Morgunblaðið - 24.09.1943, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 24.09.1943, Blaðsíða 7
Föstudagur 24. sept# 1943 MORGUNBLAÐIÐ STJETTARSAMBAND OG UPPBÆTIJR ,ÖLMIJSUR‘ OG ,NEYTENDASTYRKIR‘ Þegar við erum á ferð um sveitir landsins, er oft sagt við okkur: Það er óskap- legt, hvað kaupið hefir hækkað, sem við bændurn- ir þurfum að borga, það hef- ir sexfaldast, sjöfaldast, tí- faldast. Fyrir stríð kom- umst við af með að borga kaupamanninum á viku 30 kr., 40 kr., í allra hæsta lagi 45 kr.; en nú fæst enginn kaupamaður fyrir minna en 300 kr. á viku og alt frítt. Þó að mjólkin og kjötið hafi hækkað, er tilkostnaðurinn orðinn svo gífurlegur, að landbúnaðurinn fær ekki undir risið- Það er munur á þessari lífsbaráttu eða lífi fastlaunafólksins í Rvík — með sín áhyggjulausu, föstu, háu laun, ákveðinn vinnu- tíma, og öll þægindin. Og síðustu daga og vikur hafa í kaupstöðunum oft heyrst þessar raddir: Óskap- legt er það orðið þetta bændadekur á Alþingi, ekki er aðeins okurverð á kjöt- inu og mjólkinni, heldur á nú þar á ofan að fara að borga 10 til 15, eða upp í 20 miljónir í uppbætur til bændanna. , Á hvorutveggja þessu er alið, ekki síst til framdrátt- ar pólitískum hagsmunum. Kommúnistarnir í Reykja- vík notfæra sjer óspart land búnaðarverðið og „uppbæt- urnar“ til að slá sig til ridd- ara hjá kaupstaðabúum. Og kommúnistar sveitanna, Framsóknarmenn, ýta und- ir óánægju bændanna og ala á róginum um Reykja- vík, enda hafa þeir lifað á honum í aldarfjórðung og þrifist vel. Aðrir kalla upp- bæturnar ölmusur til bænda, hinir kalla þær neyt endastyrk. Þessi áróðurshernaður er glögt dæmi um stjettaríg- inn, sem því miður hefir færst mjög í aukana á síð- ustu árum, og sem vissir flokkar telja sjer lífsskil- yrði að magna og kynda undir. Sjálfstæðismenn hafa hjer sjerstöðu að því leyti, að flokkinn skipa menn úr öllum stjettum, og að hon- um standa hinir ólíkustu hagsmunir, sem þarf að samræma. En það er stefna flokksins og aðalsmark, að reisa ekki starf sitt á grund- velli stjettabaráttunnar, heldur leita rjettláts sam- komulags milli hinna stríð- andi hagsmuna- Sjálfstæðis- menn hafa því betri skil- yrði til að meta og vega, þegar árekstur kann að verða milli stjettanna. um tvö atriði, sem eru að Hið svokallaða uppbóta- mál landbúnaðarins fjallar Kaflar úr ræðu Gunnars Thoroddsens á fundi Sjálfstæðismanna á þriðjudag vissu leyti óskyld, og ‘sín rökin fyrir hvoru atriði. Fjárframlög til að lækka mjólkur- og kjötverð. 1. atriðið er fjárframlög úr ríkissjóði til að lækka, „borga niður“ útsöluverð á kjöti og mjólk innanlands- Á þessu var byrjað í vor samkv. dýrtíðarlögunum og haldið áfram nú. Um kjöt- verð og mjólkurverð hefir mikið verið deilt á undan- förnum árum, en menn hef- ir skort ákveðnar upplýs- ingar um hækkun tilkostn- aðar hjá bændum síðan í stríðsbyrjun og um sann- gjarnt hlutfall milli verð- lags á landbúnaðarvörum og kaupgjaldsins. Nú er þessi nauðsynlegi grund- völlur loks fundinn. Með starfi sex manna nefndar- innar hefir því verið slegið föstu, hvað bændur skuli fá fyrir vörur sínar meðari kaupið er eins og það nú er. Það kann að mega gagn- rýna einstök atriði í niður- stöðum nefndarinnar. En þegar þessir 6 menn: Hag- stofustjóri landsins, for- stjóri búreikningaskrifstof- unnar, — báðir sem sjer- fræðingar, — 2 fulltrúar bænda, annar Sjálfstæðis- maður og hinn Framsókn- armaður, og 2 fulltrúar neytenda, hafa náð sam- komulagi um framleiðslu- kostnað í sveitum og rjett- látt hlutfall milli afurða- verðs og kaups, — þá virð- ist sjálfsagt að treysta því og byggja á því, enda eru niðurstöður nefndarinnar lagaígildi samkv. dýrtíðar- lögunum. Nú er þannig úr því skor- ið, hvað bændur eiga að fá fvrir aðalafurðirnar: Fvrir mjólkurlíterinn kr. 1.23, og fyrir kjötkílóið kr. 6,82. Út- söluverðið hefði þá átt að vera þetta verð að viðbætt- um sölu- og dreifingarkostn aði, þ. e. mjólkin kr. 1.60— 1.70 og kjötið kr. 8.45. Þetta hefði hækkað vísit. um 25— 30 stig, en sjávarútvegur- inn og fleiri atvinnugreinir hefðu ekki þolað það; ný flóðalda dýrtíðar hefði ris- ið. Þess vegna var ákveðið að borga niður útsöluverð- ið, þannig að mjólkurlíter- inn kostar kr. 1.45 og kjöt- kílóið 6.50. Þessi milligjöf er í mín- um augum hvorki ölmusa til bænda, nje styrkur til neytenda; það er .orðheng- ilsháttur einn og vígorð að tala um slíkt. Þetta fjár- framlag, en ráðstöfun til að I fyrnefnda marKaðstap. Tók halda niðri dýrtíðinni, ekki fyrir einstakar stjettir, held ur fyrir þjóðina í heild. Markaðurinn á Norður- löndum og Mið-Evrópu. Flitt atriðið er verð- bætur á þær landbúnaðar- afurðir, sem út eru fluttar. Þar koma alt önnur sjón- armið til greina en það eitt, að halda niðri dýrtíðinni inn anlands; Þessar verðbætur eru skaðabæíur fyrir mark- aðsíöp af völdum stríðsins. Fyrir styrjöldina voru bestu markaðir fyrir íslensk ar landbúnaðarafurðir á Norðurlöndum og Þýska- landi. Þangað var selt mik- ið af saltkjöti. og markaður var tekinn að glæðast þar mjög fyrir fryst kjöt. Til þessara landa seldum við gærur, ull, osta o. fl. við góðu verðí, miklu hærra en fjekst í Englandi og Amer- íku. Til skýringar skal jeg nefna hjer nokkrar tölur. Árið 1938 seldum við til Danmerkur, Noregs, Sví- þjóðar, Þýskalands og nokk urra annara Miðevrópu- landa, saltkjöt fyrir 931 þús. kr., fryst kjöt fyrir 718 þús., gærur (saltaðar) 2 milj. 727 þús., ull 1 milj. 335 þús., osta 125 þús., eða samtals fyrir 5 milj. 836 þús. kr., auk ýmissa smærri vöruflokka. Árið 1939 seldum við til sömu landa: saltkjöt 1 milj. 165 þús-, fryst kjöt 653 þús., gærur 3 milj. 218 þús., ull 2 milj. 40 þús., osta 255 þús. eða samtals af þessum aðal- útflutningsvörum 7 milj. 331 þús. kr. Skaðabæíur. Svo brýst styrjöldin út haustið 1939, og í maí 1940 var land okkar hernumið af Bretum. Þá er í einu vet- fangi skotið loku fyrir hinn blómlega og vaxandi mark- að í Miðevrópu og Norður- löndum. íslenska stjórnin krafðist skaðabóta af Bret- um fyrir markaðslokunina, og þeir fjellust á að greiða 5 miljónir króna árið 1940 í bætur. Varð um það sam- komulag, að þessí fjárhæð gengi næstum öll til land- búnaðarins, sem hlotið hafði slíkt áfall. En árið eftir tóku Bandaríkin að sjer hervernd landsins í stað hernámsins, og vildu þau ekki halda á- fram skaðabótagreiðslun- um, keyptu í stað þess af okkur ýmsar afurðir við all- góðu verði, en þó hvergi ■nærri svo, að bætti upp hið þá ríkissjóður við að greiða uppbætur eða ábyrgjast til- skilið verð. Jeg fæ nú ekki sjeð, að þetta sje neinn glæpur eða goðgá. Ef ekki væru greidd- ar slíkar uppbætur eða ábyrgst greiðsla þeirra, væri landbúnaðinum stefnt í voða. Ef t. d. þyrfti að selja alt að helmingi kjötfram- leiðslunnar með - stórkost- legu tapi, miðað við fram- leiðslukostnað, og gærur og ull lægju verðlaust eða seld- ust fyrir gjafverð, hlyti land búnaðurinn að dragast stór- kostlega saman, bústofninn' að minka, og það er ekki aðeins tjón fyrir þann at- vinnuveg, heldur stórháski fyrir landslýð allan. Þess má geta, að slíkar uppbótargreiðslur eru ekk- ert einsdæmi. 1934 hafði hlutur sjómanna orðið mjög rýr, verðið fyrir lýsis- tunnuna var komið niður 1 5 krónur. Þá fjellust allir þingflokkar á að greiða upp bætur á hluti sjómanna, síld aruppbótina, sem nam tals- verðri fjárhæð á mæli- kvarða þess tíma. Nú er það engan veginn víst, að til þessara uppbóta þurfi að taka í stórum stíl. Hjer er um að ræða ábyrgð ríkissjóðs á tilteknu -verði, og ef svo fer, sem bjartsýn- ir menn vona, að Banda- menn kaupi landbúnaðar- afurðir okkar nægilega háu verði, verða uppbætur þess ar smávægilegar.. „Smábænda“-pólitík kommúnisía. Sumir segja: Látum það vera, að fáfækari, smærri bændunum sje greidd upp- bót, en það er fjarstæða að borga auðugum stórbænd- um stórar fúlgur. Kommún- istar liafa lýst sínum til- lögum: ,,Smábændur“ og þeir sem hafa upp í meðal- bú, skulu fá einhverjar bæt ur, en „stórbændur“ ekki af meira en meðalbúi. Það lít- ur út fyrir, að við íslending- ar eigum miljónamæringa í bænaastjett, gósseigendur að útlenskum sið, sem lifi sjálfir iðjulausu lífi á striti annara. En mjer er spurn: Hvar eru þessir auðugu ís- lensku stórbændur? Ekki geta kommúnistarnir haft Thor Jensen í huga, því að hann hefir brugðið búi. Það eru til ýmsir bændur á Is- landi, sem betur fer, er eiga fleiri ær en um 70, sem mun talið meðalbú. En jeg þekki engan þessara manna, sem ekki hefir sjálf - ur unnið sig áfram, oft frá sárri fátækt, og skapað sier go-tt . bú með striti sinnar eigin handar. Tillaga komm- únistanna segir við íslenska bændur: Ef þið hokrið í smá koti, ef þið í mesta lagi kom ist upp í meðalbú, þá skul- um við veita ykkur blessun og bætur. En ef þið dirfist að rækta landið, færa út tún stækka bústofninn, m, fjölga fjenu upp úr 70 kind- um, þá skal ykkur refsað, og engar uppbætur skuluð þið fá; þá skuluð þið dæmd- ir til að reka búskap ykkar með tapi. Nei, meðan allir hafa góða atvinnu í kaupstöðunum, ættum við ekki að telja eft- ir. þótt bændum sjeu trygð lífvænleg kjör. Hitt er svo annað mál, að ef að þrengir og atvinnuskortur gerir vart við sig, er hvorki rjett nje unt að halda áfram greiðslu slíkra verðbóta. ★ Skilningur millistjetta- Ykkur kann að virðast undarlegt, fundarmenn góð ir, að jeg skuli velja sam- komu kaupstaðarbúa til slíkrar ræðu. Þið hugsið kanske: Því talar maðurinn svona? Heldur hann sig vera á kjósendafundi á Snæfellsnesi? En jeg vil segja ykkur þetta: Þegar við þingmenn Sjálfstæðisflokks ins erum á fundum í sveit, fer oft mikill tími til þess, að hnekkja Framsóknar- róginum um Grimsbylýðinn og letimagana í Reykjavík, verkamennina, sem hangi fram á hakann og skófluna og hirði margfalt kaup á við bóndann, „fínu frúrnar“ (það eru húsmæðurnar í Reykjavík, ekki síst Hvatar- konurnar), sem sofi fram undir hádegi, þurfi ekki annað en að láta setja straum á rafmagnseldavjel- ina til þess að maturinn sje í lagi, geri mjólkurvevkfa11 til að eyðileggja sveitabú- skapinn, sitji svo í spila- klúbbum og kaffiboðum til að gera gvs að bændunum með mosann í skegginu. — Ætli maður sje ekki farinn að kunna Framsóknarpist- ilinn. En með því get jeg glatt ykkur, að mikill fiö'di bænda leggur ekki eyru við þessurii i,fagnaðá‘r“-boðskap Framsóknarmanna. En alveg eins og skvlt er og sjálfsagt í sveitum að skýra hagsmunamál og hugs unarhátt kaupstaðabúá, eins er rjett og skylt að skyra fyrir kaupstaðabúum hags- munamál bændanna. Á báða bóga verður að ríkja gagn- Framliald á bls. 8.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.