólíkur fjárhagslega. Þær eru ólíkar í siðum, háttum og venjum. Náttura landanna og loftslag er ölíkt og um leið ýmis- legt í lífi þjóðanna. En til þess að kynnast því, sem gerir ís- lenskt heimilislíf frábrugðið hinu ameríska, þurfa útlendingarnir ekki að gista íslensk heimili- Sæmilega skynsamir menn geta kynnst andstæðunum með því að. virða fyrir sjer líf þjóðarinnar og starf í heild, en þurfa ekki að þrengja sjer inn í einkalíf Is- lendinga. Að lokum er eitt atriðí í áð- umefndri grein, sem jeg furð- aði mig einkum á. Greinarhöf- undur gerir þá tillögu, að heim- ili Reykjavíkur myndi með sjer samtök til þess að bjóða hinum erlendu hermönnum heim .Til- laga þessi er svo fráleit, að furðulegt má heita, að hún skyldi koma fram. Jeg er sannfærður um, að jafnvel Ameríkumönnun* sjálfum hefði ekki dottið slíkt » hug undir sömu kringumstæð- um. Á Islandi dvelur nú svo margt erlendra manna, að ekki er ó- sennilegt, að þeir sjeu fleiri en allir Islendingar. Áhrifa þeirra hlýtur því að gæta töluvert á íslenskt þjóðlíf. En við Islend- ingar vitum, að það eru menn þeirrar þjóðar, sem fóstrað hefir mikla andans jöfra en einnig forherta afbrotamenn. Það er því eðlilegt, að Islendingar óttist að kaupa köttinn í sekknum, því að það er misjafn sauður í mörgu fje, sem von er. Greinarhöfundur getur þess, að íslendingar hafi oft áður haft samtök um að bjóða útlending- um á heimili sín. Mig undrar, að höf. skuli vitna í það. Það er reg- inmunur, hvort tekinn er tiltölu- lega fámennur hópur menntaðra útlendinga, sem aðeins dvelja skamma hríð, eða menn, sem eru lítið færri en Islendingar og sem ætla má, að sjeu ekki allir siðfáguð prúðmenni. Þá getur greínarhöfundur þess, að amerísku hermönnunum verði stundum hvert við það orðbragð, sem íslensku stúlkumar, er þeir umgangast, láta sjer um munn. fara, en getur þess um leið og vitnar í ameríska blaðagrein, að það sje hermönnunum að kenna. En greinarhöf. virðist ekki sjá neitt athugavei*t við að opna heimilin fyrir svipuðum áhrif- um. Islendingum almennt, ekki síst bömum og unglingum, á að stofna í þá hættu að læra orð- bragð, siðu og háttu, sem Ame- ríkumönnum sjálfum hrýs hug- ur við. Þótt íslensk menning sje, ef til vill, á eftir tímanum að sumu leyti, vilja íslendingar aldrei skipta á henni og sora erlendrar menningar. Það skal fúslega játað, að amerísk áhrif geta verið Islendingum æskileg, en þau eru líka, stundum stór- hættuleg. Islendingar munu aldrei al- mennt opna heimili sín fyrir am- eríska setuliðinu. Það er ekki af því að þeir sjeu kaldlyndir nas- istar, heldur af því að þeir eru mannlegir. Þeir hafa sömu mann- legu tilfinningamar og Ameríku- menn. Þeir eiga f jársjóð hver um FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐE.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.