Morgunblaðið - 06.05.1943, Blaðsíða 3
Flmtudagur 6. maí 1943.
MOKGUNBLAÐlö
Skæður mislingafaraldur
geisar í bænum
Óskað eftir blóði úr þeim,
sem hafa fengið veikina
MISLINGAFARALDURINN, sem nú gengur
hjer í bænum, er sá versti, sem komið hefir
að áliti lækna. Margir hafa farið mjög illa
út úr veikinni og nokkrir dáið.
Prófessor \Tíels Dungal kvaddi blaðamenn á fitnd sinn í gær og
skýrði þeim frá þeim örðugleikuin, gem rajtnsóknarstofa Háskólans
œtti við að stríða með að útvega serum t il varnar veikinni.
Prófessorinn skýrði og frá, að
eftirspurn eftir varnarmeðali þessu
væri mjög mikil og að ekki væri
hægt að sinna nema litluin hluta
hennar. — Sú aðferð nefir því
verið tekin upp, að lækliarnir
sjálfir pánta meðal hánda þeim
sjúklingum sínttm, sem þess þúrfa
helst með. Með þesstt a-tti að vora
trygt, að það lendi þar, sem þörf-
in er mest.
Serumið til varuar veikinni má
vinna úr blóði manna, sem ný-
búnir eru að hafa hana.. Itann-
sóknarstofan hofir því reynt eftir
megni að hafa upp á mörmum
þeim, er þannig er ástait. fyrir,
eftir tilvísan lækna, en með því
móti aðeins tekist að fá 20 menn.
sent •leyft hafa. að taka úr sjer
blóð. —- En þar sem það hefir
mjög mikla þýðingn og er bráð-
nauðsynlegf að sem mest serum
fáist, skora.r ránnsóknarstöfan á.
alla þá karla og konur 16 ára og
eldri, seiii fengið hafa. mislingana,
að gefa sig frant víð stöfúná' tií
blóðtöku, þegar liðin er vika frá
því að viðkomandi er orðinn hita-
laus, en ekki seinna en iiman niáíti-
aðar frá þeim tíma.
Úr hverjum manni er tekimi
hálfur lítri af blóði, eða setii svar-
ar 1/10 af blóðmagni hans, og
íyrir það greitt kr. 75.00. Best er
að komið sje á morgnana frá 9—
10 til rannsóknarstofu Háskólaris,
og þá á fastaúdi maga.
Borið ltefir á því, að menn sjett
hræddir við að láta taka úr sjer
hlóð. en þettá ör megn misskiln-
irigúr. Það er ekki tékið meira
blóð en það, að manninum gerir
það ekkert til, og þar að auki eru
læknar altaf á staðnum.
Serum það, sem ttnnið et úr
mislingablóði, er alveg örugt varn-
armeðal gegn veikinni, ef það er
gefið alt. að 5 dögttm eftir að
viðkontandi hefir smitast og held-
ur marininum ónæmttm í 40 daga,
en þá má endurtaka gjöfina. —.
TJr þvf blóði, sem tekið er úr
hverjum manni, má vinna nægi-
lega mikið serum til þess að gera
8 fttllorðna eða. um 30 börn ónæm.
Nauðsynlegt er að sem flestir
gefi sig fram, og þeir. sem láta.
af hendi blóð, mega vera þess
vissir, að þeir forð.a mörgum frá
að fá skæða berklaveiki, því að
eftir mislinga. blossar hún venju-
lega upp í þeim, sem hafa snert
af henni. Auk þess eru margir,
sem alls ekki mega vera að því
að lý>gja, t. d. bæntlur um há-
bjargræðistímann, en telja má
víst, að veikin breiðist út nm land-
ið í sumar og ekki enn verið hægt
að senda neitt. serum út um land
vegna þess, hve lítið er tii' af því. j s
Þéssar serumlækningar hafa j
reynst. ágætlega hjer á landi, og
eru hjer meira notaðar en víðast j
arinái-sstaðar.
Þýskar fiugvjslar
jíir Austurlauúi
TTVÆR þýskar flugvjelar
voru yfir Austurlandi í
fyrradag og flugu hátt.
Ameríska herstjórnin hjer
gaf út svofelda tilkynningu um
þetta í gterdag:
, ,Tvær óvinasprengj uflugvj el-
ar voru yfir Austur-Islandi og
flugu hátt síðari hluta dags þ.
4. maí.
Engum sprengjum var varp-
að“.
Fundur Sjðlfstæðis-
manna I sýningar-
skálanum I kvöld
Landsmálafjelagið Vöriður
boðar í kvöld til almenns
íundar Sjálfstæðismanna í sýn-
ingarskála listamanna við
Kirkjustræti.
Sjálfstæðisfjelögin hjer í
Reykjavík hafa trygt sjer hús-
næði í sýningarskálanum til
fundahalda og skemtana. Eins
og kunnugt er, er skálinn mjög
stór og rúmgóður og því hið
ágætasta húsnæði fyrir starf-
semi sjálfstæðisfjelaganna. Að
undanförnu hefir fjelögunum
skort viðunandi húsnæði og
margir fagna því að úr því
bætist með afnotum af lista-
mannaskálanum.
Varðarfundurinn í kvöld ef
fyrsta samkoman, sem Sjálf-
stæðismenn boða til í sýningar-
skálanum. Jakob Möller alþm.
hefir framsögu Um skattamálin
og er óefað, að meðal Sjálf-
stæðismanna ríki mikill áhugi
fyrir gangi þeirra mála og
væntanlegri meðferð á næsta
þingi, og því má væntan fjör-
Ugra umræðna.
Öllum Sjálfstæðismönnum er
frjáls aðgangur að fundinum.
Er þess að vænta að fjölsótt
verði á þessum fyrsta fundi
Sjálfstæðismanna í hinum nýju
húsakynnum sýningarskálans.
Ameriskur liðsforingi
skrifar bók um ís-
lensk kensiumál
Athyglisverðar niður-
stöður höfundar
Tsp ð rekstri Flugljelassins s.l. ðr
Beimild tfll að anka hlutfaffe
i 1% miS|én
Aðalfundur Flugfjelags Is-
lands var haldinn hjer í
bænum í gær. Formaður fje-
lagsstjórnarinnar, Bergur G,
Gíslason gaf skýrslu um hag
fjelagsins á árinu, sem leið og
skýrði frá því, að tap hefði
orðið á rekstri fjelagsins, sem
orsakaðist aðallega af slysum
þeim, sem fjelagið varð fyrir
á árinu.
Það, sem af er þessu ári,
hefir hagur fjelagsins þó verið
góður þrátt fyrir óhagstætt tíð^
arfar.
Framkvæmdarstjóri Flugfje-
lagsins, Örn Johnson flugmað-
ur gaf skýrslu um afköst flug-
vjela fjelagsins á árinu. Sani-
tals voru fluttir 1129 farþegar
með vjelum fjelagsins og 2650
kg. af pósti flutt. Samtals voru
farnar 387 flugferðir og alls
flugu vjelar fjelagsins 114,000
km. Milli Akureyrar og Reykja
víkur voru alls famar um 100
ferðir.
Stjórn fjelagsins var öll end
urkosin, en hana skipa þessir
menn: Bergur G. Gíslason for-
maður, Jakob Frímansson kaup
fjelagsstjóri, Kristján Kristjáns
spn forstjóri, Agnar Kofoed
Hansen lögreglustjóri og örn
Johnson flugmaður. Varamað-
ur í stjórn er Vilhjálmur Þór
ráðherra. Endurskoðendur voru
endurkosnir Magnús Andrjes-
son fulltrúi og Svanbjörn Frí-
mannsson.
Fundurinn samþykti heimild
til stjórnar fjelagsins að auka
hlutafje úr 450,000 krónum,
sem það er nú í i/> milj. kr.
Að lokum voru ræddar fram
tíðarhorfur flugmálanna hjer á
landi og önnur áhugamál í
sambandi við flugmálin.
Fundurinn var fjölsóttur.
AMERÍSKUR LIÐSPORINGI, sem dvalið hefir
hjer á landi í rúmlega eitt ár? er að ljúka við
bók um kenslu- og uppeldismál íslendinga.
Sjálfur var hann mentaskólakennari í heimalandi sínu áð-
ur en hann gekk í herinn. Hefir liðsforinginn varið frí-
stundum sínum í að kynna sjer uppeldis og kenslumál hjer
á landi og til að skrifa bók þessa. Tilgangurinn með bók-
inni er „að auka skilning og góða sambúð milli íslands og
Bandaríkjanna“, eins og höfundurinn komst að orði við
mig á dögunum.
Reglur hersins leyfa ekki að nafn mannsins sje birt riú, en
það verður alm. kunnugt, þegar bókin kemur út. Jeg hefi fengið
tækifæri til að kynna mjer niðurstöður þær, sem höfuhdurinn
kemst að í lok bókarinnar um íslensk kenslu- og uppeldismál
og þar sem þær eru mjög svo fróðlegar fyrir okkur Islendinga
eru þær helstu birtar hjer á eftir.
Bandaríkjahermenn
læra Islenskn
i Háskólanum
HÁSKÓLI Islands hefir um
nokkurt skeið haft nám-
skeið í íslensku fyrir ameríska
hermenn. Kennari er Bjarni
Guðmundsson blaðamaður.
Fregn, sem birt hefir verið
um þetta í Bandaríkjunum hef
ir vakið mikla athygli.
Höfundur segir, að hörmung-
ar þær, sem gengið hafa yfir
þjóðina, hafi hjálpað þjóðinni
til að skilja að hún er fær um
að mæta erfiðleikunum og sigr-
ast á þeim. Hann segir, að í
gegnum baráttu og fórnir hafi
þjóðin komið sjer upp skólafyr-
irkomulagi, sem mjög henti
frjálsri lýðræðisþjóð. Hinar
rjettu undirstöður, andlegt
frelsi, hafi verið lagðar fyrir
mörgum öldum og hafi síðan
verið haldið í heiðri er tímar
liðu.
TUNGAN
Þýðingarmesta atriði ísl.
kenslumála og menningar, hafi
verið tunga þjóðarinnar. Fram
til 18. aldar hafi fullkomnustu
tungur heimsins sennilega ver-
ið gríska, latína og íslenska.
Hið m.erkilegasta við íslenska
tungu sje, að börnin skuli, er
þau hefja skólánám sitt, lesa
sömu íslensku, sem rituð var
fyrir 1000 árum, því, að
tungan hafi breyst furðanlega
lítið á þessum tíma.
Höfundurinn telur, að varð-
veisla tungunnar hafi haft mik
il stjórnmálaleg áhrif á íslend-
inga. Málið hafi orðið dönsku-
skotið meðan Danir rjeðu hjer,
en með málhreinsuninni hafi
þjóðin verið að vinna að sjálf-
stæði sínu.
FORNSÖGURNAR
OG UTANBÓKAR-
LÆRDÓMUR
Næst tungunni hafa íislend-.
ingasögurnar haft mest áhrif á
kenslumál þjóðarinnar, uppeld
ismál hennar og menningu. —
Vegna einangrunar þjóðarinú
ar hafi sögurnar haft mikil á-<
hrif bæði fyr og síðar. Fyr
voru þær leiðarljós þjóðarinnar
og nú eru þær hinn sögulegi
arfur hennar.
Þá tekur höf. til hina sjer-
kennilegu kensluaðferð. utan-
hókarlærdóminn. Þetta hafi áð-
ur fyr verið nauðsynlegt vegna
FRAMH. Á SJÖTTU BlÐU
30 þús. kr. gjaflr frá
verslunarskúla-
mðnnum
42
útfskrðfaðlr
V
ið skólauppsögtl í Verslunar-
skólanum var mikið fjöl-
menni og fóru þaim dag fram
ýms hátíðahöld í skólanum, 42
nem. luku burtiararprófi. Ails
voru í skólanúm í vetur 344 úem.
123 ganga nú úndir inntökupróf í.
fyrsta bekk. Prófstörfpm verður
lokið um miðjan mai. Við sköia-
uppsögnina og í skólaslitaveislu í
Oddfellow um kvöldíð (30. f.’m.)
‘ lögðu gamlir Verslunarskólanem-
I endur fram 31 þús. kr. til ýmsra
i áhugaefna sinna í mentamálum.
Þrír 35 ára nenv., Fí'J1 Magnús-
son heildsali, Sigurjón Sígurðsson
bankamaður og Þorbjörn Þor-
valdsson símamaður gáfu 1000 kr.
til aö endurreisa Nemendasjóð
skólans, sem þeir voru meðstofn-
endur að 19081 10 ára nem. gáfn
5 þús. kr. í sáma' S.jóð, og hafði
Hróhjartur Bjarnason heildsali
orð fyrir þeirn.1 Sturhmgur Jóns-
son heildsali afhenti fyrir hönd
20 árá nerii. 2000 kr. skólastjóra
til ráðstöfunar í skólanum, og
Stefán Jónsspn kaupm. aðrar 2000
kr. frá 15 ára nem. í sama skyni.
Sigurðnr Egilsson Jafhenti fyrir
hönd 5 árp nem. ipg safnaði af
þeim 10 þús. kr., sem Væritanl'ega
verður varið til Verslunarskóla-
herhergis í Nýja istúdentagarðin-
tim. Loks afhenti Frímann Ólafs-
son 11 ,þús. kr. í byggingarsjóð
skólans; fyiýr hönd 2,5 ára riem-
enda. Framspgurnenn árganganna
fluttu stuttar ræður. niintust
skólaára sinna og fögnuðu því,
hversrr skólinn liefði eflst og árn-
FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU.