Morgunblaðið - 27.01.1944, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.01.1944, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 27. janúar 1944' Hæstirjettur dæmir í máli Jóns ívarssonar HÆSTIRJETTUR kvað í gær upp dóm í málinu: Valdstjórn- in g«gn Jóni Ivarssyni, fyrv. kaupf j elagsst j óra. Svo sem kunnugt er, var Jón Ivarsson þáverandi kaup- fjelagsstjóri í Höfn í Homa- firði kærður fyrir brot á verð- lagsákvæðum. Var sjerstökum setudómara (Valdimar Stefáns syni) falið að rannsaka þetta mál og dæma í því. Hann dæmdi J. í. til að greiða 1500 kr. sekt. Hæstirjettur leit mildari aug um á kæruatriðin. Hann lækk- aði sektina niður í 400 kr. Þar sem mikið var um þetta mál rætt á sínum tíma, þykir rjett að birta dóm Hæstarjeít- ar í heilu lagi. Hann er cvo- hljóðandi: ' Þegar lög nr. 99/19. des. 1942 og auglýsing sett samkvæmt þeim sama dag komu til fram- kvæmdar, voru í gildi ýmis á- kvæði um hámarksverð á vör- um og hámarksálagningu v'á vörur, er sett höfðu verið af dómnefnd í verðlagsmálum, sbr. 5. gr. laga nr. 79/1942 og ákvæði til bráðabirgða í þeim lögum. I nefndri auglýsingu 19. des. 1942 er lagt bann við því að selja í heildsölu eða smá- sölu á landi hjer nokkra vöru innlenda eða erlenda við hærra verði en lægst var á henni á hverjum stað 18. des. 1942. Á- kvæði þessi skyldu gilda til ög með 28. febr. 1943. Þá kom það í ljós, að verðlag sömu vöru á sama verslunar- stað þann 18. des. 1942 var mishátt, og það á vörum, er verðlagðar höfðu verið í sam- ræmi við ákvæði dómnefndar í verðlagsmálum. Þessu olli mis jafn’t innkaupsverð. Virtist þá dómnefndíhni hæpið að banna verslunum að selja vörur* því verði, sem dómnefndin hafði é áðui* ákveðið, og verslanir því höfðu löglega á þær sett. Dóm- nefndin lagði þetta mál fyrir ríkisstjórnina, og varð það að ráði, að ekki skyldi krafist lækkunar vörúverðs fram yfir áður auglýst þ^marksverð, enda færi álagning eigi fram úr leyfðu hámarki. Samkvæmt þessu auglýsti dómnefndin 23. des. 1942 hámarksákvæði þau, er giltu fyrir 18. s. m. og lýsti því jafnframt, að áður aug- lýstar ákvarðanir um há- marksálagningu skuli vera á- fram í gildi. Þessar ákvarðan- ir ríkisstjórnar og dómnefnd- ar tilkynti Samband íslenskra samvinnufjelága kærða í sím- skeyti 31. des. 1942 og brjefi 2. jan. 1943. Hefir nú verið lýst ákvörð- unum verðlagsyfirvalds um framkvæmd ákvæða auglýsing arinnar frá 19. des. 1942, og 'sk^l þá vikið að einstökum kæruatriðum. 1. Kolin. Svo sem í hjeraðs- dómi segir, keypti kærði fyrir hönd Kaupfjelags Austur- Skaftfellinga 62 smálestir af kolum frá Norðfirði. Var upp- skipun kolanna á Hornafirði lokið 12. jan. 1943, og reynd- ist kostnaðarverð þeirra, kom- inna í hús þar, kr. 242.32 hver Lækkaði sektina niður í 400 kr. smálest. Kaupfjelagið átti fyr- ir um 30 smálestir af kolum, en það hafði fyrir 18. des. 1942 selt kolasmálest hverja á 175 krónur. Kærði verðlagði nú nýju og gömlu kolín sameig- inlega á 220 krónur smálestina og hjelt þeim í því verði til 20. ian. 1943. Seldist af kplabirgð- unum á timabilinu frá 13.--20. janúar 9425 kg. til 39 kaup- enda. Á þessum tíma hafði kærður gert ítrekaðar tilraun- ir til þess að fá samþykki dóm- nefndar og ríkisstjórnar til þess að selja kolin kostnaðar- verði eða vilyrði ríkisstjórnar um bætur úr ríkissjóði, ef kol- in væru seld fyrir 175 kr. smá- lestin. Hvorugu þessu fjekk hann framgengt'. Tók hann þá þann 20. janúar það ráð að lækka verð kolanna niður í 175 krónur smálestina og end- urgreiða verðmuninn þeim, er keypt höfðu kolin hærra verð- inu. Er þeirri endurgreiðslu talið lokið. Sala kolanna 13.— 19. jan. við því verði, er að framan greinir, varðaði að vísu við auglýsingu nr. 100/1942, en þar sem málinu var svo háttað, sem áður er lýst, og of- goldið kolaverð hefir verið endurgreitt samkvæmt ákvörð un kærða, er hann tók af sjálfs dáðum og áður en hann fjekk vitneskju um kæruna á hend- ur sjer, þá þykir refsing fyrir þann verknað, er hjer greinir, eiga að falla niður samkvæmt 8. tölulið og síðustu málsgr. 74. gr. laga nr. 19/1940. 2. Kornvörur og sykur. Hjer verður að greina á milli tvenns konar vöru: a) Fyrst kemur til athugun- ar vara, er kærði fjekk 1 nóv- ember 1942, verðlagði í des. s. á. og seldi ekki fyr en eftir 12. jan. 1943. Verð vöru þessarar var hærra en ve'rð sömu vöru- tegunda hafði verið í Kaup- fjelagi Austur-Skaftfedlinga 18. des. 1942. Hins vegar var gætt hámarksverðs þess og hámarksálagningar, «r greindi í auglýsingu dómnefndar 23. des. 1942 og öðrum ákvörðun- um hennar. Hækkunin verður að vísu ekki samþýdd ákvæð- um auglýsingar nr. 100/1942, en þar sem þetta frávik var reist á ákvörðunum verðlags- yfirvalda, eins og áður segir, þykir rjett að ákveða samkv. 3. töhrlið og síðustu málsgr. 74. gr. laga nr. 19/1940 að refsing kærða fyrir þetta falli niður. ] að saman, enda í sams konar jumbúðum. Voru vörur þessar ■ síðan seldar jöfnum höndum I við hærra verði en sams konar . vörur voru seldar þar 18. des. II 942. Kærði kveðst hafa ætlað að selja fyrst við hækkaða verð inu vörumagn, er svaraði til nýju birgðanna, en lækka síð- [ an verð á vöru þeirri, er þá t yrði eftir, niður í verðlag það, sem á sams konar vöru var 18. des. 1942. Sala af eldri vöru- birgðunum, eins og að framan 'greinir, er brot á ákvæðum auglýsingar nr. 100/1942, og ákvarðanir verðlagsyfirvalds, er kærði fjekk vitneskju um í símskeyti og brjefi Sambands ísl. samvinnufjelaga, veittu honum ekki ástæðu til að ætla, að þessi ráðstöfun yrði látin óátalin og verður að meta hon- um þetta til sektar. 3. Kaffi og kaffibætir. Þess- ar vörur voru hiuti af eldri birgðum kaupfjelagsins, .er verið höfðu til sölu fyrir 18. des. 1942. Hækkun á verði vöru þessarar í janúar 1943, þótt í smáum stíl væri, brýtur í bág við ákvæði auglýsingar nr. 100/1942, og ber því að meta kærða það til sektar. Brot kærða varða við 2. gr. laga nr. 99/1942. Þykir -sekt hans hæfilega ákveðin 400 krónur til ríkissjóðs, og komi í stað hennar 10 daga varð- hald, ef hún greiðist ekki inn- an 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Eftir þessum úrslitum ber kærða að greiða sakarkostnað, þar á meðal laun skipaðs tals- manns í hjeraði, kr. 400.00, og málflutningslaun skipaðs sækj- anda og verjandi fyrir hæsta- rjetti, kr. 500.00 til hvors. Því dæmist rjett vera: Kærði, Jón Ivarsson, greiði 400 króna sekt til ríkissjóðs, og komi 10 daga varðhald í stað sektarinnar, ef hún greiðist ekki innan 4 vikna frá birtirfjgu dóms þessa. Kærði greiði allan kostnað sakarinrtar, þar með talin laun skipaðs talsmanns síns í hjer- aði, Sveinbjörns Jónssonar hæstarjettarlögmanns, kr. 400. 00, og málflutningslaun skip- aðs sækjandi og verjandi fyr- ir hæstarjetti, cand. jur. Ragn- ars Olafssonar og Sveinbjörns Jónssonar hæstarjettarlög- manns, kr. 500.00 til hvors. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. b) Kemur þá til álita með- ferð kærða á vörubftgðum þeim, er hann seldi af fram yfir 18. des. 1942 og hann hafði fengið og verðlagt áður en hon um Tiarust vörur þær, er í a-lið greinir. Eru vörur þessar tald- ar upp í hjeraðsdóminum. Er kaupfjelagsbúðin var opnuð á ný í jánúar 1943, hafði eldri og yngri vörubirgðum verið bland Upplýsingastöð Þingstúkunnar um bindindismál verður opin í dag í Goodtemplarahúsinu kl. 6—8 e. h. Þeir, sem óska aðstoð- ar eða ráðleggingar vegna drykkjuskapar sín eða sinna, geta komið þangað og verður þeim liðsint eftir föngum. -— Með þessi mál verður farið sem trúnaðar- og einkamál. Sýning opnuð á málverk- um af Gullfossi í DAG opnar Jóhann M. Kristjánsson frkvstj. sýningu á nokkrum málverkum sínum í Safnahúsinu við Hverfisgötu, Þjóðminjasafninu. Hefir Jó- hann tjáð blaðinu, að hann sýni myndir þessar aðallega vegna tveggja þeirra, stórra mynda af Gullfossi, sem hann hefir málað með nokkru milli- bili. Tíðindamaður blaðsins hefir átt kost á því, að sjá sýning- una, og tjáði Jóhann honum, að hann hefði byrjað að mála fyr- ir nokkrum árum, þá meira en fertugur að aldri. Síðan hefir hann málað allmargai; myndir ýmis efnis, en aðalverk sín telur hann Gullfossmyndirnar tvær, enda eru þær báðar að- hyglisverðar. Bera þær rneð sjer, einkum hin nýrri, að Jó- hann fer lítt troðnar brautir í listinni og hafa myndirnar á sjer ,mjög sterkan persónuleg- an blæ. Þá gefur að líta þarna út- sýnismynd yfir Reykjavík, mynd frá Grábrókarhrauni með Baulu í baksýn, ásamt nokkrum fleiri. En trúlegt er, að Gulífossmyndin mikla fyr- ir gafli, muni vekja mesta at- hygli sýningargesta. Sýningin verður opnuð kl. 2 í dag og verður opin næstu daga frá kl. 10—10. Edvard Munch minst um öll Norð- urlönd Frá norska blaða- . fulltrúanum. ANDLÁT Edvards Munch málara kom mönnum mjög á óvart, jafnvel nánustu ættingj fum hans og vinum. Jafnvel síðasta föstudag var hann að mála, en hann hafði fengið taugaáfall, er hinar miklu sprengingar urðu í Osló þann 19. des., og hafði hann síðan ekki náð sjer algjörlega. Bana- meinið var hjartaslag og and- aðist hann kl. 6 að morgni þ.. 23. þ. m. Hann hafði fulla með vitund til hins síðasta. Blöð um öll Norðurlönd hafa birt langar greinar um Munch og er hann nefndur mesti mál- ari Norðurlanda. Einnig ensk blöð skrifa um það, að skarð sje nú fyrir skildi í heimi norskra lista, en Munch cr horfinn. Danskur kommúnistaT foringi skotinn. London. — Danski kommún- istaleiðtoginn Viktor Larsen og fjelagi hans voru skotnir til bana af þýskum hermönnum í Kaupmannahöfn fyrir nokkru, eftir að þeir höfðu gengið í gildru, er Þjóðverjar settu fyr- ir þá. — Fjárhagsáætlun !’ Akureyrarkaup- staðar Frá frjettaritara vorum á Akureyri. F J ÁRH AGSÁÆTLUN Ak- ureyrar fyrir árið 1944 var til fullnaðarafgreiðslu á fundi bæjarstjórnar fyrir skömmu. Tekjurnar eru áætlaðar þann ig: Dráttarvextir og vextir a£ verðbrjefum kr. 1.150, skattar af fasteignum 182.200, tekjur af. fasteignum 84.800, endur- greiddir fasteignastyrkir 50.000 ýmsar tekjur 234.650, tekjur af vatnsveitu 63.000, þátttaka hafnarsjóðs í löggæslu 20.000, framlög tryggingarst. ríkisins og úr jöfnunarsjóði 128.000, hluti bæjarsjóðs af stríðsgróða skatti 70.000, tekjur af sæta- gjaldi í bíó 12.000, niðurjöfnun 1.775.900. — Tekjurnar eru alls áætlaðar kr. 2.621.700. Gjöld: Vextir og afborganir kr. 244.800, stjórn kaupstaðar- ins 158.300, löggæsla 69.000, heilbrigðisráðstafanir 22.200, þrifnaður 91.000, vegir og byggingamál 139.800, verkleg- arframkvæmdir 260.000, kostn aður við fasteignir 72.800, eld- varnir 45.000, framfærslumál 250.000, lýðtryggingar og lýð- hjálp 468.000, mentamál 322.- 500, ýms útgjöld 367.900, rekstursútgjöld vatnsveitunnar 50.000, til byggingarsjóða Ak- ureyrar 50.000, til elliheimilis í Skjaldavík 10.000. Samtals kr. 2.621.700. Hvað boðar iör Guisling til Hillers! Frá norska blaða- fulltrúanum. FRÁ OSLÓ berast um Stokki hólm eftirfarandi fregnir um ráðstefnu Hitlers og Quislings: Quisling og ráðherrar hans, Jonas Lie, Fuglesang og Al£ Whist voru kvaddir til þess að hitta Hitler ásamt Terboven landsstjóra, og fóru þeir til að- alstöðva Hitlers. Þeir komu aft ur til Osló nú á mánudaginn. Um fundinn með Hitler eí sagt: „Rætt var um allmörg á- ríðandi vandamál, viðvíkjandi meginlandi Evrópu og framtíð hinna germönsku þjóða“. Skandinaviska frjettastofan, sem Þjóðverjar stjórna flytur þær fregnir frá Osló, að þessi heimsókn hjá Hitler hafi vakið mikla athygli í Osló. Er sagt, að menn ætli, að Quisling og fylgjarar hans hafi verið sam- mála Þjóðverjum í því að gera meira til stuðnings Þjóðverj- um. Búist er við, að fundur þessl leiði af sjer meiri þrekraunir fyrir norsku þjóðina, og að brátt muni koma í ljós, að Hitl er hafi gert nýjar kröfur til hinna norsku skósveina sinna, um að þeir sjái um, að meira verði gert frá norskri hólfu til þess að styrkja Þjóðverja í stríðinu. En að því er fregnir frá Noregi herma, er óvíst, að kápan verði úr því klæðinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.