Morgunblaðið - 24.03.1943, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 24.03.1943, Blaðsíða 8
8 Miðvikudagur 24. mars 194$; %> www WW^t f'jelagslíf ÆFINGAR í KVÖLD 1 Austurbæjarskól- anum: Kl. 8—9 Fimleikar karla 2. fl. Kl. 9—10 Fimleikar karla 1. flokkur. í Miðbæjarskólanum: Kl. 8—9 Handbolti karla 2 fl. Kl. 9—10 Islensk glíma. Knattspyrnumenn! Meistarafl., 1. fl. og 2. fl. Fundur í kvöld klukkan 8,30 í Fjelagsheimili V. R. Sýnd kvikmynd í. S. í. frá í sumar, og kenslumynd. Einnig aðal- fundur vallarnefndar K. R. Stjórn K. R SKEMTI- FUNDUR verður haldinn í Oddfellowhúsinu í kvöld 'kl. 8,30. Til skemtunar verður: Iþróttakvikmynd í. S. 1. Gamanvísur: Jónatan Jóns- son. — Dans. Afhending verð launapeninga fyrir Reykjavík urmótið 1941 og 1942. — Þeir meistaraflokksmenn, sem tóku þátt í þessum mótum eru beðn- ir að mæta. Skemtinefndin. FUNDUR verður haldinn fimtudaginn 25. þ. m. í húsi V. R. í Vonar- stræti 4, klukkan 8,30, fyrir knattspyrnumenn meistara, 1 og 2. flokk. Þess er sjerstak- lega vsgnst að meistaraflokks- menn mæti. Víkingar! Mætið stundvís- lega! Stjórnin, I. O. G. T. ST. EININGIN NR. 14. Fundur í kvöld klukkan 8,30 — Fundarefni: Venjuleg fund- arstörf. Erindi flytur stór- templar. Æ.t. FREYJUFUNDUR í G. T.-húsinu, uppi, í kvöld klukkan 8,30. Venjuleg fund- arstörf. Hagnefnd annast hag- nefndaratriði. Fjölmennið stund víslega. Æt. 4W KRISTNIBOÐSFJELÖGIN í Reykjavík: Sameiginlegur fundur verður haldinn í Betan- íu í kvöld kl. 8,30. — Lagðir fram reikningar hússjóðs og önnur mál rædd. Fjelagsfólk beðið að fjölmenna. FERMINGARFÖT mjög lítið notuð á háan dreng eru til sölu á Freyjugötu 3 TIL SÖLU á Bollagötu 8, 1. ,hæð, vandáð- ur tvísettur klæðaskápur, og tveggja manna rúmstæði. Til sýnis kl. 2—8 í dag og á morg^ un. FERMINGARKJÓLL til sölu á frekar háa og granha telpu. Upplýsingar Lágholts- veg 7. 2 SENDISVEINAHJÓL til sölu. Þorsteinsbúð, Hring- braut 61. NÝ SINGER hraðsaumavjel með mótor, til sölu. Sigmar og Sverrir, Grund- arstrg 5. KÁPUR og FRAKKAR ávalt fyrirliggjandi. Hattabúð Reylkjavíkur, Laygaveg 10. NOTUÐ HÚSGÖGN keypt ávalt hæsta verði. Sótt heim. Staðgreiðsla. Sími 6691. Fornverslunin Grettisgötu 45. v ■* HREINGERNINGAR Geir og Ari. Sími 2973. TÖKUM KJÖT til reykingar. Reykhúsið Grettis götu 50. REIÐHJÓL hefir fundist við Loftsbryggju — Sá, sem hefir rjett númer hjólsins getur vitjað þess á Fálkagötu 20 A. Toilet-pappír fyrirllggjandí Egtferl Kristtánsson & Co. h.f. 8wein§préf verða haldin hjer í Reykjavík fyrri hluta aprílmánaðar næstk. Umsóknir um próftöku skulu sendar formanni próf- nefndar í viðkomandi iðngrein fyrir 5. apríl n.k. Lögreglustjórinn í Reykjavík, 23. mars 1943. AGNAR KOFOED-HANSEN. ANNA FARLEY 70. dagur Daimler bifreiðin ók áfram niður Finchleyveginn. Derek tal-. aði við Önnu um bókmentir og listir til þess að draga huga hennar að sjer og fá hana til að gleyma sorg sinni. Hann virti hana fyrir sjer með athygli, og dáðist með sjálfum sjer að feg- urð hennar, sem ekki einu sinni þung sorg gat dulið. „Jeg er að tefja yður“, sagði hún um leið og þau óku yfii* Oxford-stræti. „Alt í lagi. Jeg segi bara það sem „James hershöfðingi“ myndi hafa sagt: búðin er tóm“. Hún sagði alvarlega: „Það væri æskilegt, að salan færi að lagast úr þessu“. Hann talaði um ástandið í versl unarmálum, og beindi með því hugsunum hennar frá Jean og örlögum hennar. Innan skams I komu þau til Shepherd Market. „Hafið þjer nokkuð að borða heima hjá yður?“ „Jú þakka yður fyrir“, svar- aði Anna. „Hafið þjer þá eitthvað að drekka með því, eitthvað tauga- styrkjandi?“ „Nei“. 1 „Yður veitti ekki af því núna“ Bifreiðin nam staðar. Anna stökk út úr henni og opnaði úti- dyrnar á húsinu. Hún heyrði Derek segja við bifreiðarstjór- ann. „Farðu og keyptu eina flösku af Three Star Martell, og nokkr- ar sódavatnsflöskur“. tf Anna sá á öllu að hann myndi ætla að bjóða sjer sjálfur inn til hennar. Raunar hafði hún ekk- ert á móti því, síður en svo. Hann hafði róandi áhrif á hana, og var svo hugulsamur og nær- gætinn í orðum og allri fram- komu gagnvart henni. Hann fylgdi henni eftir upp stigann og inn í setustofuna. Þar staðnæmdist hann og leit í kring um sig. „Þjer hafið sannarlega búið vel um yður hjer. Þjer eigið ein- staklega viðkunnanlegt heimili". Anna benti á húsmunina. „Þetta eru alt innanstokksmunir sem faðir minn átti“. Óskiljanlegar tilfinningar gerðu vart við sig í sál Dereks. Ósjáfrátt bar hann þessa litlu en vistlegu og heimilislegu íbúð saman við stóra tómlega húsið í Berkeley Squere, sem hann aldrei hafði kunnað við sig í, þótt það væri að nafninu heimili hans. Og bein afleiðing þessara hugrenn- inga hans var auðvitað það að hann bar þær saman í huganum Önnu Farley og Patriciu Ma,xton. Arfna rauf þögnina: „Hr. De- rek. Mig langar til að þakka yður fyrir vinsemd yðar í minn garð“. „Og mig langar til að segja AUG A Ð hvílist TWI j b með gleraugum frá *» g EF LOFTUR GETUR ÞAÐ EKKI-----ÞA HVER7 Eggert Claessen Einar Ásmundsson hæstarjettarmálaflutningsmenn, Oddfellowhúsið. — Sími 1171. Allskonar lögfrœðistörf. Skáld&aga eftír Gtiy Fletcher yður, að jeg dáist að framkomu yðar þessa síðustu daga“. Hann virti hana fyrir s jer með an þau töluðu isaman. Hann minntis dagsins sem hann sá hana fyrst, dagsins sem hún kom til hans í atvinnuleit, dags- ins sem hún hafði brotið reglur Maxtons og loks aðdragandans að brottför hennar og endur- komu til Maxton. Rjett í því kom bifreiðarstjór- inn með koníakið og sódavatnið. Anna hugsaði um, hve dásam- legt það væri að hafa Derek hjá sjer. Hversvegna var hún að gleðjast yfir því? Hún vissi vel að ást hennar á honum var al- veg vonlaus. „Hafið þjer tappatogara?“. Hann opnaði flöskuna og blandaði í glas handa henni. „Drekkið þetta“. Hún hlýddi. Daufum roða brá fyrir á vöngum hennar. „Viljið þjer ekki fá yður líka?“ Hann settist niður, andspænis henni, og helti sjer í glas. Þau töluðu saman um venjuleg dægur mál, en þó‘skynjuðu þau hvort fyrir sig greinilega nærveru hins. Samtalið gekk því dálítið stirt á köflum. Ef hann væri frjáls, hugsaði hann, þá mýndi hann venja komur sínar í þessa litlu íbúð. Ef hann væri frjáls, hugsaði, hún, og kærði sig eitthvað um hana, þá væri eitthvað- að lifa. fyrir. Tíminn leið óðfluga. Fyrr en Önnu varði var Derek farinn að búast til brottferðar. Áður en hann fór sagði hann. „Þjer takið yður auðvitað frí um hálfsmánaðartíma. Jeg efast að vísu ekki um að lífið verður yður erfitt fyrst eftir að þjer komið aftur. Endurminningamar- Hann þagnaði snögglega. „Um Jean“. Augu önnu fyltust tárum. „Gráttu ekki“, sagði hann. Hann þúaði hana ósjálfrátt, eit hvorugt þeirra áttaði sig á því, að nokkuð væri við það að at- huga. Rödd hans var hás og tor- kennileg. „Gráttu ekki. Tíminn læknar öll sár, segja menn. Ent þú hefir samt einu sinni sjeð nokkuð í lífi mínu, sem tíminn ekki getur bætt úr“. Ifann hafði oft áður óskað af öllu hjarta að hann væri frjáls á ný, en nú óskaði hann þess heitar en nokkru siiini áður, og vissi vel hvers vegna. Hún elskaði hann, en vorkendl; honum jafnframt, vegna þess að hún vissi að hjónaband hans var ekki hamingjusamt. Hún gerði sjer engar vonir um að hann end urgyldi tilfinningar hennar, og vissi að riddaraskapur og með- aumkun voru ástæðan fyrir því. að hann var staddur hjá henni. Smiður: Þú mátt ekki móðg- ast, þó að jeg segi þjer dá- lítið, sem mjer líkar ekki við þig. Það er orðið að ósjálfráðum vana hjá þjer. Jónas: Nei, auðvitað móðgast jeg ekki. Smiður: Hingað til hefir eng- inn haft einurð í sjer til þess að segja þjer það, og þú sem ert svo meinláus og heiðarlegur, sem frekast verður á kosið. Jónas: Já, já. Smiður: Þú ert einn af þeim mönnum, sem I raun og veru vita aldrei, hvað við þá er sagt, þú sekkur þjer altaf í eigih hugs- anir. Menn geta talað hálfa og heila tímana án þess þú hlustir á það. Þú starir aðeins út í loft- ið fjarhuga augum. Þú hefir móðgað fjölda fólks. Auðvitað er þetta mikil ósvífni — þú aðeins veist það ekki. Þú mátt ekki gera þetta lengur (hann sló á öxl hon- um). Þú verður að lofa að hætta því. Jónas (reiðubúinn að fara að ráðum hans) : En aðeins, hvað varstu að segja? ★ Maður nokkur kom eitt sinn. inn í pósthús í þorpi og spurði eftir brjefi, sem hann bjóst við að eíga þar. Póstafgreiðslumað- urinn neitaði að láta það af hendi fyrr en hann hefði fært sönnur á, að hann væri hinn rjetti viðtakandi. Maðurinn tekur úr vasa sínum ljósmynd af sjálf- um sjer og sýnir afgreiðslumann inum hana. „Jeg geri ráð fyrir, að þetta sje nóg sönnun, hver jeg er“. Hann athugaði vel myndina og manninn og segir síðan: „Jú, þetta ei-uð þjer, það ee nóg. Hjerna er brjefið“. ★ „Hvernig fórstu að komast £ svona góð efni, þú sem áttir ekk- ert hjerna í gamla dága?“ „Jeg stofnaði fjelag með rík- um manni. Ilann lagði til pen- ingana, en jeg reynsluna“. „Að hvaða gagni kom það?“ „Nú er það hann, sem hefir reynsluna, en jeg peningana“. ★ Eitt sinn, þegar Lincoln Banda. ríkjaforseti heyrði, að Fred Dou- glass væri staddur í Washing- ton, sendi hann til hans og bauð honum að drekka með sjer te í Hvíta húsinu. — Seinna sagðl Douglass um þá heimsókn, að Lincoln væri eini hvíti maður- inn, sem hann hafi rætt við í klukkutíma, sem ekki hefði mint; hann á, að hann væri negri. ★ Litla stúlkan kemur heim úr sunnudagaskólanum, eftir að hafa lært um það, hvernig guð skapaði Adam og Evu: „Kennarinn sagði okkur, hvern ig guð skapaði manninn og fyrstu konuna. Hann skapaði manninn fyrst. En maðurinn var mjög einmana, af því að hann. hafði engan til þess að tala við. Þá Ijet guð manninn fara að sofa og á meðan hann svaf tók guð úr honum heilann og skapaði kon.-. una úr honum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.