Morgunblaðið - 30.01.1944, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 30.01.1944, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Svomudagur 30. janúar 1944 — Afstaða Norðurlanda Framh.^af bls. 7. Hann lýsti fullkominni á- nægju sinni yfir því, hve á- kveðnir Svíar hefðu verið- árið 1943, og var þakklátur fyrir þá hjálp, sem Svíar hafa veitt norsku þjóðinni, og eru Ðanir honum í þvi fullkomlega sam- mála. Norðurlönd og umheimurinn. En sjerstaklega mikilsverð voru uramæli hans um samstarf Norðmanna við stórveldin og afstaða til heimsmálanna í framtíðinni. Ummæli hans mintu á spakleg orð Friðþjófs Nansens, er hann sagði nokkru eftir 1920, að „sannur friður og velsæld kæmist aldrei á í Evrópu án samstarfs við Rússa” Lagði Lie áherslu á hinn virka þátt Sovjetrikjanna til að leysa verkefni framtíðarinnar. Er rjett að taka það fram, að Rússar hafa altaf verið vinveitt ir Dönum og Norðmönnum og afstaðan milli þeirra og Svía hefir aldrei verið betri en núw Lie ráðherra mintist á hags- munamál Norðmanna í Kína í sambandi við skipaútgerð þeirra. Hann hefði getað nefnt hagsmunamál allra Norður- landa í því sambandi. Að sjálfsögðu lagði hann mikla áherslu á samband það, sem Norðurlandaþjóðirnar alt- af hafa haft við engilsaxnesku þjóðirnar. Og þegar hann mint ist á framtíðina, lagði hann aðaláherslu á það samstarf þjóðanna, sem koma þarf á fót. Einnig þar markaði Lie ut- anríkisráðherra línu, sem ekki aðeins er norsk, heldur ætti að vera sameiginleg fyrir Norð- urlandaþjóðir. Jeg vona og treysti því, að svo verði. Og ekki verði um að ræða ein- angruð Norðurlönd, heldur sameinaðar þjóðir Norðurlanda, sem verða þátttakendur í hinu mikla alþjóðlega starfi, og inn- an þessa bandalags verði fyrst og fremst örugg samvinna milli Bandaríkja, Bretlands, Rúss- lands og Kina, og síðan annara þátttöku-þjóða. Lie utanríkisráðherra mint- ist á hið sjerstaka hagsmuna- samband við þjóðirnar umhverf is norðanvert Atlantshaf, og lagði áherslu á sameiginleg á- hugamál þeirra. Ræða hans var mikil ræða, sem lýsti rjettiþdum og skyld-1 um smáþjóðanna, en fyrst og fremst vilja Norðmanna (og urlandaþjóða) til styrkrar og virkrar samvinnu við allar friðsamar þjóðir í heimi, til þess að forðast þriðju heims- styrjöld á þessari öld. Hann getur talað með allri þeirri alvöru og myndugleik, sem dugnaður hans, konungs hans og frábær framkoma norsku þjóðarinnar hefir veitt Noregi. En hann talaði ekki aðeins sem Norðmaður, heldur einnig sem heimsborgari. Við aðrir Norðurlandabúar heyrðum, að hann kom orðum að hugsunum okkar og skoð- unum. Munið skatfaskýrsl- una Á MIÐNÆTTI aðra nótt er lokið fresti til að skila skatta- skýrslum til Skattstofunnar. Það eru því síðustu forvöð að skila skýrslum í dag og á morg- un. Skattstofan er í Alþýðuhús- inu við Hverfisgötu og er hægt að skila skýrslum í póstkassa Skattstofunnar. Þeir, sem ekki skila skýrslum, geta búist við að þeir verði látnir sæta dag- sektum. íþrótta- og• skemrisvæöi Rvík Elías Hannesson, bifreiðar- stjóri, er lýst var eftir í útvarp inu í gær, kom á lögreglustöð- ina um kl. 8 í ggærkvöld. Hafði hann verið það lengi í burtu, að farið var að óttast að eitthvað kynni að hafa komið íyrir hann eða bifreið hans, en svo var ekki. NEFND Súí er þæjarstjórrt skipaði til að géra’endanlegar tillögur um skipulagningu á væntanlegu íþrótta- og skemti- svæði Reykjavíkur í svonefnd- um Laugardal og nágrenni hans, hefir nú skilað tillögum sínum. í nefndinni eiga sæti: Gunn- ar Þorsteinsson, Sigmundur Halldórsson, Erlingur Pálsson, Jens Guðbjörnsson og Benedikt G. Waage. Auk þess hefir starf að með nefndinni íþróttaráðu- nautur bæjarins, Benedikt Jakobsson. í áliti nefndarinnar segir m. a. svo: „Stærsta og veglegasta íþróttamannavirkið telur nefnd in að eigi að verða fullkominn nýtísku leikvangur, í hæfilegri stærð, miðað við, að á honum geti farið fram kepni í velflest um íþróttum á alþjóðamæli- kvarða. Knattspyrnuvöllurinn verði 105x70 metr., hlaupabrautin 400 metr., beggja megin knatt- spyrnuvallarins verði atrennu- brautir fyrir hástökk, lang- stökk, stangarstökk og þrí- stökk. Loks verði kastbrautir. Sundlaugin verði skamt norð ur af leikvanginum, en þó í hæfilegri fjarlægð frá honum, þannig að hvorutveggja, leik- vangur og sundlaug, geti ver- ið notuð til kepni, án truflun- ar frá hinu. Þá leggur nefndin til, að bygðir verði búnings- klefar fyrir alt að 800 gesti og sólskýli fyrir jafn marga. — Ennfremur sje æskilegt, að að- staða væri fyrir baðgesti að njóta þar einnig gufubaða og jafnvel ljósa a. m. k. að vetri til. Nefndin telur þörf á, að kom ið verði upp átta æfingavöll- um, og verði 6 af þeim gras- vellir og 2 malarvellir. Gert er '.fáðífyfirl S | að grasvel^rmr;’)ver|i Jjúnjr svórieá'ritiu krossvéllir, éy hafa þann kost, að sól truflar þar miklu síður leikmennina. Þá leggur nefndin til, að ann ar leikvangur verði. Verði hann minni, og ætlaður fyrst og fremst knattspyrnu, en auk þess verði þar skilyrði fyrir iðkun frjálsra íþrótta. Þá verði reist tennis- og handknattleikshöll; ennfremur 4 tennisvellir og 8 handknatt- leiksvellir. Á sjálfu skemtisvæðinu ger- ir nefndin ráð fyrir, að reisa þurfi ýmsar- þýggingar, t. d. veitiirigahúís ’eðg skála. léikskála fyrir börn, hjómskála, þar sem hægt væri að halda útihljóm- leika eða söngleiki, borgarbú- um til skemtunar. Ennfremur leggur nefndin til, að allmikið svæði verði not að fyrir skóg- og blómarækt. Á miðju svæðinu verði rúm- góður leikvangur fyrir börn, útbúinn öllum venjulegum tækjum til leika. Auk þess að komið verði upp leikskýii til Framh. á bls. 30. 17. þing Fiskifjelags Islands sett í gær TILKYIMNIMG Frá og með 1. febrúar og þar til öðruvísi verður ákveðið, verður leigngjald fyrir vörubíla í innan- bæjarakstri, sem hjer segir: Dagvinna...kr. 14.18 með vjelsturtum 18,52 Eftirvinna kr. 17,47 með vjelsturtum 21,81 Nætur og helgid. kr. 20,76 með vjelsturtum 25,10 ' Vörubílastöðin ÞRÓTTUR. 17. ÞING Fiskif.jelags ís- lands var sett í Kaupþing- salnum í gær kl. 2 e. h. Maút- ir voru þessir fulltrúar: Fyrir Reykjavík: Benedikt Sveinsson, Oskar Halldórsson, Þorsteinn Þorsteinsson, og Þorvarður Björnsson. Fyrir Sunnlendingafjórðung Gísli Sighvatsson (Stefán Franklín ekki mættur). Fyrir Vestfirðingafjórðung: Arngrímur Fr. Bjarnason og Einar Guðfinnsson. Fyrir Norðl endingaf j órðung Magmis Gamalíelsson og Ilelgi Pálsson. Fyrir Austfirðingafjórðung: Friðrik Steinsson (um sinn þar til Árni Vilhjálmssou kemur, en Þórðnr Einarsson ókominn). Forseti Fiskifjelagsins, Davíð Ólafsson, bauð fulltrúa vel- komna á þingið. Minntist hann hinna mörgu sjóslysa, er orðið höfðu síðan síðasta Fiskifje- lagsþing sat á rökstóhtm. Kvað hann öryggismál sæfareuda vera ofar í hugum rnanna en nokkru sinni fyrr og mundi þing þetta vafalaitst ræða þau mál og væri mikils um vert að tækist að benda á r.jettar leiðir í þessum málum, Bað hann fulltrúa að minnast hinna mörgu íslendinga, sem látið hefðu lífið við skyldu- störf á hafinu frá því fiskiþing kom saman, með því að rísa úr sætum sínum. Að því búnu vjek forseti að málefnum Fiskifjelagsins og ha'g útgerðarinhár. Þegar forseti hafði lokið máli sínu, var gengið til kosninga á starfsmönnum þingsins og til nefnda. Fundarstjóri var kosinn Þor steinn Þorsteinsson, en vara- fundarstjóri Helgi Pálssoh. Ritari var kosinn Arngrímur Fr. Bjarnason, en vararitari Friðrik Steinsson. 1 kjörbrjefanefnd voru lrosn ir: Þorstginn Þoi’steinsson. Þor varður Björnsson og Helgi Pálsson. 1 dagskrámefnd: Þor steinn Þorsteinsson, Einar Guðfinnsson og Gísli Sighvats son. I fjárhagsnefnd: Arri- grímur Fr. Bjarnáson, Gísli Sighvatsson, Óskar Halldórs- son, Helgi Pálsson og Friðrik Steinsson. í sjávarútvegsnefnd Þórður Einarsson, Einar Guð- finnsson, Stefán Franklín Magnús Gamalíelsson og Þor- varður Björnsson. 1 allsherj- ainefnd: Þórður Einarsson, Stéfán Franklín og Benedikt Sveínsson. I laganefnd: Arn- grírnur Fr. Björnsson, Bene- dikt Sveinsson, Magnús Gam- alíelsson, Gísli Sighvatsson og Friðrik Steinsson.____________ Næsti fundur verður á morg uu kl. 2i/2 eftir hádegi. Á dagskrá verður : 1. Reikn- ingar fjelagsins 1942—’43. 2. Fjárlagaáætlun 1944—’45. 3. Skýrsla um árin 1942-1943. vooooooooooooo©oooooooooóooooooooooooooooooóoooooooooooooopckx>poo<xx>oooo<x>ooooooo) — Tvær hringingar. Það er átt við naig. —- Pram- kvæmdastjórinn: — Jeg hefi hringt á leynilög- reglu verslunarhússins, X—-9, og Kjér koiha þeir. iT?rifi• • 1 X—9: Agætt. Jeg ætla að segja nokkur orð við þá. — Strokufanginn, Alexander mikli, ér laus hjer r í vérslunalhúsinu. Við Vefðúm áð léitk frá kjall- .lí. ára upp á efsta loft. — riVeiii.g n.uf nann út? í íþróttadeildinni. Alexander; — Hversvegna Kringir þessi'bjalla? .1 t' I • ti< t; •• , fíl i < ? il nvi t

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.