Morgunblaðið - 03.02.1944, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.02.1944, Blaðsíða 2
 2 MORGUNBLAÐIÐ Fimtudag’ur 3. febrúar 1944 Minning þeirrn, er fórust með Mnx Pemberton iVlinningarguðsþjónusta í dag í DAG kl. 1,30 fer fram minningarguðsþjónusta í Dóm- kirkjunni um þá 29 sjómenn, sem fórust með botnvörp- ungnum Max Pemberton. Síra Bjarni Jónsson vígslu- biskup messar og verður athöfninni útvarpað. Mjög mörg fyrirtæki bæjarins loka í dag eftir hádegi, vegna minningarathafnarinnar og eru tilkynningar um lokanir birtar annarsstaðar í blaðinu í dag. KVEÐJUORÐ S)jera Sri&ril SJaíícjrúnSSon: * « Sanníð með sorgmæddum í DAG minnast Reykvíkingar látinna skipverja af ,,Max Pemberton“ og ástvina þeirra með guðs- þjónustu í Dómkirkjunni. En það eru ekki Reyk- víkingar einír, sem minnast og sakna: Það eru ekki þeir einir, sem finna til með þeim, sem eiga dýr- mætustu ástvinunum á bak að sjá. Um land alt hafa menn fundið til sársaukans og þess mikla sárs, sem þjóðarlíkaminn var særður, er hann átti nærri þrem tugum vaskra manna á bak að sjá. Víða um land mun fólk í dag sitja við útvarpstæki sín og taka þátt í þeim hugsunum og bænum, sem fram eru bornar í Dómkirkjunni. Mennirnir eru svo gjörðir, að þá langar til að skilja örlög sín. Þeir eru altaf að reyna að gjöra sjer grein fyrir orsökum þess, sem fyrir þá kemur. Og sjerstaklega þegar eitthvað kemur sárt við þá, vaknar þessi spurning hjá þeim: hvers vegna þurfti þetta að koma fyrir mig? En þeir fá sjaldnast það svar, sem þeim nægir. Mótlætið verður okkur ráðgáta meðan.við lifum hjer á jörðu. Það er eftirtektarvert, að Jesús Kristur, sem sagði lærisveinum sínum svo margt sem þeir þurftu að vita, sagði þeim aldrei hvernig á því stæði, að fjöldi fólks þyrfti sárar sorgir og langvinnar þrautir að þola. En hann sagði annað, sem hefir veitt óteljandi hreldum mönnum þrek og hugrekki til að þola sárustu sorgir án þess að bugast. Hann sagði: „Komið til mín allir þjer, sem erfiðið og þunga erúð hlaðnir, og jeg mun veita yður hvíld“. Hann býður þeim til samfjelags við sig, svo að hann geti borið sorgirnar með þeim. Þau skilaboð frá honum langar mig til að flytja þeim, sem eiga rrú um svo sárt að binda og við höfum sjerstáklega í huga í dag. Jeg get ekki beðið þeim neins betra en þess, að hann, sem er miskunnsamastur og mátt- ugastur allra, fái flutt þeim huggun sína. Því að alt það í lífi okkar, sem við fáumst við í samfjelagi við hann, hvort heldur er Ijúft starf eða sár sorg, verður til þess að flytja okkur blessun. Við vöxum fyrir það bæði að lífsreynslu og þroska. Jeg hefi stundum vearið að hugsa um það, hve inni- leg hlýtur að hafa verið samúð Jesú og hve sárt hann hlýtur sjálfur að hafa fundið til, þegar þeir urðu á \jggi hans, sem bágast áttu. Við þekkjum það af rf:kur sjálfum, þegar við höfum liðið með einhvlgýbm öðrum. En við vitum að samúð okkar er óffillkomin í samanburði við samúð hans, sem kærk&ksríkastur er allra og best skilur þjáningar mannlegrar sálar. Frásögur guðspjallanna bera það líka með sjer, hve gott mönnum varð af því, að trúa honum fyrir vandkvæðum sínum og njóta samúðar hans. Hann er enn í dag hinn sajni. Og hann nær enn í dag eins vel og fyrir 19 öldum til þeirra, sem til hans vilja leita. Hann hugsar með innilegustu sam- úð til okkar hryggu vina. Látum okkar samúð verða að bæn til hans fyrir þeim. Je^f trúi svo fastlega á mátt bænarinnar, að jeg efast ekki um að þeim geti orðið lið að bænum okkar, ef við hugsum til þeirra af einlægri samúð og til hans í auðmjúkri trú á elsku hans og mátt. „Guð huggi þá, sem hrygðin síær“. „KOMUM A MORGUN“, það var síðasta kveðja ykkar til ástvinanna, ættingjanna og útgerðar skipsins. Oll biðum við í eftirvæntingu, milli von- ar og ótta, „því margt skeður á sæ“ og getur heilan hindrað. En vonarneistinn dó. Við okk- ur blasti hin ægilega stað- reynd: Þið voruð horfnir í hafsins djúp. Skeytið og kveðja ykkar: „Komum á morgun" hafði ræst í annarlegri merk- ingu. Þið voruð þá komnir til æðri heima. Sumir ykkar höfðu verið samstarfsmenn annars okkar lengst af í 30 ár og margir beggja okkar á annan tug ára. Alla þektum við ykkur sem dugmikla sjómenn, sem sönn ánægja var að hafa saman við að sælda. í blíðu og stríðu, á friðar og ófriðartímum, höfðuð þið siglt „Max Pemberton“ og ávalt við góðan orðstír. Þegar „ásýnd allra landa er orðin sem vítis- bál“ og við hættur hafsins sjálfs bættust ógnir ófriðarins, hjelduð þið ótrauðir áfram að: „flytja þjóðinni auð, sækja barninu brauð, færa björgin í grunn undir framtíðarhöll“. Það voru sameiginlegar von ir okkar, að við myndum allir sjá þeim ragnarökum linna, sem nú hafa dunið yfir heim- inn, og að þá mætti takast að fá.nýtt og stærra skip. Vegna * dulinna og ófyrirsjáanlegra atvika lifðuð þið ekki að sjá rofa til. En þið stóðuð til hinstu stundar með heiðri á þeim vett vangi, þar sem baráttan er jafnan hörðust, en ,um leið mikilvægust fyrir lífsafkomu þjóðarinnar. Astvinir, ættingjar, við út- gerðarmenn skipsins og- öll ís- lenska þjóðin höfum mist mik- ils við fráfall ykkar. Söknuð- urinn eftir ykkur er sár. Hjartans þakkir fyrir sam- starfið. Guð blessi minningu ykkar og veiti syrgjendum huggun. Halldór Kr. Þorsteinsson. Sveinn Benediktsson. Nokkur kveðjuorð til Maack-feðganna EFTIR 28 ára sambýli verða þeir feðgarnir Pjetur eldri og Pjetur yngri Maack mjer ó- gleymanlegir, svo miklir voru mannkostir þeirra og svo mikla gæfu tel jeg það mjer og heimilisfólki mínu að hafa verið samvistum við það ágæta fólk. Þar var sannarlega hið fegursta sambýli foreldra og barna alt frá móður húsbónd ans, frú Vigdísi Maack prests- ekkju, sem nú er fyrir nokkru látin, og að öllum mannkost- um var frábær kona. Jeg veit, að fjölskyldur feðg anna hafa svo mikið mist, að síst situr á mjer að rekja raun- ir, en þegar þeir eru horfnir okkur, hlýt jeg að minnast þess, að á betri vini varð ekki kosið. Manndómur þeirra var mikill, trygð þeirra var óbil- andi og eftir nærfelt þrjátíu ára samvistir þykist jeg mega fullyrða, að þeir hafi verið ó- venjulegir mannkostamenn, svo að endurminningin um þá geymir enga skugga. Yfir dag- fari þeirra öllu var sú heið- ríkja, sem gerir minninguna um þá bjarta. Það gerir raunar söknuðinn sáran, en gefur líf- inu jafnframt innihald, að minnast svo dýrmætra vina. í þakklátri endurminningu um liðin ár bið jeg ástvinum þeirra blessunar Guðs og sjáM- um þeim brautargengis í nýja heiminum. En þangað mun gott að koma með hreinan skjöld eftir dáðríkan ævidag. Sigurður Gunnlaugsson. Hin mikla fórn Hversu sár er harmafregnin þunga, hvergi lýst fær nokkur mannleg tunga, gjörvöll þjóðin látna sjómenn syrgir, sem að aldan hafs í djúpi byrgir. Hafið einatt hárra fórna krefur, hrausta marga drengi í örmum vefur. Ennþá hefir þjóðin þurft að gjalda þunga fórn í ægisdjúpið kalda. Horfinn burt er hópur góðra manna, heim, sem koma ei meir til ástvinanna, í þeirra brjósti er dýrsta vonin dáin, döprum augum hvarfla út á sjáinn. Þarna hvíla tugir tveir og níu, sem tengdir voru ást og vina hlýju, sofa vært und’ sævarbáru kliðum, saman allir út á fiskimiðum. Horfnu vinir hafið ævarandi hjartans þökk fyrir alt, á sjó og landi. Önnur fegri strönd var fyrir stafni og stýrðuð þangað heim í drottins nafni. Himna guð, sem heimi öllum ræður, liönd þín styrki ekkjur, börn og mæður og aðra þá sem bera hrygð í huga, harma og sorg þeir megi yfirbuga. Ágúst Jónsson, Myndarlegl blað, sem fer inn á nýjar brautir Janúarhefti blaðsins „Akra- nes“ er nýútkomið. Með því hefst 3. árg. blaðsins og stækk- ar um helming, með því að það verður hjer eftir 12 síður hverju sinni í stað 8 áður. — í þessu blaði hefst ævisaga Geirs Zoea, rituð af Gils Guðmunds- syni kennara. Er þar rakin ætt og uppruni Zoégaættarinn- ar. Hjer er um merkilega ný- ung að ræða, þar sem blaðið ætlar að láta semja ævisögur „íslenskra athafnamanna", á- framhaldandi, eftir því sem við verður komið, og birta kafla úr þeim í blaðinu. Ætlunin er að gefa -þær út í bókarformi, eftir að hafa birt þessa kafla í blaðinu. Verður ævisaga G. Zoéga þannig fyrsta bindi þessa samstæða verks, og mun það koma út á þessu ári. í þeim tveim árgöngum, sem þegar eru komnir, er margan og mikinn gamlan fróðleik að finna, sem hvergi er annars- staðar að fá, auk margra greina um hin margvíslegustu efni. Blaðið er vandað að öll- um frágangi og prentað á góð- an pappír. I þessu* umrædda hefti er m. a. þessa efni: láf- um ekki upp það ljótasta í sögunni. Löng grein um As- mund heit. Þórðarson á Há- teig, sem nýlega er látinn 93 ára að aldri. Um upphaf versl- unar- á Akranesi o. fl. o. fl. Blaðið „Akranes“ er á góð- um vegi með að afla sjer mik- illa vinsælda, og mun fljótt eignast traustan lesendahóp út um alt land, svo mörg sem hugð arefni þess eru, og þeim gerð góð skil. Ræð jeg öllu hugs- andi fólki til að kaupa blaðið, lesa það og halda því saman. Það er laust við pólitík en tekur fast og einarðlega á hverju því efni sem tekið er til meðferðar ag áhuga, einlægnil og skilningi. S. M. Jóhann Jósefsson endurskosinn í stjórn Síldarúfvegsnefndar JÓHANN Þ. Jósefsson alþm. hefir »erið endurkjörinn 3 stjórn Síldarútvegsnefndar afi hálfu útgerðarmanna. Lögin mæla svo fyrir, að einn af stjórnendum Sjldarút- vegsnefndar skuli kjörinn af útvegsmönnum. Kosningarrjetti hafa á hverjum tíma þeir út- vegsmenn sem veiða síld ti| söltunar sumarið áður en kosn! ing fer fram, og öfluðu meirai en 100 tn. síldar. I Atkvæði fjellu þannig að þessu sinni, að Jóhann Þ. Jós- efsson var kjörinn með 43' atkv. Óskar Halldórsson hlauti 34 atkv. og var hann næsturi Jóhanni að atkvæðatölu. Vara- maður Jóhanns var kjörinrí Ólafur Jónsson, útgerðarmaður] í Sandgerði, með 36 atkv.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.