Morgunblaðið - 30.01.1944, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.01.1944, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 30. janúar 19441 Álitsgerð lýðveldisnefndar í skilnaðarmálinu GRUNDVÖLLURINN ER ÞEGAR LAGDUR Lýðveldisnefndin, sem er samvinnunefnd þeirra þriggja þingflokka, sem með yfirlýsingu 1. desember f. á. bundust samtökum um framgang lýðveldismálsins á Alþingi, viil láta eftirfar- andi álit sitt í ljós út af nýlega framkomnum tillög- um um sjerstaka meðferð skilnaðarmálsins: JAFNSKJÓTT sem ljóst varð, að sambandi íslands og Dan- rrrerkur riíundi þá og þegar slitið og lýðveldi stofnað hjer á landi, var tekið að íhuga, með hverjum hætti ákvarðan- ir um þessi efni skyldu form- lega gerðar. Menn-gerðu sjer þess þegar grein, að þótt Al- þingi eitt eða í samvinnu við ríkisstjórn kynni að neyðast tii að gera bráðábirgðaákvarð- anir um þessi efni, þá bœri að skjóta þeim til fullnaðárákvörð unar þjóðarinnar sjálfrar með einum eða öðrum hætti. Um brottfall sambandslag- anna var frá uphafi ákveðið í þeim sjálfum, sbr. 12. mgr. 18. gr. laganna, að fyrst skyldi Al- þingi gera um það sínar sam- þyktir, en síðan skyldu þær bornar undir atkvæði þeirra, sem atkvæðisrjett hafa við al- mennar kosningar til löggjaf- arþings landsins. Hver leið, sem farin er um afnám sambandslaganna, er það samræmast eðli málsins, að þjóðin sjálf segi á .þennan hátt með beinni atkvæða- greiðslu til um, hvort hún vilji láta sambandslögin gilda áfram eða eigi. Um þetta atriði hlýtur þó 2. irigr. 76. gr. stjskr. 1920, sbr. 2. mgr. 75. gr. núgildandi stjskr. að skera úr, en þar segir: „Nú samþykkir Alþingi breyting á sambandslögum íslands og Danmerkur, og skal þá leggja það mál undir atkvæði allra lcosningabærra manna í land- inu til samþyktar eða synjun- ar, og skal atkvæðagreiðslan vera leynileg". Þetta ákvæði á élKki síður við, ef um er að ræða algert brottfall sambands laganna en einfalda breytingu þeirra. Hvað sem gildi sjálfra ssmbandslaganna líður, fólst það þyí þegar í stjskr. 1920 og •tendur enn óhaggað, að sam- bandslögin yrðu ekki endan- Jega afnumin nema með beinu þjóðaratkvæði. Enginn vafi hefir því nokkru ¦síhni leikið á því, að afnám sambandslaganna yrði eigi ráð ið nema með beinni atkvæða- greiðslu þjóðarinnar sjálfrar. Nokkru meiri vafi Ijek á um það, hverja aðferð skyldi við hafa um stofnun lýðveldis á íslandi og setning lýðveldis- stjórnarskrár. Fljótt á litið hefði e. t. v. sýnst greiðfærast að fara hina venjulegu stjórnskipulegu leið urn breytingar á stjórnar- skránni. Það er að segja, að Al- þjngi samþykti fyrst hina nýju íkipan, síðan væri þingið rofið Og efnt til nýrra kosninga, n^álið því næst lagt fyrir hið nýkosna þing, og ef það þá næði Aðrar leiðír mundu valda liií oij truflun samþykki óbreytt, skyldi það lagt til staðfestingar eða synj- unar handhafa konungsvalds, þ. e. "nú ríkisstjóra. Að athuguðu máli þótti þessi leið þó eigi fær. Hún þótti of svifasein á slíkum ólgutímum sem þessum, þegar allra veðra er von og alt getur verið undir því komið, að eigi hafi of lengi dregist að komið yrði fastri skipun á stjórn ríkisins. En öðru fremur þótti þjóðinni sjálfri eigi gefið nóg úrslitavald í málinu með þessum hætti. Nú á tímum er það óumdeilt með stjórnfrjáisum þjóðum, að alt vald komi frá þjóðinni sjálfri. Þegar ákveða átti, hvort hún skyldi í framtíð búa við konungdæmi eða lýðveldi gat því eigi komið til mála, að sú skipun, sem þjóðin kysi sjálf, væri látin stranda á synj unarvaldi neins einstaks manns hvort sem það væri konungur eða handhafi valds hans, rík- isstjóri. Þessvegna varð að búa svo um, að þjóðin sjálf hefði um þetta hið endanlega ákvörð- unarvald. * AF ÞESSUM orsökum var þyí hreyft snemma á árinu 1941, af Jónasi Jónssyni alþm., að eðlilegt væri, að saman yrði kvaddur sjerstakur þjóðfund- ur til ákvörðunar um lýðveld- isstofnun hjer á landi. Með hugmynd þessari var mint á þann atburð í Islandssögu, sem einna mestur ljómi stendur af, þjóðfundinn 1851. Það er því eðlilegt, að íhugað væri, hvort eigi væri heppilegast að leysa málið nú með þessum hætti. En aðstaðan var gerólík. Alþingi hafði að vísu verið endurreist 1845. En á þeim ár- um var þingið eigi löggjafar- þing, heldur einungis ráðgjafar samkoma fyrir einvaldan kon- ung, sem tregðaðist við að láta íslendingum í tje hið sama fullveldi yfir málum þeirra og hann ljet Dönum í tje með kvaðning þjóðfundarins danska 1848—49. íslendingum var ljóst, að hið ráðgefandi Al- þingi gat eigi farið með neitt hliðstætt vald ^þjóðfundinum danska, og því lögðu þeir meg in áherslu á, að saman yrði kvaddur á íslandi reglulegur þjóðfundur með óskoruðu valdi slíks fundar. Danska stjórnin ætlaðist aldrei til þess, að fund urinn 1851 hefði slíkt vald, og umboðsmaður hennar hleypti fundinum upp, þegar í ljós kom, að fundarmenn hjeldu fast á hinum íslenska málstað. Alþingi er nú eigi ráðgefandi samkoma útlends einvaldskon- ungs, heldur rjettur aðili um stjórnarskrárbreýtingar og því með öllu ósambærilegt við ráð- gjafarsamkomuna frá 1845. Fordæmið frá 1851 átti þegar af þeirri ástæðu ekki við. Munu og vandfundin dæmi þess, að sjerstaklega kosinn þjóðfundur eða stjórnlagaþing hafi vcrið kallað saman hjá þjóð, sem hafði jafnframt starfandi lög- gjafarþing. Engu að síður var þjóðfund- arhugmyndin mjög rækiléga rædd, einkum sumarið 1942, þegar þingmenn og ríkisstjórn báru saman ráð sín um, á hvern veg stofnun lýðveldis yrði best trygð. Áttu fulltrúar flokkanna þá samtöl um þetta við ríkisstjórn og herra ríkisstjóra. Voru þá í upphafi sumir þess hvetjandi, að við síðari kosn- ingar 1942 væri sett í stjórn- arskrána heimild til kvaðning- ar þjóðfundar um úrslitaákvörð un þessa máls. Að athuguðu máli virtust þó allir horfnir frá því ráði. Höfuðástæðan til þess var það álit manna, að þjóðarfund- ur ætti eðli sínu sámkvæmt að vera fullvalda stjórnlagaþing. Slíkum þjóðfundi yrði því eigi takmarkanir settar. Ef hann er saman kominn, þá getur hann sett hver þau ákvæði varðandi stjórnskipun landsins, sem meiri hluta hans líst. Þar mundi t. d. hægt að gerbreyta kjör- dæmaskipun landsins og yfir- leitt gera allar aðrar hugsan- legar breytingar á stjórnskip- uninni. Ef þessi háttur var á hafður, var því Ijóst, að skiln- aðinum við Danmörku og lýð- veldisstofnun mundi blandað saman við harðvítug deilumál, með þjóðinni í stað þess að hefja þessi alþjóðarmál ofar öllum dægurdeilum manna. Hjer við bættist, að ákaflega erfit hlaut að verða að koma sjer saman um kosningalögin til þjóðfundar, svo sem kjör- dæmadeilurnar 1931 til 1933 og 1942 bera Ijósast vitni um, og fyrír því og eðli þess um land alt. Alþingi það, sem saman kom að loknum kosningum sam þykti frv. einnig í einu hfjóði og hlaut það síðan staðfestingu ríkisstjóra 15. des 1942 og er því nú hluti af stjórnarskrá íslenska ríkisins. Þannig var mörkuð leiðin, sem fara skyldi við lýðveldisstofnunina og tók þetta- alt ærinn tíma og mikið starf eins og kunnugt er. Þessi leið þótti í senn hag- kvæm og hin virðulegasta sem unt var að velja. Með henni var trygt, að inn í sjálfstæðis- málið yrði eigi blandað deilum um gerólík atriði, svo sem kjör dæmaskipun o. fl. Og með þess um hætti var hverjum einasta kosningabærum manni í land- inu sjálfum, án milligöngu nokkurra umboðsmanna, hvort heldur á Alþingi eða þjóðfundi, falið að kveða á um, hvora stjórnskipunina hann vildi kjósa sjer: Hvort hann vildi enn una erlendri konungs- stjórn, eða hvort hann vildi koma á því lýðveldi, sem ís- lenska þjóðin hefir um aldir þráð. Þetta er svo einföld spurn- ing, að henni getur hver einasti Islendingur svarað orðskviða- laust. Og hverjum einasta Is- lendingi ber að svara henni sjálfur og eigi fela neinum öðr- um umboð til að svara henni. Um þetta á þjóðin sjálf að taka úrslitaákvörðun, en eng- ir kjörnir eða sjálfkjörmr full- trúar, í hversu háum stöðwn sem þeir kunna að v^ra. * ÞANGAÐ til ríkisstjóri undir- ritaði stjórnskipunarlögin 15 mundi þó þeim mun harðara K lg42 Qg gergl þau þar meB hafa verið deilt um kosninga-!að Muta af stjornarskrá ís.. lögin til þjóðfundar, sem vald ! lengka ríkigins> gat menn greint hans er óskoraðra en Alþingis. á um, hverja aðferð skyMi við "*T jhafa í þessu. Eftir það kemst SUMARIÐ 1942 varð því enginn efi að, nema því aðeins, að samkomulagi að hverfa frá að menn vilji nú gera nýja þjóðfundarhugmyndinni í sam- : stjórnarskrárbreytingu til und- bandi við stofnun lýðveldis. irbúnings sambandsslitum og í þess stað samþykti Alþingi Kðveldisstofnun. Afnema bæði sumarið 1942 einum rómi svo.2. og 4. málsgr. 75. gr. stiskr. kosningareglur til þjóðfundar- ins, eigi síst ef þar ætti sæti óákveðinn fjöldi sjálfkjörinna manna, að fulltrúar algers minni hluta landsmanna rjeðu úrslitum á slíkum fundi. Afleiðing þessarar aðferð- ar mætti því vel verða sú, þeg- ar búið væri að yfirvinna allar þær torfærur, tafir og sundr- ung, sem henni væru samfara, að þjóðfundurinn ákvæði þá skipun, sem meiri hluti þjóð- arinnar vildi á engan hátt við una, og má þá nærri geta, hversu hún mundi af öðrum virt. Getur því eigi komið til mála, að horfið verði af þeirri braut, sem hefir verið mörkuð að nokkru alt frá 1920, en að öðru ffá 1942, þegar hefir verið viðurkend af erlendum aðilum og ein getur trygt íslensku þjóð inni sjálfri og þar með hverjum einasta kjósenda úrslitaráð um það málefni, sem landsmenn allir verða að láta til sín taka og kveða á um. Af öllu því sem nú hefir ver ið tekið fram, er ljóst, að ekki er fært, að Alþingi víki nú af þeim grundvelli, sem menn fyr ir löngu hafa lagt um afgreiðslu þessara mála og núverandi rík- isstjórn einnig er samþykk, og fari inn á nýja leið, sem hafa mundi í för með sjer ófyrirsjá- anlega töf og truflun í með- ferð skilnaðarmálsins og lýð- veldisstofnunar á íslandi. felda stjórnarskrárbreytingu: „Aftan við 3. málsgr. 75. gr. stjórnarskrárinnar bætist ný málsgrein, svohljóðandi: Þegar Alþingi samþykkjr þá breytingu á stjórnskipulagi Islands, sem greinir í ályktun- um þess frá 17. maí 1941, hefir sú samþykt eins þings gildi sem stjórnskipunarlög, er meiri hluti allra kosningabærra manna í landinu hefir með leynilegri atkvæðagreiðslu sam þykt hana. Þó er óheimilt að gera með þessum hætti nokkrar aðrar breytingar á stjórnar- skránni en þær, sem beinlínis leiðir af sambandsslitum við Danmörku og því, að íslending- ar taka með stofnun lýðveldis til fullnustu í sínar hendur æðsta vald í málefnum ríkis- ins". Þetta stjórnarskrárfrumvarp lá fyrir við kosningarnar haust- ið 1942 og var þá gerð grein og fjarlægjast þannig enn meir en áður þann háU, sem fré upp hafi var hugsaour um afnám sambandslaganna, og úiiloka beina þátttöku hvtrs eínasta kjósanda í lýðveldisstofnuninni Ef menn teldu s'ukí ráðlogt nú yrði Alþingi fyrst að sam- þykkja það, svo yrði að rjúfa þing og kjósa almennum alþingiskosningum, Alþingi koma saman á ný og endursam þykkja hin nýju ékvæði ó- breytt og ríkisstjóri að stað- festa þau. Því næst þyrfti að koma sjer saman um nánari kosningareglur til þjóðfundar og kynni það að reynast full- erfitt. Þá væri eftir að kjósa til þjóðfundar almennum kosning- um um land alt og væri þó enn eftir hið mikla starf þjóðfund- arins, þar á meðal að kveða á um sambandsslit og lýðveldis- stofnun. Þá er þess að gæta, að svo kynni til að takast um Skipstjórar og \ stýrimenn ræða ör« yggismál sjómanna FUNDUR var haldinn í Skipstjóra- og stýrimannafje- lagi Reykjavíkur í fyrradag. A fundinum voru tekin til • umræðu öryggismál, launamál o. fl. Eftirfarandi ályktanir voru gerðar: 1. í öryggismálinu var kos- in 5 manna nefnd til þess að starfa með öðrum stjettarfje- lögum um endurskoðun lög- gjafar um öryggi á sjó, og gera tillögur þar að lútandi. 2. Samþykt var að leggja sjerstaka áherslu á það, að leyft verði að veðurfregnir verði framvegis sendar til skipa á fiskislóðum. Á fundinum var það upplýst, að setuliðið lætur af hendi veðurfregnir, á hvaða tíma sem er, til þeirra skipa, sem í þjón- ustu þess eru. Ennfremur er það kunnugt, að veðurfregnir eru sendar uríi talstöðvar í Grímsey, Flatey, Málmey og Horn, þótt á dulmáli sje. 3. Samþykt var að fara þess á leit við vitamálastjóra, að hann hlutist til um, að leiðar- merki þau, er setuliðið hefir látið setja á siglingaleiðina inn sunnanverðan Faxaflóa og önn ur leiðarmerki, sem að gagni mega koma í framtíðinni, fái að standa, enda þótt setuliðið hverfi hjeðan, enda verði þau árlega mæld upp og endurlit- in sem vera ber.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.