Morgunblaðið - 30.01.1944, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 30.01.1944, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 30. janúar 1944 Útg.: H.f. Arvakur, Reykjavík Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Óla Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Askriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlands, kr. 10.00 utanlands 1 lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Lesbók. Grundvöllurinn lagður MORGUNBLAÐIÐ birtir í dag álitsgerð lýðveldis- nefndar í skilnaðarmálinu. Nefndin gerir þar glögga grein fyrir þeirri meðferð skilnaðar- og lýðveldismálsins, sem Alþingi hefir ákveðið og mörkuð er í stjórnskipulögum landsins. Einnig ræðir nefndin ítarlega þjóðfundarhug- myndina, sem nú hefir verið vakin upp á ný, en hún var alveg sjerstaklega tekin til athugunar árið 1942. — Sýnir nefndin fram á, að þessi leið myndi hafa í för með sjer ófyiýrsjáanleg töf og truflun í meðferð skilnaðar- málsins og stofnun lýðveldisins. Eftir lestur álitsgerðar lýðveldisnefndar, ætti að vera lýðum ljóst, að það var af vel yfirlögðu ráði, að Alþingi ákvað þá meðferð skilnaðar- og lýðveldismálsins, sem mörkuð er í stjórnarskrárbreytingunni frá 15. des. 1942. Um þetta segir í álitsgerð lýðveldisnefndar: „Þessi leið þótti í senn hagkvæm og hin virðulegasta, sem unt var að velja. Með henni var trygt, að inn í sjálf- stæðismálið yrði eigi blandað deilum um gerólík atriði, svo sem kjördæmaskipun o. fl. Og með þessum hætti var hverjum einasta kosningabærum manni í landinu sjálf- um, án milligöngu nokkurra umboðsmanna, hvort heldur á Alþingi eða þjóðfundi, falið að kveða á um, hvora stjórn skipunina hann vildi kjósa sjer: Hvort hann vildi enn una erlendri konungsstjórn, eða hvort hann vildi koma á því lýðveldi, sem íslenska þjóðin hefir um aldir þráð. Þetta er svo einföld spurning, að henni getur hver ein- asti íslendingur svarað orðskviðalaust. Og hverjum ein- asta íslendingi ber að svara henni sjálfur og eigi fela neinum öðrum umboð til að svara henni. Um þetta á þjóðin sjálf að taka úrslitaákvörðun, en engir kjörnir eða sjálfkjörnir fulltrúar, í hversu háum stöðum, sem þeir kunna að vera“. Ætti hver einasti íslendingur að geta tekið undir þetta. ★ Við höfum áður hjer í blaðinu minst á þjóðfundarhug- myndina og sýnt fram á ókosti hennar. Hún á alls ekki við, eins og málum er háttað nú í okkar landi. Lýðveldisnefndin sýnir glögglega fram á, að þjóðfund- arleiðin geti leitt út í verstu ógöngur, auk þess, Sem hún myndi valda miklum töfum í meðferð aðalmálsins — skilnaðar- og lýðveldismálsins. Nefndin bendir rjettilega á, að ef þjóðfundarleiðin yrði farin nú, myndi hún „úti- loka beina þátttöku hvers einasta kjósanda í lýðveldis- stofnuninni“. Þegar svo nefndin hefir lýst þeim mörgu torfærum, sem eru á þessari leið, segir hún: „Afleiðing þessarar aðferðar mætti því vel verða sú, þegar búið væri að yfirvinna allar þær torfærur, tafir og sundrung, sem henni væru samfara, að þjóðfundurinn ákvæði þá skipun, sem meirihluti þjóðarinnar vildi á eng- an hátt við una, og má þá nærri geta, hversu hún mundi af öðrum virt. Getur því eigi komið til mála, að horfið verði af þeirri braut, sem hefir verið mörkuð að nokkru allt frá 1920, en að öðru frá 1942, þegar hefir verið við- urkend af erlendum aðilum og ein getur trygt íslensku þjóðinni sjálfri og þar með hverjum einasta kjósanda úr- slitaráð um það málefni, sem landsmenn allir verða að láta til sín taka og kveða á um“. ★ Lýðveldisnefndin og þeir þingflokkar, sem að henni standa munu í engu hvika frá þeirri stefnu, sem mörkuð hefir verið. Því ber að fagna. í niðurlagi álits lýðveldisnefndar segir svo: „Af því, sem nú hefir verið tekið fram, er ljóst, að ekki er fært, að Alþingi víki nú af þeim grundvelli, sem menn fyrir löngu hafa lagt um afgreiðslu þessara mála og núverandi ríkisstjórn er samþykk, og fari inn á nýja leið, sem hafa mundi í för með sjer ófyrirsjáanlega töf og truflun í meðferð skilnaðarmálsins og lýðveldisstofn- unar á íslandi“. ÞAR SEM trú, kærleikur og umhyggja er, - þar er einnig fegurð. Og þar á íað veia feg- ur. Þessvegna bera kirkjurnar það venjulega með sjer, hvern kærleika og umhyggju söfnuð- irnir sýna þeim. Þar sem söfn- uðir eru skeytingarlitlir um andleg má', þar sem kirkju- sokn er þeleg, þai eru kirkjurn ar venjuæga fremnr illa á ng komnar, ekkert gert þeim til skrauts og lítt til viðhalds. Þær standa þarna ómálaðar, gnún- ar af vindi, regni og byJjum, þessi hús, þar sem kristinn söfnuður á að leita anda sín- um skjóls. En aðrar eru hlý- legar, vistlegar og vel við haldið. Það þarf oft ekki ann- að en að líta á kirkjurnar til þess að sjá áhuga safnaðarins á andlegum málum yfirleitt þær eru merkið um trú fólks- ins, ef svo má að orði kveðá. — Sýn mjer trú þína af verk- unum, -— má ekki sjá trú fólks ins á því, hveinig það um- gengst musteri sin? Engum myndi þykja trú og trúrækni vor íslendinga of mik il, ef hann læsi hana út úr kirkjum landsins, að örfáum undanteknum. En sem betur fer er það að færast í vöxt, að safnaðarfólkið prýði kirkjur sínar, gefi þeim góða gripi og siái svo um, að þær sjeu þann- ig, að unun sje inn í þær að koma. En þó er þett.a sjaldgæft enn, því miður, og líklega fer þetta hægt, ef ekki er hægt að koma inn hjá fólkinu ást og virðingu fyrir kirkju sinni. — Vonandi er ekki mikið um það. að kirkjurnar sjeu notaðar sem geymslur, en þó mun ekki örgrant um það. Hvílíkur óramunur or ekki að taka við andlegum áhrifum i fögru og vistlegu umhveríi eða hrörlegu og köldu húsi, sem mest líkist yfirgefnum stað, er beðið er eftir að falli í rúst. Þetta er öllum kunnugt, þetta finnur hver sem er, en þó er lítið gert til þess að bæta þetta. Það er ekki örgrant um, að þetta muni véra vegna litils trúaráhuga, því fáir munu neita því, að af slíku hafa hin miklu listaverk, stóru kirkj- urnar erlendis risið af grunni. Við getum ekki búist við að geta reist neinar slíkar bygg- ingar, sem dómkirkjuna í Köln t. d., en við getum þó gert það að verkum, að guðshús vor sjeu hlý, skreytt eftir föngum og vel við haldið. Eitt gleðilegt tákn um auk- inn áhuga á þessum mikilvægu málum hefir þó komið fram, en það er, að konur í ýmsum sóknum hafa stofnað með sjer fjelög í því augnamiði að vinna að skreytingu kirknanna. Myndu ekki bændur þeirra geta stofnað fjelög til þess að sjá um, að kirkjurnar standi ekki ómálaðar árum saman og allir vindar himinsins blási inn um brotna gluggana, ef ekki er hægt að lagfæra slíkt með öðru móti, því fyrsta skil- yrðið til þess, að kirkjusókn og kirkjurækni fari yaxandi er það, að fólkið fái kiikjur til þess að sækja, verði haldið þeirri sannfæringu, að það eigi að fegra kirkjur sínar, gera þær fagran griðastað, þar sem gott er að vera. \Jilwerji ihripar: ❖ tjr dcuiíe <wx«,x-:*4X**:**:*,:**:w:**»^ ♦♦ o ♦ I aaleaa ííjinu | Vantar aðeins herslumuninn. ÞAÐ ER AÐ vakna áhugi með- al æskunnar í landinu fyrir því, að vernda íslenska fánann. Nú vantar ekki nema herslumuninn. Á afmæli íþróttasambands Is- lands, sem haldið var hátíðlegt í fyrrakvöld, var skorað á öll sambandsfjelögin, að beita sjer fyrir því að æskulýður landsins sýndi fána þjóðar sinnar sjálf- sagða virðingu. Hjer er stigið stórt og þarft spor í þessa átt í miklu þjóðernismáli. Fjöl- ment ungmennasamband iiefir nýlega gert samskonar ályktun. Hjer í þessum dálkum hefi jeg hvað eftir annað mint á, að þjóð- in eigi að sýna fána sínum meiri sóma, en gert hefir verið. Nú er árangurinn farinn að koma i ljós. En fleiri fjelög og fjelagssam- bönd þurfa að bætast í hópinn. Merkasta sporið yrði þó, ef kenslumálaráðherra vildi fyrir- skipa skólum landsins, að hafa forgöngu í því að kenna æskunni að virða fána sinn. Yrði það best gert með því, sem jeg hefi aftur og aftur bent á, að kensludagur í öllum skólum landsins byrjaði ávalt á því að börnin sýndu fána þjóðar sinnar virðingu og hefðu kennarar forustuna. Þó mætti t. d. láta börnin sjálf taka þátt í fánastundinni með því, að skift yrði milli nemenda, að hafa yfir nokkur orð til fánáns og þjóðern isins, eða með því að syngja fal- legt fánalag. Þannig byrjaði sjera Friðrik Friðriksson fundi í yngri deild K. F. U. M. á árunum. Hafði það mikil áhrif. Ekki meira um þetta að sinni, en vonandi verður sú vakning, sem nú er að verða með æsk . lýð þjóðarinnar, fyrir fánanum ekki svæfð fyrir tómlæti þeiri a eldri, sem eiga hiklaust að taka í hina örfandi hönd æskunnar i þessu máli. 9 Útvarpið. ÚTVARPSMÁL eru alveg fast- ur liður hjá þeim, sem skrifa bæjardálka í dagblöðin. Þetta er eðlilegt, bæði vegna þess, að útvarpið er svo stórt atriði í heim ilislífi manna, ef svo mætti að orði komast, og svo vegna hins, að blöðin hafa ekki annan vett- vang til að ræða um útvarps- mál. Af þeim fjölda brjefa, sem lesendur minir senda mjer, tel jeg að fullur þriðjungur sje um útvarpið. í þessum brjefum kem- ur greinilega fram, að mörgum finst ýmislegt ábótavant við dagskrá þess. Flestir, sem til mín skrifa kvarta undan hljómljstinni. Telja hana alt of þunglamalega og al- varlega. Nú skal jeg ekkert um það atriði dæma. Getur vel ver- ið, að þeir sjeu eins margir hlust endurnir, sem eru ánægðir með hljómlist útvarpsins, eins og hin- ir, sem óánægðir eru og að það sje aðeins þeir óánægðu, sem eru duglegri að skrifa. Báðir aðiljar hafa ábyggilega eitthvað til síns máls og það er | eins og jeg hefi margoft sagt, að útvarpið getur vel, sóma síns vegna, verið dálítið skemtilegra. „Meira kraft og meira fjörefni“ í útvarpsdagskrána, eins og einn brjefritari minn orðar ]>að. • Frjettalesturinn. MARGIR GAGNRÝNA frjetta lesturinn í útvarpinu, einkum hádegisfrjettirnar. Þær kóma aldrei á sama tíma. Það fer eftir *t* *♦**•**♦**♦*****♦**♦**♦**♦**♦* ‘t**#****4**^ [ atvikum hvenær byrjað er að lesa þær, Einhverntíma á tímæ- bilinu kl. • 12.20—12.30. Þetta er mjög bagalegt fyrir þá, sem fylgj ast vilja með frjettunum um há- degið. Allflestir hafa mjög naum an tíma um hádegi. Það vill því oft verða svo að menn missa af frjettum um hádegið végna þe«s, að þeir geta ekki reitt sig á að þær sjeu lesnar á ákveðnum tíma. Þetta þarf að lagfæra, ef útvaij#>sráð vill gera eitthvað fyr- ir hlustendur. Byrja á ákveðn- um tíma og byrja á mínútunni. Það skiftir ekki svo miklu máli hvaða tími er valinn, en þó mætti helst ekki byrja frjetta- lestur um hádegi fyrr, en kl. 12.20 og ekki síðar en 12.30. j Góð regla pr það þegar kvöld- frjettir eru lesnar, að lesa fyrst i upp yfirlit yfir það helsta, sem I er í frjettum. Það sparar' mönn- um ómak og tíma, að bíða eftir hvað sje í frjettum. En það er svo og verður með útvarpsfrjett- ir, að hlustendur hafa altaf tak- markað gagn af þeim, nema að þtir hafi tíma til að vera við út- varpstæki á ákveðnum tímum. Þessvegna væri það gott, ef frjettayfirlit, í mjög stuttu máli', væri lesið bæði á eftir og undan frjetium. Einkum væri það góð tilhögun um hádegið, að lesa stutt frjettayfirlit í lokin. Marg- ir hafa orðið síðbúnir heim í matmálstíma og mist af frjett- um. Ef yfirlit yfir helstu hádeg- isfrjettir væri lesið í lok frjetta- lesturs yrði bætt úr þeim óþæg- indunum. Leikritasamkepni útvarpsins. HVAÐ VARÐ úr samkepni, sem Ríkisútvarpið efndi til í fyrravetur um útvarpsleikrit? Áhugasamur skrifar mjer eftir- farandi brjef um það mál: „í fyrravetur, fyrir um það bil ári síðan, efndi Ríkisútvarpið til samkepni um útvarpsleikrit og hjet verðlaunum fyrir. Átti, að því er mig minnir, að skila hand- ritum fyrir mars—apríllok í fyrra. Síðan hefir ekkert heyrst um úrslit þessarar samkepni, annað en lítill leikþáttur, sem leikinn var í útvarpinu. Jeg frjetti, að allmörg handrit hafi borist, en næstum því ár er liðið án þess að úrslit samkepn- innar hafi verið birt. Það hefir verið kvartað nokkuð yfir því, að hörgull væri á hentugum útvarps leikritum og er þá væntanlega átt við íslensk leikrit. En er nokkur von til að áhugi fyrir þessum málum skapist með slíku einsdæma seinlæti? Jeg hefi aldrei vitað til þéss erlendis, að það tæki 10 mánuði, eða meira, að úrskurða 1 slíkri kepni, þó um margfalt meiri þátttöku væri að ræða, en hjer getur hafa verið“. Handavinna á fundum. ALVEG ER jeg hissa á kon- unni, sem vill láta fordæma, að konur komi með handavinnu sína á kveldsamkomur kvenna. Jafnvel þó verið sje að ræða um alvarleg mál. Öldum saman hafa starfsamar íslenskar kon- ur hlustað með athygli á fróð- leik í baðstofunum án þess að handavinna þeirra gleþti á nokkúrn hátt fyrir þeim. Það ætti að veía hægt énn og ætti enginn að hneykslast á.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.