Morgunblaðið - 12.06.1943, Side 6

Morgunblaðið - 12.06.1943, Side 6
5 MOBGUNBLADIí/ Laugarc gur 12. júní. 1943. Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík Framkv.stj. Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Auglýsingar: Ámi Óla. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlands, kr. 10.00 utanlands. í lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Lesbók. Utgáfu- og eignarrjettur HRAFNKÖTLU-MÁLIÐ er á ný á dagskrá. Fallið hefir dómur Hæstarjettar með þeirri niðurstöðu, að lögin frá 1941, sem m. a. gera mönnum skylt að fá leyfi kenslumálaráðuneytisins til þess að gefa út íslensk rit, sem samin eru fyrir 1400, brjóti að þessu leyti í bága við ákvæði stjórnarskrárinnar um prentfrelsi, og fái því ekki staðist. Þar með getur Haildór Kiljan hald- ið óhindrað áfram útgáfum fornritanna ,,með síriu lagi“. Hæstarjettardómararnir voru að vísu ekki á eitt sáttir með fyrgreinda niðurstöðu, en Gissur Bergsteins- son greiddi sjeratkvæði og rökstyður þá skoðun sína, að fyrgreind lög brjóti ekki í bága við stjórnarskrána og fái þess vegna staðist. Eins og hæstarjettardómar- arnir eru skiftrar skoðunar í þessu máli, munu lögfræð-. ingar sennilega alment líta misjöfnum augum á málið. Þjóðviljinn lýtur upp miklu sigurópi við þessi máls- úrslit og fagnar stórum að Kiljan fái nú áfram að seðja hungur sitt við að „þýða fornritin“, eins og sagt hefir verið. Eins og fram kemur í sigurgleði Þjóðviljans, að nú hafi „Hæstirjettur í fyrsta sinni orðið að dæma lög frá Alþingi ógild, af því þau brjóta í bág við stjórnar- skrána“.Þjóðviljinn ber stjórnarskrána fyrir brjósti í þessu máli, en langminnugur er hann ekki. Það er ekki lengra síðan en 16. apríl s. 1., að uppkveðinn var í Hæstarjetti dómur, sem ógilti ákvæði laga, af því að þau brutu í bága við stjórnarskrána. Þar var það eign-> arrjetturinn, sem Hæstirjettur verndaði, í skjóli stjórn- arskrárinnar, gagnvart skattaálögum löggjafarvaldsins. Það er ef til vill nægjanleg skýring á minnisleysi Þjóð- viljans. En þannig var ástatt, að 1935 voru sett lög, sem tilskyldu nýjum iðnfyrirtækjum skattfrelsi fyrstu 3 ár- in. Árið 1941 voru þessi hlunnindi numin úr gildi með breytingum á skattalögunum og skattlögð fyrirtæki, sem voru starfrækt í skjóli skattfrelsisins. Eitt slíkt fyrirtæki hefir leitað rjettar síns fyrir dómstólum og fengið þann dóm Hæstarjettar, „að ekki hafi verið unt með afnámi laga nr. 57 frá 1935 að svifta skattfrelsi og útsvars um 3 ár þau fyrirtæki, sem þessi hlunnindi höfðu áður verið veitt samkvæmt heimild í greindum lögum, sbr. 62. gr. stjórnarskrárinnar“. Það er friðhelgi eignarrjettarins sem 62. gr. verndar, Við íslendingar metum fátt meira en prentfrelsið. En til munu þeir, sem telja verndun eignarrjettarins engu minna mál en það, hvort Halldór Kiljan þyrfti að leita leyfis kenslumálaráðuneytisins til þess að gefa út rit, sem samin eru fyrir 1400. Utvegsbankinn AÐALFUNDUR Útvegsbankans var haldinn í gær. Afkoma bankans var mjög hagstæð árið sem leið; rekst urshagnaður var um 4.4 milj. króna. Þrátt fyrir þenna mikla gróða á bankarekstrinum, er það sameiginleg tiilaga yfirstjórnar bankans (bankaráðs) og ríkisstjórn- arinnar (sem öllu ræður á aðalfundi), að hluthafar skuli engan arð fá greiddan af hlutafje sínu. Kom fram tillaga á fundinum. að hluthafar slcyldu fá 4%, en hún var feld. Þessi meðferð ríkisvaldsins á hinum lögþvinguðu hluthöfum bankans hlýtur að mælast'illa fyrir. Innlend- ir hiuthafar eru flestir roskið fólk í alþýðustjett, sem átti spariskilding í íslandsbanka. Fjeð var tekið með valdboði. Nú var í fyrsta sinn tækifæri fyrir bankann að rjetta ofurlítið hlut þessa fólks. En það mátti ekki verða. Hvenær öðlast ríkisvaldið skilning á því, að það hefir skyldur gagnvart hluthöfum Útvegsbankans? Hann ætlar að brosa út í bæði m unn vikin MENN hafa veitt því eft- irtekt, að formaður Fram- sóknarflokksins Jónas Jóns son, hefir ekkert skrifað í Tímann nú um skeið. Ekki hefir ritstjóri Tím- ans látið neitt uppi um það 1 blaðinu, að formaðurinn væri þaðan horfinn. En í dreifibrjefi, sem Jónas Jóns son hefir sent út um land, mun hann hafa ymprað á þessari ráðabreytni við flokksmenn sína og að hann framvegis muni skrifa í Framsóknarblaðið Dag. Þareð hann hefir nú í aldarfjórðung lagt mest af mörgum í lesmál Tímans, mun það að sjálfsögðu þykja tíðindi, ef hann yf- irgefur þetta blað sitt, þó vafalaust verði um það skiftar skoðanir meðal landsfólksins, hvort það sje til bóta eður eigi. Til þess að fá af þessu fregnir frá fyrstu heimild- um, hefir tíðindamaðúr blaðsins snúið sjer til Jón- asar Jónssonar og spurt hann að þvþ hvort hjer væri um nokkur pólitísk umbrot að ræða innan flokks hans eða blaðstjórn- arinnar. Hann sagði svo eigi vera. Blöð hjer í bænum hafa lítillega minst á þá ný- breytni mína að jeg skrifa í ,,Dag“, en ekki í „Tím- ann“. En jeg hefi enga á- kvörðun tekið um það til frambúðar. Jeg ætia um stundarsakir að hjálpa eig endum „Dags“. Það ér alt og sumt, skrifa þar um at- vinnuvegina, vinnufriðinn,; sambúð stjettanna og lýð- velclið og iífsskilyrði þess undir núverandi kringum- stæðum. — Sumir segja, að á því eigi að verða nýtt pólitískt bros—? — Ef um nokkuð slíkt væri að ræða, sagði J. J., yrði það nokkurs konar sam stilling af hægra og vinstra brosi. -k Þetta hafði Jónas Jóns- son að segja um þessa ný- breytni sína. En líklegt er að menn spyrji: Hvað verður úr því, þegar menn fara að brosa lit í bæði munnvikin? uer/t jt jlri^CLt’: v*:,*x,''**:*<* Ijfr daqle uc^iecýŒ »*♦*** ^vwv Hjúskapur. Þann 10 þ. m. voru gefin saman í hjóna- ba.nd þau Gyða Thoroddsen hji'ikrunarkona og Torfi Mar- onsson húsasmiður. Íljónabrnd. t gter ví>m gef- j iii sanfítii i iíjónaband hjá íögmanni, ungfrú Helga Frið- riksdóttir or.Rnorri Þórarins- son. Ileiniili þeirra er í Fisch- erssimdi 1. Hjónaefni. Nýlega haia, op- inberað trúlofun sína Þór- , hildpr Biering Ilallgrímsdótt- | ir, Vatnsstíg 4 og Atli Þor- beresson, skipstjóri. Fullnaðarprófi í viðskipta- fríeðum hefir Valgarð J. 01- | afsson nvlega iokið við TTá- skólann. Illaut liann 1. eink. Húsmæðraskóli Reykjavíkur. ÞAÐ VAKTI sjerstaka eft- irtekt í frásögn um Húsmæðra skóla Reykjavíkur hve náms- kostnaður hefir verið lágur þar í vetur. Stúlkur, sem stunduðu þar nám í heimavist í 9 mánuði, hafa ekki þurft að greiða nema 1200 krónur fyrir fæði, hús- næði o. s. frv. en stúlkur á 4 mánaða dagnámskeiðum greiddu 600 krónur. Til þess að námsmeyjarnar fái meiri æfingu við mat- reiðslu og bakstur en hægt er að koma við fyrir skólaheim- ilið eitt, hafa þær unnið nokk- uð að bakstri, framre'iðslu á smurðu brauði o. þessh., sem selt hefir verið í bæinn. Hefir sú vinna þeirra dregið úr náms kostnaðinum. Námsmeyjarnar og aðstand- endur þeirra eru yfirleitt mjög ánægð með þenna skóla. Hann hefði átt að vera kominn á fót mikið fyr. Og hann þarf, með tíð og tíma. að vera stærri, rúma fleiri nemendur. Nú er búið að sækja um skóiavist fyrir næsta ár, og í b.eima- vistinni er fullskipað umsækj- endum næstu tvö árin. Alls liggja nú fyíir á 3. hundrað umsóknir. Handavinnusýning sú, er haldin var í skólanum um síð- ustu helgi, var skólanum og kenslukonum hans til mikilS sóma. Allar konur, sem sáu sýningu þessa, eru á sama máli um það. 30 ára afmæli fánatökurmar. RJETT 30 ár eru í dag lið- in síðan foringi danska varð- skipsins „Islands Falk“ ljet taka ungan Reykvíking fastan og tók af honum fánann, sem hann hafði á kappróðrabáti sínum. Reykvíkingurinn var Einar Pjetursson, nú stórkaupmaður, en bátinn áttu þeir bræðurnir Sigurjón glímukappi og hann. Þenna dag, 12. júní 1913, var Einar einn á báti þeirra bræðra hjer á höfninni og ! flaggaði með „íslenska fánan- um“. bláa og hvíta. Þetta til- tæki hins unga Reykvíkings fór svo „í taugarnar“ á danska varðskipsforingjanum, að hann skipaði svo fyrir. að fáninn sk.vldi tekinn. Einari var slept skömmu síðar. En er Reykvíkingar frjettu um þetta atvik, tóku allir sem I gátu, sig til og Ijetu sauma ' sjer íslenskan fána, og er danski varðskipsforinginn kom í land nokkru síðar, varð hann að ganga undir íslensku fán- ana, sem mannf.jöldinn hjelt yfir höfði hans á Steinbryggj- unni gömlu. Það er ekki nokkur vafi á, að þetta atvik varð til þess að Reykvíkingar og jafnvel allir, landsmenn þjöppuðu sjer fe'nh fastar saman en áður um kröf- una um sjerstakan íslenskan' fána. m í Stokkhólmi árið áður. Arið áður höfðu íslenskir íþróttamenn farið til Stokk- l hólmshólms á Olympíuleikana. Þar ætluðu þeir að ganga inn á leiksviðið undir sínum eigin fána, en var meinað það. Þeir fengu að ganga undir spjaldi, sem á var letrað orðið ísland. Einnig þetta atvik sárnaði ís- lensku þjóðinni, þó það hins vegar skeði of langt í burtu til þess að það gæti haft jafn mikil áhrif og framkoma danska varðskipsforingjans ár- ið eftir. Sigurjón Pjetursson glímu- kappi var einn Stokkhólmsfara 1912. Hann veit því af eigin reynd hve, sárt það var að vera Islendingur og eiga ekki eigin fána. Hann hefir á hverju ári um margra ára skeið haldið sjerstakan fánadag að Alafossi, þar til nú að hann getur það ekki af eðlilegum ástæðum. $ Skókaup valda slagsmálum og yfirlið'i. ÓKUNNUGUR maður, sem kæmi hingað til bæjarins í fyrsta sinn og sæi skókaup reykvískra kvenna, eins og þau hafa sjest hjer við nokkur tækifæri undanfarna daga, myndi annað hvort halda, að blessað kvenfólkið í þessum bæ hefði aldrei fyr haft tæki færi til að fá sjer almennilegt á fæturna, eða að það væri bókstaflega gengið af göflun- um. Jafnvel þeir, sem muna eftir útsölunum og bútasölu.num í verslunum bæjarins hjer á ár- unum geta ekki gert s.jer í hugarlund þau ósköp, sem gengið hafa á hjer í skóbúðum undanfarna daga. Var þó stund um sukksamt, eins og sagt er á útsölunum, sællrar minning- ar. Það eru engar ýkjur, að í fyrradag blátt áfram slóst kvenfólkið til að komast að í einni skóbúð hjer í bænum og einar tvær konur fjellu í öng- vit annað hvort af æsing, eða af þrengslum. Lögreglan reyndi að hafa hemil á fólkinu, en það kom :yrir ekki. Lögreglan rjeði ekki við neitt. Það, sem gera þarf, þegar svona stendur á, er að skipa fólki í biðröð. Þrefalda, eða fjqríalcla og aldrei að hleypa fleirum inn í búðina í einu, en rúmast þar með góðu móti. Þá fá þeir eitthvað, sem fvrst koma ög öll óþægindi af troðn- ingi og þrengslum eru útilok- uð. Kjúskapur. Hvítasunnudag verða gefin saman í hjóna- band af sjera Bergi Björns- svni, Sesselja Sigurðardóttir, Hamraendum, Stafholtstung- um og Magnús Kr. Guðmunds son, verslunarmaður, Reykja- vík. Ileimili ungu hjónanna verður fyrst um sinn að I lamraendum. 75 ára verður næstkomandi þriðjudag, 15. þ. mán., Jón Jónsson, ITverfisgötu 68 A. Er hann nú einn á lffi 12 systkina. Jón var um 2 ára- tugi útvegsbóndi í innri- '.N.jarðvíkum, én árið 1919 fluttist hann hiiigað íiieö fjöi- skyldu sína. Tlann hefir dva.l- ist h.jer síðan og lengst a-f fengist við kaupmensku. — Konu sínffli Þorbjörgu Ás- b.iarnardóttur frá. Njarðvík, misti haun 1936. Þau eign- uöust 3 syiii qg 2 dætur. sem öil eru á lífi. Jón er enn ern og við góða lieilsu, en hættur störfum fyrir nokkrum ár- um. Vinir hans óska honum allra heilla á þessum tímamót- r.m æfinnar. -— Ó.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.