Morgunblaðið - 26.03.1943, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 26.03.1943, Blaðsíða 4
4 HORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 26. mars 1943- VarHveitifl falnaðinn frá tilraunum með Ijeleg þvottaefni, nú, þegar FLIK-FLAK fæst í hverri búð. Silkisokkar, hinir fín- ustu dúkar og undirföt eru örugg fyrir skemdum, þegar þjer notið FLIK- FLAK í þvottinn. PLII - '4«*’ Ftik. F/ak FLÁK FLIK-FLAK ER BESTA ÞVOTTAKONAN. Mjólkufstöðin við Hringbraut ásamt tilheyrandi bílskúrum er til sölu nú þegar, og til afhendingar er mjólkurstöð sú, er nú er ver- ið að reisa, er fullgerð. Skrifleg tilboð óskast send Mjólkursamsölunni í Reykjavík, er gefur allar nánari upplýsingar. Rjettur áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er, eða hafna öllum. MJÓLKURSAMSALAN. Nemendasamband Verslunarskóla íslands. AHalfexntlnxr verður haldinn miðvikudaginn 31. mars kl. 9 e. hád. að Fjelagsheimili V. R. í Vonarstræti 4. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. Minningarorð um Guðmund Einarsson útvegsbónda Idag verður borinn til graf- ar í Vestmannaeyjum Guðmundur Einarsson útvegs- bóndi að Viðey þar í Eyjum, en hann andaðist á sjúkrahúsi Vest- mannaeyja hinn 14. þ. m. Guðmundur var fæddur 18. nóv. 1885 að Rifshalakoti í Ása- hreppi í Árnessýslu, sonur Ein- ars bónda að Bjólu í Holtum og Guðrúnar Jónsdóttur frá Keld- um. Búskap byrjaði Guðmundur að Ytra Hóli x Landeyjum, en flutti til Vestmannaeyja árið 1921 og bjó þar rausnarbúi síðan til dauðadags. Kvæntur var Guðmundur Pál- ínu Jónsdóttur frá Nýjabæ í Ása hreppi, hinni mestu ágætiskonu, og hefir þeim hjónum orðið ell- efu barna auðið. Auk þeirra eignaðist hann þrjár dætur utan hjónabands. öll eru börn Guðmundar hin mannvænlegustu og hafa mörg þeirra staðfest ráð sitt og stofn- að eigin heimili, ýmist í Eyjum eða utan þeirra. Vestmannaeyjar hafa orðið fyrir miklu áfalli við lát Guð- mundar Einarssonar. Hann var með afbrigðum dugmikill og rak búskap sinn bæði til sjós og lands af hinum mesta myndarskap og röggsemi. Þá gegndi hann mörg- um trúnaðarstörfum í hjeráði og skal hjer drepið á nokkur þeirra. Hann var formaður Sjúkrasam- lags Vestmannaeyja tvö fyrstu starfsár þess, sat í niðurjöfnun- arnefnd í nokkur ár og í skatta- nefnd hin síðari árin. Þá sat hann í bæjarstjórn Vestmanna- eyja, sem varafulltrúi eitt kjör- tímabil. Af þessu mætti ljóst vera, að mikið hefir á Guðmund hlaðist af opinberum störfum og eru þó enn ótalin þau, er mest kvað að honum í, og sem hann fórnaði miklu af starfskröftum sínum. Formaður hins merka Bátaá- birgðarfjelags Vestmannaeyja var hann í mörg ár og allt til æfiloka. Reyndist hann þar af- kastamikill og úrræðagóður. Sá fjelagsskapur hefir átt marga á- gæta forvígismenn, alt frá því er Bjarni E. Magnússon, sýslumað- ur Vestmannaeyja hóf merki hans árið 1862, og var Guðm. einn af þeim, er bar merki fje- lagsins hátt og sparaði hvorki tíma nje fyrirhöfn til þess að vinna þvr gagn og efla veg þess. Fyrir forgöngu Guðmund- ar gekst stjórn Bátaábyrgðar- fjelagsins meðal annars fyrir því árið 1937, er fjelagið var 75 ára gamalt, að gefa út minningarrit þess, er Jóh. Gunnar Ólafsson nú bæjarfógetafulltrúi í Hafnarf. færði í letur. Er það hið ágæt- asta heimildarrit um þróun báta- útvegsins í Vestmannaeyjum og geymir auk þess margan fróðleik um menn og málefni í Eyjum.. Ekki má svo við þetta mál skiljast, að eigi sje getið þess málsins, sem Guðmundur bar mest fjrrir brjósti og vann að með óþrjótandi elju. Eins og áður segir, var hann fæddur í sveit og hóf þar búskap, enda var sveitabúskapur honum í blóð runninn. I Eyjum bjó hann fyrirmyndarbúi, og var mjög sýnt um alt, er að slíkum búskap laut. Kunni hann á fingrum sjer öll skil á skepnuhöldum, stærð, og árlegum afrakstri hvers eins af lögbýlum Eyjanna. Ræktun alls óræktaðs lands í Eyjum taldi hann með rjettu vera brýna nauðsyn og stærsta framtíðar- málið. Hann hafði og verið formaður Búnaðarfjelags Vestmannaeyja urn margra ára skeið, er hann ljest. Það fjelag hafði allmikinn verslunarrekstur með áburðar- og fóðurvörur. Gegndi hann því starfi svo vel að af bar og sýndi þar sömu forsjá og fyrirhyggju eins og í sínum eigin búskap. Ekkert mál virtist honum vera eins mikið hugðarefni og það, að landið yrði sem best nytjað og kæmi sem flestum heimilum Eyjanna að rjettum notum. Af því, sem nú hefir sagt ver- ið, mun það ljóst, að þar fór eng- inn meðalmaður, er Guðmundur Einarsson var. Atorka hans, forsjá og kapp var alt meira en venjulegt er. Hann var skapfestu maður, úrræðagóður og ósjer- hlífinn að hverju er hann gekk. Tryggur í lund og góður vinur vina sinna. Er að ástvinum Guðm. mikíR harmur kveðinn við fráfall hans, og almenningur í Eyjunum mun lengi minnast þessa manns, er á svo mörgum sviðum var í fylk- ingarbrjósti og dugði vel í hví- vetna, alt til þess er sigð dauð- ans feldi hann fyrir aldur fram. J. Þ. J. Á íslandi er almenningi meiri þörf á að njóta heilsu- styrkjandi sólbaða en víðast hvar annarstaðar. Veðurfarið er þó sjaldnast þannig, að það leyfi fólki að taka sólböð úti við, en í gegnum venjulegt rúðu- gler nýtur sólarljósið sín ekki til heilsubóta. SÓLGLERIÐ sem hleypir gegn um sig 60 sinnum meira útfjólubláu ljósi heldur en venjulegt gler — á því mikla framtíð fyrir sjer hjer á landi. í SÓLGLERSBYRGJUM og á SÓLGLERSVÖLLUM eiga böm yðar eftir að njóta hins mikla heilsugjafa í ríkara mæli en flesta órar nú fyrir. í sumarbústað yðar ættuð þjer að nota SÓLGLER í stað venjulegs glers eða jafnvel byggja yður sjer- stakt sólbyrgi, sem getur verið ósköp einfalt og ódýrt. SÓLGLER ætti auk þess að vera fyrir hendi á hverju heimili í sveit og kaupstað til öryggis, því að ekki getur þægilegra efni að grípa til ef rúður brotna. SÓLGLERIÐ fæst í 15 metra löngum ströngum 91 cm. breiðum og kostar kr. 130.00 stranginn sendur gegn eftirkröfu hvert á land sem er meðan birgðir endast. Einnig fyrir hendi á skrifstofu vorri. Gerið pöntun yðar nú þegar. EINKAUMBOÐSMENN GÍSLI HALLDÓRSSON H.F. Austurstræti 14 -- Sími 4477. Símnefni: Mótor — Reykjavík. EF LOFTUR GETUR ÞAÐ EKKI----ÞÁ HVERX,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.