Morgunblaðið - 22.12.1943, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.12.1943, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ Gamlar glæðyr Á MEÐAL þeirra bóka, sem ísafoldarprentsmiðja hefir gef- ið út, er „Gamlar glæður", æskuminningar Guðbjargar Jónsdóttur frá Broddanesi. Er þetta all stór bók og lýsir hún siðum, venjum og háttum manna á Ströndum fyrir 2—3 mannsöldrum. Er þangað mik- inn fróðleik að sækja fyrir þá sem kynnast vilja lífi og lifn- aðarháttum manfia í afskekt- um sveitum, að ,,kvöldi hins gamla tíma", áður en búskap- arhættir breyttust, samgöng- ur bötnuðu og á meðan fólk fjekk yfirleitt alla mentun sína á heimilunum sjálfum. Fjölda manna er getið í bókinni og þeim lýst af skilningi og góð- viid. Trúi jeg ekki öðru en þessi bók verði talin mikils virði af öllum þeim, sem fást við ættarsögur og aldarfars- lýsingar. Munu þeir geta sótt þangað mikinn fróðleik um menn og málefni, og mikið hald betri en hægt er að fá á skot- spónum, því að lesa má það á milli línanna, að Guðbjög vill segja satt og rjett frá, og ekki halla á- neinn mann. Á. I i»i j I II JS330EZU 33E2E9 Akranesferiíirnar Báturinn fer frá Reykjavík kl. 10 árdegis á aðfangadag jóla og frá Akranesi strax og af- greiðslu er lokið, sennilega milli kl. 1 og 2 síðdegis. Á jóladag og annan í jólum verður báturinn ekki í förum, en upp frá því eins og venju- lega. Á gamlársdag verður ferð bátsins hagað eins og á aðfanga dag jóla. Á nýársdag og annan i nýári i verður báturinn ekki í förum, en upp frá því eins og venju- lega. SKIPTILSÖLU í ráði er að selja v.s. Þór R. E. 158, ef aðgengilegt boð fæst, og er því hjer með óskað eftir tilboðum í skipið. Verða þau opnuð á skrifstofu vorri fimtu- daginn 30. þ. mán., kl. 2 síðd. Rjettur áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Þór Tekið á móti flutningi til Vestmannaeyja árdegis í dag. Súðin Tekið á móti flutningi til ísa- fjarðar í dag. Vormaður Noregs Jacob B. Bull er maður nefnd ur. Hann er einhver frægasti þjóðlífslýsandi norskur, er uppi hefir verið. Hann hefir færst margt í fang, varðveitt ótal perlur norsku þjóðarinnar frá gleymsku. Nú. hefir ein þessara bóka verið þýdd á íslensku. Það er óhætt að segja, að saga trúar- frömuðarins Hans Nielsen Hauge sje mesta verk Bulls. Og jafnóhætt er að fullyrða, að Hauge beri með rjettu nafnið Vormaður Noregs. Af hans völdum varð mikill gróandi í andlegu lífi þjóðarinnar, enda þótt Hauge hlyti sömu örlög og svo margir siðbætendur, væri hrjáður og hrakinn fyrir engar sakir. Hjá því komast fæstir spá menn. íslenskan á ,,Vormaður Nor- egs er mjög sæmileg, og furð- anlega hefir þýðanda tekist að ná stíl Bulls, en það er varla á allra færi, svo sjerkennilega hressilegur sem hann er. Og það er íslendingum jafn holt og hverjum öðrum, að kynnast miklum mönnum, og verið get- ur það þeim til varnaðar að kynnast meðferð þeirri, sem Hauge sótti af sinni þjóð. St. ----------» 0 O---------- 5. og 8. herinn bæta aðstöðuna. LONDON í gærkveldi: — Fimti og áttundi herinn hafa nokkuð bætt aðstöðu sína á íta- líuvígstöðvunum og allharðir bardagar orðið sumsstaðar, en yfirleitt hafa engar meiri hátt- ar breytingar orðið þar. Reuter. Kínverjar ná borg. LONDON í gærkveldi: — í herstjórnartilkynningu Kín- verja í kvöld, segir að kínversk ir herir hafi náð borginni Lin- sin í Hunanfylki eftir harðar orustur, þar sem báðir aðilar biðu ógurlegt manntjón. — Reuter. —. Hifler Framh. af bls. 1. fylgir þá orustuflugvjeladeild flugvjel hans. Auk 500 S. S.- manna, sem eru einkalífverðir Hitlers, eru altaf þýskir leyni- lögreglumenn og fótgönguliðs- sveitir í grSnd við stöðvar hans. Allir sem óska að hitta Hitler, einnig háttsettir' nas- istaforingjar, verða að gæta vel að því, að ekki stafi hætta af skotvopnum þeirra, áður en þeim er hleypt inn. Hitler fer venjulega á fætur kl. 6 á morgnana, síðan situr hann fund með herforingjum sínum kl. 8. Að því búnu fæst hann við ýmisleg utanríkismál. Þegar hann hefir matast kl. 1,30 byrjað hann viðræður við ráð- herra, og ýmsa foringja flokks ins, einnig herforingja, en að því loknu borðar hann aðal- máltíð dagsins. Hitler legst til svefns um kl. 2, eftir að hafa fengið á miðnætti skýrslu um herstöðuna". Miðvikudagur 22. des. 1943. Konfrakf Bridge Kenslubók og lög SPIL hafa löngum þótt góð dagrastyttuig og skemt- un. Er til ótölulegur fjöldi spila, sum þjóðleg, ef svo mætti að orði kveða, og önn- xw alþjóðlcg, spiluð af íójki úr ömun stjettum um allan heim.~ Þessum spilaf.jölda má: raunverulega skifta í tvo höf- uðflokka: 1. Spil, þar sem alt er undir hendingu eða heppní komið, og 2. spil, sem krefjast umhugsunar og þekk- ingar á vissum reglum. Til hins síðar talda flokks- íns Jtelst „Bridge" og ber þó langt af öllum öðrum spilum, enda hefir það rutt sjer ó- trúlega til rúms um allan lieim. Og með „Kontrakt- Bridge" og þeim reglum, sem því fylgja, má segja að það hafi verið gert að viðfangs- efni fyrir vismuni manna, og mjög vel til þess fallið að skerpa athugunargáfu þeirra. Er það aðallega einum manni að þakka, að spilið hefir ver- ið hafið á svo hátt stig, Ely Culbertson. Ilami hefir upp- götvað sjerstök vísindi sam- bandi við það, bæði um sagn- ir og spilamensku, og má| svo kalla að það sjc orðin sjerstök fræðigretn að læra að spila bridge. Culbertson hefir ritað nokkrar kenslubækur í spil- inu og er hin seinasta nú kom in út í íslenskri þýðingu, eft- 3r Bjarna Guðmundsson. Er Þetta ekki neitt smákver, rúm, lega 300 síður í Skírnisbroti. ÍÆun alveg þarflaust að rekja efni bókarinnar, en niörgum mun hún verða kærkomin, því að bridg e er mi orðið aðal- spilið hjer á iandi, og á þcg- ar svo mikil ítök, að stofnuð !hafa verið sjerstök bridgefjc- lög, en kepni í bridgc fer ár- lega fram í helstu kaupstöð- um landsins. Þá er einnig komin íit „Lög um Kontraktbridge", sem kallast mega Alþjóða-bridgc lög, því að þau hafa verið samþykt af stærsta spilaklúbb um í New York, London og París. Útgefandi beggja þessara bóka er Einar Kristjánsson, Reykjavík. --------* * *-------- Árás á Chittagong. Jörundur hunda- dasakónffur LONDON í gærkveldi: — Fregnir frá Newdehli herma, að japanskar flugvjelar hafi í nótt sem leið gert árás á indversku borgina Chittagong. — Urðu skemdir nókkrar og einnig manntjón. — Reuter. MILO HUMIUIitfML ABNi jó»sioh aifntmt . Eftir Rhys Davis. Her- steinn Pálsson þýddi. — Bókfellsútgáfan gaf út. Rvík 1943. Prentsmiðja Akraness. Æfintýramenn, — hversu mikill ljómi stendur oft af slík- um í hugum manna, og af mik- illi athygli er fylgst með gjörð- um þeirra, sem orð hafa fengið á sig, fyrir að vera æfintýra- menn. Sögur þeirra eru lesnar af kynsloðunum, löngu eftir þeirra dag, fátt vekur eins mikla mikla hrifning lesenda, eins og að fylgjast með afdrif- um slíkra manna, því raunveru legir æfintýramenn eru fágæt- ir, þótt allir eigi raunar síp æf- intýr. Eitt sinn kom einn þessara æfintýramanna hingað til lands og gerði hvorki meira nje minna en það, að gerast hæstráðandi Islands til sjós og lands, eins og hann orðaði það. Og íslensku þjóðinni hefir lengi leikið for- vitni á að vita eitthvað meira um þenna mann, sem var „kóng ur" landsins eina hundadaga, fyrsti kóngur, sem hjer hefir nokkru sinni haft setu, þótt segja megi, að hann hafi kann- ske ekki verið rjett til ríkis bor inn. Jörgen Jörgensen, eða Jör- undur hundadagakonungur^ eins og hann heitir enn í dag í munni íslenskrar alþýðu, er einhver mesti æfintýramaður, sem uppi hefir verið, og munu mörgum finnast örlög hans hryggileg, því að ýmsu leyti hefir mikið verið í hann spunn- ið. Og það er eigi alllítill vandi að rita svo sögu slíks manns, að mestu eftir nákvæmri rann- 40 ára hjúskaparafmæli áttu þann 18. þ. m. þau hjónin, Sig- urður Erlendsson, fiskimatsmaður í Keflav^k, og Ágústa Guð- jónsdóttir. TILKYIMIMIIMG 1 1 2 Við undirritaðar tilkynnum hjer með, að hárgreiðslustofan í Aðalstræti 8, er gengið hefir undir nafninu, Hárgreiðslustofa Guggu | Sigurðar, hefir nú skift um nafn og heitir i hún framvegis Hárgreiðslustofan Bylgja- Virðingarfyllst sókn gamalla heimilda, að hún verði nægilega „spennandi" og ljett aflestrar, en þetta hefir höf undinum, hinum breska þing- manni, Rhys Davis, tekist mæta vel. Hann vegur og metur heim ildir af mikilli skarpskygni, án þess þó nokkurntímann að gera frásögnina þunglamalega, ,eins og hún oft vill verða á slíkum bókum. Hann gerir frásögnina um Jörund sjerstaklega aðgengi lega og ljetta aflestrar, en leið- ir þó fram flest þau vitni í mál um hans, sem hægt er. Það er várla hægt að segja með sanni, að það atriði, að Jörundi var steypt af stóli úr „konungstigninni" hjer, hafi orðið til þess, að síðan fór að halla undan fæti fyrir hon- um. Áður hafði hann komist í margan krappan dans, eins og þegar hann sigldi dönsku víkingaskipi, sem hann yar foringi á, beint í hendur Breta. Og altaf var það svo, að marg- ir trúðu Jörundi, og gerðust þátttakendur í hinum fárán- legu fyrirtækjum hans. i Síðari kafli bókarinnar er næsta átakanlegur. Þegar fjár hættuspilafýsnin fer að ná tang arhaldi á Jörundi, fer fyrst að halla mjög undan fæti fyrir honum. Og konungurinn verð- ur tukthúslimur. I Bókin er, eins og áður er sagt, bráðskemtileg aflestrar, auk þess sem hún gefur greini lega, en nokkuð málskrúðuga lýsingu á högum íslendinga á þessum tímum. Mun hún því verða víðlesin og er það að vonum. Frágangur allur er á- gætur. J. Guðb. Jakobsdóttir. Jóh. Guðbrandsdóttir. 1 ^•^???•W*****^***^*^^*^!^*^!^*^^^*^1 ***?***^*>**.******>*%A *!*?*? ^••^s^********************************^

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.