Morgunblaðið - 12.06.1943, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.06.1943, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 12. júní 1943. HAGUR UTVEGSBANKANS MJOG GOÐUR Enginn arður greiddur AÐALFUNDUR Útvegsbanka íslands h. f. var hald- inn í húsi bankans í gær. ' Formaður bankaráðsins, Stefán Jóh. Stefánsson hrlm., flutti skýrslu um störf bankans á árinu sem leið og gerði grein fyrir hag bankans og breytingum þeim, sem orðið höfðu á efnahagsreikningl* Fara hjer á eftir nokkrar tölur úr reikningunum. Lárus Jóhannesson fær 17 þús. krónur í skaðabætur Vegna meiðsla af völdum lögreglunnar HÆSTIRJETTUR hefir dæmt fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs til þess að greiða Lárusi Jóhannessyni hrlm. 17 þúsund krónur í skaðabætur og 3 þús. í málskostnað, vegna meiðsla er hann hlaut af voldum lögreglunnar í Reykjavík. Útlán bankans sem eru aðal- lega á liðunum í reikningslán- um, hlaupareikningi og víxl- um, höfðu aukist um ca. 30 niiljónir. Nema þessir liðir nú rúml. 76 miljónum. Fast- eignir bankans og útbúanna eru bókfærðar kr. 589,000. Inneignir í erlendum bönkum voru rúmar 21 miljón og .höfðu hækkað um tæpar 11 milj. á árinu. Handbært fje innanlands (sjóð ur og innstæða í Landsbanka Islands) rúmar G milj. og bafði bækkað um 5,7 milj. á árinu. Gc-rði formaður þá grein fyrir þcirri lækkun, að vegna hinna miklu erlendu viðskifta, liefði bankinn notað mikið fje til aukningar innstæðu erlendis, oins og áðnr var drepið á._____ Á eignahlið reikninga banls- ans undanfarin ár hefir verið liður, sem nefndur hefir verið afskriftareikningur. Um áramót- in 1941—1942 var þcssi liður 2 miljónir. Voru það raunverulega töp. sem urðu til á kreppuárum Islandsbanka og fyrstu árum Utvegsbankans, cn sern bankann skorti fje á móti. Nú er þessi reikningur úr söguúni, og er full ástæða til að samfagna bank- anum með að sá draugur sje niðurkveðinn. Helstu breytingar á skuldahlið efnahagsreikningsins eru þessar: Áliættufjeð, (þ. e. skuld bankans við ríkissjóð Dana), sem í árs- lok 1941 nam rúml. 2,5 milj. kr. er horfið af reikningnum. Bank- inn hefir greitt það að fullu. Hlaupareikningur var 421/-; milj. og liafði hækkað um rúmar 22 rnilj. á árinu. Sparisjóðsfje var 43 milj. og hafði aukist um 1U/2 milj. jtessir innstæðuliðir höfðu því aukist um 33% milj. Skuldir í eriendum bönkum voru 2,3 milj. og höfðu lækkað um 1% milj. Engin veðbönd hvila nú á fasteignum hankans. Ábyrgðir vegna viðskiftamanna, en þær eru aðallega ‘banka- trygging fyrir vörukaupum er- lcndis, voru 26,4 milj. og höfðu aukist um 16,7 milj. á árinu. Ber þetta vott um mikil við- skifti. Gepgisreikningur (sem á að mæta gengistöpum sem kynnu að verða á erlendum viðskiftum) var 1,5 milj. og hafði aukist um Vs milj. Loks eru tveir nýjir liðir á reikningnum: Afskriftafreikn- ingur: — sem á að mæta töpum á útlánum sem kunna að koma fyrir 1 milj. og varasjóður kr. 292.616. — Samkvæmt rekstur- reikningi hafa tekjur bankans numið ca. kr. 5,773,000, þar af hagnaður af erlendum verð- brjefaviðskiftum kr. 1,090,000. Er sá hagnaður svo til kominn að bankinn hefir 2 síðastliðin ár keypt dönsk dollara-ríkis- skuldabrjef, og notað þau til að ljúka skuldinni við ríkissjóð Dana, sem áður var minst á. Er það í samræmi við samning sem gerður var við rikisstjórn Dana um það leyti sem I)an- xnörk var hemumin. I'egna lágs gengis á þessum brjefum í Ameríku hefir orðið mikill hagn- aður á kaupunum. Kostnaður af bankarekstrinum hefir numið kr. 1.342.000, og er því ágóði bankans rúml. kr. 4.431.000 auk yfirfærslu frá fyrra ári, rúml. 43.000. þessu fje sem var sam- tals ki’. 4.475.000.51, var l&gt til að yrði ráðstafað á þessa leið: Til eftirlaunasjóðs starfs- manna kr. 200.000, til afskriftar- reiknings kr. 3.000.000, þar af fara 2 milj. til lúkningar hinum gamla afskriftarreikningi eins og áður er sagt. Til gengisreiknings kr. 500.000. Til afskriftar af húseign hank- ans í Reykjavík ca. kr. 322.488.84 Til varasjóðs 4% af hlutafjenu kr. 292.616.00, Til næsta árs yf- irfært kr. 159.955.67. Formaður fulltrúaráðsins fór síðan nokkrum orðum um hag bankans, sem hann trddi nú góðan, en gat þess, að vegna ó- vissu þeirrar sem framundan væri, hefði ekki verið talið rjett að greiða hluthöfum arð og að fjármálaráðherra, sem fer með hluti ríkissjóðs og hefir alt afl atkvæða á hluthafafundi, hefði verið því samþykkur. Tillaga frá einum hluthafa um að greiddur yrði 4% arður var feld af fjármálaráðherra. Formaður fulltrúaráðsins ljet þess getið að nefnd sú, sem skipuð hefði verið til að meta hlutabrjef bankans, út af vænt- anlegum kaupum ríkissjóðs á hlutabrjefum innstæðueigenda í Islandslbanka hefði nýlega skil- að áliti til ríkisstjómarinnar og hefði hún komist að þeirri nið- urstöðu að hlutabrjefin væru að minsta kosti í nafnverði. Endurskoðendur bankans, þeir Björn Steffensen endurskoðandi og Haraldur Guðmundsson for- stjóri vom báðir endurkosnir. Samþykt var samkvæmt til- lögu stjórnar bankans að gefa 50.000 kr. í byggingarsjóð dval- arheimilis aldraðra sjómanna. BÍLAHAPPDRÆTTI FRJÁLSLYNDA SAFNAÐARINS FRJÁLSLYNDI SÖFNUÐ- URINN hefir efnt til bíla- happdrættis til ágóða fyrir kirk.juhyggingu safnaðarins og verður clregið í happdrætt inu næstk. | : iðjudag. BíHiiin, sem dregið verður um er nýr „Plymouth-Special de Lux“, módel 1942. Eftir munu vera aðeins fá- einir miðar í happdrættinu og má búast við að þeir sel.jist allir. Er eftirspurn eftir mið- um svo mikil, að safnaðarfólk, sem kann að hafa óselda miða, er kvatt til að gera skilagrein' fyrir kvöldið í kvölcl til bess að hægt sje að koma óseldum miðum á markaðinn. Miðar verða seldir í bif- reiðinni á götunum báða hvítasunnudaganna. Valsmenn. Farið verður í byggingu skíðaskálans annað kvöld kl. 6—7. Reisuhátíð um hvítasunnuna. Aftur á móti sýknaði Ilæstirjettur bæjarsjóð Reykjá víkur í jiessu máli, en Lárus gerði kröfu til skaðabóta af báðum í sameiningu, bæjar- sjóði og' ríkissjóði, samtals rúmar 50 þús. kr. í undir- rjetti voru Lárusi tildæmdar 20 • þús. kr. í skaðabætur, er báðir fyrn. aðiljar skyldu greiða. I forsendum dóms Ilæsta- rjettar segir svo: „Lögreglumenn þeir, sem í máli þessu greinir, voru að rækja störf sín í lögreglu Reykjavíkur, þegar gagná- frýjandi hlaut lemstur sitt. Yfirstjórn lögreglu Reyk.javík ur og ákvarðanir urn fram- kvæmd hennar eru falin hand höfum ríklsvalds. Athafnir lögreg'lu þessarar eru því þátt ur. í beiting ríkisvalds, enda eru lögreglumennirnir um meðferð starfa sína ekki háð- ir' st.jórnvöldum Reykjavíkur. Eru þess vegna ekki efni til þess að greiða gagnáfrýjanda bætur úr bæjarsjóði Reykja- víkur og breytir það ekki þess ari niðurstöðu, þótt annar lögreglumannanna tæki laun sín úr nefndum bæjarsjóði og bæjarstjórnin hafi haft hönd í bagga um skipun hans. Ber því að sýkna borgar st.jóra Reykjavíkur f. h. bæ.j- arsjóðs, en málskostnaður gagnvart honum þykir eiga að falla niuðr. Kemur þá til álita krafa gagnáfrýjanda á hendur ríkis sjóði. Það verður ekki talið lögreglumönnunum til áfellis, þótt þeir skærust í leikinn, er gagnáfrýjandi ör af víni var að skifta sjer af ölvuðum er- lendum sjóliða, sem herlög- reglumaður var að taka fast- an. Ilins vegar þykir það sýnt, að lögreglumennirnir hafa tekið gagnáfrýjanda of hörðum tökum og það jafn- vel jiótt óhrakin sje sú stað- hæi'ing þeirra, að hann liafi reynt að gera tilraunir til mótspyrnu. Rjettlátt þykir og eðlilegt, að þjóðfjelagið beri ábyrgð á mistökum sem þessum, að því leyti sem þau teljast op- inberum starfsmönnum til ó- gætni, en verða ekki rakin til hattsemi þess aðiija, sem tjón- ið bíður. Yirðist sú meðferð máls og leiða til aukins ör- yggis þjóðfjelagsþegnum og miða til varnaðar. Samkvæmt atriðum jieim öllurn, sem ni! var lýst, þykir rjett að dæma fjármálaráð- herra f. h. ríkissjóðs til að greiða gagnáfrýjanda bætur, er þykja hæfilega ákveðnar kr. 17.000.00. — Ennfremur greiði ríkiss.jóður 3 þús. kr. í málskostnað". Prestafjelag íslands ára Aðalfundur 26. þ. m. PRESTAFJELAGS IS- LANDS verður 25 ára í lok þessa mánaðar. Verður af- jmælisins minst með því, að birt verður í næsta hefti Kirkjuritsins saga fjelagsins alt frá stofnun þess. Söguna rita þeir guðfræðiprófessor- arnir Ásmundur Guðmunds- son og Magnús Jónsson. Aðalfundur prestafjelags- ins verður haldin 26. júní í Háskólanum. Áður en gengið verður til fundarstarfanna, eða kl. 9,30, flytur sjera Bjarni Jónsson vígslubiskup morgunbænir í Háskólaka- pellunni. Klukkan 10 ávarpar for- maður fjelagsins, prófessor Ásmundur Guðmundsson fundarmenn og gefur skýrslu um störf fjelagsins og fjár- hag. Síðan verða umræður um skýrsluna. Klukkan_ 14 flytja fram- söguræður'um efnið .,Þjóð- erni og kirkja“ þeir sjera Eiríkur Bryn.jólfsson . á Út- skálum og s.jera Páll Þor- leifsson á Skinnastað. Kl. 17 verða framhaldsum- ræður um „Þjóðerni og kirkju“, en að þeim loknum verða tekin fyrir mál, sem upp kunna að verða borin. Síðan verður kosin stjórn og endurskoðendur. Klukkan 19 flyitur sjera Stefán Snævarr á Völlum í Svarfaðardal kvölclbænir í ka- pellunni. Um kvöldið verður sam- eiginlegur kvöldverður fund- armanna í Háskólanum. Það má búast við því, að þessi aðalfundur Prestafje- lagsins, sem haldinn er á þessum merku tímamótum í sögu fjelagsins, verði fjöl- sóttur. Sigurður Eggerz bæ.jarfó- geti á Akureyri dvelur hjer í bænum þessu dagana. Fjalakötturinn sýnir liinn ný.ja íslenska gárnanleik „Leynimel 13“, næstk. mánu- dag (2. hvítasunnudag) og þriðjudag kl. 8 bæði kvöldin. Raunaheimili hjálparþurfi: Afhent sjera Sigurbirni Ein- arssyni: frá J. E. 10 kr., Brúðhjónum 25 kr., Ónefnd- um 5 kr., Ónefndum 50 kr., N. N. 50 kr. PANTELLAÍA Framh. af 1. síðu. þessi fyrsti landskiki, er til Evrópu er talin. gekk ítöl- um úr greipum. ÁRÁSIR ÞÝSKRA FLUGVJELA Þegar bandamenn voru að setja lið sitt á land á Pantellaria, komu 60 þýsk- ar steypiflugvjelar og gerðu árás á skip og lend- ingarbáta. Þýsku flugvjel- arnar komu gegnum regn- skúr og sáust seint. Sjónar vottar segja, að ekkert breskt skip hafi orðið fyrir sprengjum. Þýsk blöð halda því fram að bestu hersveitir ítala, sem barist hafa í Rússlandi, Frakklandi og Grikklandi, verði nú settar til þess að verja meginland Italíu, og hafi þær þegar tekið sjer stöðu. Einnig er svo sagt í þýskum blöðum, að víða á Suður-Ítalíu sjeu mikil sam gönguvandræði vegna loft- árása bandamanna. íítölsk blöð hrósa því mjög, að setuliðið á Pant- ellaria skuli tvisvar hafa neitað uppgjöf, áður en það ljet undan. Hjónaband. I dag verða gefin saman Jóhanna Ingii mundardóttir og Björn Sig- urðsson, byggingameistari frá Yestmannaeyjum. Brúðhjónin. dvelja, fyrst um sinn á Vest- urgötu 48. Fimleikasýning Glímufje- lagsins Ármanns, sem fram átti að fara á íþróttavellin- uh í gærkvöldi, fjell niður vegna veðurs. Sýningin fer í þess stað fram á annan hvíta- sunnudag, kl. 5 e. hád. Raunaheimili hjálparþurfi. Erla, Maggi, Magnús og Reyn ir 50 kr„ R. S. 10 kr„ M. 10 kr„ J. II. 5 kr„ Móðir og sonur 49 kr., Guðrún S. 10 kr. N. N. M. 15 kr. j Kaffistell j • • J fyrir 6, hvít, á 60 kr. J 2 fyrir 12, hvít, á 90 kr. I • / • S MATARSTELL Z J hvít, fyrir 6 og 12. J 2. Einnig ódýr vatnsglös, 2 2 Glerskálar, Vasar, « l Sykursett, Kökuföt o. fl. • I STÓRIR SPEGLAR í • • • nýkomnir. • • • i K. Einarsson j j & Björnsson j «[•»•«•••••••••• ••••••••; IJppboð. Opinbert uppboð verður haldið við vörugeymsluhús Eimskips á hafnarbakkanum, í dag kl. 2 e. hád. og verða þar selclir ca, 200 kassar af appelsínum, sem skemst hafa, Greiðsla fari fram við hamarshögg. Lögmaðurinn í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.