Morgunblaðið - 26.03.1943, Blaðsíða 8
8
Föstucfagur 26. mars 1943L
—*______ «t. a»4
GAMLA Bló
Eva
nútíma«is
(THE LADY EVE).
Barbara Stanwyck
Henry Fonda.
Sýnd kl. 7 og 9.
Kl. 31/2 — 6i/2-
Ffórflr gosar
(Four Jacks and a Jill).
ANNE SHIRLEY
RAY BOLGER.
► TJARNARBlÓ
Heflllastuod
(The Golden Hour).
Amerísk söngva- og gam-
anmynd.
James Stewart
Paulette Goddard.
AKNA FARLEY
Kl.
7 — 9.
72. dagur
En Richards brosti í kampinn
á leiðinni inn á skrifstofu sína.
Hann þóttist vita betur. Hann
hugsaði með sjer: „Það er ekki
til að þóknast hr. James, heldur
er það vilji hr. Dereks sjálfs.
Hann er að því er virðist bál-
skotinn í rauðhærðu stúlkunni,
sem jeg rak forðum. Það er bágt
að segja hvar það endar“.
Nokkrum mínútum síðar gekk
Derék inn í sjaladeildina.
„Er hr. Nolan viðí‘, spurði
hann fyrstu stúlkuna sem hann
sá í deildinni“.
„J-eg veit það ekki herra“.
„Þjer ættuð að vita það. Hvað
heitið þjer?“
„Paget“.
Hann virti stúlkuna fyrir sjer
— hún var Ijóshærð fölleit með
gleraugu og auðsjáanlega mjög
taugaóstyrk.
„Jeg veit að þjer eruð nýkomn
ar hingað. En samt ættuð þjei'
að vita hvað deildarstjórinn yðar
heitir“.
„Hann er inn í skrifstofunni
sinni herra. Á jeg að ná í hann?“
„Jú þakka yður fyrir. . .
Skáldsaga eftír Gtiy Fletcher
? . . i
** Þakka innilega heimsóknir, hlý handtök, gjafir og skeyti |
I tilefni af fímtugsafmælinu.
Carsten Jörgensen.
|
f
K**K**X*^*>KK**W**H**W**H**K**X»*K**XmH**W**H‘*H*‘X**W’*I»’H’*H*«>W**X»*I**H**W
I
!
♦
x
5!
Ykkur f jelagssystkinum mínum, sem færðuð mjer mikla
peningaupphæð að gjöf, í tilefni af brunatjóni, sem jeg og
fjölskylda mín urðum fyrir síðastliðið haust, votta jeg hjer
með rnínar alúðarfylstu þakkir.
Björn Bogason.
kMK**X**K»*X»*K**X**I**K*<**K»<**K»*K»*X**K**K**K**K**K**K**W**K»*K**X**K**K**X**K'
Tónlistarfjelagið.
Söngfjel. Harpa.
Heyrið þjer — eruð þjer nær-
sýnar?“
„Já, en jeg get alveg eins unn-
ið fyrir því“
„Það er ágætt. Vitið þjer þá
hvað undirdeildarstjórinn yðar
heitir?“
„Anna Farley“.
Derek fanst það undarlegt að
þetta nafn skyldi hljóma eins og
fegursta músík í eyrum hans.
„Jæja farið þá og segið Nolan
að jeg vilji finna hann“.
Nolan kom samstundis. Derek
var ekki í neinum vafa um er
hann sá hann að eitthvað þjáði
hann. Andlit hans var öskugrátt
og tekið og augu hans voru eins
og hann hefði hita.
„Mjer þykir leitt að heyra að’
þjer skulið vera veikur Nolan“
„Mjer þykir líka leitt að neyð-
ast til að fara hjeðan“.
„Það er ekkert við því að gera.
Hvenær hefðuð þjer hugsað yður
að fara?“
„Jeg var að hugsa um að fara
á laugardaginn".
„Þjer ráðið því alveg sjáflur“.
Nolan studdi höndinni á hjarta
stað. „Það er einhver sjúkdómur
í brjóstholinu".
„Jeg sje vel að þjer eruð veik-
ur. Vilduð þjer ekki losna
strax?“
„Jeg held það væri betra að
jeg væri hjer vikuna út. Ungfrú
Farley þyrfti að fá nokkurra
daga frí, og ef hún færi nú þeg-
ar þá gæti hún dvalið utan við
borgina í 4 daga, þarigað til jeg
fer“.
Derek dáðist með sjálfum sjer
að hugsunarsemi mannslns. —
Hann ákvað með sjálfum s jer að
láta hann fá þriggja mánaða
laun, þótt Richards myndi auð-
vitað verða öskureiður yfir því.
„Farið þjer á spítala nú þeg-
ar ?“
„Nei, jeg ætla að dvelja
Hlfómleikar
sunnudaginn 28. þ. m. kl. l’/2 stundvíslega í Gamla Bíó.
„Ársílíílirnar'4
eftir JOSEPH HAYDN.
Stjórnandi Robert Abraham.
Einsöngvarar: Guðrún Ágústsdóttir, Daníel Þorkelsson,
Guðm. Jónsson.
Aðgöngumiðar hjá Eymundsen, Sigríði Helgadóttur og í
H1 j óðf ærahúsinu.
nokkra daga hjá systir minni áð-
ur“.
„Það er prýðilegt. Ilún kemur
til með að líta vel eftir yður.
Ef þjer óskið eftir að fá með-
mæli þegar þjer komiö af spítal-
anum, þá skulið þjer bara koma
til mín“.
„Þakka yður kærlega fyrir hr.
Derek“.
Alt í einu tók hann eftir því
að Nolan hríðskalf, eins og hon-
um væri kalt.
Hann rjetti honum hendina
og sagði: „Verið þjer þá Sælir
hr. Nolan og jeg vona að yður
batni sem fljótast. Þjer skulið
svo sækja Iaunin yðar til gjald-
kerans. Jeg mun tala við hann
nú þegar.
Ilönd Nolans var rök og heit.
Veslings maðurinn, hugsaði De-
rek.
Þeir Richards höfðu líklega
sýnt honum mikla rangsleitni
með því að láta sjer detta í hug
að hann hefði verið sá seki í
Jean Dyson málinu.
Derek gekk til Kate Ander
son sem stóð skamt frá.
„Ungfrú Anderson“, sagði
hann.
Kate varð undrandi yfir því
að hann skyldi vita hvað hún
hjet. En hún áttaði sig þó brátt
á hvernig á því stóð.
Auðvitað var það aðeins vegna
þess að hún hafði gert eitt
hvað fyrir Önnu Farley.
„Já, hr. Derek“.
„Þjer vitið að Nolan er í þann
veginn að yfirgefa okkur?“
„Já“.
„Hann fer á laugardaginn
Það getur verið að jeg fái ekki
strax mann í staðinn fyrir hann,
og ungfrú Farley verði því ein
um tíma. Hafið þjer nokkuð á
móti því að vera henni til að
stoðar þann tíma?“
S. K.T. Paosjeikmr
í <kvöld í G. T.-húsinu kl. 10. — — DILLANDI MÚSIK.
NÝIR DANSAR — DANSLAGASÖNGUR — NÝ LÖG-
SKEMTIFJELAGIÐ FRELSI.
'wmmœrr^l
1 ,
Dansleikur
að HÓTEL BJÖRNINN annað kvöld kl. 10.
Pantið aðgöngumiða í síma 9024.
'Cá____________________________________________,_M'
Lp itt sinn er presturinn var í
^ húsvitjunarferð, kom ungi
sonurinn til móður sinnar, hamp-
aði framan í hana dauðri rottu
og var mjög stoltur af. Þegar
móðir hans sýndi andúð á þessu
framferði hans, hrópaði hann til
þess að sefa hana:
„Hún er dauð mamma, það er
alt í lagi hún er dauð. Við börð-
um hana og börðum hana og
börðum hana, og hún er stein-
dauð.“
En nú kom hann auga á prest-
inn, og þá fanst honum ekki ann
að tilhlýðanlegt en hafa svolítið
meira við þetta fyrst hinn æru-
verðugi guðsfaðir var viðstadd-
ur. Hann hjelt því áfram í mjög
kurteislegum tón:
„Já, við börðum hana og börð-
um hana þangað til — þangað
til guð kom og sótti hana.
★
Kínverji ljet ánægju sína í
jjósi yfir mætti læknívísindanná
á eftirfarandi hátt við hinn
fræga læknir Sing Lee:
„Jeg var mjög þungt hfildinn.
Jeg ljet ná í Yuan Sin, læknir
0g tók inn þau meðul, sem liann
gaf mjer. Jeg varð enn veikari.
Þá Ijet jeg .ná í Hang Shi, lækn-
ir og fjekk meðöl hjá honum.
Þá varð jeg svo veikur, að jeg
hjelt að jeg myndi deyja. Jeg
sendi þá eftir Kai Kon, læknir.
Hann var þá upptekinn og gat
ekki komið. Mjer batnaði“.
NÝ VJELSTURTA
til sölu. Tilboð óskast í Póst-
hólf 781.
FERMINGARKJÓLL
og kápa á unglingsstúlku, til
sölu á Saumastofunni Hverfis-
götu 43.
NOTUÐ HÚSGÖGN
keypt ávalt hæsta verði. Sótt
heim. Staðgreiðsla. Sími 5691.
Fornverslunin Grettisgötu 45.
KOTEX
dömubindi. Versl. Reynimelur,
Bræðraborgarstíg 22.
KÁPUR og FRAKKAR
ávalt fyrirliggjandi.
Hattabúð Reykjavíkur,
Laugaveg 10.
NÝJA BlÖ
Klautúir kúiekar
(Ride’em Cowboy
með skopleikurunum
Bud Abbott og
Lou Costello.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
?^tv7tv7twyrv7ivA^ ivnv7t>*JtMrtnP
X
X
lFjfe/a<jf&/íf
ÆFINGAR
I KVÖLD
í Austurbæjarbarna-
skólanum:
10 Fimleikar 1. og 2-
flokks karla.
1 Miðbæjarskólanum:
Kl. 8—9 Handbolti kvenna;
Kl. 9—10 Frjáls-íþróttir.
Stjórn K.R.
ÁRMENNINGAR!
Æfingarnar í, kvöld:
y I stóra salnum kl. 8—
9 I. fl. karla. Kl. 9—10 II. fl.
karla B.
í minni salrium:
Kl. 7—8 ÖldungaleikfinriL
KT. 8—9 Handbolti kvenna.
Kl. 9—10 Frjálsar íþróttir og-
skíðaleikfimi.
Kl. 1.15 á sunnudag verður
íþróttakvikmynd Ármanns
sýnd í Tjarnarbíó.
ÁRMENNINGAR!
Næstkomandi sunnudag fer
fram innanfjelagsmót í JÖsefs-
dal (eða Bláfjöllum). Keppt
verður í svigi kvenna og karla
(2. fl.) og í bruni. Farið verð-
ur um morguninn klukkan 8,30
frá íþróttahúsinu við Lindar-
götu. Farmiðar verða seldir í
Körfugerðinni eftir klukkan 2.
á laugardag.
Skíðanefndin.
yx HLAUPAÆFING
í kvöld klukkan 8,30,
'ME' frá húsi fjelagsins við
Túngötu.
V A L U R
Skíðaferð.
Farið verður í
Skíðaskálann á.
laugardagskvöld
og sunnudags-
morgun, ef næg þátttaka fæst.
Upplýsingar gefur Þorkell Ing-
varsson, sími 3834. Þátttaka
tilkynnist fyrir klukkan 6 á
föstudag. Farmiðar sækist fyr-
ir kl. 4 á laugardag.
Skíðanefndin.
GUÐSPEKIFJELAGIÐ
Reykjavíkurstúkan. Fundur er
í kvöld kl. 8,30. Fundarefni:
Skoðanamunur. — Gestir vel-
komnir.
HREINGERNINGAR
Geir og Ari. Sími 2973.
SOKKAVIÐGERÐIN
gerir víð lykkjuföll í kven-
sokkum. Sækjum. Sendum.
Hafnarstræti 19. Sími 2799, —
TÖKUM KJÖT
til reykingar. Reykhúsið Grettifi’*
götu 50.