Morgunblaðið - 13.08.1943, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 13.08.1943, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 13- ágúst 1943. Ilvað er meðaldags- verk? VTGFÚS GUÐMUNDSSON frá Ungey hefir sent blaðinu grein um Ilitaveituvinnuna. Ilonum þykir verkinu miða seint, þar sem hann hefir ha.ft tækif'æri til að fylgjast með því. Ilann vill, að verkalaun sje meira miðuð við afköst en nú er títt, og þeir, sem vinni meira en meðaldagsverk, fái meira en meðalkaup, en hin- ir, sem ná ekki meðalafköst- um, verði að láta sjer nægja með minna. Tíðarandinn er ekki sá í svipinn. En að því kann að koma, að meira verði knýjandi að réikna sannvirði vinnunnar, en nú er gert. V. G. spyr, hverjir me.ti nú hvað sje meðaldagsverk. Tel- ur hann líklegt, að meðal- dagsverk nú nái ekki þeim afköstum, er reiknuð voru dagsverk í Búalögum fornu. Þar var löggiL dagsverk m. a.: Að go’a vætt (aðrir á hest) til kola. — : löggva viðinn, færa að, kuria og brenna. Að höggva hundrað (120) rafta. Að taka upp hrís (höggva og rífa?) á 20 hesta. Að bera (leiða?) á völl hundrað „hesta taðkláfa, til ýmsra út- garða“. Að breiða á (róta úr og rnylja) hundrað taðkláfa- hestum. Að þæfa 20 álna voð (tvíbreiða). Að slá eyrisvöll (þ. e. dagsláttu, ferhyrning rjetthyrndan, 80 fm. á hverja hlið). Að skera 7 (aðrir 8 eða 9) hundruð hringtorfs. Að skera hálft annað hundrað heytorfs, 7 fet hverja þeirra. Að skera tvítuga gróf, 10 fet á breidd og „liggi niður 20 torfur ok reisi torf at auki“. Að hlaða vegg 6 faðma, axlar- háan, 5 fet neðst, 3 fet efst. Að skera 10 geldinga (sauði) og raka gærurnar af öllum. Margt er fleira talið í með- aldagsverki, og litlu betra. Fyrir þessi dagsverk mátti þá greiða 2 álnir í fæði og 4 í kaup. Waltherskepnin hefst 5. sept. NÚ hefir verið ákveðið, að Waltherskepnin, haust- kepni meistaraflokkanna í knattspyrnu hefjist sunnu- daginn 5. september, með leik milli K. R. og Víkings, sem þá verður leystur úr leikbanni. Þann leik dæmir Guðmundur Sigurðsson. — Annar leikur kepninnar verður svo sunnudaginn 12. sept. milli Fram og Vals, en úrslitaleikurinn milli sigur vegaranna í þessum tveim leikjum verður svo háður sunnudaginn 19. sept. Yfirleitt eru leikir Walt- herskepninnar altaf háðir á sunnudagseftirmiðdögum, sakir þess hve þá er tekið að dimma á kvöldin. Vv4»*VVVV***VVV‘**vVvv</,«H»4VVV4«*V*«*VvvvVV*t*VVVVVVvVVVVV%HrVV | Myndafrjettir j X**VmW**,*a.*, <*♦> „ELDINGIN“. Þetta er ein af þektustu orustuflugvjelum Bandaríkja- raanna, Lockheed „Lightning“, eins og hún er nefnd. Á STRÖNDINNI Bandamenn hafa náð fótfestu einhversstaðar á Sikil- eyjarströndum, og halda inn í landið. Aðrir eru að vaða í land frá innrásarbátunum. INNRÁSARÆFINGAR. Amerískar flugvjelar eru hjer að æfa sig í því að hefja sig til flugs rneð svifflugu í eftirdragi. Miklu var beitt af svifflugum við innrásina á Sikiley. LOFTVARNABYSSA Loftvarnabyssurnar verða stöðugt stærri og fullkomn- ari. Hjar á myndinní sjest ein af nýjustu og fullkomn- ustu loftvarnabyssum Breta. | 225. dagur ársins. ÁrdegisháflæSi: 4.15. Síðdegisháflæði: 16.42. Næturlæknir í læknavarð- stofunni. Sími 5030. Hjónaefni. Nýlega hafa op- inberað trúlofun sína ungfrú Bryndís Eiríksdóttir og Bjarni Gíslason, bæði til heim ilis að Sandlækjarkoti, Gnúp- verjahreppi. Trúlofun. Nýlega hafa op- inberað trúlofun sína ungfrú Kristín Einarsdóttir frá Garðsauka í Hvolhreppi, og Ragnar Jónsson, Ilellu, Rang- árvölium. Hjónaefni. S.l. mánudag opinberuðu trúlofun sína ung frú Margrjet Markúsdóttir, Bergþórugötu 18 og Grover Ilugh, Gash. U. S. Navy. Hjónaefni. Nýlega hafa op- inberað trúlofun sína ungfrú Gunnhiklur Georgsdóttir, Að- alstræti 16 og Roy II. Lewis, U. S. Army. Lögreglan biður þess getið, að hún hafi ekki tilkynt um bilunina á háspennutaug í Hafnarstræti á þriðjudag, af þeirri einföldu ástæðu, að húu hafi enga tilkynningu um þetta fengið. Ilinsvegar tók lögreglan á móti tilkynningu um bilun þessa á fimtudagsinorguninn, setti lögreeluvörð við staðinn og tilkynti betta jafnframt á skrifstofu. Er það því lögreglunni að þakka, að tilkynning um bil- un þessa komst að lokum rjetta boðleið, enda hefir lög- reglan þrásinnis, er.raftaugar bæjarins hafa bilað vegna á- rekstra á stólpa eða af öðrum ástæðum, tilkynt rafmagns- veitunni það samstundis og jafnframt haldið vörð um saðinn, ef vegfarendum var nokkur hætta búin, þangað til viðgerðamenn komu á vett vang. íþróttamót. Ilið árlega íþróttamót ungmennafjel. Drengs í Kjós og Afturelding ar í Mosfellssveit verður háð n.k. sunnudag á Bugðubökk- um í Ivjós, •skamt frá Laxá. Ilefst mótið á ræðu, sem Ö- lafur Thors fyrv. forsætisráð- herra flytur. Ennfremur talar þar Ben. G. Waage, forseti I. S. í. Að ræðuhöldunum lokn- um hefjast íþróttirnár. Fje- lögin hafa um tuttugu ára skeið haldið þessi íþróttamót, til skiftis í hjeruðunum, með vaxandi áhuga hjeraðsbúa fyrir líkamsrækt og íþrótta- kepni. Fjelögin hafa sent marga góða íþróttamenn á landsmót 1. S. I., með góðum árangri. Margir muna enn, hve fjelögin voru sigursæl á Víðavangshlaupi í. R. fyrir nokkrum árum síðan. — Verði veður gott á sunnudag- inn kemur, má búast við miklu fjölmenni á mótinu. Golfklúbbur íslands. Kepni um Öldungabikarinn hefst þriðjudaginn 17. ág. kl. 5 s.d. Þeir einir, sem eru 50 ára og [ eldri, geta tekið þát.t í kepn- inni og skrifi þeir nöfn sín á lista, sem festur er upp í Golf- skálanum lúukkutíma fyrir kepnina. Hanndrætti Hringsins. Dreg ið var í happdrætti Hringsins hjá logmanni, og kom ujip nr. 979.. Vinningsins, sem er mál- verk, má vitja til frú Ingi- bjargar Þorláksson, Bjarkar- götu 8. Útvarpið í dag: 20.30 íþróttaþáttur I. S. í. (Helgi S. Jónsson kaupm.). 21.00 „Úr handraðanum“ (dr. Guðmundur Finnbogason). 21.20 Symfóníutónleikar (plöt ur) : a) Píanókonsert nr. 5 eftir Beethoven. b) Orostu- symfónlan eftir sama. Móðir mín SÓLVEIG BENEDIKTSDÓTTIR andaðisf í Landakosspítala aðfaranótt 12. þ. m. Anna Björnsdóttir. Jarðarför dóttur okkar, systur og unnustu SIGRÍÐAR SIGURÐARDÓTTUR frá Brekku í Holtum fer fram frá heimili hennar laugardaginn 14. ágúst kl. 11 f. h. Marta Jónsdóttir. Sigurður Guðmundsson. Marteinn Davíðsson. Jarðarför konunnar minnar og móður okkar GUÐRÚNAR GUÐMUNDSDÓTTUR frá Múlastöðum fer fram mánudaginn 16. ágúst 1943 kl. 1,30 frá heimili hennar Öldíígötu 25 Rvík. Arnlaugur Ólafsson og börn. Innilegt þakklæti til allra þeirra sem auð- sýndu okkur samúð og hluttekningíi við andlát og jarðarför dóttur okkar MARGRJETAR ÞORFINNSDÓTTUR Guðfinna Torfadóttir. Þorfirtnur Þórðarson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.