Morgunblaðið - 27.01.1944, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.01.1944, Blaðsíða 4
4 M 0 R G U N B L A Ð I Ð Fimtudag'ur 27. janúar 1944 Jón Árnason hjeraðslæknir — lllinning ENN er orðiö skarð fyrir skildi í íslenskri læknastjett, er Jón Arnason hjeralsiæknir á Kópaskeri <ió ’iinn- 10. þ. m. eítir stutta legu. Er með láti hans kveðinn hinn mesti harm- ur að heimili hans og cðrum vinum nær og fjær. Jón Arnason var fæddur 10. sept 1889*1 GarOT í Mývatns- sveit, sonur Arna Jónssonar bónda þar og konu hans Guðbj. Stefánsdóttur. Oist hann þar upp við venjuleg kjör unglinga í sveitum fram að tvítugsaldri. í sveitinni liefir iafnan ríkt námfýsn óvenjulega almenn og var Jón ekki afskiptur þeim kosti sveitunga sinna. Braust hann því í því að hefja nám í Gagnfræðaskólanum á Akur- eyri tvítugur að aldri og tók gagnfræðapróf vorið 1912. Hjelt síðan áfram námi efna- laus í Mentaskólanum í Reykja vík og lauk stúdentsprófi vor- ið 1915. Síðan læknisnámi í Háskólanum hjer og tók em- bættispróf veturinn 1921. Öllu sínu námi lauk hann með sóma. Að loknu kandidatsprófi s'gldi hann og lauk framhaldsnámi í Kaupmannahöfn sama vor og' var þá þegar sama sumarið skipaður hjeraðslæknir í Öx- arfjarðarhjeraði og sat í því eru bætti til dauðadags. Kvæntur var hann, Valgerði Sveisnsdótt- ur frá Felli í Sljettuhlíð, ágæt- is og myndar konu. Eru sex 1 örn þeirra hin efnilegustu á lífi þar af tvær dætur giftar. FUNDUM okkar Jóns bar f'/rst saman haustið 1911, er jeg kcm inn í þriðja bekk g'agn- fræðaskólans á Akureyri. Af þeim sem þar voru fyrir í bekknum, bar þá hæst sökum þroska og aldurs Gest heitinn Magnússon frá Staðarfelli og Jón. Tókst þegar þann vetur hin besta kynning og vinátta með okkur, sem æ síðan hjelst og dýpkaði, er við urðum leng- ur samferða á skólabrautinni og síðar nágranrjar í útkjálka- hjeruðum, þó þá yrði færra um fundi. Jón hóf nokkuð fullorðinn skólanám, varð gagnfræðingur 23 ára gamall. Var hann því mjög fyrir okkur hinum um þroska, enda jafnan bekkjar- eftiriilsmaður og síðar skóla. Var bað ekki eingöngu að hann sem eftirlitsmaður liti eftir framferði okkar, heldur var hitt ekki síður, að hann væri fyrirsvarsmaður bekkjarins ' í hverju máli. Fórst honum þetta svo vel úr hendi, að hann hlaut einhuga virðingu kennara okk- ar, og var af þessu og öðru, allra manna vinsælastur . af skólasystkinum sínum. Kom þar og til smákýmið og hisp- urslaust viðmót sem öllum kom í gott skap. Tók hann jafnan mikinn og góðan þátt í skóla- lífinu og varð áhrifamikill i fjelagsskap skólafólks. Hepn- aðist honum þar oft að jafna málin þegar þeim var komið í ófriðvænlegt horf. Prýðilega ritfær var Jón og munu eink- um ýmsar kýmilegar greinar hans í skólablöðum frá þéim tímum, palladómar svonefndir, hafa orðið fyrirmynd þesshátt- ar ritsmíða síðar á öðrum vett- vangi. Jón var af efnalitlu fólki kominn, sem ekki gat styrkt hann til náms. Varð hann því að brjótast áfram við námið af eigin ramleik. Vann hann alskonar erfiðisvinnu á sumr- in, frá heyskap í sveit til dag- launavinnu í Reykjavík og síldarvinnu á Siglufirði. Lagði hann mjög að sjer við störf þessi og tókst með ótrúlegum dugnaði að afla sjer þess íjár, er hann þurfti til frarnfæris sjer. Laérðist og hagsýni í rneð- ferð fjár á þeim árum. A vetr- um var hann í þeirra hóp af námsmönnum, er mesta stund lagði á íþróttir. Var sund upp- áhaldsíþrótt hans og marga göngu áttum við inn í Laugar til Páls á þeim árum. Þetta hjelt honum í æfingu til þess að geta rokið í erfiðisvinnu urri leið og skólanum lauk, og vera þar hlutgengur móti hverjum sem væri. AÐ NÁMINU loknu tók hann svo við einu afskektasta og erf- iðasta læknishjeraði landsins, og sýndi sig fljótt, að þar var rjettur maður á rjetttum stað. Lækningar stundaði hann af hinni mestu alúð. Var þó erfitt við að fást, er englnn spítali fvlgdi hjeraðinu, varð það oft úrræðið að hann tæki sjúklinga heim á heimili sitt til þess að veita þéim lækningu, sjerstak- lega er þess er oft ekki úr- kosta í samgönguskorti út- kjálkanna að koma sjúklingum til stærri staða vegna ferða- leysis. Má geta nærri að slíkt er æði erfiður baggi heimili læknisins. Önnur aðalhlið á þeim þætti starfs hjeíaðslækn- isins er veit beint að sjúkling- unum, eru læknisferðirnar. Er l.iikið af starfi hans falið í ferðalögunum og eru þau eitt erfiðasta starf er þjóðfjelagið þarf að fá unnið í afskektustu hjeruðunum. Kom sjer nú vel að Jón var gagnþjálfaður af íþróttum og erfiðisvinnu skóla- áranna, er hann var orðinn hjer aðslæknir í því hjeraðinu er sameinar nyrstu tanga lands- ins, fyrir norðan heimskauts- baug á' Melrakkasjettu, við hæstu fjallasveit landsins Hólsfjöll, lengst inni í landi. Varð hann skjótt annálaður ferðagarpur, sem ekki ljet neitt hamla sjer, veður nje ófærð. Að lokum mun þó erfiðið og vökurnar er því fylgdu vefa þess valdandi, að nú er hetjan hnigin fyrir aldur fram. Hin aðalgrein hjeraðslæknis- starfsins er alskonar sóttvarnir. Var dugnaður hans og forusta í þeim málum hjeraðinu ómet- anleg. Berklavarnalögin komu einmitt til framkvæmda um sama leyti og Jón hóf starf sitt. Vann hann með þau að bak- hjarli hið ágætasta starf, svo til fullkominnar fyrirmyndar var. Efast jeg um að nokkrum hjeraðslækni öðrum hafi verið jafnljóst, vegna sífeldrar ár- vekni um málið, hvernig ástatt væri í sínu hjeraði um þau mál, sem honum, nje tekið þau mál jafn föstum tökum og har>n Sama máíi gengdi um alskonar aðrar sóttvarnir. Kunnu hjer- © ■* aðsbúar líka að meta þessa hlið af starfi hans sem vert var. \ Embæ.ttisfærsla hans var og öll í besta lagi, sjerstaka at- hygli vöktu oft greinar hans í heilbrigðisskýrslunum fyrir skarplegar athuganir, framsett ar á framúrskarandi skemti- legan hátt. Var ekki um það deilt, að hann væri einhver pennafærastur maður í hópi hjeraðslækna. Auk læknisstarfanna áttu hug Jóns mjög ríkt ýms menn- ingarmál. Kom nú æfing hans við félagsmál á skólaárum mjög í góðar þarfir, er hann skyldi vinna að almennings- málum hjeraðs sins. Var hann snemma skipaður formaður skólanefndar Presthólahrepps og kom hann því þar fram að heimavistarbarnaskóli var bygður við Kópasker, einn hinn fyrsti, og í sambandi við hann framhaldsskóli fyrir unglinga. Frá uppvaxtarárunum í Mý- vatnssveit þekti hann gjörla mentandi áhrif vel valdra bóka safna. Gekkst hann fyrir stofn- un Bókafjelags N.-Þingeyinga og var formaður þess og' bóka- vörður um langt skeið. Var það einkum takmark þess fjelags- skapar að sjá fjelagsmönnum fyrir úrvali af nútímabókment- um, útlendum. Sá hann, sem rjett var, að skólamentun unga fólksins og tungumálanám er alt til einskis, ef ekki er völ á bókum til framhaldslestrar, sjálfsnáms, að ’ skólaverunni lokinni. Að stjórnmálum gaf hann sig lítið á skólaárunum. En síð- ar skipaði hann sjer mjög ein- dregið í hóp Sjálfstæðismanna. Var það mjög eðlileg afléiðing af uppeldi hans, sem altaf beindist í þá átt að sjálfsbjörg- in yrði að duga, annara aðstoð- ar væri ekki að vænta, og ætti ekkj að vænta. Átti hann nokk- uð í deilum vegna skoðana sinna, því ekki var það að skapi hans'að fara dult með það sem hann áleit rjett mál, hvernig sem öðrum geðjaðist að sann- leikanum. Lenti hann nokkuð á öndverðan meið við ýmsa hjeraðsbúa vegna þessa um. sinn. En því betur sem hann og fólkið kyntist, því betur lærði það að meta hina ágætu kosti hans og hygg jeg að hjer- aðsbúar hafi á síðari árum flest viljað til vinna að halda hon- um í embætti hjá sjer áfram. Á síðari árum fór heilsu Jóns hnignandi. Stundaði hann þó störf sín af sömu ástundun og fyr. Hefði hann vafalaust átt að flytjast á þægilegra starfs- svið fyrir nokkru og mun hafa átt þess nokkurn kost, en ekki var hugur hans þá ákveðinn í þá átt, svö það fórst fyrir. Var hann og orðinn samlífaður hjer aðsbúum sínum og vildi ekki gjarnan við þá skilja, til þess að hefja starf anarsstaðar. Svo fór þá líka, að hann endaði starfsævi sína í því hjeraði, er hann hóf hana, þó fljótar bæri j að lokin en búast hefði mátt við og vona. I dag er hann til I moldar borinn, aðeins rúmlega fimtugur. Starfstíminn varð ekki langur, en kappsamlega var unnið, og miklu dagsverki skilað. Islensk læknastjett. á þessu að venjast um sína menn. E. Ei Karítas Vigfúsdóttir — IVIinningarorð „Almættishöndin eftir vexti sníður,v örlagastakkinn hverju foldar- barni. Annar er þröngur, hinn er vænn og víður víst er um það, en hitt er málsins kjarni, að bera með snild, uns snauðri -æfi líkur, snjáðar og þröngar örlaganna flíkur”. HINN 5. janúar síðastliðinn var jarðsungin að Borg á Mýr- um háöldruð merkiskona, Karí tas Vigfúsdóttir. Hún var fædd á Kaðalstöoum í Stafholts- tungum 5. júlí 1852. Voru for- eldrar hennar Vigfús Hansson og kona hans Guðfinna Einars- dóttir. Ung giftist Karítas, Eyj ólfi Jónssyni frá Laxfossi í Stafholtstungum, en misti hann árið 1905. Þeim hjónum varð 5 barna auðið og eru þau öll á lífi og eru þessi: Jón og Dan- íel búsettir í Borgarnesi, Run- ólfur bóndi á Beigalda í Borg- arhrepp, Þorbergur bóndi á Augastöðum í Hálsasveit og Guðrún húsfreyja að Ólafsvöll um á Akranesi, öll dugandi fólk og vel metin. Eftir lát manns síns dvaldl Karítas hjá bþrnum sínum til skiftis og fleiru góðu fólki í hjeraðinu, lengst hjá Guðveigu Guðmundsdóttur' í Borgarnesi, systurdóttur sinni. Karítas var alla æfi heilsuhraust og sívinn- andi, en á síðastliðnu sumri fór heilsan mjög að bila og tók þá dóttir hennar hana til sín al- farið og andaðist hún hjá henni annan dag jóla s.l. Karítas var á yngri árum af- burða dugleg til allra starfa úti og inni og vel verki farin svo af bar. Hún var ör og stórbrot- in í lund, en um leið viðkvæm og hlýleg með afbrigjium. Þau Karítas og Eyjólfur bjuggu í mörg ár á litlu býli, sem nú er í eyði, Mel í Stafholtstungum, var það alveg í þjóðbráut og gamall áningastaður. Margur þreyttur og kaldur ferðamaður kom við í litla hreinlega bæn- um og fór aftur heitari og hress ari, hafði Katrín þá verið hand fljót að bera fram gott kaffi og þurka vettlinga þeirra, er með þurfti, því gestrisin var hún með afbrigðum þó oft væri af litlu að miðla. Þeir vinir Karítasar, sem enn muna hana vel, meðan hún barðist hljóðlátri baráttu við fátækt og ýmsa erfiðleika, sem ekki þekkjast nú á dögum og vissu, að hún vann oft dag og nótt til að halda skortinum frá dyrum sínum, munu ávalt minn ast hinnar þrekmiklu og gervi- legu konu með hlýjum hug og og virðingu. Hvíl í friði. R. Aðalfundur Skáfa- fjelaqs Reykja- víkur SKÁTAFJELAG Reykjavík- yr hjelt aðalfund sinn í gær. Kosnir voru í stjórn íjelagsins þeir B. D. Bendtsen, formaður, Hjalti Guðnason gjaldkeri, Þórarinn Björnsson ritari og meðstjórnendur Sigurður Ó- lafsson og Robert Schmidt, en varamenn þeir Óskar Pjeturs- son og Ástvaldur Stefánsson. Fjelagið starfar nú í fimm deildum, R. S.-deild (eldri skátar) og eru foringjar þeirra Guðmundur Ófeigsson og Jón Oddgeir Jónsson. Ylfingadeild undir stjórn Erlendar Jóhanns sonar. Fyrstaflokksprófdeild, sem Páll Gíslason stjórnar. Annarsflokksprófsdeild, for- ingi Frank Michelsen, og Ný- liðadeild undir stjórn Októ Þorgrímssonar. Mikill áhugi og og eining er ríkjándi í fjelaginu, sem, eins og áður segir, starfar í fimm deildum og hefir þrjá útilegu- skála til umráða. . Bæjarfjelagið hefir mjög ljett undir starfi skátanna hjer í bænum með því að láta þeim ókeypis í tje húsnæði við Vegamótastíg, fyrir flokksæf- ingar. En það, sem skátana einkum skortir á þessu sviði, er rúmgóður fundarsalur. Væri vel gert, ef einhver bæjarbúa hefði ráð á slíku húsnæði (þótt óinnrjettað og í útihúsi væril, að þeir gæfu skátunum kost á styrkja til sjálfsdáða þá ungl- inga, sem velja sjer skátastarf ið, en hafna ljettúð líðandi á- þvi. Ekki mun i af veita að standstíma.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.