Morgunblaðið - 13.08.1943, Page 12
12
Föstudagur 13. ágúst 1943
Hjer á myndinni sjest Churchill forsætisráðherra v era að horfa á hundruð
amerískra fallhlífaherman na svífa til jarðar. Myndin var tekinn í Bandaríkjun-
um, er Churchill var þar vestra í Maí s. 1.
VALUR Reykjavíkurmeistari 1943
Vann Fram 3-1
Handknattieiks-
mót karla
hefst í kvöld
í KVÖLD hefst mót í úti-
handknattleik karla á í-
þróttavellinum hjer. Keppa
þar ellefu manna sveitir og
taka þessi fjelög þátt í mót-
inu: Ármann, Fram, Valur
og Víkingur.
Fyrsti leikurinn verður
milli Ármanns og Víkings
en strax á eftir leika Fram
og Valur. Dómarar verða
Þráinn Sigurðsson og Sigur
jón Jónsson.
Vinni Valur þetta mót,
fær hann til eignar Ár-
mannsbikarinn, sem um er
ktpt.
Á mótinu í útihandknatt-
leik karla, sem háð var í
fyrra, bar Valur sigur úr
býtum, en Víkingar urðu
næstir. Þótti mönnum það
mót mjög skemtilegt, og svo
mun enn verða. — í liðum
þeim, sem þarna eigast við,
eru ýmsir af þektustu knatt
spyrnumönnum vorum og
öðrum íþróttamönnum.
Handknattleikurinn verð-
ur stöðugt vinsælli meðal
bæjarbúa, og er skemst að
minnast handknattleiks-
móts kvenna hjer á íþrótta-
vellinum í síðasta mánuði.
*
I. R. og Akranes-
ingar í lands-
móti 1. flokks
LANDSMÓT fyrsta flokks
í knattspyrnu hefst hjer á
íþróttavellinum á þriðju-
daginn kemur með kappleik
milli Hafnfirðinga og Vals,
en Hafnfirðingar unnu mót
ið í fyrra. Þórður Pjetursson
dæmir þenna leik.
Þátttaka er að þessu sinni
mikil í mótinu, og mæta þar
tvær sveitir, er ekki hafa
tekið þátt hjer áður í mót-
um, en það er íþróttafjelag
Reykjavíkur, sem æft hefir
knattspyrnu í sumar af
miklu kappi og Akurnes-
ingar, sem eiga efnileg
knattspyrnulið. Má því bú-
ast við skemtilegu fyrsta
flokks móti að þessu sinni,
en • þau hafa oft verið til-
breytingalaus og leiðinleg.
Á miðvikudaginn keppa
svo Akurnesingar og K. R.,
en þann leik dæmir Hrólfur
Renediktsson, en á fimtu-
daginn þreytir í. R. við
Fram og þann leik dæmir
Albert Guðmundsson. Vík-
ingur er ekki með vegna
bannsins, sem fjelagið er í
til l.september, en öll hin
Reykjavíkurfjelögin senda
lið til þessa móts, svo sem
getið hefir verið.
VALUR er nú orðinn
Reykjavíkurmeistari í 7-
sinn. K. R. hefir verið það
14 sinnum, Fram 6 sinnum
og Víkingur einu sinni.
Valur vann þenna titil
góðum leik gegn Fram. Hef
ir Valur nú unnið öll þrjú
meistar'aflokksmót swmars-
ins.
Kl. 8 í gærkvöldi hlupu 22
knattspyrnumenn í hláum og
rauðum litklæðum inn á
íþróttamalarvöll höfuðstaðar-
ins, til að útkljá þriðja og
síðasta knattspyrnukappleik
Reykjavíkurmótsins.
Sól var á lofti, og háði það
leikmönnum töluvert.
Fram kaus að leika undan
vindi í fyrri hálfleik. Hófu
þeir strax sókn, er þeir h.jeidu
í nokkrar mínútur. Fengu
þeir eitt sjerlega gott tæki-
færi, er þeir misnotuðu. Þeg-
ar 25 mínútur voru af leik
gaf -Tói Eyjólfs, eftir snögt
upphlaup, boltann til Syeins,
sem er nýr innfrh. hjá Val.
Hann gaf svo boltann þegar
í stað til Björgúlfs, sem skor-
aði samstundis með föstu
hægri fótar sparki.
Þetta mark var að sumu
leyti að kenna hægri bakv.
Fram, er gleymdi að taka
stöðu miðframvarðarins, sem
svo aftur orsakaði það, að
Björgúlfur skoraði auðveld-
Jega.
Þetta var eitt skemtilegasta
markið í leiknum, sakir þess,
hve flýtirinn var mikill á
uppbyggingu þess. 1 þessum
hálfleik fengu bæði liðin
mörg góð tækifæri og þó eink
um Valur, en þau voru ekki
nýtt sem skyldi. Fyrri hálf-
leikur endaði því 1:0 Val í
hag.
Strax í seinni hálfleik hófu
Valsmenn sókn, enda Ijeku
þeir nú undan sterkari vindi,
er jókst því meir, sem leið á
kvöldið.
Þegar-10 mín. voru af ieik
lagði Jói boltann laglega fy-r-
ir Svein, sem skaut óverjandi
í mark. Mínútu síðar er
spyrnt þvert fyrir mark Fram
Magnús hleýpur út til að slá
boltann, en er of seinn. Ellert
nær honum og skorar auðveld
iega í tómt markið. Nú standa
leikar 3:0 Val í hag.
Þeir bláu voru samt ekki
uppgefnir, heldur virtust
sæk.ja sig eftir því sem ieið
á ieikinn. Þegar seinni hálf-
leikur er um það bil hálfnað-
ur, fær Fram aukaspyrnu.
Haukur Antons fær boltann
og skorar (3:1).
Nú veltur á ýmsu, sem eft-
ir er leiks, en hvorugu liðinu
tókst að skora. Endaði leikur-
inn því með 3:1.
Það má með sanni segja,
að úrslitin væru rjettmæt.
Valsmenn ljeku nú með liesta
móti. Nú var þetta alt ann-
að lið en á móti K. R. Vörnin
var ágæt. Björn ljek nú sem
bakvörður, og virðist það
faba honum betur.
Utframverðirnir voru mjög
sæmilegir. Geir var ólíkt betri
en í síðasta leik. Framlínan
var nú virkari en áður. Það
vantaði að vísu Albert, en
Magnús Bergsteinsson, stað-
gengill hans, stóð sig ágæt-
lega.
Lið Fram var nú töluvert
breytt frá fyrri leik þess. Ey-
jólfur er nýr í liðinu og var
hann hægri bakvörður. Hann
skortir ennþá mikla reynslu
og' þjálfun, en það er vert að
gefa honum gaum sakir dugn
aðar hans og vilja. Karl, sem
nú Ijek vinstri bakv., er lið-
inu mikill styrkur. Sæmi og
Ilögni ljeltu útframverði og
voru góðir. Þó mega þeir
„dekka" betur.
Framlínan var nokkuð í
molum. Nýr maður ljek m.ið-
framherja, og' var hann því
með öllu óvanur, að því er
virtist.
Þórhallur og Karl voru nú
ekki eins athafnasamir og oft
áður. I'Iaukur Antonsson virð
ist, vera í góðri þjálfun.
Sem heild var leikurinn vel
og prúðmannlega leikinn, og
brá oft fyrir mjög góðum
leik.
Dómari var Þorsteinn Ein-
arss'on og dæmdi hann vel.
'Hann er einn af þeim fáu
dómurum, sem eitthvað legg-
ur á sig að hlaupá til að fylgj-
ast sem best með leiknum.
Slíkt e.r auðvitað nauðsynlegt
bæði til að sjá rangstæður o.
fl. o. fl. H. Ó.
— Fallbyssur
Framh. af 1. síðu.
virkjabyssa, tvíhleypt og
hefir lítið sameiginlegt með
skriðdrekabyssunni.
Fyrsta ætlunarverk þess-
arar byssu er að skjóta á
innrásarbáta og tundurbáta
og var gildi hennar revnt
fyrir tveim árum, er ítalsk-
ir tundurbátar og hraðbát-
ar rjeðust inn í höfnina í
Valetta á Malta, voru þá 8
af bátunum eyðilagðir með
þessum fallbyssum. — Byss
ur þessar eru hafðar í skot-
turnum og skjóta kraftmikl
umsprengikúlum.
—Reuter
Sjötugur verður í dag Karl
Sigurðsson, bóndi að Drafla-
stöðum í Fnjóskadal.
Lögreglan
lýsir eftir
18 ára pilti
SÍÐAN á miðvikudag, 4.
þessa mánaðar, hefir ekkert
frjettst til 18 ára pilts, Hró-
ars Sigurðssonar, sem held-
ur til að Hótel Heklu hjer
í bænum.
Umræddan miðvikudag
hitti kunningi Hróars hann
og hafði Hróar þá orð á því,
að hann hefði í hyggju að
fara til Vestmannaeyja, en
ekki hefir hans orðið vart
þar.
Hróar var klæddur blá-
um hversdagsfötum. Hann
var í rauðröndóttri skyrtu,
bindislaus, í brúnum skóm
og með brúnan hatt. Hann
er tæplega meðal maður á
hæð, grannur, bláeygður og
dökkhærður.
Þeir, sem kynnu að hafa
orðið varir við piltinn, eftir
í miðvikudaginn, 4 ágúst, eru
beðnir að gera rannsóknar-
lögreglunni aðvart hið
fyrsta.
Laugardalurinn
skemti- og
íþróttasvæði
GUNNAR ÞORSTEINSSON
flutti á síðasta bæjarstjórn-
arfundi tillögu um það, að
nefnd sú, sem starfað hefir
frá því í apríl í vor, að gera
tillögur um íþrótta- og
skemtisvæði Reykvíkingá, og
liefir samið álitsgerð um
Laugardalinn, fái að starfa á-
fram að þessu máli.
Á fundi bæjarráðs í gær
var fallist á þessa tillögu.Með
því móti fær nefndin málið
til meðferðar áfram, til þess
að ákveða nánar um framtíð-
artilhögun svæðisins, og
hvernig framkvæmdum skuli
þar haga.
En á meðan ekki er fylli-
lega ákveðið, hvernig svæðið
verður notað, verða ekki
leyfðar þar byggingar, innan
þeirra takmarka, sem nefndin
tiltók í áliti sínu.
Æskilegt væri, að nefndin
vandaði verk sitt sem mest,
en hinsvegar ljeti það ekki
dragast lengi að semja fulln-
aðarálit.
Loitárás á
Plymouth
London í gærkveldi. -
UM 40 þýskar sprengjuflug
vjelar flugu í fyrrinótt inn
yfir suðurströnd Englands.
Ráðist var aðallegá á tvær
borgir, og varð önnur þeirra
— Þjóðverjar segja það hafn
arborgina Plymouth — fyrir
mjög snarpri árás, sem olli
eyðileggingu, og fórust um
20 manns. Þá var og ráðist á
Bournemouth og urðu þar
skemdir og manntjón. Ein
þýska flugvjelin var skotin
niður. — Reuter.