Morgunblaðið - 12.01.1944, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 12.01.1944, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 12. jan. 1944. MORGUNBLAÐIÐ lt íftífí VÍCKI Mlffl ur cent í buddunni. „Það er of seint, þegar þeir eru lagðir af stað“, sagði maðurinn. Lung Yen virti aftur fyrir sjer hlaup- arana. Það var erfitt að dæma um hæfni þeirra úr þessari fjarlægð. ,,Þann þriðja“, sagði hann. - ,,Hve miklu viltu veðja?“ spurði maðurinn, og sjer til mikillar undrunar heyrði Yen sig segja: „Tveim litlum silfurskilding- um“. Áhlaupið hófst.og Lung Yen greip andann á lofti, þegar hann sá að sá þriðji var í broddi fylkingar. Hann hljóp í reglu- bundnum ljettum skrefum og virtist ekkert mæðast. Lung Yen myndi hafa haft gaman af að hugsa sjer þetta son sinn, en hann var miklu eldri en Seile- ong gat Verið. Lung Yen æstist æ meir eftir því sem hlaupa- brautin styttist. Hann hoppaði upp, veifaði handleggjunum og hrópaði hvatningarorð. Ef hann tapaði tuttugu centunum myndi hann ekki geta boðið syni sínum andasteik og fisk í súrsætri sósu; hann yrði þá að fara með hann í útieldhús, þar sem ekkert væri að hafa nema hrísgrjón og flesk, en í ákafan- um að veðja, hafði hann ekki hugsað út í það. En heppnin virtist vera með honum þennan dag. Þriðji drengurinn vann. Mað urinn við hlið Yens möglaði, en tók tuttugu cent úr buddu sinni og' fjekk Yen. „Þjer virðist vera allkunnug- ur þessum málum“, sagði h&nn, en það hljómaði ekki sem lof. En Lung Yen var nú svo ákaf- ur að fylgjast með hlaupunum að hann hafði ekki tíma til að svara honum. Drengirnir, sem næstir áttu að hlaupa krupu í röð og snertu jörðina lítillega með fingurgómunum. Þeir voru ungir, og Lung Yen var sann- færður um að einn þeirra hlyti að vera sonur sinn. Hann hjelt niðri í sjer andanum meðan hann virti fyrir sjer hvern dreng fyrir sig í röðinni. Engin innri rödd sagði honum og eng- in ytri einkenni sýndu honum hver þeirra væri sonur hans, og fæddur til að halda við ætt hans. Sá ysti þeirra var sterk- legur og fagurskapaður, en hann var brúnn á hörund eins og lægri stjetta synir, sá fjórði í röðinni var grannvaxnari og fíngerðari og hörund hans var á litinn eins og ferskja sem sól- in skín á. Lung Yen andvarp- aði djúpt, því hann vissi ekki hvor þessara tveggja hann vildi heldur að væri sonur sinn. Síð- an var skotið af byssunni, og drengirnir þutu af stað. „Of hratt, of hratt“, hrópaði Lung Yen áhyggj_ufullur og handleggir hans fjellu mátt- lausir niður með síðunum. Þar sem hann var ætíð vanur að hlaupa langar vegalengdir með kerruna sína, datt honum ekki í hug að ti,l væri neitt sem nefndist spretthlaup. Hvorki sá brúni nje sá ferskjulitaði sigr- uðu, heldur var það sá smávaxn asti þeirra allra, sem hnakka- kertur geystist fram úr þeim. Lung Yen óskaði undir eins að þetta væri sonur sinn, en þegar drengurinn komst að markir.u fjell hann dauðuppgefinn nið- ur; Lung Yen vonaði þá að hann væri ekki sonur sinn, því að hann fann til meðaumkun- arblandinnar fyrirlitningar á drengnum, sem lá þarna í sand- inum yfirkominn af þreytu. Hlaupin hjeldu stöðugt áfram, og Lung Yen var í einu svita- baði þegar kallarinn tilkynti að þeim væri lokið. Hann hafði tekið of marga keppendanna fyrir son sinn. Hann hafði tek- ið óbeinan þátt í hlaupinu; hann hafði fylgt hverjum þeirra í anda, og með krepta hnefa óskað, að þeir ynnu, og að lokum var hann eins þreytt- ur og hann hefði hlaupið hvert einasta hlaup. „Nú er því lokið“, sagði mað- urinn við hliðina á honum og stóð upp. Lung Yen teygði styrða limi sína og hjelt af stað. „Böggullinn yðar gamli herra“, kallaði kona ein og rjetti fram böggul hans. Han.i hafði verið svo niðursokkinn í að entíur- þekkja son sinn, að hann hafði gleymt hinum dýrmæta og ó- metanlega bíl í pappírsumbúð- unum. Umbúðirnar voru nú rifnaðar, og hvergi nærri eins veglegar og í fyrstu, en það fylti Lung Yen stolti og sæiu að þrýsta hinum dýrmæta grip að brjósti sjer, þrátt fyrir það. Hann stóð hikandi innan um fólksfjöldann um stund, síðan lagði hann af stað, því að nú var kominn Æmi til að leica að syninum meðal hinna drengj* anna. Fólkinu smáfækkaðis það var tekið að rökkva, og luðra- hljómur heyrðist úr mörgurn áttum í einu. Lung Yen dró exm einu sinni upp pappírsnúðann, sem brjefaskrifarinn hafði skrií að á númer og dvalarstað sonar hans. Silkiklæðin gáfu honurn hugrekki til að spyrja hennann einn til Vegar. Hermaðurinn var ekki ruddalegur, eins og hermenn eru venjulega, hcld- ur brosti hann vingjarnlega við Lung Yen og fylgdi honum að einum hinna mörgu smástiga, sem láu frá íþróttaveliinum. — Lung Yen þakkaði honum með virðuleik samboðnum silkiklæð unum og gekk áfram milli raða hreinna hvítra húsa. — Hann heyrði trumbuslátt í yjarska. og hann heyrði einnig eigin hj.art- slátt sinn. Innan skamms gekk fram hjá honum röð drengja, rykið þyrl- að'sf upp undan fótum þí irra, og þeir vom þreytulegir, en þrátt fyrir bað glaðir að sjá. Það sýndist að minsta áfosti Lung Yen, sr hann svipaðist um eftir andliti sonar síns í fylkingunni, uns hann fór að verða óþolinmóður, þá tók hann til fótanna og hljóp, eins og hann væri með kerruna sína. Hann vildi komast sem fljót- ast til staðarins, sem hinn vin- gjarnlegi hermaður hafði vísað honum á. Trumbuslátturinn og lúðrablásturinn var langt að baki hans; þegar hann tófc>upp um sig síða k/rtilinn til að geta hlaupið óhindrað. Hann þurfti enn oftar að spyrja til vegar og fá skýringu á leiðbeiningunum á pappirsblaðinu. Eftir að hafa vilst oftar en einu sinni kom hann að skálanum sem sonur líans hafðist við í. Það var ein- liæða bygging úr trje, ekki eins hvít og falleg og húsin, sem hann var nýkominn fram hjá. Eyrnar stóðu opnar, og Lu.ng Yen gekk inn, eftir að hfaa ræskt sig kurteislega ívrir ut- ■n 1kkrjjm s‘n: i ■ "> En það v:.r mginn inni í því svo að hann kom út aftur, ráðaleysis legur og skömmustulegur yfir fljótfærninni Nu heyrði hann lúðraþytinn og trumbusláttinn a ný, rjksk: sás’. neðst á veg- ii.um og gegnurn rykið sá hann drengjafylkingu' a. Þeir þustu ir.-n í núsið mcð glaðværð og lilátrasköllum Yc.n brosti.fram ai.i í rvern þaim dreng, sem hann sá greini’ega framan í, en enginn þeirra staðnæmdist nje sagði „Pabbi'. Honuin fanst e.ms og fætuv hans væiu úr t-ot.num viði Hanv'. tók rauða umslagið upp ur vasa sínum og hjelt því á lofti, síðan herti hann upp nugann og ákvað að kalla upp nafn sonar síns. — „Lung Seileong frá Pukang“, hrópaði hann eða fanst honum hann hrópa. 1 rauninni heyrð- ist aðeins lágt hvísl, sem drukn aði í hlátrasköilvmum og eng- inn dreng;anna nam staðar. „Lung Seileongi Lung Seile- ong!“ hrópaði hann hvað eftir annað. Grannur drengur með greindarlegt andlit en því mið- ur dálítið rangeygður spurði: ,,Er það Lung Seue.mg frá Fu- kang, sem þjev eruð að leita að?“ „Jú, það er nafn sonar míns“. 1 „Jeg skal kalla á hann‘!, sagði drengurinn og hljóp inn í hús- ið. Lung Yen ljetti stórlega, því enda þótt drengur þessi .væri kurteis og greindur vildi Sagan af töfrabandinu btáa Æfintýi’ eftir P. Chr. Aasbjörnsen. 2. ari heiði, og gætu engir menn búið þar sem ljósi§ var, og yfirleitt hvergi þar um slóðir, fyrr en færi að halla norð- uraf. Þegar þau höfðu gengið nokkra stund, komu þau að stórum rauðmáluðum bæ. „Hjer þorum við ekki inn, hjer búa bergþursar“, sagði kerling. „Jú, inn förum við, þar sem er ljós, þar er líka fólk“, sagði drengurinn. Hann gekk inn og kehlingin á eftir, en það leið yfir hana um leið og dyrnar opnuðust, því þá sá hún risavaxinn mann sitja þar inni. „Sæll vert þú, frændi“, sagði drengurinn. „Hjer hefi jeg nú setið í þrjú hundruð ár, og aldrei hefir neinn sagt frændi við mig“, sagði maðurinn, sem inni sat. Drengur settist nú við hliðina á manninum og tók að spjalla við hann, eins og þeir væru gamlir kunningjar. „En hvernig fór með hana fóstru þína?“ sagði mað- urinn, þegar þeir höfðu ræðst við góða stund. „Mjer sýndist líða yfir hana. Ætli það sje ekki best, að þú líbr til hennar?“ Piltur fór út, tók kerlinguna og dró hana inn eftir gólfinu. Við það rankaði hún við sjer og skreyddist inn í eldiviðarhornið og þar sat hún og þorði næstum því ekki að gægjast fram. Þegar dálítil stund var liðin, spurði drengurinn um það, hvort þau gætu fengið húsaskjól um nóttina. Jú, það gátu þau fengið, sagði maðurinn. Svo ræddust þeir við um stund, en alf í einu fór dreng- urinn að verða svangur og spurði, hvort þau gætu ekki fengið kvöldmat líka. Jú, maðurinn hjelt, að einhver ráð yrðu nú með það. Þegar þeir höfðu setið nokkra stund, stóð maðurinn á fætur. Hann tók sex sátur af birkihríslum og setti á eldinn. Þá varð kerlingin enn hræddari. „Nú ætlar hann að brenna .okkur lifandi“, sagði hún, þar sem hún sat í eldiviðarkróknum. Þegar birkið var brunnið niður í glóð, stóð maðurinn upp og gekk út. „Mikill voðalegur glanni geturðu verið“, sagði kerling- in við strákinn. „Sjerðu ekki að við erum hjá trölli?“ „O, svei“, sagði strákur. „Hann er ekkert hættulegur“. Eftir stutta stund kom maðurinn inn aftur með stóran rftlílji2r mcAqjj/nJea. Ijli/nu. - Hjer er smásaga eftir Isadora Duncan: „Þegar D’Annurzio bjó á Hótel Trianon, átti hann gull- fisk, sem hann hafði mikio dá- læti á. Hann hafði hann í dá- samlegri kristalskál og gaf hon um altaf sjálfur að borða og talaði við hann. GulUiskurinn var vanur að hreyfa uggana og opna og loka munninum eins og hann vildi svara husbónda sínum. Dag nokkurn er jeg dvaldi á Hótel Trianon, spurði jeg gest- gjafann: „Hvar er gullfiskurinn hans 044010^1^10?“ „O, frú, það er sorgarsaga. D’ Annunzio fór til Italiu og bað okkur að ala önn fvrir hon- um. „Þessi gullfiskur", sagði hann, „er mjer svo hjartakær, hann er tákn hamingju mínn- ar“. Eftir að D’Annunzio var farinn kom símskeyti frá hon- um á hverjum degi: „Hvernig hefir minn elskandi Adoip'nus það?“ Dag nokkurn tók jeg eftir því, að gullfiskurinn var farinn að ^synda hægara, og hai|n horfði á mig og opnaði og lokaði munninum eins og hann væri að spyrja um D’Ann- unzio. Síðan hætti hann alveg að synda svo jeg kastaði hon- um út um gluggann. En þá kom skeyti frá D’Annunzio. Það hljóðaði þannig: „Adolphus lið- ur ekki vel núna“. Jeg símaði honum aftur: „Adolphus er dauður. Dó síðastl. nótt“. D’An- nunzio svaraði: „Grafið hann í garðinum. Setjið minnisvatða á gröf hans“. Þá setti jeg hann í sardínudós, vafði hana inn í silfurpappír, og geroi honum gröf í garðinum og set'i á hana kross með áletruninni: „Hjer hvílir Adolphus“. D’Annunzio kom heim eftir nokkra daga: „Hvar er gröf Adolphus?“ Jeg sýndi honum gröfina í garðinum. Hann setti a hana fjölda blóma, stóð þar langan tíma. Það mátti greinilega sjá tár streyma niður kinnar hans“. ★ Dr. Johnson sagði eitt sinn, ef hann var að tala um leiðin- legan og þreytandi mann: „Þessi maður virðist aðeins hafa eina hugmynd og hún er röng“. ★ Clarence Darrow var mjög iðinn og duglegur maður, vann nótt og dag. Hann var oft æði subbulegur til fara. Eitt sinn hópuðust í kringum hann fjöldi forvitinna manna — þar á meðal eitthvað af blaðamönn- um — og fóru að ræða um þetta við hann. En hann losaði sig fljótt við þá. ' „Jeg fer til betri klæðskera en nokkur ykkar“, sagði hann, „og borga meira fyrir föt mín. Eini mismunurinn á okkur er, að þið sofið sennilega ekki x ykkar fötum“. ★ Jóseph Addison, sem var mjög hæverskur, var eitt sinn ásakaður fyrir það af ungri stúlku, að hann væri leiðinleg- ur og þreytandi í samræðum. „Ungfrú“, svaraði 'hann, mjög virðulega, „jeg hefi að- eins níu pence í vasanurrf, en get teiknað fyrir þúsund pund“. ★ Tom, þjónn Walter Scott’s sagði eitt sinn við hann: „Þær eru góðar bækurnar yð ar, þær eru mjer ómissandi. Þegar jeg er háttaður, tek jeg einhverja þeirra og byrja að lesa og jeg er sofnaður á augna blikinu“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.