Morgunblaðið - 06.05.1943, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 06.05.1943, Blaðsíða 5
MmtudaKur 6. maí 1943. JWM3mtHiW Útget.: H.f. 'Arvakur; Reykjavlk. Framkv.stJ.: Sigfös Jönsaon. Rltatjörar: Jön KJartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgBarss.). Auglýsingar: Arnl Óla. Rltstjörn, auglýsingar og afgreibsla: Austurstræti 8. — Slmi 1600. Aakrlf targjald: kr. 6.00 & mánuBl lnnanlands, kr. 8.00 utanlands f lausasölu: 40 aura eintakiB. 60 aura meB Lesbök. . ’ ‘ * _■ . • < Drottning Kínavelðis Olikt tiðfumst við aO FREGN frá Danmörku herm- ir, að Sameinaða gufuskipa íjelagið, sem Islendingar kann- ast vel við, hafi ákveðið að auka hiutafje sitt um 50%, með það fyrir augum, að auka skipakost fjelagsins. Nú ligg- ur það í augum uppi, að þetta <danska skipafjelag hefir eng- in not a*f auknum skipastól eins og sakir standa. Skipafloti fje- lagsins er inni byrgður, siglir aðeins með ströndum fram, en fer ekkgyt: újt á úthöfin. Það er þvi ekki þörfin fyrir aukinn skipastól í augnablikinu, sem ;ýtir á aðgerðir Sameinaða fje- lagsins, heidur er það framtíð- an, sem fjelagið hefir í huga. Danir vita vel, hvers þjóðin þarf nast mest að stríðinu 3oknu. Þeir hafa skilning á því, að nýr ©g öflugur skipa- floti verður mesta lyftistöng þjóðarinnar eftir stríðið. En hvernig förum við Islend ingar að í þessu efni? Eimskipafjelag Islands sýndi álitlegan hagnað fyrsta stríðs- árið. Þetta fje vildi fjelagið nota til þess að búa í haginn fyrir seinni tímann. En þetta var dauðasyrtd fjelagsins, að áliti ýmsra pólitískra leiðtoga. Látlaus rógur hefir staðið um iEimskip síðan þetta gerðist. Og nú er svo komið, að Eimskip berst í bökkum. Allur hagnað- nr fyrri ára er horfinn og rnieira fil. Engir sjóðir upp á að hlaupa hjá fjelaginu til þess að mæta erfiðleikunum, sem nú steðja að. Þannig býr íslenska þjóðin að Eimskipafjelaginu, sem þö er að bjarga henni frá sulti. Rógsiðjan fær oft miklu állu áorkað. Alveg sömu sögu er að segja um fiskiskipaflotann. — tJtgerðarfjelög fengu leyfi til að verja litlum hluta af hagn- aði sínum til myndunar nýbygg ingarsjóða. Fjeð skyldi geym- ast undir opinberu eftirliti og varið síðar til endurnýj- nnar flotans. Sjóðstillagið var svo við neglur Skorið, að þrátt fyrir góða afkomu útgerðar- innar undanfarið, á ekkert fje- 3ag svo mikið fje í nýbygging- arsjóði, að það nægi til þess að láta byggja eitt einasta skip! Samt er þegar hafinn sterk- ur áróður af hálfu ýmsra stjórn málaleiðtoga fyrir því, að stöðva þessa sjóðssöfnun hjá útgerðinni, en í stað þess taka fjeð með sköttum og gera það •að eyðslueyri í ríkissjóði. Ólíkt höfumst við að. Danir stórauka skipastól sinn. En við kyrkjum allar tilraunir í þá átt, svo að trygt verði, að eng- in fleyta bætist við okkar flota ; að stríðinu loknu! 1 eftirfarandi grein lýsir tímaritið Time hinni mikil- hæfn og einkennilegu konu Chiang Kai Shek Kínverja- marskálks og baráttu hennar fyrir föðurland sitt. rá því hún var 10 ára og tii 19 ára aldurs átti frú Chiang Kai Shek heima í Bandaríkjunum, en þá var nafn hennar Mei Ling Soong. Meðan önnur eldri systir hennar var í skóla í Macon, átti hiin heima hjá vinafólki í Pied- mont, sem er þar nærri, og lærði hún þar marga ameríska siðu. Hún keypti sjer sælgæti ásamt öðrum stúlkum á svipuðum aldri, og tíndi með þeim heslihnetur. Hún var áltaf sú, sem hinar stríddu, en margt gamanið lærði hún af því. Bylting Sun-yat-Sen gekk fyrr yfir Kína, en ungfrú Soong fór frá Bandaríkjunum, og hafði hún ekkert af henni að segja. Konan, sem hún bjó hjá, sagði altaf: Hún hugsaði afar mikið um öll vanda- mál. Hún talaði mikið um þann skerf, sem Kína hefðii' lagt til menningaiánnar, og þótti miður, hve hinar vestrænu þjóðir hefðu lagt litla |rækt við hann. En vin- stúlku sinni skrifaði hún: „Hið eina austræna við mig er andlit- ið“. AFTUR HEIM TIL KÍNA. Þegar Mei-ling íór aftur heim til Kína, arið 1917, þá þekti hún Bandaríkin flestum Bandaríkja- mönnitm betur. En hún þekti varla sitt eigið land. Hún fjekk sjer kínverskan kennara og lærði að tala og rita kínversku. Smám saman fór hún að klæðast kín- verskum búningi. Þar eð hiin var einn fegursti kvenmaðurinn í hinni frægu Soong-fjölskyldu, tók hún mikinn þátt í samkvæmum, en hinsvegar var hún trúuð vel og gekk í kristinn ungmennafjelags- skap og barnahjálparfjelög. Henni bauð við óþrifnaði, og enskur vinur hennar segir frá því, hvern- ig hún einu sinni tók þurkuna af hirðulausri vinnustúlku, þurkaði sjálf af hverju tangri og tetri í stofunni og hjelt á meðan ræður gegn óþrifnaði. Dr. Sun andaðist, og laglegur ungur maður, að nafni Chiang Kai Shek tók að sjer að minsta kosti hernaðarlegt hlutverk hins mikla byltingamanns. Mei ling Soong kyntist honum. Um það leyti var hún sjálf ekki farin að fást við stjórnmál, eri hún frjetti, hvernig hann rauf alt samband við Moskva, og heyrði um það hvíslað, hvernig leynifjelagar hans gengu milli bols og höfuðs á æstustu stuðningsmönnum komm- únista. Hrin varð þess vör, að hon- um geðjaðist að henni og hafði ekkert á móti því, og áður en lantg um liði hafði hinn ungi hermaður elt móður hennar til Japan og fengið hana til að sam- þykkja ráðahag, sem hún hafði verið andvíg, þar eð Chiang hafði skilið við konu og- var ekki krist- inn. Þau giftust þann 1. desem- ber 1927. ÓHREIN HÚS. Það, sem nú tók við, breytti henni mjög. Hún yfirgaf hina hreinlegu borg Shanghai og fór til Frú Chiang Kai Shek Frú Chiang Kai Shek, er hún kom til Ndw York. aðalstöðva manns síns í Nanking, sem var óhrein og óþrifaleg borg. Chiang var þá að vinna að því að sameina Kínverja og gekk að því með oddi og egg. Einnig kom hann vingjarnlega fram við Jap- ána, svo að hann gæti búið Kín- verja undir ófrið við Japan. Frúin fór með honum á herferðum hans, og gistu þau þá hvar sem þak var að finna yfir höfuðið, — í bændakofum, járnbrautarstöðv- um, — og allir þessir staðir voru illa til reika og óhreinir. Hún tók til og hreinsaði þá alla og vildi hreinsa Kína. Tíúrr stofnaði „Hreyf ingu hins nýja lífs“, en sá fje- lagsskapur átti að vinna að feg- urri lifnaðarháttum. (Fyrir nokkru síðan var 9 ára afmæli hans hald- ið hátíðlegt í Ghungking, og var um leið hert á baiini því við að reykja, neyta matar og hrækja á götum úti, ásamt því að gjörsam- lega var bannað að kasta þar frá sjer rusli.) Maður hennar átti einnig breyt- ingu í vændum. Ilún gekk út ineð honum á hverjum morgni, þegar gott var veður og sagði honum sögur úr biblíunni, uns hann gerðist kristinn. ÓHREIN STJÓRNMÁL. 1 desember 1936 fór frúin til Shanghai, til þess að hvíla sig, lnin var lasin. Maður hennar flaug til norðvesturhjeraðanna, til þess að bæla niður hið rauða lið þar x eitt skifti fyrir öll, og til þess einnig að siða óþægar stjórnar- hersveitir, sem vildu heldur berj- ast við Japana en kommúnista. En hann átti óvænt atvik fyrir hönd- um. Um morguninn þann 12. des- ember vaknaði hann klukkan hálf sex, eins og hann var vanur. Stuttu síðar heyrði hann skot. Lífverðir hans komu hlaupandi og sögðu, að eitthvert uppþot væri, og best væri fyrir hann að leita upp til fjalls eins, er nærri var. Chiang var á náttklæðum einum saman og tannlaus, og reyndi að komast út um hliðardyr, en þær voru læstar. Hann og tveir af mönnum hans urðu að klifra upp 10 feta háan vegg. Þegar upp var komið misti marskálkurinn hand- festu og fjell niður í gröf eina, og voru 30 fet niður. I þrjár mín- útur gat hann ekki hreyft sig. Svo hjálpuðu nokkrir af mönnum hans honum upp fjallshlíðina. Þar datt Chiang niður í gjótu eina, sem hulin vgr þyrnirunnum, og lá þar uppgefinn. Síðar fundu hermenn hann. „Látum oss skjóta þenna' ‘, sagði einn þeirra. „Ekki skulum við gera það“, sagði annar. „Jeg er yfirher?höfðinginn“, sagði Chiang. „Sýnið mjer tilhlýði- lega virðingu. En ef þjer álítið mig fanga yðar, þá drepið mig, en sýnið mjer ekki vanvirðu“. ffarið var með Chiang í hús eitt og hafðnr um hann vörður. Þar helti hann skömmum yfir mann þann, sem látið hafði handtaka hann, en það var „Hinn ungi marskálkur“, Chang Hsuehling. Hinar merkilegustu flugufregn- ir bárust út um heiminn um at- burð þenna. Frú Chiang og ann- að fólk af Soong-fjölskyldunni kom saman í Nanking, og sendi Henry Donald, hinn ástralska trúnaðarmann sinn, til Sian-fylk- is, til að sjá hverju hánn fengi áorkað. Chiang Kai Shek hafði ákveðið að svelta sig í hel. „Píslarvottar fyrri alda hræddust ekki dauð- ann“, skrifaði hann í dagbók sína. ,,Jeg yil heldur feta í fótspor þeirra en verða sjálfum mjer til vansæmdar'4. 1 Nanking varð kona hans þess, vör, að ýmsir voru glaðir yfir því, að Chiang var rutt úr vegi. Þegar hún reyndi að sannfæra þá um það, að framtíð Kína væri við hann tengd, þá sögðu þeir: „Svona. getur kona talað, sem er að biðja bónda sínum griða“. Cþiang skrifaði henni brjef, sem aldrei komst til hennar. Þar stóð meðal annars: „Jeg mun aldrei gera neitt, sem kona mín þarf að bera kinnroða fyrir, nje neitt, sem getur gert mig að óverðugum eftirmanni Sun Yat Sen. Þú mátt aldrei koma til Shensi44. En frxxin fór til Shensi, þótt mikil væri áliættan við þá för. 1 jsian er sagt, að hún hafi fengið Donald skammbyssu og sagt hon- um að skjóta sig, ef uppreistar- mennirnir tækju sig. Þeir, sem handtekið höfðu mann hennar, leyfðu henni að sjá hann. Um leið og hún kom inn til hans, þar sem hann hafðist við, mjög illa til i*eika, sýndi hann henni vers, sem hann hafði fundið í biblíunni þenna morgun: „Di*ottinn mun nú framkvæma nýtt verk, og það er þetta: Hann mun gefa karlmanni vernd konu“. Ilún las fyrir hann. sálma, uns hann sofnaði. Mikil fundahöld hófust nú. Heimurinn fær sjálfsagt aldrei að vita nákvæmlega, hvað þar var sagt, en að því er virðist sann- færðu Chiang-hjónin uppreisnar- mennina um það, að þau væm ákveðin í því að stjórna barát.tu við Japan, er tími væri til kom- inn — þegar Kínverjar yæru sam- einaðir. Chiang Ivai Shek var lát- inn laus. „HIN HUGPRÚÐA UNGA KONA“. En það urðu Jypanar, sem kusu tímann til ófriðar, áður en Kin- verjar yrðu of öflugir. Þegar Kína var komið í stríð, var erfiði mik- ið lagt á herðar frú Chiang. Hún var aðalritari flugmálanefndarinn- ar, en það var í rauninni sama og vera hæstráðandi kínverska flughérsins. Hún reyndi að breyta „Hreyfingu hins nýja lífs“ í fje- lagsskap til þess að hvetja konur til að vinna f þágu hernaðarins. Hún var á flestum ráðstefnum manns síns, og þótt hún rjeði aldrei stefmlnni í stjórnmálum nje hermálum, þá gaf hún oft góð ráð og þeim ráðum var fylgt. Hún samdi ræður og greinar, til þess að sýna umheiminum fram á af- stöðu Kína. Ilún fór í fjölmargar eftirlitsferðir. Þann 23. október 1937, var frú Chiang og Donald á ferð frá Nangking til Shanghai, til þess að líta á særða hérmenn. Á leið- inni fór bifreiðin um mjög krappa beygju, og í sarna mund komu japanskar sprengjuflugvjelar í ljós fyrir ofan hana. Bifreiða- stjórinn steig á bensíngjafann í fátinu, og bifreiðin kastaðist langt út í móa, en fólkið hentist úr henni. Donald gekk þar að, sem frúin lá niðri í mýrarpolli, óhrein og rifin. Hún var meðvit- undarlaus. „Vaknaðu, mann- eskja“, hrópaði hann, en síðan söng hann hástöfum: „Hún hent- ist úr bílnum og hóf sig til flugs, hin hugprúða unga kona“. Þá bærði frúin á sjer. Donald hjálp- aði henni á fætur, kom henni til bóndabæjar eins, þar sem henni voru fengin þurr föt. Síðan fór hún aftur inn í bifreiðina, sem ekkert hafði skemst að ráði, og Donald spurði hana, hvað hún vildi nú gera. „Við höldum áfram til Shanghai“, sagði hún. Nokkrum mínútum seinna sagði hún: „Jeg get ekki andað. Mig kennir til ef jeg anda“. „Vertu þá ekki að anda“, sagði Donald kuldalega. Þau komust til Shang- FRAMH. 1 SJÖTTU SÍÐU.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.