Morgunblaðið - 21.07.1943, Qupperneq 5
Miðvikudagur 21. júlí 3943.
MORGUNBLAÐIÐ
Eddur og fornsögur eru lykilorð hinna
sígildu norrænu bókmenta
VJER íslendingar eigum
á þessu ári merkan minn-
^gardag, þar sem liðin eru
100 ár frá endurreisn al-
tingis. a
En sje lengra litið aftur
1 aldirnar, verður og fyrir
annað afmæli, því að ein.
hvern tíma í ár, enginn
veit hvenær, eru þrjár aldir
iiðnar síðan Brynjólfur
biskup Sveinsson varð eig-
andi að höfuðhandriti Eddu
kvæðanna, þeirri bók er
eflaust má telja dýrastan
kjörgrip meðal allra hinna
ágætu skinnbóka frá blóma
óld menningar vorrar. •—
í'raman á bókina hefir
hiskup ritað fangamark sitt
°g ártalið 1643, en annars
er alt ókunnugt hvaðan
kann eignðist hana eða með
hverjum hætti. Það eitt er
vist, að eignarhald bisk-
llPs á henni varð upphaf
að nýjum þætti í sögu hénn
ar> því að nú fór ekki leng
ar dult að hún var til, en
aður mun hún hafa verið
fáum kunnug.
Að vísu hefði nú verið
full ástæða til að rekja
®ðgu Eddukvæðfanna frá
ls_lensku sjónarmiði, en hætt
við að slíkt yrði helst til
|angt og margbrotið mál fyr
lr Frón. 1 þess stað hefir
Verið tekinn sá kostur að ís-
^euska erindi sem forstjóri
Ssensku akademíunnar, pró_
essor Bengt IJesselman í
PPsölum, flutti á árshátíð
ennar 20. desember í vet_
111 > að viðstöddu ýmsu tign-
asta stórmenni Svíþjóðar.
Sænska akademían er, svo
!em kunnugt er, skipuð 18
Ræða eftir forstjóra sænsku akademí-
unnar, Bengt Hesselmann prófessor
1-2. hefti Fróns birtist eftirfarandi ræða, sem
flutt var 20. desember 1942. Af því ritið er í
fárra manna höndum hjer á landi, er ræðan hjer
prentuð. — í Fróni fylgir henni svohljóoandi
formáli:
ernstu skáldum og mál-
fr _
ræðingum Svía, og mark-
r 1(1 hennar er að vinna að
I "h og eflingu sænskrar
lmSu, styrkja skáldskap og
a snild. Hún gengst fyrir
amningu 0g birtingu
e , nskrar orðabókar, sem
1 stórkostlegasta verk á
^rðurlöndum í sinni grein
ut á við er hún kunnust
ej.rir t*að, að undir henni
komið hverjum vveitt
gi’fj1 Nóbelsverðlaun í
e„a hskap. Mun mörgum
si-aust t>ykja fróðlegt að
q hvernig Eddukvæðanna
Vo > annara fornbókmenta
irrra hefir verið getið fyr
k, hessari virðulegu sam-
hip U‘.®n að siálfsögðu er
S£e r htið á hlutina frá
staðSkU SJÓnarmiðl sums
vj ar nokkur öðru vísi en
r ruyndum gera.
J. H.
RfSDi phófessors
^sSELiv!\N3.
um hremur hundruð-
skio fra f&nst á íslandi
tutt Unók er hafði að geyma
óki UgU °s niu kvæði eftir
j Una höfunda. Finnand-
son tar Prynlólfur Sveins.
skLb?up 1 Skálhoiti
in Sb0km var Eddukvæð
be lskup gerði sjer um
að S&r mun(lir mikið far um
i. leita uppi íslenskar
Klnnbækur frá miðöldum
á bæjum víðs vegar um
landið og safna þeim. Áð_
ur hafði Hann eignast aðal
handritið að Eddu Snorra
Sturlusonar, og annað hand
rit sömu bókar hafði hann
átt en gefið frá sjer 1639;
það er nú niðurkomið í Sví
þjóð og kent við Uppsali
(Uppsala Edda). Tveimur
áratugum síðar sendi hann
Friðriki III Danakonungi
að gjöf sjö dýrustu ís-
lensku gripina úr bókasafni
sínu: lögbók, rímfræði,
Noregs konunga sögur
(Morkinskinnu), Gísla sögu
Súrssonar, Njáls sögu, Edd
urnar báðar. Oss er spurn
hvort nokkur konungur hef
ur nokkru sinni þegið kon-
unglegri gjöf.
Eddur og fornsögur eru
lykilorð hinna sígildu nor_
rænu bókmenta sem fyrir
tilstilli Brynjólfs biskups
og eftirkomenda hans voru
dregnar fram úr gleymus.
Biskup sjálfur, yfirburða-
maður í lærdómi og hæfi_
leikum, málsnjall á latn-
eska tungu og íslenska,
heitur ættjarðarvinur, skör
ungur og höfðingi í öllum
greinum, skildi flestum sam
tíðarmönnum sínum betur
gildi hinna nýfundnu
gripa. Að minsta kosti
skildi hann gildi þeirra fyr
ir ísland. Edduhandrit sitt
var hani\ v,anur að nefna
cimelium librorum, gersemi
bóka. Það var að nokkru
leyti fyrir hans atbeina að
Edda og * önnur fornrit
dreifðust um landið í fjölda
eftirrita. — Endurfundnar
minningar frá þróttmiklu
æskuskeiði hinnar íslensku
þjóðar, meðan landið var
ennþá frjálst, urðu henni
óviðjafnanleg uppspretta
hugrekkis og nýs trausts á
hörðum tíma. Seytjánda
öld var ef til vill hin myrkv
ast.a af fimm myrkuröldum
Islands.
En hitt er víst að Brynj.
ólfur biskup gat ekki til
neinnar hlítar mælt eða
rent grun í vídd og mátt
þeifra áhrifa sem þessar
bækur myndu hafa síðar
meir á gjörvallan skáldskap
og andlegt líf Norðurlanda.
Oss sem aftur lítum er
hægðarleikur að ganga úr
skugga um þau. Vjer get-
um gert oss í hugarlund
að Edduhandritið hefði
aldrei fundist. Ef nefna
skal höfunda af Norður-
löndum sem hafa innblás-
ist eða numið af Eddum
og fornsögum, hljótum vjer
að telja öll hin miklu nöfn:
í Noregi Ibsen, Björnson og
Sigríði Undset, í Danmörku
Ewald, Oehlenschláger,
Grundtvig og Johannes V.
Jensen, í Svíþjóð Rudbeck,
Geijer, Tegnér, Viktor Ryd
berg, Heidenstam, Selmu
Lagerlöf. Strindberg hefir
í Vofusónötu sinni (Spök-
sonaten) sótt innblástur í
Sólarljóð í sænskri þýðingu
eftir Afzelius.
Oss virðist svo, sem hafi
það einmitt verið á tíma-
bilum bókmentalegrar end
urnýjungar og þjóðernis-
legrar áreynslu, svo og á
tímabilum neyðar og hættu
að andinn hafi leitað aftur
til skáldskapararfs fornald
ar. Þannig var í Svíþjóð á
stórveldistímanum og eftir
finsku styrjöldina, þannig í
Noregi á tímum Björnsons
og í Danmörku á Napóleons
tímanum fyrir starf Grundt
vigs; nú er nafn hans á ný
orðið dönsku þjóðinni her
merki. — Á Finnlandi gaf
Runeberg sinni finsku og
sænsku þjóð fásjena gjöf:
hetjuóð frá nútímanum
jafn tiginborinn hinum
forna og honum náskyldan
að insta hugarfari. — Úr
Noregi berst oss þessa síð_
ustu daga bergmál ungra
norskra frelsiskvæða, sem
leiðir hugann að undra-
verki hins finska skáldskap
ar.
Eigi eru síst hin norrænu
áhrif mikilvæg á sviði
formsins: í þróun kveðskap
ar og óbundins stíls. Hinar
sígildu fornnorrænu bók.
mentir náðu í helstu verk_
um sínum formlegri snild
sem bar af öllu því, sem
samið var um sömu mundir
í öðrum Evrópulöndum,
enda á sjer fáar hliðstæð-
ur í heimsbókmentunum.
Fornsagnastíllinn — stíll,
þar sem leiðin frá hlutnum
til orðsins er skemri en í
öðrum bókmentum — hef-
ir fært sænskri frásagnar-
list lausn og frjóvgun alt
frá Dlóf Dáiin til Augrists
Strindbergs.
Hinir frjálsu fornnor-
rænu bragarhættir, framar
öllu háttur Hávamála, eru
algerlega sprottnir upp úr
hrynjandi málsins sjálfs og
hafa auðugra hljómrcf,
eru fjölbryettari að tján.
ingu en þeir ajfengnir
hættir, sem mest hefir gætt
í sænskri ljóðagerð síðari
alda. Við sjerhver alda-
hörf formlegrar endurnýj-
unar má greina hræringar
í áttina til þvíiíkrar frjáls-
ari hrynjandi, í ætt við
Edduháttuna. Þetta ryðst
fram, með táknlegum skýr
leik í Sveu Tegnérs, þar
sem skáldið sprengir skyndi
lega í ofurmegni tilfinning
anna nauðir hins alexandr-
ínska háttar. Tignarlegast
allra hefir Heidenstam í
kvæðum sínum Faðir Nor-
egs og Jarðarför Gústafs
Frödings skapað af innsæi
nýja háttu norræns eðlis,
þar sem skynja má, svo að
notuð sjeu ummæli Geijers
um Völuspá, „suma hinna
ódauðlegu hljóma sem
Pindaros kemst svo að orði
um, að eftir að þeir hafa
verið slegnir, hverfur eigi
ómur þeirra yfir jörðu“.
Einnig ríkisár Gústafs
konungs III voru í sögu
vorri tímar öflugrar þjóð-
legrar einingar. Jafnframt
birtust þá, svo sem Anton
Blanck hefir sýnt fram á,
fyrstu forboðar komandi
norrænnar endurreisnarald
ar í sænskum bókmentum.
Samhengið er greinlegt
með þessum forboðum og
upphafi þessarar akadem-
íu, hinnar þjóðlegu stofn-
unar Gústafs III. Árið 1786
á grundvöllunarári akade_
míunnar, kvað Clewberg
„Óðu til sænsku þjóðarinn-
ar“ með norrænni eða eins
og þá var kallað ,gauzkri‘
stefnuskrá, árið eftir orti
Oxenstierna kvæði sitt Upp
skerumennina (Skördarne)
um í gauzkum ,anda, og áð_
ur, 13. dag maímánaðar
1786, hafði Gudmund Jöran
Adlerbeth við fyrsta opin_
bera fund akademíunnar
eftir vígsluhátíð hennar
sagt fram þýðing sína á
Hákonarmálum Eyvindar
skáldaspillis. Þannig skap
aðist þegar á fyrstu árum
akademíunnar mikilvæg
erfðavenja, sem síðan hef-
ir verið haldið við, að vísu
í öðrum myndum.
Þá er Axeli Ákerblom
voru veitt hin meiri verð-
laun 1922 fyrir Edduþýð-
ing hans á sænsku, vottaði
forstjóri þess árs Verner
von Heidenstam honum
v'iðurkenning akademíunn-
ar og komst m. a. svo að
orði, að þýðandinn hefði
að ,skoðun akademíunnar
unnið „bókmentalegt af-
rek sem vel gæti jafnast á
við marga sjálfstæða skáld
skapariðju“, með því að
hann hefði gert „hið lotn_
ingarverða skáldverk þar
sem norrænn .andi birtist
skýrast og dýpst, ungt í
annað sinn og sett það nýtt
og lifandi í tíma vora
miðja“.
Adlerbeth hugði Hákon-
armál sprottin upp úr
skáldskaparíþrótt vorra
„gausku' forfeðra“. Geijer
og gautar (Gautar nefndist
á öndverðri 19 hópur
ungra sænskra menta-
manna sem stefndu að end
urnýjun fornnorræns anda
í sænsku þjóðlífi cg bók_
mentum (þýð.) efuðust eigi
um að Eddur og LArnsögur
væri eign allra Norður-
iandaþjóða. Vísindi síðari
tíma líta að sönnu í mörg-
um greinym öðruvísi á
þessar spurningar. — En í
rauninni hafði Geijer rjett
fyrir sjer. Svo sannarlega
sem öll Norðurlönd mæltu
forðum á eina tungu og
voru eitt samfelt menning
arsvið, svo eru og hinar
sígildu íslensku bókmentir
sameiginlegur minninga-
sjóður allra norrænna
þjóða. Fornmálið hjelst
lengi óbreytt á í.slandi og
gerir það að nokkuru leyti
enn í dag. Á sama hátt
og tungan, varðveittist
einnig fornmenningin, sök-
um afskekktrar legu lands
ins og sjálfráðs og óháðs
lundarfars fólksins. Þar
geymdist hún ósnortin —
ekki af kristnum sið, held_
ur — af mörgum ytri regl-
urn og formum kaþólskrar
kirkju, sem í öðrum Evr-
ópulöndum stuðluðu til að
sljetta og brjóta niður arf-
tekin lífssnið; á Islandi
geymdist hún einnig ósnort
in af borgarmenningu Evr
ópu með öllu sem til heuji
ar heyrði. Þessi forna nor_
ræna menning var, það vit
um vjer nú, alls ekki nein
„barbara“-menning, heldur
var hún stórbænda og
höfðingjamenning, sem náð
hafði háum þroska í sinni
grein. Hástæð myndlist var
henni eigi um megn, það
sýna forngripafundir víðs
vegar um Norðurlönd. Nóg
er lað líta á drekahöfuð
Osebergsskipsins eða hjálm
ana frá Valsgárde! Hún
studdist einnig við allmjög
þroskað rjettarfar og þjóð-
fjelagsskipulag, svo sem
sjá má af lögum og rjett-
arskrám allra norrænna
þjóða.
En skáldskapur sá, er
einnig hlýtur að hafa ver-
ið til, svo og sögulegar og
trúarlegar erfðaminjar,
hafa hvervetna horfið ut-
an íslands, að fráteknum
lítilvægum leifum og brot-
um, fáeinum latneskum
kroníkum ellegar því sem
Islendingar hafa fært í let
ur. Á íslandi ög aðeins á
íslandi hjeldust hin forhu
lífssnið svo lengi og skáld
list og minningar fornald-
ar lifðu af kriy.nitökuna
og voru enn í gildi er rit_
list gerðist almenn. Við
þetta bætist .augsýnn og
sjerkennilegur hæfileiki ís
lendinga að móta minning
arnar í listrænni mynd!
Eigi að síður á það skylt
við undur sem þá gerðist
Framh. á bls. 8.