Morgunblaðið - 17.06.1943, Síða 2

Morgunblaðið - 17.06.1943, Síða 2
2 MOEGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 17. júní 1943. 43. Stórstáu- þing U. þ. m. ÞING STÓRSTÚKU ís- lands I. O. G. T., hið 43. í röðinni, verður sett hjer í Reykjavík1 á afmælisdegi Stórstúkunnar 24. júní. Að þessu sinni munu fleiri mál en venja er til verða rædd á þinginu, því að Reglan hefir nú með höndum ýmsar framkvæmd ir. En merkast af þessum málum er stofnun Heilsu- hælis fyrir drykkjumenn, sem Reglan rjeðst í s. 1. vetur. Þá mun og verða rætt um hátíðahöld á næsta ári í sambandi við sextugsafmæli Reglunnar hjer á landi. Hætt er við því vegna þess hvað samgöngur eru erfiðar, að færri sæki þing- ið nú en verið hefir á und- anförnum árum, sjerstak- lega af Austurlandi. Gert er ráð fyrir því að þingið standi fjóra eða fimm daga. Hefst það með guðsþjónustu eins og vant er, og mun sjera Sveinn Víkingur stíga í stólinn. CHAPLIN GIFTIR SIG. SANTA BARBARA, Kali- forniu í gærkvöldi—: Gam- anleikarinn Charlie Chaplin og Cona O’Neill, átján ára gömul dóttir rithöfundarins fræga, Eugene O’Neill, hafa fengið leyfisbrjef til gifting- ar og munu gifta sig á næst- unni. Chaplin er marggiftur og var síðasta kona hans Paul- ette Goddard leikkona. — Chaplin átti nýlega í máli fyrir rjetti útaf barnsfaðern- ismáli. —Reuter. EIGANDI IIAPP- DRÆTTISBÍLSINS KOMINN FRAM. Ásmundur Guðmundsson heitir maðurinn, sem hrepti happdrættisbíl Frjálslynda- safnaðarins. Hann er versl- pnarmaður í veiðarfæraversl uninni Verðandi. Ásmundur keypti miða ^inn af Árna Magnússyni, ^erkamanni, Laugaveg 132, dh hann er í safnaðarráði Fp'áslynda safnaðarins. Ás- mundur átti þrjá miða og kostaði bifreiðin hann því 9 ■krónur. Allir miðarnir seldust. SÓLSKINSDEÍLDIN KOMIN FRÁ EYJUM. BARNAKÓRINN Sól- skinsdeildin kom til bæjar- ins í gær eftir vikuferða- lag til Vestmannaeyja. Kórinn hjelt fjórar söng- skemtanir í Eyjum við fá- dæma aðsókn og ágætar undirtektir. Viðtökurnar í Eyjum voru og hinar á- nægjulegustu. Á heimleiðinni kom kór- inn við undir Eyjafjöllum og fór meðal annars að Skógafossi. Kveðjuviðtal við Bonesteel hershöíðingja: „íslendingar eru þrdlyndir en heiðarlegir og vinfastir* * Batnandi sambúð milli * Islendinga og Ame- ríkumanna „ISLENDINGAR eru merkileg þjóð. Þeir eru þrályndir og- íslenskir. Eti þeir eru heiðarlegir, sannsöglir og hafa marga ágætis kosti. Ef Islendingur býður manni vináttu sína, þá er það lífstíðarvinátta“. Þetta er dómur Charles II. Bonesteel hershöfðingja um Islendinga, en hann hefir dval ið hjer í landi sem æðsti mað ur setuliðSins í nærri því tvö ár, eða nánar tiltekið 21 mán- uð, en er nú á förum. Ilers- höfðinginn ræddi við blaða- menn á skrifstofu sinni í gær- dag. LJET MÁLA FYRIR SIG ESJUNA. Um landið sjálft hafði Bonesteel hershöfðingi einnig hrósyrði. „Þegar maður kem- ur frá landi, sem ér sígrænt og skógi vaxið“, sagði hers- höfðinginn, „fer ekki hjá því, að mamíi finnist hjer -hrjóst- rugt nokkurn tíma ársins, en að mörgu leyti er Island fal- legt land og heillandi. Þegar maður hefir verið hjer í nokk urn tíma, fer fegurð landsins að koma í ljós. Maður fer að veita hinum dásamlegu litum í náttúrunni eftirtekt og fjöll unum. Þessum hrikalegu, fal- legu fjöllum“. „Það er hægt að sjá þessa fegurð á málverkunum ykk- ar. Málarar mála ekki mál- / verk af því, sem er ljótt. Það er vegna þess, að þeir sjá eitthvað fagurt, að þeir mála. Það verður að vera eitthvað fallegt og verðmætt á bak við það, sem málað er“. „Sjálfur tek jeg heim með mjer málverk af Esjunni. Esjan er máluð eins og jeg sá hana á hverjum morgni út um gluggann minn. Málverk- ið er eins og jeg vil helst minnast EsjUnnar. Barbara Árnasön málaði það“. SIGRAST Á ERFIÐ- LEIKUNUM. < Bonesteel hershöfðingi ræddi um erfiðleika, sem mætt hefðu Bandaríkjamönn- um hjer fyrst ér þeir komu. Nú hefði ræst úr flestum þess um örðugleikum. Iíann hefði haft þá stefnu að reyna að sjá sjónarmið beggja aðila í hverju máli. Það hafi ekki vei'ið nema eðlilegt, að nokkrir minni háttar árekstrar yrðu milli þessara tveggja þjóða, sem alt í einu hefðu farið að búa saman í tvíbýli. Það hefðu allir sína skoðun á málunum og sína smá árekstra í dag- lega lífinu. Eina ráðið væri að ræða um ágreiningsmálin og bæta úr eftir föngum. Þetta hafi verið gert í sam- biið Bandaríkjamanna og ís- léndinga og gefist vel. Bonesteel lýsti því, sem sinni skoðun, að margt væri sameiginlegt með Islendingum og Bandaríkjamönnum. Báðar þjóðirnar væru lýðræðisþjóð- ir og í undirstöðuatriðum hefðu þær sömu hugsjónir og skoðanir. Það kæmi því ekki til mála annað, en að þeim semdist vel. BATNANDI SAMBUÐ OG GÖÐ SAMVINNA. „Sambúðin milli setuliðsins og Islendinga hefir farið dag- batnandi“, sagði Bonesteel. „.Tég vil nota tækifærið til að þakka embættismönnum ykk- ar fyrir góða samvinnu í hví- vetna. Borgarstjóranum, Bjarna Benediktssyni og lög- reglustjóranum, Agnari Kofo- ed-Hansen“. (Og hjer skaut hershöfðinginn inn í: „Sáuð þið samvinnuna milli ís- lensku og amerísku lögregl- unnar í gær við móttökuna h.já Rauða krossinum? Þeir íslensku gáfu hinum amerísku ekkert eftir. Þegar þeir amer- ísku heilsuðu, heilsuðu þeir íslensku líka og gerðu það eins og vel æfðum lögreglu- mönnum sæmir). ÞAKKA- OG KVÖRT- UNARBRJEF. „1 hverri einustu viku fæ jeg fleiri, eða færri brjef fráj íslendingum“, sagði hershöfð inginn. „Þeir skrifa mjer til • lí að segja mjer frá því, að þeirj hafi notið aðstoðar hersins á einn eða annan hátt, eða þeir, skrifa til að kvarta yfir ein-j hverju. Mjer hefir þótt vænt um áð fá þessi brjef". ÁT Við blaðamennina sagði hershöfðinginn, er hami var spurður, hvort hann hefði löngun til að koma hingað til lands afturv án þess.að hafa fneð sjerher manns: „Já, það vildi jeg gjarnan. Mig myndi langa til að sjá Island aftur, eftir 10 ár, eða svo“. —■ Allir, sem kynst hafa Bonestéel hershöfðingja, myndu fagna því að sjá hann hjer á landi aftur, þegar friður er kominn1 á í heiminum. ITershöfðingjarnir Charles H. Bonésteel (t. h.) og Kay táka á móti gestum í boðinu í Rauðakross heimilinu við I Iring- braut. í fyrradag. Sendiherra Bandaríkjanná Mr. Leland Morr- is og frú hans heilsa. hershöfðingjanum. SÚÐIN Framh. af T. síðu. einn hring í lofti yfir skipinu, eftir árásina, en þá var aft- urhluti skipsins strax farínn að síga í sjó. Svö líklegt er, að flugmenn hafi talið, að skipið myndi sökkva innan skamms. Skipstjóri sendi strax loft- skeytatilkynningu um árásina til stöðva í landi. Hún var mjög fáorð. Síðan fjekst um skeið ekki skeytasamband við skipið. Skipaútgerð ríkisins kvaddi strax ílugv.jelar til þess að svipast eftir skipinu. En þær lentu í þoku og fundu það ekki. Skeytasamband náðist síð- ar, er farið var að draga skipið áleiðis til, hafnar. Töldu skipverjar á Súðinni lengi vel, að injög væri tví- sýnt hvc**’ jiað hepnaðist. En um kl. 10 í gærkvöldi var togarinn kominn með Súðina upp að bryggju á Húsavík. | Þá var afturendi skipsins mjög í sjó, en allmikinn reyk lagði upp af skipinu. Borð- stokkar mjög beyglaðir, og skipið yfirleitt illa útleikið að sjá. | Eigi vissu menn gerla, hvaðan eldurinn stafaði. ★ Um 30 manna skipshöfn er á Súðinni. Farjiegar voru að eins tveir með skipinu í gær. Var Súðin nýlega snúin við í st.randferð, og voru því far- þegar svo fáir, öar vörur í skipinu mjög lÍTar. Hásetinn Guðjón Kristins- son, er andaðist í gær af skotsárum, kom á skipið í þessari ferð þess. SlÐUSTU FRJETTIR. Seint í gærkvöldi fór tíð- indamaður blaðsins á Húsa- vík um borð í Súðimi. þar sem hún lá við brygg.ju á Húsavík, og hafði þar tal af skipstjóranum Ingvari K.jar- an. Hann skýrði m. a. svo frá, að spreng.jurnar hefðu verið þr.jár, sem varpað var til. skipsins, en tvær þeirra lentu svo langt frá skipinu, að þær komu ekki að sök. Það var ein þeirfa, sem. lenti mjög nálægt því bak- borðsmegin, og laskaði það svo mikið, að sjór kom strax; bæði inn í vjelarúmið og aft- urlestina. En skipið mun hafa flotið vegna jjess, að fram- iest.in helst ólek, j)rát,t fyrir, áfall þet.ta. Skothríðin var mest á brúna. Það var Guð.jón Krist- insson, sem var við stýrið, og hlaut þar þa.u sár, er hann beið bana af. Káeta skipstjórans er öll sundurskotin og’ húsgögn þap svo sundurtætt, að tíðinda- maðurinn sagði, að þar bæri mest á spýtnarusli, er inn væri komið. Skotgöt.in á ká- etunni eru alt að því 2 þuml- ungar í þvermál. Aðrir þeir, sem særðust' mest, munu hafa verið á j)il- fari undir bátadekki skamt frá brúnni. Yoru þeir j)ar að fægja kopar. Þar var Her- mann Jónsson, er dó á leið- inni í land, og þar var sonur skipst.jórans, Björn. Hantí f.jekk í sig sprengjubrot, en særðist lítið. Þrið.ji stýrímaður f.jekki nokkrar skrámur, en ekkij hættulegar. Skipst.jóri telúr, að eldur- inn í skipinu hafi stafað af skotunum. Brantí bátadekkið og bátarnir, sem íMpverjar notuðu ekki, er þeir lögðu frá skipinu. Fyrst eftir að þeir yfir- gáfu skipið fór annar bátur- inn með þá, sem særðir voru, til togarans annars, en skip- verjar í hinurn bátnum at- huguðu eftir föngutn hvérn- ig skemdum skipsins væri vap ið, og hvort það mvndi Iváð- lega sökkva eða eigi. En þeg- ar það svndist svo, að það myndi flióta.þó1 sem sagt sjór vaui l)æði í vjelarúmi og aft- uílest, var tekið til óspiltra' málanna að reyna að lyjarga skipinu til lands. 1

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.