Morgunblaðið - 28.07.1943, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 28.07.1943, Blaðsíða 12
12 Miðvikudagur 28. júlí 1943. HÆFT MEÐ TUNDURSKEYTI EN KOMST UNDAN Þetta er eitt af mörgum ski'pum bandamanna, sem orðið hefir fyrir tunáurskeyti þýsks kafbáts, en samt komist til hafnar, þar’sem hægt var að gera við skemdir ]>ess. Vjer berjumst áfram,“ „ítalska stjórnin hefir engra samninga leitað — segir Ch urchill London í gær. Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter. CHUR|CHILL FORSÆTISRÁÐHERRA gerði stjórn. arskiftin á Ítalíu að umræðu í neðri málstofu breska þingsins í dag, og var fjöldi áheyrenda mikill. Forsæt- isráðherjrann gaf þær upplýsingar, að hin nýja stjórn á Italíu hefði ekki leitað neinna samninga við bandamenn og hjeldi því stríðið gegn ítölum áfram. Drengfamót Armanns IIÍÐ ÁRLEGA drengjamót Ár-manns hefst á Iþróttavell- inum ví kvöld kl. 8. Mótið heldur svo áfram annað kvöld og líkur þá að forfalla lausu. Skráðir þátttakendur eru 41 frá 4 fjelögum í Reykja- vík og Ilafnarfirði, 13 frá Ármanni, 11 frá I. R., 10 frá K. R. og 7 frá F. H. — 1 kvöld verður kept í 80 m. hlaupi, kringlukasti, lang- stökki, hástökki og 1500 m. hlaupi og- 1000 m. boðhlaupi, ef hlaupabrautin verður kom- iní það ástand, að hægt verði að keirpa á henni. — Annað- kyöld verður svo kept í stang arstökki, kúluvarpi, þrístökki spjótkasti, 400 m. hlaupi og 3 km. hlaupi. I 80 m. hlaupi eru 19 kepp- endur. Finnbjörn Þorvalds- son (I.R.) er þar Iíklegastur til sigurs og eftir tíma hans í 100 m. hlaupi í súmar get- ur hanh ef til vill bætt þar drengjametið, en það er 9,4 se'k. sett af Kjartani Guð- mundssyni (Á) 1932. Einnig' er meðal ])áttakenda Sævar Magnússon (F.H.), sem hefir tekið þátt í mótum í sumar. f kringlukasti eru 9 þátttak eridur. Þar á meðal Bragi Friðrikssoh (Iv.R.) og verður að telja honum sigurinn vís- an. Þá eru í hástökki 7 kepp- endpr. Þar verður baráttan að öllum líkindum milli Ing- ólfs Steinssonar (I. R.) og 'Ma gnúsar Guð mundssona r (F.IL). I langstökki eru 12 keppendur. Má þar t. d. nefna Finnbjörn Þorvaldsson, sem er líklegur til sigurs. Tíu keppendur eru í 1500 ni. hlaupi. Þar á meðal eru ÍRingarnir, Jóhannes Jóns- son ög Óskar Jónsson, Ifarald ur Björnsson (KR) og Gunn- ar Gíslason (Á). I 1000 m. boðhlaupi keppa 5 sveitir, 2 frá Ármanni, einti frá KR, einn frá IR og einn frá F.H. Verður engu spáð um úrslit- in. I 400 m. hlau])i eru 12 keppendur. Má þar t.d. nefna KR-ingana Svavar Pálsson og Óskar Guðmundsson, IR- ingana Jóhannes Jónsson og Oskar Jónsson og Gunnar Gíslason frá Ármanni. Þátt- takendur í 3ja km. hlaupi eru 5. Meðal þeirra eru Jóhann- es og Óskar úr ÍR, Haraldur Björnsson úr KR og Gunnar Gíslason (Á). 3 þátttakend- ur eru í stangarstökki. Lík- legastir til -sigurs eru ITafn- íirðingarnir Þorkell Jóhanns- son og Sigursteinn Guðmunds son og Ingólfur ’Steinsson, (1R). Magnús Guðmundsson (F’H), senr enn er drengur, var meistari í fyrra, svo að hann má ekki taka þátt í kepninni, en hann reyndir að bæta drengjametið utan kepni. Metið er 3,23 m. sett yrra af Valtý Snæbjörns- s.vni, (Þór í Vestm.) I þrí- stökki eru 10 keppendur. Þar má t.^ d. nefna Úlrich Uansen (Á. I spjótkasti eru 9 keppendur. Þar á með- al Braga Friðriksson (KR). Og loks er það kúluvarpið. Þar má gera ráð fyrir harðri keppni milli Jóels Sigurðs- sonar (ÍR) og Braga Friðriks sonar (KR). BEST AÐ AUGLÝSA I MORGUNBLAÐINU Churchill sagði, að Bret- ar væru mjög ánægðir með fall Mussolini, „eins hins mesta stríðsglæpamanns". Einnig sagði ráðherrann, að búast mætti við viðtæk- um afleiðingum af þessari breytingu. sem orðin er, en þær væru ekki komnar í Ijós enn. „Við eigum ekki um neitt að velja, ef Italir vilja halda áfram að binda trúss við Þjóðverja, og vjer höfum gefið fyrirskip anir, sem miða að því, að ef svo er, skal land þeirra verða í rústum og svart af ófriðarbálinu endanna á milli“. „Jeg veit mjög lítið um hina nýju stjórn“ . sagði Churchill, „og get ekkert sagt um framtíð hennar. — Þessi stjórn hefir ekki reynt neina samninga við oss, svo vjer munum halda árásum á ítalíu með öllum mætti. „ Ekki vitum vjer, hvað skeð getur í ítalíu í náinni framtíð, en við mun um láta Stali súpa seyðið af flónsku sinni, og hita það í tilbót“. Churchill sagði, að Bret ar hefðu staðið í nánu sam bandi bæði við Bandaríkja stjórn og Rússa þessa síðustu daga, Síðan bað Churchill menn ekki veraof bjart- sýna, þótt ástæða væri til bjartsýni. Italir hefðu ekki styrkleika á við Þjóðverja nema svo sem svaraði ein- um á móti 10. Sagði Churc hill, að menn mættu ekki láta velgengni blinda sig, Þjóðverjar væru epn óra- sterkir. Hitler hefcli á að skipa 300 þýskum her- fylkjum, uppskeran í Ev-> rópu virtist góð, og miklar auðlindir væru þar enn fyr_ ir hendi handa Þjóðverj- um. Alt þetta yrðu menn að taka með í reikninginn, sagði Churchill og vera þess meðvitandi, að baráttan yrði löng og hörð og marg ar fórnir þyrfti að færa* áður sigur ynnist. (slendingur ferst af sjó- slysi erlendis AÐSTANDENDUM Geirs Árnasonar hefir borist tilkynning um það, að hann hafi farist í sjóslysi erlendis. Geir fór hjeðan úr bænum með skipinu Skagen fyrir hjer um bil einu og hálfu ári Hefir hann verið í siglingum síðan. Síðast, þegar til hans frjettist, var hann á dönsku flutningas.kipi, sem sigldi milli London og New York, og mun hann hafa farist með því’ einhversstaðar á þeirri leið. Geir var sonur þeirra hjóna frú Guðrúnar Þor- steinsdóttur og Árna Jóns- sonar, Óðinsgötu 20 hjer í bænum. Geir mun hafa ver- ið 17 ára, þegar hann fórst, en hefði orðið 18 ára nú i júlí, ef hann hefðHifað. Verða ferðaieyfi Þjóðverja um Svíþjóð afnumin? Frá sænska sendiráð- inu í Reykjavík. 1 ræðu sem Per Albin Hanson, forsætisráðherra Svía hjelt í Sávsjö þann 25. þ. m., sagði hann meðal ann- ars eftirfarandi: Hinir miklu viðburðir þess- ara daga gerast tiltölulega langt frá landamærum vor- um, en maður verður að hafa bugfast, að lönd sem eru nærri oss, geti orðið fyrir hinni auknu baráttu í ófriðn- um, og því eru auknar kröfur gerðar um varðhöld vor. Tek- ið hefir verið tillit til þessa fullkomnun viðbúnaðarins, sem verið er nú að ljúka við. Útgáfa leiðbeiningarritsins „Ef stríðið kemur“, er alvar- leg áminning um það, að stjórnin reiknar með þeim möguleikum, að stríðið geti skollið yfir oss. Samtímis höldum vjer áfram baráttu vorri fyrir því að komast hjá stríði. — I tilefni af ræðunni held- ur blaðið „Socialdemokraten', því fram, að árásir amer- ískra sprengjuflugvjela á Noreg feli í sjer möguleika á að stríðið blossi þar upp ein- hverntímann, og að vjer verðum þessvegna að auka varðhöld vor og viðbúnað til hins ýtrasta. Með tilliti til mikilvægis samgangnanna í því að alt sje reiðubúið, yrði umferðaleyfi Þjóðverja um landið að afturkallast. „Dag- ens Nyheter“ segir, að sem lið í hinum auknu varðhöld- um, megi einnig skilja svo, sem verið geti, að það standi fyrir dyrum að afnema ferða- leyfin. IMazistar ráð- ast á iðnað IMorðmanna Frá blaðafulltrúa Norðmanna: NÚ HAFA nazistar í Noregi ráðist á iðnaiðinn og iðnstjettir norsku þjóð- arinnar. Ef þeim tekst að framkvæma áform sín, þá verður iðnaður landsins lagður að velli að hálfu leyti, til þess að það fólk, sem með því verður at_ vinnulaust, geti farið í nauðungarvinnu í þjónustu þýska hersins. Frjáls blöð Norðmanna rísa öndverð gegn tiltæki þessu og hvetja forustu- menn iðnaðarins til þess að snúast til harðvítugrar and stöðu. Mfetvælaráðuneyti Quisl- ings hefir sent iðnrekend- um fylkjanna opið brjef, þar sem svo er fyrir mælt, að fjöldinn allur af iðn- greinum og atvinnufyrir- tæhjum verði alveg lagður iniður, að undanteknum þeim, sem vinna beint eða óbeint í þágu hersins. Úr öðrum atvinnugrein- um verði dregið, alt frá 30 ----70%, svo sem rekstri sláturhúsa, leðuriðnaði als- konar,- blikksmiða, mynda- smiða o. m. fl. Og enn er þriðji flokkur atvinnufyrir- tækja sem á að loka vegna atvinnuástands, svo sem beykistofum, vagnasmiðj- um, bílaviðgerðarverkstæð- um, vjelsmiðjum o. m. fl. Fyrir lok júlímánaðar eiga iðnrekendur fylkjanna að gefa skýrslu um lokun fyrirtækjanna, til iðnsam- bandsins. En af skýrslum þessum á það að koma í ljós, að 50% af iðnaðar- fólki, sem var í vinnu 1. apríl s.l., verði útilokað frá atvinnunni. Stjórn fylkisiðnrekenda á að gefa skýrslur um vinnu afl fyrirtækjanna, húsnæði, rekstursfje, áhöld, efnivör- ur o. fl. Eitt af hinum frjálsu blöðum hvetur iðnrekendur til þess að gefa ekki þessar skýrslur og mótmæla lok- unum fyrirtækjanna. Þeir verði að heimta að lagðar verði fram ástæður fyrir árás þessari á iðnaðinn. Þeim verður að vera það ljóst, að aðeins með öflugri og einhuga andstöðu verð- ur hægt að bjarga iðnað- inum, þegar svona er kom- ið. — ÍSLENSK STÚLKA FER Á ÍÞRÓTTA- HÁSKÓLA YESTAN HAFS ÁRMENNINGAR hjeldu ungfrú Sigríði Valgeirsdótt- ur, íþróttakennara, kveðj u- samsæti í gærkveldi. Er Sig- ríður á förum vestur á í- þróttaskóla í Kaliforniú. Sig- ríður hefir stundað nám við íþróttaskólann á Laugar- vatni og s. 1. vetur kendi hún hjá Ármanni og Jóni Þor- steinssyni í íþróttahúsi hans. Hún hefir og í mörg ár verið í úrvalsleikfimisflokki Ár- manns.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.