Morgunblaðið - 17.06.1943, Page 6

Morgunblaðið - 17.06.1943, Page 6
6 M O R G U N B L A Ð T Ð Fimtudagur 17. júní 1943. Íflox'íjtmiWaíiiti Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík Framkv.stj. Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Auglýsingar: Árni Óla. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstrœti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlands, kr. .10.00 utanlands. í lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Lesbók. Seytjándi júní í DAG minnast íslendingar Jóns Sigurðssonar forseta, þess manns, sem skipar þann sess í huga þjóðarinnar, að afmælisdagur hans er að verða allsherjar þjóðhátíðar- dagur. Minningin um Jón Sigurðsson er í huga þjóðarinnar fyrst og fremst tengd langri og þrautseigri frelsisbaráttu, þar sem hann hafði giftusamlega forustu. Það voru verk hans, að lagður var grundvöllurinn að stjórnarfarslegrij sjálfstæði þjóðarinnar — fyrst með stjórnarbótinni 1874, næst með heimastjórninni 1904 og loks með fullveldis- viðurkenningunni 1918, Þessir sigrar í sjálfstæðisbaráttunni voru verk Jóns Sigurðssonar. ★ En íslenska þjóðin hefir einnig unnið aðra sigra með því að fylgja hugsjón þessa mjkla foringja. Jón Sigurðs- son var ekki eins stórvirkur athafnamaður í stjórnmála- baráttunni. Hann var einnig brautryðjandi á sviði verk- legra framkvæmdá í landinu. — Hann trúði því, að ef þjóðin yrði vakin til starfa eftir aldakúgun og þjáningar, myndi enn sá dugur í henni, að hún yrði þess megnug, að leggja grundvöll að nýju menningarríki, sem trygði framtíð lands og þjóðar. Á öllum sviðum athafnalífsins var hann hvetjandi. Hann skrifaði ótal greinar um at- vinnuvegina, — landbúnað', sjávarútveg, iðnað, verslun og siglingar^ Allstaðar var sama víðsýnið og þekkingin. Það má því vissulega með rjettu segja, að þær risa- vöxnu' framfarir á sviði atvinnulífsins, sem hafa orðið hjer á Iandi eftir heimastjórnina 1904 og einkum eftir fullveldisviðurkenninguna 1918, sjeu verk Jóns Sigurðs- sonar fyrst og fremst. Honum tókst að vekja þjóðina til starfa og dáða. Og enn í dag getur íslenska þjóðin unnið sigra, stjórn- arfarslega og á sviði verklegra framkvæmda, í anda Jóns Sigurðssonar. Svo framsýnn og stórhuga var hann. ★ Sú kynslóð, sem nú er uppi, hefir tiltölulega lítið haft að segja af sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar. Það eru að vísu nokkrir einstaklingar, sem jafnan hafa vakað yfir hugsjón Jóns Sigurðssónar, og þessvegna hafa sigrarnir unnist. Allur fjöldinn hefir ekkert fyrir þessu haft. En þjóðin í heild hefir notið ávaxtanna. Hinu aukna stjórn- arfarslega frelsi fylgdi jafnan aukið -athafnafrelsi þegn- anna. Þeir gátu þessvegna unnið nýja sigra á sviði at- vinnulífsins. En þótt þessi kynslóð hafi fengið í hendur sigrana í sjálfstæðisbaráttunni án verulegrar fyrirhafnar, og án fórna, er skylda hennar að varðveita frelsið og tryggja framtíð þess. í þessu máli má aldrei vera svefn eða and- varaleysi. Aldrei fresta því til morguns, sem hægt er að gera í dag. Nú liggur næst fyrir að ganga formlega frá framtíð- ar stjórnskipan landsins, — stofna lýðveldið. Þetta á að gerast á næsta ári. Á næsta afmælisdegi Jóns Sigurðs- sonar verður lýðveldið stofnað, ef ekkert óhapp kemur fyrir. Upp frá því verðúr dagurinn lögboðinn þjóðhátíð- ardagur. Ef ekkert óhapp kemur fyrir —? Er nokkur sjáanleg hætta á ferðum ? Liggur ekki brautin bein og greið fram undan? Eina Sjáanlega hættan í augnablikinu er sundrung þjóðarinnar sjálfrar. Það eru þegar komnar fram raddir er segja: Ekkert liggur á; við getum beðíð með að stofna lýðveldið! Eftir hverju á að bíða? Eftir því, að erlend stjórnarvöld fari að hlutast um okkar mál? Er það heppilegasta úrræðið til að tryggja sjálfstæði landsins? Hvað mfemdi Jón Sigurðsson hafa sagt við því? Vonandi skeður ekkert óhapp. Ef forráðamenn þjóð^ arinnar starfa í anda Jóns Sigurðssonar, mun vel fara. Heiðmörkin Skógræktarfjelasið hefir safnað 25 þúsund krónum. UNDANFARJN ár hefir Skógræktarfjelagið unnið að því að landspilda sú, er fengið hefir nafnið Heið- mörk, yrði eign bæjarins og fengi algerða friðun. Er þetta, sem"kunnugt er, gert til þess, að land þetta verði í framtíðinni friðland Reykvíkinga og þar geti vaxið birkiskógur. Þó landið hafi alt frá fyrstu bygð verið notað til sauðbeitar, þá eru þar enn í dag nokkrar skógarleifar. Annars er allmikið af landi þessu lítt gróið hraun sem með friðun myndi til- tölulega fljótt gróa ypp og að einhverju leyti klæðast skógi, því í hraungjótunum eru víða birkiplötnur. Til þess að hrinda frið- uninni áleiðis, tók Skógrækt arfjelagið sjer fyrir hendur að kaupa gaddavír í girð inguna, meðan hann var ekki eins dýr og torfenginn eins og hann er nú. Hafa velunnarar fjelags- ins og vinir þessa málefnis skotið saman fje til girð- ingarinnar og það svo miklu að nú eru fyrir hendi um 10 þúsund krónur umfram andvirði gaddavírsins. — Verður því fje varið til þess að festa kaup á girðinga- staurum. Girðingin utan um landið verður um 22 kíló- metrar á lengd. En landið er samtals 27 ferkílómetrar eða um 2700 hektarar. Þegar minkar um atvinnu í bænum, og fullunnin eru þau nauðsynjaverk sem bærinn hefir nú með hönd- um, er ætlast til þess, að bærinn annist að koma girðingunni upp. En það verður sennilega að bíða til næsta árs. Mest af þessu landi er í eign bæjarins og ríkisins. En eignarnáms heimild er fyrir því landi, sem er í ein stakra eign. Skógræktarfjelagið er þeim mönnum mjög þakk- látt, er lagt hafa fram fje til þess framtíðarmáls bæj- arbúa og þeim, sem starfað hafa að fjársöfnuninni ----------------- ir Landsfundur Sjáifstæðis- fiokksins settur í DAG kl. 5 síðdegis verð- ur Landsfúndur Sjálfstæðis- flokksins Séttur, í SýningaF skálanum við Kirkjustráeti. Formaður Sjálfstæðisflokks ins, Ólafur Thors, flytur ræðu um stjórnmálin síðustú árin og viðhorfið í latidsmál- nnuiii. Aúk kjörinna fulltrúa geta aðrir S.jálfstæðismenn, meðan húsrúm levfir, sótt fundinu, en þurfa að fá s.jer aðgangs- kort, annaðhvort á skrifstofu flokksins eða við inngang- inn áður en fundurinn hefst. Óvegleg leið- armerki VÖRÐURNAR gömlu á fjalla- vegunum voru og eru góð leið- armerki. Margur maðurinn hefir til bygða komist heill á húfi úr stórhríð með hjálp varð anna. En nú er öldin önnur. — Bílarnir hafa breytt ferðalög- unum og nú eru komin ný leið armerki meðfram vegum lands ins, leiðarmerki. sem sannar- lega eru óveglegir arftakar gömlu varðanna Hjer er átt við flöskur og flöskubrot, tóm- ar niðursuðudósir og pappírs- rusl og aðrar umbúðir. Mjer er sagt, að bílstjóri einn, sem fór „hringinn“ svo kallaða, kringum Þingvallavatn hafi talið milli 30 og 40 tómar áfengisflöskur við veginn á leið sinni! Þetta er sannarlega ekki fallegt, ef rjett er hermt. Nú er ferðafólk að fara í sumarfrí, eða í stuttar skemti- ferðir út í guðsgræna náttúr- una. Það er siður að hafa með sjer bita í slík ferðalög og því miður er það ekki af ástæðu- lausu, að fólk er mint á, að kasta ekki frá sjer umbúðum af mat, sem það hefir með sjer á bersvæði. Það er svo ákaf- lega lítil fyrirhöfn, að safna saman umbúðum og leyfum og grafa það niður, eða koma því fyrir í gjótu og láta stein yfir. Hver einasti maður vill hafa hreint og þokkalegt á heimili sínu. Við megum ekki heldur vera sóðar úti í náttúrunni. þar sem við njótum ánægju- legra stunda. Sjerstaklega þarf að brýna fyrir fólki, sem heimsækir sögu staði, eins og t. d. Þingvelli, að gera þessa helgu staði ekki að „svínastíum“. Hundruð er- lendra manna heimsækja sögu- staði okkar í sumar. Ef þeir eru útataðir í matarleifum og umbúðum af mat, þá mun menningarástand þjóðarinnar verða dæmt efíir því. En það er þó fyrst og fremst vegna okkar sjálfra, sem við verðum að sýna hreinlæti, hvar sem við erum stödd á landinu. # RáSherrahús- ið og risnan Borgari skrifar: „FÓLK veitti því á sínum tíma athygli, að þegar forsæt- isráðherra tók á móti gestum á nýársdag í vetur var það gagn stætt venju gert í Stjórnar- ráðinu. Slíkar móttökur hafa verið tíðkaðar áður, en þá far- ið fram á heimili forsætisráð- herra. Nú nýlega var aftur frá því sagt, að ríkisstjórnin hafi haft gestaboð og nú í þinghús inu. Um það er auðvitað ekki nema gott að segja, að uppi sje haldið opinberri risnu. — Nauðsyn þess skilja allir. En fólk furðar á því, að Stjórn- arráðið og þinghúsið skuli gert að slíkum drykkjustöðum. •— Fólk veit ekki betur en ríkis- stjórnin ráði yfir sjerstökum bústað, sem til slíkrar risnu :sje æUaður. Sem sje forsætis- ráðherrabústaðnum. Raunar er sagt, að hvorki núverandi forsætisráðherra nje sá, sem næstur var á undan honum, hafi flutt í þann bú- stað, heldur hafi þeir báðir leigt hann út. í sjálfu sjer er ekkert við því að segja, en fólki finst, að ef forsætisráð- herra vill heldur fá leigutekj- urnar en búa þai'na sjálfur, eigi hann heldur að nota þær til þess að leigja húsrými fyrir óhjákvæmileg samkvæmi held- ur en að hafa þau í þinghús- inu eða stjórnarráðinu. Best væri samt, að ráðherra bústaðurinn við Tjarnargötu væri sjálfur notaður til þess- ara hluta en ekki eingöngu sem leiguhús, er forsætisráðherrar taki tekjur af. Jeg hefi heyrt marga hafa orð á þessu og vona að þessi vinsamlega bending verði tekin til greina, og allra síst má skilja hana svo, að verið sje að draga úr að landið haldi uppi eðlilegri risnu, heldur til að greiða fyr- ir að hún geti átt sjer stað. Stu.ndvísi strætisvagna VERKAMAÐUR, búsettur í Hafnarfirði, kvartar undan því hve misfellasamt það sje, að strætisvagnarnir, er fara eiga úr Hafnarfirði, kl. 7 á morgn- ana, leggi af stað á rjettum tíma. Hann segir, að það hafi komið fyrir, að vagnar þessir sjeu jafnvel 15—20 mínútum á eftir áætlun Þetta kemur þeim illa, sem stunda atvinnu hjer í Reykjavík, og eiga að mæta stundvíslega til vinnu sinnar. Spyr hann, hvort eigi muni vera hægt að fá lagfæring á þessu. © Ógeðsleg sjón við Tjörnina VEGFARENDUR. er gengu framhjá Tjörninni í góða veðr- inu á fimta tímanum í gær, sáu ógeðslega sjóri. Lokan, sem er fyrir Lækn- um. til þess að sjór renni ekki inn í Tjörnina á meðan verið er að vinna við afrenslið í Tjarnargötu, hafði verið tekin burt og vegna þess að hásjáv- að var, streymdi sjórinn inn í Tjörn. En það var ekki nóg. Með sjónum streymidi inn í Tjörn það, sem virtist vera afrensli úr öllum vatnssalern- um í Miðbænum. Geta menn gert sjer í hugarlund viðbjóð vegfarenda, að sjá saurinn og salernispappírinn velta í stríð- um straum inn í Tjörnina. Fyrir utan andstygðina, sem þetta hlýtur að vekja hjá þeim sem framhjá Tjörninni ganga virðist ekki fjarri sanni að ætla, að þessi óþrif, geti blátt áfram verið heilsuspillandi. Hjer Verðá heilbrigðis- og hreinlætisyfirvoldin að taka í taumana, og gera ráðstafanir til að slíkt sem þetta komi ekki fyrir aftur. Það virðist vera kaldhæðni örlaganna, að atvik eins og þetta skuli koma fyrir í sjálf- um ,,hreinlætismánuðinum“.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.