Morgunblaðið - 24.09.1943, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.09.1943, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 24. sept. 1943 Dýrtíðin og meðgjöS- in m ríkissjóði Fyrirspurn á Aiþingi sem bíður svars ÁÐUR en fundur hófst í sameinuðu þingi í gær, til- kynti forseti (F, J.j, að Ólafur Thors hefði óskað að bera fram, utan dagskrár, fyrirspurn til fjármálaráðherra. En með því að ráðherrann var ekki mættur í byrjun fundar, kvaðst forseti leyfa fyrirspurnina síðar á fundinum, milli umræðnanna. Síðar á fundinum upp- lýstist, að fjármálaráðherra myndi ekki mæta á þingi, en þar sem forsætisráðherra var mættur, beindi Ólafur Thors fyrirspurn sinni til hans. Fyrirspurn Ólafs Thors- Fyrirspurn Ólafs Thors var á þessa leið: Jeg leyfi mjer að spyrja ríkisstjórnina hvar hún er á vegi stödd um öflun heim- ildar sjer til handa, til notk- unar fjár úr ríkissjóði til þess að greiða niður dýrtíð- ina. Eins og kunnugt er, taldi ríkisstjórnin— að gefnu. til- efni — sjer skylt, að leita samþykkis þingflokkanna um notkun í þessu skyni þess tekjuauka, er inn kæmi vegna hækkaðs verðs á tóbaki. Skrifaði ríkis- stjórnin þingflokkunum varðandi þetta mál, þar sem hún meðal annars taldi sig hafa heimild í 4. grein dýr- tíðarlaganna til ráðstöfunar á fje í þessu skyni. — Hvað sem um þetta mætti segja, væri það einróma álit Sjálf stæðisfiokksins, að ekki kæmi til mála að nota þá heimild meðan þingið sæti, án þess að leita formlega samþykkis þess. En um svör flokkanna við brjefi ríkisstjórnarinnar væri að öðru leyti það að segja, að tveir flokkar hefðu tjáð sig andvíga því, að var ið yrði fje úr ríkissjóði til að kaupa niður vísitöluna. Og þriðji flokkurinn - Sj álf stæðisf lokkurinn lýsti yfir því, að hann gæti í bili sætt sig við, að notað yrði fje úr ríkissjóði til þess að halda niðri vísiTölunni, en þó að því tilskildu, að stjórnin aflaði sjer form- legrar heimildar þingsins, ’ eins fljótt og kostur væri á- | Síðan væru liðnir 8 dag- ar, án þess að nokkuð bólaði á heimildinni. Mjer hefir þótt rjett, að þingmenn fái að heyra, hvað stjórnin hygst í þessu máli. [Svar forsætis- ráðherra. Forsætisráðh. dr. Björn Þórðarson kvaðst ekki vera , við því búinn að svara fyr- irspurn Ólafs Thors. Fjár- málaráðherra, sem þetta mál heyrði undir, væri ibundinn við skyldustörf ut- jan þings. Kvaðst forsætis- ,ráðherra mundu skýra fjár- málaráðherra frá fyrirspurn inni og sjá til þess, að hann tilkynti fyrirspyrjanda, hve nær hann gæti svarað henni. Ólafur Thors: Jeg hafði haldið, að það væri ljóst fyr ir ríkisstjórninni, hvað hún ætlaði að gera í þessu máli. En eftir svari forsætisráðh. að dæma, virðist svo ekki vera. Jeg sætti mig við, að forsætisráðherra flvtji fjár málaráðherra boð um það, sem hjer hefir fram farið, en vænti þess, að ekki verði dráttur á, að þingið fái að vita, hvað stjórnin ætlar að gera í þessu máli. HERFORINGJAR SKOÐA KORT Patton, Montgomery og Keyes, varaforingi sjö- undja hersins ameríska, sjást hjer vera að skoða kort af Sikiley. Þeir ehu staddir í Palermo og er myndin tekin nokkru eftir að borgin gafst upp. Islendingar vilja reisa Hallgrímskirkju BOMBAY, í gærkveldi. Foringi Indversktfa mu- hamedstrúarmanna, Jin- nah, hefir átt blaðaviðtal við Martin Ilerlihy, frjetta ritara Reuters og sagði hann honum, að það væri ófrávíkjanleg krafa mu- hamedstrúarmanna í Ind- landi, að þeir fengju sjálfs- stjórn. ,,Með öðru móti er ekki hægt ;að leysa vandamál Ind<(rnds“, sagði Jinnah“. „Það ætti ekki að draga stundinni lengur, að stofna sjerstakt ríki í Norður-Ind- landi fyrir muhamedstrú- armenn, sem eru um 80 miljónilr að tölu í Indkindi og Hindúaríki í Suður-Ind- landi fyrir hinar 250 milj- ónir Hindúa Indlands“. —Reuter. Samvinna Holiendinga og Belga London í gær —: Ríkis- stjórnir Ilollands og Belgíu í London gerðu i dag með sjer samning um gagnkvæma fjár- hagslega aðstoð að ófriðnum loknum. Þessir samningar munu hafa góð áhrif á versl- unarviðskifti milli þessara tveggja þjóða að ófriðnum loknum. Þessir samningar eru fyrsta skrefið í alþjóðasamvinnu í gjaldeyrismálum að ófriðar- lokum. En hæði stjðrnir Belgíu og Hollands eru hlynt- ar þeim tillögum í þá átt, sem komið hat'a fram í Washing- ton. — Re'uter. Áheil á Strandarkirkju. Inga 10 kr ,M. G.. 5 kr. S. J. 60 kr. Elín Kjartansdóttir 10 kr. Áheit 20 kr. Onefndur 25 kr. Þ. 4 kr. Sigurður 10 kr. IT. G. 5. kr. Guðrún Guðmundsd. 10 kr. G. M. Akureyri 25 kr. Sigurþór úrsmiður 100 kr. N. N. 2 kr. B. S. 25 kr. Adolf 60 kr. II. P. 100 kr. M. B. 5 ’kr. E. G. 15 kr. Sóldýrkendur 20 kr‘. Önefnd 10 kr. Gamalt áheit 5 kr. Á. II. 10 kr. N. N. 5 kr. N. N. 2 kr. B. Ó. 15 kr. Ó. og E. 20 kr. Afhent af sr. Bjarna .lónssyni N. N. 5 kr. N. N. 15 kr. Kona á Vestfjörðum 10 kr. Bryndís 10 kr. Þ. 50 kr. í. N. 2 kr. í. “ G. G. 5 kr. (). G. 5 kr. G. B. 2 kr. llelgi 15 kr. B. (sóknarbarn sr. ólafs á Kvennahrekku) 20 kr. S. J. 00 kr. K. G. 10 kr. M. Þ. 2 kr. L. M. 2 kr. S. G. 5 kr. S. S. 10 kr. E. cig G. 15 kr. K. K. 20 kr. G. G. 10 kr. II. K. 10 kr. Kona 50 kr. G. G. Á. 100 kr. N. N. 10 kr. K. S. 6 kr. L. J. 10 kr. Ó- nefndur 10 kr. Ónefndur 10 kr. N. N. Vestm. 10 kr. „ÍSLENDINGAR VILJA REISA HALLGRÍMS- KIRKJU“, sagði Jóliannes Elíasson, framkvæmdastjóri happdrættis Hallgríms- kirkju í viðtali við blaða- mann frá Morguriblaðinu í gær. „I öllum útsölustöðum um land alt, en þeir eru um 100 utan Reykjavíkur. kem- ur þessi áhugi fram. Hann er ekki í því fólginn, að byggja guðshús fyrir sjer- stakan söfnuð, heldur í því, að leggja fram skerf til þess að þjóðin eignist höfuð- kirkju, en hana á hún nú enga“. — Og minnisvarða Hall- gríms, sem honum sje sæm- andi? — Já. Yfirleitt er sá sið- ur uppi með kristnum þjóð- um, að þær helgi höfuð- kirkjur sínar einhverju mik ilmenni andans. Og vafa- laust hefir enginn andlegr- ar stjettar maður verið ís- lensku þjóðinni hjartfólgn- ari en Hallgrímur Pjeturs- son, höfuðskáld kristindóms ins á íslandi. — Það verður bráðlega dregið um happdrættishús- ið? — Já, mjög bráðlega. Og þá stendur það tilbúið og bíður eigandans, og getur hann ráðstafað því eftir vild, eins og lofað var í upp hafi. — Það géngu einhverjar sögur? — Já, þær eru reyndar margar. Upp kom til dæmis sá kvittur, að húsaleigu- nefnd hefði tekið húsið til þarfa fyrir húsnæðislaust fólk, og myndi það verða fast, þegar dregið yrði. En þetta var aldrei gert. Enda hfir húsið ekki staðið lengi autt, eftir að það kom í um- sjá happdrættisins, aðeins þann tíma, þegar húsnæðis- vandræðin eru minst í báen- um yfir sumarmánuðina. — Þið hafið haft opið hús? — Já, nú tvo undanfarna sunnudaga. Fjöldi manns hefir skoðað húsið, og öll- um litist hið bsta á það. — Margir keyptu miða, enda er hjer til mík'ls að vinna. — En salan yfirleitt? — Hefir gengið vel. Menn virðast sannfærðir um nauð syn þá sem er á höfuðkirkju fyrir landsmenn, byggingu, sem hin kristna íslenska þjóð getur verið stolt af að hafa reist, stolt af að eiga, byggingu, sm heldur á lofti nafni hins mikla andans jöfurs, Hallgríms Pjeturs- sonar. Þetta er og á að vera sameiginlegt áhugamál þjóð arinnar. Slík fyrirtæki eiga ekki að geta valdið deilum hjá menningarþjóð. —- Er eitthvað eftir af miðum? — Já, enn e'r tækifæri til þess að leggja sinn skerf í byggingu musterisins, og um leið að eiga möguleika á því að hljóta mikil verð- mæti í aðra hönd. En tím- inn fer að styttast, bráðlega verður dregið, segir Jó- hannes og kveður. Hann hefir mikið að gera. íslendingar vilja eignast Hallgrímskirkju. Þeir vilja reisa veglegt musteri, sem sje , sæmandi minnisvarði um sálmaskáldið mikla, er lýsti þjóðinni í ystu myrkr- um kúgunar og fátæktar. •—• Ef nokkur verðskuldar það að eignast voldugan og fagr an minnisvarða, þá er það hann. Slík mál eiga að verða leyst með sameinuðu átaki kristinnar þjóðar. Framh. af 1. síðu. hershöfðingjum og herliði fyr; ir töku hinna tveggja bæja, en af fallbyssum var -að vanda skotið í Moskva. 16 km. frá Smolensk. Fregn barst um það frá Moskva seint í kvöld, að rúss- neskar hersveitir ættu nú að- eins 16 km. ófarna til borgar- innar Smolensk, en á þeim slóðum eru enn háðar hinar, grimmilegustu orustur. Rússar nálgast Dnieperfljót ið á Iweiðri víglínu. Þannig eru þeir komnir nærri borg- inni Zaporoshe, og einnig eiga þeir ekki langa leið til Dniep- ropetrovsk. Óstaðfestar fregn ir herma, að þeir sjeu komnii’ í skotmál við Zaporoshe. Um bardaga á Kubansvæð- inu er ekki getið í dag í til- kynningum Rússa, en Þjóð-. verjar skýra enn frá áhlaup-. um Rússa þár um slóðir. — Reutér. Heimilisritið, júlí—ágúst heftið, hefir borist blaðinu. Ileftið flytur mikið af skemti-. legum smásögum og fróðleg- um greinum. Af sögum má t. d. nefna: Roðar fyrir nýjum degi, eftii' Dorothy Blaek, Angus hjúkrunarkona, eftir Aj •I. Cronin, Maður fyrir borð, eftir Ilenry Mee, Svo fór um. sjóferð þá, eftir L. K. Frank, og í sárum. Af greinum skului aðeins nefndar: Þegar „hala.-. stjarnan“ rakst á jörðina, eft-< ir II. Solberg, Ást og kossar —■ áætlaðar hugsanir kvenna, nieð mismunandi skapgerð, á nieð-i an þær kyssa karlmann, Ásta- lífið í Iíollywoód —*■ furðuleg gt'ein um karlmannsleysi kvik- myndaleikkvenna og Hugaræf- ingaa’. Auk þess eru í heftinui skítlur, molar úr kvikmynda- heiminum, verðlaunakross- gáta, framhaldssagan

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.