Morgunblaðið - 28.07.1943, Síða 11

Morgunblaðið - 28.07.1943, Síða 11
Mið'vikudagur 28. júlí 1943. MORGUNBLAÐIÐ 11 Skipið, sem sigldi á landi og skrítnu karlarnir sex Ilann fór í einu búðina, seni þar var til, þar fjekst alt milli himins og jarðar. Hann spurði hvort þar fengjust eld spýtur af sömu gerð og Dóra hafði notað um kvöldið. —• Guð hjálpi þjer, Jim li.tli, sagði konan, seni átti búöina. -— Svoleiðis eldspýt- ur höfurn við ekki átt í niörg herrans ár. Iíann tók hjólið sitt á nýj- an leik og fór heim. Hann fann Dóru liggjandi uppi í rúmi. Ilún var að lesa skáld- sögu. ■ — Sæll, hvaðan kemurðu? sagði hún kuldalega. — Að heiman. Því komstu ekki þangað í dag? — Jeg hjelt, að þau kærðu sig ekkert um mig. — Það verður samt að þvo börnunum og gefa þeim að borða. Dóra ypti öxlum. — Jeg var reið út af því, sem mamma þín sagðí við þig. Það var ónærgætið. ■ — Ilvaða vitleySa. — Jeg hefi ekki til að bera hæfileika þinn til þess að bjóða hina kinnina. .— Roger er kominn. — Mamma þín verður því víst feginn. Hún hefir altaf haldið mest upp á hann af sonum sínum. — Nokkrir menn fórust í árásinni í gær, en skemdir urðu ekki miklar á flugvell- inunr. '— Jæja. ■— Ertu ekki fegin því? sagði hann og gaf henni nán- ar gætur. —- Að mennirnir væru drepnir? — Nei, að flugvöllurinn skyldi ekki skemmast mikið. Hún ypti öxlum, en sagði ekki neitt. Hún stóð upp og kyeikti sjer í sígarettu. — Dóra, lögreglan hefir verið á sveimi um öskuna af stabbanum. — Jæja. — Þeir hafa fundið leifar af víreldspýtum, Hann gaut til hennar augunum augna- blik,' rannsakandi, til þess að s.já hvaða -áhrif þessi frjett hefði á hana. Það varð ekki sjeð, að hún hefði nein áhrif á. hana. — Þú kveiktir í stabbanum, Dóra. Hún kipptist við, en að eins eitt augnablik. Hún setti hnykk á höfuðið. — Láttu ekki eins og asni, Jim. — Hvaða skýringu geturðu gefið á þessum leyfum af vír eldspýtum? — Þú varst nægilega lengi að heiman til að hjóla niður að stabbanum og kveik.ja í honum. — Þáð er lýgi". — Jeg get ekkþsannað það en jeg veit að það er svo. — Jæ.ja, hafðu það eins og þú vilt. Láttu mig bara í íriði. — Dóra, herstjórnin er ekki í neintun vafa tun að íkveikj- an í stabbanum hafi verið vísbending til þýskra flug- vjela. Það verður hafin rann- sókn á málinu. Ileldur þú að hún muni gera sig ánægða með svörin sem þú hefir gef ið mjer?“ ■— Hvaða ástæðu hafa þeir til að spyrja mig nokkurs? Eina sem þeir hafa út á mig að setja er, að jeg er út- lendingur. Annars dytti eng- um í hug að gruna mig. „Jeg tel það skyldu mína að seg.ja þjer að þeir fundu leyfar af^ vírspýtum í ösk- unni. Þeir fundu líka leyfar af blaðtætlu úr New States- man. Hún hrökk í kút, og hann sá nú fyrst bregða fyrir ótta í augum hennar. „Það var aðeins lítil tætla og lögreglan hjer um slóðir veit ekki gerla hvernig hún á að skilja það. En herstjórn in í London verður ekki í ijeinum vafa um það. Er jeg ekki líka eini maðurinn hjer um slóðir sem er fastur kaup- andi að New Statesman? Þau störðu hvort á annað um stund. — Hver sem er getur kom- ist inn í kofann okkar að degi til, sagði Dóra. Hver sem er getur náð í blað sem búið er að henda í sorptunnuna. Hann svaraði þessu engu, heldur hjelt áfram að einblína á hana. — Ilvað ætlar þú að gera? spurði hún loks. — Jeg fæ ekki af rnjer að selja þig í hendur lögreglunni Hann hikaði lítið eitt. — En ef jeg verð spurður mun jeg neyðast til að segja sannleikann. •— Þú segist elska mig. Hann roðnaði. — Það veit trúa mín, að .jeg elska þig. Jeg elskaði þig. En þú elskar mig ekki, eða, hvað? Þú giftist mjer til að verða breskur þegn. Idún horfði hvasst á hann. Hann sá það á henni að hún var þungt hugsandi. — Og hvað um það, ef jeg gerði það? Það er enginn glæp ur. Það er ekki meira en fjöldi annarra flóttakvenna hefir gert. Þú hlýtur þó að viðurkenna að jeg taldi þjer aldrei trú. um að jeg elskaði i o\ Þegar á allt er litið, þá. giftist May Roger aðeins vegna þess að hann var gott mannsefni. Jeg hefi reynst þ.jer betri eiginkona en hún honum. Jeg hefi að vísu neit- að að eignast barn, en jeg hefi sagt þjer hvers vegna: Þetta eru . engir tímar til að fæða börn í heiminn. Þjer getur ekki verið alvara þegar þú segir að jeg hafi kveikt í stabbanum. Hvaða ástæðu ætti jeg að hafa til þess, þú veist fult eins vel og jeg að jeg kem til með að þ.jást mikið ef Þjóðverjar hertaka England. — R.jett áður en jeg kom heini núna, mætti jeg Roger, og hann sagði mjer að það hefði verið hin þýska móðir þín sem sveik föður þinn í hendur Þjóðverja og átti því sök á því að hann dó í þýsku fangelsi. — Það er ekki satt. Þetta er ein af þessum ensku lyg- um. — Ensku lygum? Það er undarlegt að þú skulir geta sagt þetta. Ilann tók eftir því að hún tók andköf. Hún varð á svip-j inn eins og maður sem skyndi: lega uppgötvar að hann hefirj talað af s.jer. IMn roðnaði og, augnaráð hennar var myrktj og ólundarlegt. Hún virti hann hugsandi fyrir sjer um. leið og hún kveikti sjer í öðrum vindling. — Trúirðu því statt og stöðugt að jeg hafi kveikt í stabbanum ? — Jeg er viss um það. Ilún saug reyknum áfergju lega að s.jer og bljes honum aftur út um nasirnar. — Og ef jeg gerði það, hvað kemur það þá þjer við? Þetta stríð snertir þig ekkert. Þú ert friðarsinni. —• Heldurðu að mjer þyki ekki vænt um fósturjörð mína? Hún svaraði honum með lágri og rólegri röddu. — Jeg efast ekki um það. Því meiri ástæða er til þess fyrir þig að skilja hvað henni er fyrir bestu. England er sigrað. Það átti sannarlega fyrir því. Ekkert er eilíft í þessum heimi, og vald Eng- lendinga hefjr varað nógu, lengi. Nú er röðin komin að okkur. Þú álítur þó varla að Þjóðver.jar sjeu þær sví- virðilegu skepnur sem stríðs- áróður ykkar segir þá vera? Æfintýri eftir Chr. Asbjörnsen. hefði um þann, sem átti að sækja vatnið. Hinn hlustað og hlustaði og sagði svo: „Hann er sofnaður við brunninn á heimsenda, jeg heyri hann hrjóta, og tröllin eru að raula við hann“. Þá hrópaði Ásbjörn á þann, sem gat skotið alt á heimsenda, og bað hann að skjóta tröllið. Jú, það gerði hann, skaut það beint í augað, svo það rak upp ógurlegt öskur, og við það vaknaði náunginn, sem átti að sækja vatnið, og þegar hann kom með það var enn ein mínúta éftir af hinum tíu. Ásbjörn hljóp nú inn til kóngsins og sagði, að hjer væfi vatnið komið, og nú þyrfti hann ekki að bíða með að fá dóttur hans lengur, hann vildi giftast henni strax. En kónginum fanst Ásbjörn ekkert hafa fríkkað, og langaði ekki til þess að fá hann fyrir tengdason. Svo sagði kóngur, að hann ætfci 300 faðma af viði, sem hann ætlaði að þurka korn við, ,,og ef þú getur brent upp öllum þessum viði, þá skaltu fá dóttur mína, og þá deilum við ekki meira um það“, sagði hann. — „Jeg verð víst að reyna“, sagði Ásbjörn „en má jeg hafa einn fjelaga minn með mjer?“ „Já, það máttu, og þó þú vildir hafa þá alla sex“, sagði kóngur. Ásbjörn tók nú með sjer þann, sem hafði fimtán vetur og sjö sumur í maganum og fóru þeir í eldhúsið um kvöldið. Út gátu þeir ekki komist aftur, því þeir voru ekki fyrr komnir inn, en kóngur setti slagbrand fyrir hurðina. Eldurinn logaði í trjáviðnum, svo þeir ætluðu alveg að stikna. „Þú verður að hleypa út einum sex —• sjö vetrum“, sagði Ásbjörn, svo hjer verði mátulega heitt“. Hinn gerði það, og þá var rjett svo að þeir þyldu við, en þegar fór að líða á nóttina, tók þeim heldur að kólna. Þá sagði Ásbjörn, að nú veitti þeim ekki af tveim- ur sumrum eða svo, og eftir það sváfu þeir langt fram á dag. En þegar þeir heyrðu kónginn vera farinn að eiga við hurðina og losa slagbrandinn, sagði Ásbjörn: „Nú skalt þú sleppa út nokkrum vetrum í viðbót, en hagaðu því svoleiðis, að" sá síðasti fari beint framan í kónginn“. Jú, þetta var gert og um leið og kóngur opn- aði hurðina, og hjelt að þeir myndu liggja þar brunnir ffHpi nrnohjqumJka.líi jsnuL — Mig langar til þess. að vita, hvort jeg get skilið við manninn minn? spurði ung stúlka lögfræðing, sem hún leitaði til. — Ilvað hefir maðurinn yðar gert af sjer? spurði lög- fræðingurinn. — Er nauðsynlegt að jeg segi það? — Auðvitað verðum við að geta ákært hann fyrir eitt- hvað, eitthvað brot á hjú- skaparlögunum. — Jæja, svaraði stúlkan, — en í raun og veru, hefir hann ekki gert neitt af sjer. Jeg er ekki einu sinni gift, en jeg er trúlofuð og ætlaði aðeins að vita, hve auðveld- lega jeg gæti losnað við mann inn minn, ef jeg þyrfti á þ"ví að halda. ★ „Tómas, hvers vegna. er litli bróðir þinn að skæla?“ spurði mamma þeirra. „Hann er að skæla“, svar- aði Tórnas, „af því að jeg er að borða kökuna mína og vil ekki gefa honum neitt af henni“. ,,En hans kaka, er hún bú- in?“ spurði þá móðirin. „Já, og hann orgaði líka á meðan jeg var að borða hana‘ ‘. ★ Læknirinn átti tvær litlar stúlkur, sem Voru álitnar fall egustu börn þorpsins. Eitt sinn er litlu stúlkurn- ar tvær voru að ganga úti sjer til skemtunar, gengu þær fram hjá tveimur litlum drengjum. Annar þeirra átti heima í þorpinu, en hinn var gestur þar. „Ilvaða litlu stúlkur eru þetta V ‘ spurði aðkomudreng- urinn. „Það eru dætur læknisins", svaraði drengurinn úr þorp- inu. „Hann tekur allí það fallegasta og besta sjálfur“. ★ „Hvar er litli bróðir þinn, Jonni ?“ „TTann liggur í rúminu. Hann meiddi sig“. „En hvað það er leiðinlegt. Ilvernig fór hann að því?“ „Yið vorum að reyna, hver okkar gæti hallað sjer meira út um gluggann og hann vann‘ ‘. ★ „Mamma“, kallaði lítil sex ára dóttir hennar, „viltu gera svo vel að klæða mig“. „Nei, þú verður að gera það s.jálf, ástin mín“, svar- aði móðirin. „Mamma er of upptekin1 ‘. ,,Ó“, stundi litla stúlkan. „Jeg veit ekki hvernig jeg færi að lifa án mín“. ★ Dóra litla, fjögra ára, átti að fara að hátta. En alt í einu snýr hún sjer við og hleypur til mömmu sinnar. „Mamma“, kallaði hún, flytjum við hjbðan á morg- un ?‘ ‘ „Já, ástin mín, þú sefur hjer í síðasta skifti í nótt“. „Jæja“, sagði Dóra litla, og kraup við hliðina á rúminu sínu, „ætla að sje þá ekki best, að jeg kveðji guð, frvst við erum að flvtja til Reykja- víkur á morgun“. ★ — Hvernig heldurðu,, að tengdamóður þinni líki veran hjerna upp í fjöllunum?“ — Ekki sem hest — það eru þó nokkur fjöll, sem him kemst ekki upp á.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.