Morgunblaðið - 28.07.1943, Blaðsíða 8
8
ÍM|Q R G U N B L A Ð I Ð
MiSvikudagur 28. júlí 1943.
Sannleikurinn um
Soviet-Rússlund
Framh. af bls. 7.
f jármálalegt sem stjórnmála
legt einræði.
Mr. Wallace hjelt áfram
og sagði að „í Rússlandi er
mismunurinn á tekjum
manna næstum því, en þó
ekki alveg eins mikill og í
Bandaríkjunum“. Þetta er
hárrjett. En hann bætti við,
að „í Rússlandi er
næstum ómögulegt að
lifa á framleiðsluarði“. —
Það er alrangt. Ríkið á
framleiðslutækin, og hinn
eini húsbóndi sem ásamt
ráðsmönnum sínum (um
það bil 200.000 ljensherr-
um, er settir eru yfir þrælk
aðan .almúgann) stjórnar
ríkinu, inota eins og þeim
þóknast arðinn af fram-
leiðslutækjunum í eigin
þarfir. Þeir mynduðu nýja
vinnuverðlaunastjett; Um
það bil 10 miljónir manna
'að auki búa við sæmilega
tryggan efnahag, álíka
eins og fyrir stjórnarbylt-
inguma.
Það er hreinasta mein-
loka að kalla núverandi
skipulag í Rússlandi ,,fjár-
málalegt lýðræði“. Það er
ekkert jafnrjetti í Rúss-
landi, ekkert frelsi, enginn
rjettur til þess að stofna
óháð samtök, enginn verk.
fallsrjettur og jafnvel eng
inn rjettur til þess að skifta
um störf. Verkamennirnir
eru hlekkjaðir við vjelarn.
ar og bundnir við launa-
taxtana meir en í nokkru
öðru landi heimsins, að
Þýskalandi meðtöldu. —
Launataxtinn er lægri, í
hlutfalli við verðlagið, en
hann var á dögum Czar-
dæmisins. Er þetta samkv.
opinberum rússneskum
skýrslum. Öllu þessu skipu
lagi er svo haldið uppi af
heilum her leynilögreglu-
manna, sem myndu kveikja
öfund jafnvel í brjósti
Faraos hins egyptska og
Heinrich Himmlers.
★
Mörgum Ameríkumönn-
um finst þeir vera knúðir
til að þegja yfir slíkum
skelfingum, er birtast í
rússnesku sttjórnarfari. —
Jafnvel hafa þeir gengið
svo langt, er þeir finna upp
fjarstæðukendar röksemd-
ir til þess að skapa hjá
mannúðarlegum lýðræðis-
sinnum hlýhug til rúss-
neska einræðisskipulagsins.
Vjer framleiðum í stríðum
straumum Sovjetsinnuð leik
rit, tímarit og bækur. Hátt
settir embættismenn hafa
verið viðstaddir 7. nóvem-
ber hátíðahöld, en einmitt
þanpr dag steyptu kommún
istar af stóli eiinu lýðræð-
isstjórninni, sem setið hefir
að völdum í Rússlandi. —
Jafnvel prestarnir leggja
sig alla fram til þess að
sannfæra Ameríku um, að
í Rússlandí ríki trúfrelsi,
enda þótt stranglega sje
þar bannað að fræða börn
innan 18 ára aldurs um trú
mál.
Þetta er auðvitað í hrón
Þórður Kristjánsson — Isfirðingar
andi mótsögn við það, sem
Rússar sjálfir gera. Fyrir.
svarsmenn þar í landi gera
enga tilraun til þess að
„selja“ sinni þjóð rit um
lifnaðarhætti Ameríku-
manna. eða túlka hið
frjálsa einkaframtaks-
stjórnarkerfi vort á þann
hátt, að það verði enn eft-
irsóknarverkara. Þeir stofna
engan fjelagsskap „Banda
ríkjavina“. Þeir halda ekki
hátíðlega þjóðhátíðardaga
vora, gera kvikmyndir til
þess að vegsama hugsjónir
vorar. eða efna til fjölda.
funda til þess að hefja til
skýjanna sigra vora á Gua
dalkanal eða Norður Af-
ríku. Þar til Standley flota
foringi, setti ofan í við þá
— sem var eftirtektarverð
ur atburður — ljetu sjer
fátt um finnast og voru ó-
lundarlegir út af hjálp
þeirri, er vjer veittum
þeim. Þeir gefa ekki út bæk
ur*til þess að útskýra stjórn
arfar Bandaríkjanna. Þeir
leyfa ekki áróðursmönnum
ameríska lýðræðisskipu-
lagsins að prjedika í land-
inu fyrir upplausn komm.
únista þjóðskipulagsins. —-
Og blaðagrindurnar á göt-
unum og bókabúðirnar eru,
uppfullar af áróðri um þá
eymd og úrkynjun. er þeir
telja að íylgi lifnaðarhátt-
um vorum.
★
Alt þetta megnar þó
ekki að halda aftur af ame
rískru kommúnistunum, er
þeir fara svívirðingarorð-
um um hvern þann Ame-
ríkumann, er á heiðarlegan
hátt gagnrýnir einræðis.
skipulagið í Rússlandi, og
telja vera um að ræða „til-
raun til þess að spilla sam
vinnu hinna sameinuðu
þjóða“, „þjónustu við Hitl-
er“, eða jafnvel „fasisma“.
Þeir munu áreiðanlega fara
þeim orðum um þessa grein
og um Readers Digest, fyr
ir að hafa birt hana. En
hreinskilnislegar viðræður
eru eini heilbrigði grund-
völlurinn undir varan-
legri samvinnu þessara
tveggja voldugu þjóða. —
Það er ekki hægt að skapa
slíka samvinnu, meðan
Rússar ráðast á menningu
vora með kjafti og klóm —
og við aumingjalega lýsum
því yfir, eins og varafor.
seti vor gerði, að við meg-
um ekki koma sviksamlega
fram við Rússland. Það er
alveg eins og flutningur
vopna og annara birgða án
alls endurgjalds um ger-
valla jörð til þess að hag-
hýta í barátu 1 þjóðanna
fyrir menningarhug'sjónum
þeirra, sje synd, sem ætti
að fá oss til að lúta höfði
í þögn.
^ Unga ísland, apríl—maí
heft.i, hefir borist blaöinu.
Heftin flytja aö venju margt
til gamans og fróðleiks fvrir
börn, og unglinga og eru hin
vönduðustu.
Minning
„Og þó jeg deyi þreyttur
lúinn
þá fæ jeg nóg að hvíla
mig“.
IIINN 22. þ. mán. andaðist
Þórður Kristjánsson, Njáls-
götu 15 hjer í bænum.
Þórður var fæddur að
Hjarðarfelli í Miklaholts-
hreppi í Snæfellsnessýslu. —
Foreldrar hans voru Kristján
Jónsson og Ragnhildur Magn
úsdóttir, dugnaðarhjön. Hann
var hjá foreldrum sínum til
10 ára aldurs, en fór þá til
vandalausra. Nokkru eftir
fermingaraldur fer hann að
Rauðkollsstöðum til Þórðar
Þórðarsonar, alþm. og dbrm.
og dvaldist þar þangað til
hann fór að búa s.jálfur.
Á Rauðkollsstöðum leið
Þórði m.jög yel'og sagði Þórð
ur sál. oft, að þá fyrst hafi
sjer farið að fara fram, og
RauSkollsstaðaheimilinu ætti
hann það að þakka að hann
hefði orðið vinnufær maður.
Þórður byrjaði biiskap árið
1892 að Fossi í Staðarsveit,
með eftirlifandi konu sinni
Sigríði Þorkelsdóttur, mjög
góðri konu, en þau giftu sig
árið 1896. Á Fossi bjuggu bau
í tvö ár, síðan 1 ár í IJof-
görðum í sömu sveit, þá 11
ár í Eiðhúsum í Miklaholts-
hreppi og síðan 9 ár á Kol-
beinsstöðum í Kolbeins-
staðahreppi. Árið 1915 flytur
hann til Reyk.javíkur og hef-
ir dvalið þar síðan.
Þórður og Sigríður eign-
uðust 8 börn og eru 5 þeirra
á lífi: Ingibjörg Ásthildur,
ógift heima; Guðlaug Theó-
dóra, ógift heima; Sólveig,
gift Gunnari Jónss.yni, skipa-
smíðameistara á Akureyri;
Elinborg, gift Vígberg Einars
syni veykstjóra hjer í bæn-
um' og Þorkell, ógiftur heima.
Tvö börn mistu þau á unga
aldri og á síðliðnum vetri
mistu þau dóttur sína Önnu,
uppkomna. Var heilsa Þórðar
þá mjög tekin að bila og hann
hættur að geta unnið, en eft-
ir það hnignaði honum mjög
mikið, því hann tók sjer
dótturmissirinn m.jög nærri.
Auk þess dvöldu á heimili
Þórðar tvö. dætrabörn hans,
er hann var sami góði fað-
irinn og sínum börnum. •
Er Þórður byrjaði búskap
voru efnin lítil en dugnaður
og vinnusemi mikil. Vann
hann fyrst framan af talsvert
utan heimilisins, bæði við
sveitastörf og s.jóróðra. Árið
sem, hann b.jó í Hofgörðum
lenti hann í skipsrika, og
komst Þórður þá einn lífs af,
og var meðvitundarlaus er
honum var b.jargað, en 5
drukknuðu er með honum
vorU. Var Þórður lengi eftir
sig eftir það, en náði s.jer
þó að fullu.
Þórður sál var s.jerstakur
dugnaðar-, og; eljumaður o,g
h|íifð| js.jórj jiidieij jvaMllNsjtað-
ar'reaSubuirfn að' taka :íð 'sjet
erfiðustu verkin, og undi sjer ar -ar hans«.
engrar hvildar, var það .tafn-,
vel svo, er hann bjó í sveit,'
að hann fór til nágrannanna
á nóttunni, risti fyrir þá torf
eða tók upp mó, og fór svo
heim að morgni til verka hjáj
s.jálfum sjer. '
Auk þess að vera dugleg-,
ur og vinnusamur, var Þórð-| AUGLÝSING ER
ur sjerstaklega trur og þao
svo af bar. ITann bar milda GULLS ÍGILDI
umhyggju fyrir heimilinu og
átti sjerstaklega skemtilegt
og gott heimili, enda voru
konan og börnin honum sam-
hent í því að móta heimilis-
braginn.
Þórður sál. var ekki að
skifta sjer af því, sem honuin
kom ekki við, en var kátur
og skemtilegur í kunningja-
hóp og þó sjerstaklega heima,
var hann og hans fólk mjög
gestrisið og hjálpfúst, og
reyndi m.jög á það er hann
bjó á Kolbeinsstööum, sem er
kirkjustaður.
Jeg minnist margs frá þeim
tíma er Þórður b.jó á Kolbeins
stöðum, spilamensku heilar
nætur, og var þá oft glatt
á hjalla eða þegar hann tók
smákrakka og fór að draga
þau á sleða til að skemta
þeim, og svo mætti lengi
tolia.
Mestan hluta l>ess tíma er
hann átti heima í Reykjavík,
vann hahn í gr.j'ótnámi Reyk.ja
víkurbæjar. Mun fjelögum
hans er eftir lifa, og öllum
þeim er þekktu hann, verða
hann minnisstæður, sem.
maðurinn er altaf mætti á
r.jettum tíma, maðurinn er
aldrei kvartaði, maðurinn
sem vann á meðan hann gat
komist á vinnustaðinn -og
maðurinn, sem var trúr til
hinstu stundar.
Þórður frá Kolbeinsstööum
ieg þakka bjer fyrir kynn-
inguna. — Vertu sæll!
Vinur.
Bending
EFTIRFARANDI LÍNUR
greinarinnar um Guðrúnu
Blöndal í gær lesist þannig:
Þorsteinn Gíslason rit-
stjóri kemst svo að orði í
Sunnanfara um afa Guðrún-
ar Blöndal:
„Sagt er að Húnvetningar
væru manna óhlýðnastir og
ódælir viðureignar, áður en
Framh. af 5. síðu.
Það eitt er til merkis um
áhugarin fyrir íþróttunum,
að aðsókn er góð að öllum
leikjum, sem háðir eru á
staðnum. — Eru þó knatt-
spyrnumenn einnig að
verða heimilislausir með í-
þrótt sína, þar sem nú er
farið að skerða völl þeirra
með byggingum, en þeim
ekki hugsað fyrir neinu
svæði í staðinn. Rætt hefir
verið um staði fyrir leik-
vang, en ekkert er um það
fullráðið enn.
„VIÐ KOMUM
AFTUR“.
Stúlkurnar kváðust á-
kveðnar í að sækja einnig
næsta landsmót í hand-
knattleik, og láum vjer
þeim það ekki, því þær hafa
fulla ástæðu til þess að
vera íþróttalega ánægðar
með förina, eins vel og
flokkurinn hefir staðið sig
í mótinu. Hann var sá flokk
ur, -sem besta sýndi útkom-
una gegn báðum sterkustu
liðunum, Ármanni og Hauk
um, og var leikur hans
og Hauka æði tvísýnn og
eins gegn Þór. Liðið fór
batnandi með • hverjum
leik, og það svo mikið, að
engum getur blandast hug-
ur U'ffl, að hjer er á ferð-
inni mjög glæsilegt lið, sem
hin grónari mega vara sig
á, ef það heldur áfram að
æfa kappsamlega, — jeg
tala nú ekki um ef stúlk-
urnar fengju betri æfinga-
skilyrði.
Flokkurinn er líka sjer_
staklega glæsilegur á velli
og í allri framgöngu, og í
honum ágætir einstakling-
ar, eins og þegar hefir ver-
ið getið í frásögnum blaðs-
ins af leikjum mótsins.
Mótið hefir einnig veitt
flokknum dýrmæta reynslu,
sem síðar mun sjást, og
ástæða til þess að þakka
þessum flokk alveg sjerstak
lega fyirr komuna og óska
honum allra heilla í fram-
tíðinni, svo lofsverðan dugn
að og áhuga sem hann
hefir sýnt. Stúlkurnar
gengu glaðar til leiks og
glaðar frá leik, íþróttin
s.jálf var þeim meira virði
en tap eða sigur, eins og
fyrirliði flokksins, ungfrú
María Gunnarsdóttir,
komst svo ágætlega að
orði. — J. Bn.
Framangreind orð benda á
skyldleika frændmennanna.
Sonardóttir norðlenska höfð-
ingjans o. s. frv.
H. J.
- Frá Dalvík
Frarnh. af 5. síðu.
verð, er U. M. F. Svarfdæla
og U. M. S. Eyjafjarðar
hafði látið framreiða á
gjíjftihúsmu á Dalvík. Far-i
þrpijqririh, Sig. | jN'orðdahl,
þakkáði vérttan greiða og
góðar viðtökur, en Harald-
ur Mþignússon, form. U. M.
S. Eyjafjarðar, hafði orð
fyrir ungmennafjelögum.
Hafi Jón Þorsteinsson —
hinn ötuli og áhugasami
íþróttafrömuður — og Ár-
menningar þökk fyrir kom-
una.
Dalvík, 7. júlí.
S. J.