Morgunblaðið - 28.07.1943, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 28.07.1943, Qupperneq 1
Vikublað: Isafold. 30. árg'., 167. tbl. — Mivikudagur 28. júlí 1943. Isafoldarprentsmiðja h.f. ÞJÚÐVERJAR VIRÐAST NÚ IIMIR UM VÚRIM SIKILEYJAR HJER BJÓ MUSSOLINI Myndin sýnir Palazzo de Venetia í Róm, þar sem Mussolini bjó, áður en hann fór í sumarbústað. Hafa gert hörð gggndhlaup Flytja að sjer liðs- auka í flugvjelum London í gærkvöldi. Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter. FRJETTARITARAR vorir með herjum bandamanna á Sikiley álíta, að Þjóðverjar sjeu nú einir um vörn eyj- arinnar. Hafa þeir verið fyrir á öllum vígstöðvum. — Flytja þeir stöðugt liðsauka loftleiðis til vígstöðvanna norðaustan á eihni, en hringurinn um vígstöðvar þeirra þrengist stöðugt. I dag gerðu þeir feikna hart gagn- áhlaup á sveitir Kanadamanna á miðvígstöðvunum, því var hrundið, en það sást á snerpunni, að hjer gátu ekki ítalir verið að verki, en fyrr höfðu þeir þó varið þessar stöðvar. * A Frasico að fara líka? London í gærkveldi ÞÝSKA frjettastofan sagSi í kvöld, aíS spönsku örygg- isyfirvöldin hafi orSið að grípa til mjög strangra ráð stafana, til þess að halda uppi reglíi. Enn fremur var sagt, að konungssinnar þar í landi væru nú undir eft- irliti. —Reuter. ★ Sjerstaklega er vakandi auga haft á þeim, sem skrif- að hafa undir ávarp um það, að Spánn verði aftur kon- ungsríki. Foringi konungs- sinna, Juan Venetos hefir verið sviftur vegabrjefi sínu. Spánska útvarpið hefir í kvöld haft í hótunum við „þá, sem vilji leggja út í fjár- hættuspil vegna eiginhags- muna sinna, og þá, sem hafa látið vissan áróður hafa áhrif á sig“, eins og komist er að ■orði, og bætt við: „Allir svik- arar skulu vita að þeir eiga eltki von á góðu“. —Reuter. Mussolini í sumar- bústað Madrid í gærkveldi. Einkaskeyti til Mbl frá Reuter. FERÐAMENN, sem hing- að eru komnir loftleiðis frá Eóm, skýra svo frá, að Muso- lini dvelji nú í sumarbústað sínum í Ostia. Áður höfðu frjettastofu vorri borist fregnir frá Sviss, þess efnis, að Mussolini væri í fangelsi, og ennfremur, að herforingj- ar nokkrir hefðu komið í veg fyrir að hann færi til Þýska- lands. Var sú fregn af sænsk- urp rótum runnin. Ferðamennirnir frá Mad- rid sögðu ennfremur, að Mussolini hefði orðið að segja af sjer, vegna þess að hann hefði stutt kröfu Þjóð- verja um að yfirgefa Suður- og Mið-Italíu og verjast norð- ar. En eftir að Þjóðverjum var sagt að ítalir yrðu að liætta þátttöku í stríðinu, ef alt landið yrði ekki varið, gengust Þjóðverjar inn á að hjálpa til þess. Barist til úr- slita við Munda BANDARÍKJAMENN á Nýju-Georgiu hafa nú hafið allsherjarárás á stöðvar Ja- pana við Munda-flugvöllinn, og hefir talsmaður Mac Art- hurs sagt, að nú verði barist til úrslita. Eru orustur hin- ar grimmilegustu. Bandaríkjaflugvjelar vörp- uðu 8 smálestum af sprengj- um á flugvöllinn í árás í gær, en herskip hafa auk þess skotið á stöðvar Japana þarna. —Reuter. Ekki ú skamma Italíukonung — segir Roosevelt Washington í gærkveldi. ROOSEVELT sagði á blaðamannafundi í dag, að hann vildi, að ekki hefði ver- ið ráðist á Ítalíukonung, eins og gert var í útvarpi upp- lýsingadeildarinnar í Banda- ríkjunum. Sagði forsetinn, að hann hefði aldrei samþykt, að ófvirðuleguim orðum um Viktor Emanuel væri útvarp- að til Ítalíu, og þetta hefði heldur ekki verið samþykkt af þeim sem yfirumsjón hefir með s'líkum útvarpssending- um, og myndi mál þetta verði rannsakað. —Reuter. Italska stjórnin er fyrst og fremst stríbs- stjórn London í gærkveldi. TIKKYNT var í Róm í kvöld, að ihlutverk hinnar nýju ítölsku stjórnar væri fyrst og fremst að ráða fram úr hemaðarlegum vandamál- um. Síðan var sagt: „Bado- glio er hermaðm', nauðsyn- legur til þessara starfa. Hin nýja stjórn er framkvæmda- söm stjórn. Stríðið heldúr á- fram þrátt fyrir allar raunir og allar fórnir, sem færðar hafa verið, og sem enn munu verða færðar af fúsum vilja. —Reuter. Roosevelt flytur ræðu í dag London í gærkveldi. ROOSEVELT forseti mun í dag flytja þýðingarmikla ræðu, og mun hann þar meðal annars gera að um- ræðu stjórnarskitin á Ítalíu. Búist er við að ræðan standi yfir um hálfa klukkustund. —Reuter. Mikill fögnuður ítala London í gærkveldi. FRJETT, sem hefir borist til Ziirich frá Chiasso við landamærin milli Italíu og Sviss, segir frá því að ítalir fagni mjög stjórnarskiftun- um. Hafi fánar hvarvetna verið dregnir að hún, að því er fregn þessi hermir, lík- neski af Garibaldi eru hulin blómum, og fólkið dansar á götum úti, en lúðrasveitir leika á torgum borganna. — Hermir fregnin, að langt sje síðan, að fánar hafi svo al- ment verið dregnir að hún í Italíu. —Reuter. Nýi Garð- urvígðurá laugardag Nýi Stúdentagarðurinn verð m' vígður næstkomandi laug- ardag, 31. þ. m„ og hefst at- höfnin kl. Sy^ að kvöldi. FORSETASKIFTI í ÖLDUNGADEILD ÍTALA Tilkynt var í Róm í kvöíd, að forseti öldungaráðs Itala, Suai'do greifi hefði beðist lausnar. Líklegt er talið, að það: hafi verið sveitir úr 15. skrið drekaherfylkinu þýska, sem þetta áhlaup gerðu. — Á víg- stöðvum áttunda hersins hafa framvarðaskærur átt sjer stað, en breytingar engar orðið. ERFIÐ AÐSTAÐA Áttundi herinn á þarna mjög erfiða aðstöðu, hann verður að sækja á ramgervar varnarstöðvar, sem óvinirnir hafa sjálfir kosið sjer, og þar að auki yfir sljettu, þar sem altaf sjest of- an úr hæðunum til hverrar hreyfingar, og þegar er hellt kúlnaregni yfir hvern þann skriðdreka, sem sækir fram. Auk þess er svo heitt þarna á sljettunni, að menn eru mestan hluta df»sins svo magnþrota af hita, að þeir geta sig varla hreyft, hvað bá heldur barist. Og er nær dregur varnarstöðvum Þjóð- verja, eru kvnstur af jarð- sprengjum í jörðu hvarvetna. BANDARÍKJAMENN Bandaríkjamenn sækja fram frá Palermo. Mótspyrna er lítil, en margt að gera á leiðinni. llafa-enn verið tekn- ir nokkrir ítalskir fangar. Als eru nú fangarnir orðnir meira en 70.000 talsins. —< Frjettaritarar vorir hafa það eftir fróðum- mönnum, a'ð Þjóðverjar muni > ætla að' verja horn Sikileyjar meðan nokkur kostur sje, til þess að geta eflt varnir meginlandsins á meðan. HERLIÐ 1 FLUGVJELUM Þjóðverjar hafa hjer tekið upp sinn gamla sið, að flytja liðsauka að sjer í hinum stóru Junkers 53 flutninga- Franfh. á 2. síðu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.