Morgunblaðið - 03.02.1944, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 03.02.1944, Blaðsíða 12
12 landgangan á l-eyjum gengur að óskum Pearl Harbor. Einkaskeyti til MorgunbL írá Reuter. ÞAÐ VAR opinberlega til- kynt hjer í aðalherstöðvum Chester Nimitz, flotaíoringja, að Bandaríkjamenn hefðu náð á sitt vald eyjúnni Roi í Mars- halleyjáklassanum og ennfrem- ur að þeir hafi sett lið á land á eyjunum Kwajalein og Na- mur. Ennfremur var það tekið fram, að hernaðaraðgerðir geogju að óskum. Þá var og skýrt frá því í hernaðartilkynningunni. að Bandaríkjamenn hefðu ekki enn beðið neitt tjón á herskip um og að manntjón væri til- tölulega lítið, það sem af væri. Talsmaður Nimitz flotafor- ingja skýrði blaðamönnum svo frá, að „nokkrar tylftir fanga“ hefðu verið teknir, en það er eins og kunnugt er, sjaldgæft að Japanar láti taka sig til fanga. Arás Bandaríkjamanna kom Japönum algerlega á ó- vart og hafa þeir, enn sem köm ið er, ekki veitt neina verulega mótspyrnu. Mestu örðugleikar, sem Bandaríkjamenn hafa átt við að stríða, eru eldar þeir sem kviknað hafa á eyjunu.m í hinni gríðarlega miklu skothríð, sem haldið var uppi frá her- skipum og flugvjelum áður en innrásin í eyjarnar var gerð. Stærsti flugvöilur eyjanna. A Roi-eyju, sem nú er í hönd um Bandaríkjamanna, er stærsti flugvöllurinn á Mars- halleyjum og er talið að Banda ríkjamenn geti tiltöluléga fljótt haft not af þessum flugvelli, er gert hefir verið við þær skemdir, sem þeir sjálfir hafa valdið með skothríð sinni. Fyrsta hernaðarstjórn á japönsku landi. Percy Fince* frjetaritari Reuters í aðalherstöðvum inn- rásarliðs Bandaríkjamanna í Kyrrahafi, símar í kvöid, að feandaríkjamenn muni setja upp fyrstu hernaðarstjórn á japönsku landi á Marshalleyju. Menn, sem hafa fengið sjer- staka mentun til að taka að sjer slíka sfjórn í óvinalandi, eru að-ganga á land á Kwaja- Jein AtoH. Þessi nýja land- stjórn hefir með sjer prentaðar yfirlýsingar á japönsku og ensku, og ný mynt verður tek- in upp. ' Flutningaflugyjel al slærslu gerð > f? f RISAFLUGVJELAIí af þeirri'gerð, sem hjer sjest á myndinni, geta borið 15 smálestir af vörum og flogið með 400 km. hraða á klukkustund. Flugvjelar þcssar nefnast DC-4 og hafa fjóra hreyfla. Ameríski hcrinn notar þcssar flugvjelar til fl itninga um licim allan. © ■SíkiAitu ^rjettir: Vörugeymsla brennur . A sjötta tímanum í morg- un logaði eldur í vöru- geymsluhúsi Verslunar Br. Bjarnasonar við Vallastræti. Ekki var talin hætta á að hann breiddist út til næstu húsa. Framh, af bls. 1. reglustöðina og fjekk það þar þá aðhlynningu, sem hœgt var að veita. Það var fljótt sjeð, að ekki myndu nein tök á að bjarga húsinu, og sneri slökkviliðið sjer að því að bjarga næstu húsum. Klukkustund eftir að eldsins varð vart, hrundi turn hússins. Vildi til að hann hrundi inn í bygginguna. Hefði hann fallið á gatnamót Aðalstrætis og Austur- strætis, er*hætta á, að það hefði torveldað mjög slökkvi- starf. Auk íslenska slökkviliðsins kom amerískt slökkvilið til hjálpar. Fjöldi sjálfboðaliða hjálpaði við að bjarga úr næstu húsum. Smávægileg slys. y Smávægileg slys urðu við björgunarstarfið, en engin alvarleg. Einn lögregluþjónn, Sigurbjörn Árnason, fór úr liði á úlnlið, er hann var að aðstoða við björgun manna í segl. Fjell maður, sem hafði kastað sjer í seglið, á hendi hans. Einn maður, sem bjó í gistihúsinu, brendist nokkuð á höndum, er hann var að bjarga sjer úr eldinum. Tilfinnanlegt tjón. Margir urðu fyrir tilfinnanlegu tjóni í eldsvoðanum. Gestir, sem í gistihúsinu bjuggu, mistu flestir alt sitt. Einn gestanna, sem bjargaðist út á náttfötum, hafði ekki tíma til að grípa jakka sinn með sjer. En í jakkavasanum voru 4000 krónur í peningum. Hafa vafalaust margir*líka sögu að segja. Alfred Rosenberg, eigandi gistihússins, og frú hans, björguðust úr eldinum á náttklæðunum og starfs fólkið misti alt sitt. Verslanir í húsinu. I húsi Hótel Islands voru tvær verslanir, Vöruhúsið og' útsala Gefjunar. Engu var bjargað úr verslununum. Vöru- húsið hafði nýlega fengið nýjar vörubirgðir. í viðbygg- ingunni, sem snýr að Vallarstræti, var enska K. F. U. M. til húsa. Hafði nýlega opnað þar samkomusali fyrir her- menn. Rúður springa í næstu húsum. Svo mikill var hitinn af' eldinum, að rúður í næstu húsum sprungu. T. d. í BókaverSlun Finns Einarssonar, Verslun Ásgeirs Gunnlaugssonar í 'Austurstræti, í Skó- búð Reykjavíkur í 'Aðalstræti og í snyrtistofu, sem er á annari hæð í því húsi. Þá sprungu rúður í Björnsbakaríi og Hótel Vík, og í Verslun Brynjólfs Bjarnasonar. Hlið þess húss sviðnaði mjög mikið. Eitt stærsía íimburhús bæjarins. Hótel ísland var eitt stærsta timburhús bæjarins. Aust- urhluti hússins var bygður árið 1882. Bygði Jóhan Hal- berg fyrst þar gistihús. Hótel ísland, eins og það var, var bygt 1901 og gerði það sami, J. Halberg. Árið 1906 keyptu Goodtemplarar eignina fyrir 90,000 krónur, af Halberg, og ráku þar gisti- hús nokkur ár, Tengst af undir forstöðu Pjeturs Þ. J. Gunnarssonar. Árið 1919 keypti Jensen Bjerg eignina og af honum keypti Alfred Rosenberg, gestgjafi, og hefir hann rekið þár gisti- og veitingahús síðan. 3 norskir íþrótía- menn iiulfir iil Fimtudagur 3. febrúar 1944 Rússar taka um 40 þorp og bæi við landamæri Eistlands í SIÐUSTU fangahópunum, sem sendir hafa verið frá Nor- egi til Þýskalands, eru þrír þektir íþróttamenn: Knatt- spyrnumaðurinn Reidar Kvam- men, skíðastökkvarinn Arnold Kongsgaard og sundmaðurinn Melberg. Ennfremur hefir forstöðumað ur meþódistahreyfingarinnar í Noregi, dr. theol. Alv Kristof- fersen, verið tekinn fastur og á að flytja hann til Þýskalands. (Samkvæmt frjett frá norska blaðaf ulltrúanum). Minkur í Vesturbænum í RÖKKURBYRJUN í gær varð vart við mink á Hávalla- götu, en þau dýr eru sjaldsjeð hjer í bænum. Menn urðu fyrst varir við minkinn, er hann hljóp undir bíl, sem stóð á götunni, og ætl- aði að fefast þar. Sennilega mun honum ha'fa þótt skjólið lítið, því að hann korrj von bráð ar þaðan og á götuna aftur. Hlupu þá nokkrir drengir til og gerðu aðsúg að honum, en hann varð hræddur og hljóp fyrst upp á háar húströppur og síðan út í garð. Þar mun svo hafa skilið með honum og drengjunum. - ITALIA Framh. af 1. síðu. an til að fyrirbyggja að hað verði króað inni. s Með töku Cassino my:idi ljúka þriggja mánaða baráttu Bandaríkjamannæá 18 km. leið frá Mignano-ánni. Á Anzio-svæðinu. Utvarpið í Rómabofg sagði í ^kvöld, að fallbyssuskothríð frá vígstöðvunum fyrir norðan Anzio, mætti nú greinilega heyra til Rómaborgar. Útvarpið sagði, að enn hefðu orustur á þessum slóðum þó ekki náð há- marki. I þýskum fregnum er sagt. að bandamenn hafi sótt fram um 2—3 kílómetra á brúar sporðinum hjá Anzio og brátt myndu stórorustur hefjast. London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. TALSMAÐUR ÞÝSKU HER STJÓRNARINNAR skýrði í kvöld frá því, að Rússar hefðu byrjað sókn á ný í Ukrainu og hafi rússneskt riddaralið farið vestur yfir ána Goryn. Hamm- er ofursti, sem er hernaðarsjer fræðingur þýsku frjettastofunn ar, skýrði frá því í kvöld. að miklir bardagar sjeu fyrir suð austan og norðvestan borgina Rovno, sem er um 50 kílómetra fyrir vestan 1939 landamæri Rússlands og Póllands. Ennfremur sagði Hammer, að suður af Dniepropetrovsk hafi Rússar byrjað ný áhlaup með svo miklu liði, að Þjóð- verjar hafi neyðst til að hörfa til að stytta víglínuna. Hann sagði að Þjóðverjar hefðu stöðv að Rússa hjá Shepetovka, sem sje mikilvæg járnbrautarskifti- stöð um 55 km. suðvestur af Novograd Volymsk við járn- brautina, sem liggur um Koros- ten, Lvov og Berdichev og til Brest Litovsk. Rússar hafa enn ekki getið neitt um þessa nýju sókn. Her- stjórnartilkynning Rússa í kvöld getur eingöngu um bar- daga Leningradvígstöðvunum og við landamæri Eistlands. Sókn til Narva. Herstjórnartilkynning Rússa segir ,að sóknin til Narva hafi gengið vel í dag og að tekin hafi verið rúmlega 40 þorp og' bæir á þeim slóðum. ,,Fyrir sunnan Siverskaya sóttu her- sveitir vorar fram“, segir enn- fremur í herstjórnartilkynn- ingunni, „og náðu mörgum bæj um á sitt vald. „Vestur og suðvestur af Novgorod sigruðust hersveitir vorar á mótstöðu óvinanna og hrundu gagnáhlaupum þeirra. „Fyrir vestan Novo Sokolin- iki sóttu hersveitir vorar fram og náðu á sitt vald nokkrum stöðum. „I gær eyðilögðu hersveitir vorar á öllum vígstöðvum sam- tals 85 skriðdreka og skutu nið- ur 64 flugvjelar“. Saina mjólkur- leysið . EN,\’ cr "sama mjólkui'leys ií) hjer í bæ. Enginn ))íll koinst að austan í gær. Þrír bílar lögðu af staö að austan um 5 leytið í gær- dag, en um líkt leyti fóru bílar hjeðan úr ■ bænum til nióts við mjólkurbílana. Um kl. 10 í gærkvöldi bárust þær fregnir að bílarnir. er fóru hjeðan hefðu orðið að snúa við í Svínahrauni sakir ófærðar, um hina hafði ekkert frjest.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.