Morgunblaðið - 09.02.1944, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.02.1944, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 9. febrúar 1944 ÖIMGÞVEITIÐ í VETRARFLLTNIMGLIMIJIVI HVERNIG erum við Islend- ingar á vegi staddir, eins og bögum er háttað hjá okkur nú, ef snjóalög stöðva allar bíla- samgöngur um lengri eða skemri tíma? Það er engann veginn að ó- fyrirsynju eða ástæðulausu, þótt slíkri spurningu sje varp- að fram og að leitast sje við í fullri alvöru að gjöra sjer grein fyrir því, hvað hjer er í húfi og hvernig þjóðin er þá á vegi stödd. Á síðustu áratugum hafa, eins og kunnugt -er, orðið stór- feldar breytingar á samgöngum á landi. Akvegir hafa verið lagðir og ruddir í hjeruðum landsins og milli landsfjórð- unga. Og það er segin saga, að allsstaðar, þar sem akvegir eru komnir, er ekki um að ræða neina flutninga hvorki á fólki nje vörum, nema á bílum. Oll önnur flutningatæki eru þar, að heita má, horfin af vegunum. Áætlunarferðir eru uppteknar, sem miðaðar eru við stund og stað. Atvinnulíf þjóðarinnar o^ lífsafkoma veltur á því, að eng in veruleg röskun verði á þess- um samgöngum. ★ í þeim sýslum landsins, þar sem hafnleysi er og lendingar- skilyrði því erfið, er nú gjör- samlega hætt við allar sam- göngur á sjó, en i þess stað tekn ir upp vöruflutningar á bílum til og frá öruggum hafnarstað. Þannig er þessu varið um Vest- ur-Skaftafellssýslu, Rangár- valla- og Árnessýslur. Vega- lengdin frá Reykjavík til versl- ana og útibúa þeirra í Vestur-. Skaftafelssýslu ef, þar sem hún er lengst, yfir 300 km. I hinum sýslunum, sem hjer eru nefnd- ar, er vegalengdin að vísu nokkru minni, en þó upp undir 170 km. í Eyjafjallabygð aust- anverða. Á þettaær bent sem dæmi þess, hve mikið fólkið í hafn- leysishjeruðunum á nú orðið undir bílasamgöngunum um alla afkomu. Hið sama er að segjaum önnur hjeruð, þar sem akvegir eru, að þar er eingöngu treyst á bílflutninga til að- drátta frá verslunarstað um alt hjeraðið eins ©g vegir ná, jafnt vetur sem sumar. ★ Þá er það atriðið enn ótalið, sem ekkí minstu máli skiptir í þessu efni, sem sje mjólkur- flutningarnir. Komið hefir ver- ið á fót fjórum fullkomnum mjólkurvinslubúum hjer á landi, á Akureyri, Sauðárkrók, Borgarnesi og Selfossi, auk mjólkurstöðvanna í Reykjavík og Hafnarfirði. Hefir umhverfi því sem að mjólkurbúunum liggur, verið skipt niður í verð- jöfnunarsvæði. En verðjöfnun- arsvæðin eru víðlend, einkunj verðjöfnunarsvæði Reykjavík- ur og vegalendir til búanna því miklar. Þannig mun vegalengd- in til mjólkurbúsins á Akureyri vera upp i 60 km., á Sauðár- króki 40 km., Borgarnesi 60— 70 km., Selfossi 140 km., í Mýr- dalinn austanverðan, en öll vegalengdin þaðan til Reykja- víkur er um 200 km. Frá mjólkurbúinu á Selfossi er um 60 km. til Reykjavíkur, en það an er talið að flytja þurfi nú, Athugum ný úrræði Eftir Pjetur Ottesen undir venjulegum kringumstæð um, um % af allri þeirri mjólk, sem seld er til neyslu í Reykja- vík og Hafnarfirði. ★ Oll viðskipti bænda við mjólkurbúin eru bygð á bíl- flutningum eingöngu, að því einu undanskildu, að á af- skektum bæjum verður að flytja mjólkina með öðrum hætti á bílvegina. Nú er því svo háttað um þessi mjólkur- viðskipti, að mjólkin verður að komast á sölu- og vinslustað daglega allan ársins hring. Oll stöðvun á mjólkurflutningun- um veldur erfiðleikum, sem eru svo alvarlegs eðlis og hættulegir, að það getur leitt til fullkomins öngþveitis og vandræða. Sú tilhögun á mjólkursölu og mjólkurvinslu, sem við nú bú- um við, hefir verið að þróast á undanförnum áratugum. Á þeim svæðum, sem að mjólkur- búunum liggja, hafa búskapar- hættir jöfnum skrefum færst í það horf, að aðaláherslan hef- ir verið lögð á mjólkurfram- leiðslu, og allar aðstæður á heimilunum hafa mótast af því, að mjólkurbúin hafa tekið að sjer sölu og vinslu mjólkurinn- ar og sjeð um flutning á henni. I kaupstöðum og sjávar- þorpum hefir með þessari til- högun skapast fastur og örugg- ur markaður fyrir mjólk og mjólkurvörur. Mjólkurneytslan hefir aukist ár frá ári og er nú orðin mjög veigamikill þáttur í daglegri neytslu manna. Eins og af þessu má sjá, er alt þetta mjólkurframleiðslu- og mjólkursölukerfi reist á því, að engin truflun eða stöðvun verði á flutningunum. ★ Á því árabili, sem þróun sú í mjólkurmálunum, sem hjer hefir verið lýst, tekur til, hafa ekki orðið þær truflanir á mjólkurflutningunum á þessum svæðum, að vandræði hafi hlotnast af. En dýrir eru flutn- ingar á bílum í urnbrotafærð. Slit er þá mikið á þeim, skemd ir tíðar og bensíneyðsla svo úr hófi keyrir. Nálega allan þenn- an tíma hefir verið hægt að komast ferða sinna á bilum í bygð. Á fjallvegum, leiðinni milli Suðurlandsundirlendisins og Reykjavíkur, hafa bílferðir stöðvast í bili, en aldrei lengi í einu, þangað til nú á þessum vetri. En þess ber að gæta, að á þessu tímabili öllu hafa vet- ur verið alveg óvenjulega mild ir og snjóalög þar af leiðandi mjög sjaldgæf og skammæ. Það má segja, að við höfum ekki haft af verulegu vetrarfari að segja síðan veturinn 1920. En þá voru snjóalög svo mikil um land alt, að með öllu tók fyrir bilferðir jafnt í sveitum sem á hálendi svo vikum og mánuð- um skiftL Menn, -sem muna veðráttufarið hjer á landi á árabilinu frá 1880—90, en* á þeim árum voru ve.trarhörkur miklar og fannlög, blandast ekki hugur um það, að þá vet- ur flesta eða alla hefði um lengri eða skemmri tíma, þótt akvegir hefðu verið komnir, Iokast allar leiðir fyrir bíla- umferð, jafnt í bygð sem óbygð. Þegar slíkt ber að höndum, og það er síst að efa, að sú geti orðið raunin á og það fyr en nokkurn varir, þá stöndum við gjörsamlega ráðþrota með flutnirigana, ef engin flutninga tæki önnur eru tiltæk, sem hægt er þá að grípa til. Snjóýtur hafa nokkuð verið reyndar hjer á fjölförnum veg- um til þess að ryðja braut fyr- ir bílana. Sú reynsla, sem feng- ist hefir af þessu, er á þann veg, að það er sýnt, að með þeim hætti fæst ekki lausn á þessu máli, þegar mikið reynir á. Ef byljir standa lengi, fenn- ir og skefur jafnóðum í braut- ina. Auk þess er það ekki óal- gengt veðurlag hjer á Suður- landi, að það snjói eitt dægr- ið, en rigni hitt, og þriðja dægrið frýs alt saman, og svo endurtekur þetta sig hvað eft- ir annað. Til þess að vinna bug á þeím klamma, sem þá hleðst upp á vegunum, duga engar ýtur. Á þremur fjallvegum hjer á landi hafa verið reyndý' um nokkurt árabil snjóbílar, þar á meðal á Hellisheiði. Hefir öðru hvoru verið til þeirra gripið Feigð, sem þó md forðast i. Eitthvert kvöld var í útvarp- inu — með ekki alllitlum ýkj- um sumsstaðar — sagt frá hin- um stórmerkilegu og erfiðu rannsóknum, sem loks leiddu til þess að meðal fanst við hinni illræmdu sárasótt, er talin hefir verið eitt "aif* mannkynsins mestu meinum. Má þó bæta því við, að sárasóttin — ásamt hin um öðrum tegundum samfara veikinda — er ennþá ískyggi- legri en talið hefir verið. En jtil að glöggva sig á þessu, verð- ur að styðjast að nokkru við enn önnur vísindi en þau, sem koma við þá sögu, sem sögð var. II. Með því að rannsaka jarð- lögin og ýmsar dýraleifar sem þau hafa að varðveita, hafa menn komist að raun um, að á jörðu vorri hafa lifað mjög margar tegundir dýra, sem nú eru löngu liðnar undir lok, og margar þó höfðu verið til um miljónir ára. Og er nú býsna fróðlegt að_ veita því eftirtekt, að þegar að sögulokum dreg- ur, hefir stundum mátt sjá mjög greinileg feigðarmerki á þessum dýrategundum, og þarf vitanlega ekki að efa, að ékkert dýr hinnar feigu tegund ar, hefir nokkru sinni haft nokkra minstu hugmynd um þessa feigð. III. Hjá þvi verður nú varla kom ist, að líta á hinar ýmsu teg- undir þeirra veikinda, er sára- sóttin telst til, se’m feigðar- merki mannkynsins, merki þess að framtíð líftegundar sem slík veikindi sækja á, sje í mestu hættu. Og þetta því fremur, sem feigðarmerkin eru fleiri. Skal það eitt nefnt, hversu mannkyninu hefir á þessum síðustu tímum, í engu farið eins stórkostlega fram og í aðferð- um til manndrápa og skemdar- verka. En sá mikli munur er á dýrunum sem algerlega hafa liðið undir lok, og mannkyninu, að mennirnir geta áttað sig á því hvílíkur voði er á ferðum og fundið ráð til að afstýra hon um, og jafnvel til að koma líf- inu betur í framfarahorf, en nokkru sinni hefir verið áður. „IV. Enn sem komið er, hefir hið illa mátt sin meira en hið góða í lífi mannkyns vors. Sorgir og þjáningar hafa mátt sín miklu meira til ills, en gleði og á- nægja, til góðs. Verður þessu ekki móti mælt, því að ef ekki væri svö, þá væri ekki útkoma lífsins hrornun og dáuði. En þó getum vjer af því, hversu hið illa er ilt, hversu sorg og þján- ing er erfið, ekki síst ráðið, hversu mikilsvert það er sem spilt er og eyðilagt, og hversu gott það mundi. vera að geta lifað því lífi sem ekkert fengi bugað. Og það er ekkert efa- mál, að tilgangurinn er nú ein- mitt sá, að þetta geti orðið. Ákaflega mikilsverð er -sú þekking, sem gerir unt að lina þjáningar mannanna og hjálpa sjúkum líkama til að sigrast á veikindum. En þó er það víst, að'verði feigðinni frá bægt sem nú vofir yfir mannkyninu, þá mun ekki þar við sitja. Ný þekking mun leiða til þess, að unt verður að auka svo lífs- aflið, að hyörnun og veikindi verði gersamlega úr sögunni. Markmið, sem stefna verður að er það, að meiri aldur þýði ávalt meiri þroska, og að lífi voru hjer á jörðu verði lokið, ekki með dauða, heldur þannig, að flutst verði til fullkomnara mannfjelags á einhverri annari jarðstjörnu alheimsins. Fyr getur ekki orðið um fullkom- lega sigursælt líf að ræða, en dauðinn er sigraður. Og vilja lífsins til að vinna þani^ sigur er ekki hægt að efa, þó að langt virðist enn að því marki, hjéií á útjáðri sköpunarvérksins. Helgi Pjeturss. með nokkrum árangri. En auk þess sem bílar þessir hafa reynst ótraustir, eru þeir mjög seinfærir, og af þeirri ástæðu geta þeir ekki komið í stað venjulegra bíla til mjólkur- flutninga. ★ Þau flutningatæki, sem taka ættu við af bílunum, þeg- ar vegirnir lokast, þurfa ó- hjákvæmilega, ef alt á ekki að lenda í öngþveiti og vandræð- um, að vera jafnfljót í förum, helst að geta tekið bílunum verulega fram um hraða. Það, sem mjer virðist, ’að helst komi hjer til greiná, sem úrlausn í þessu máli, eru vjelkúnir skíðasleðar. I fregnum af vetr- arhernaðinum í Rússlandi er við og við minst á slík flutn- ingatæki. Þegar aðrar sam- gönguleiðir hafa lokast þar mitt í vetrarríkinu, hefir verið gripið til flutninga með þess- um hætti, þá hafa hinir vjel- knúnu skíðasleðar þotið um snjóbreiðurnar þvert og endi- langt og þannig hefir umfangs mikilli og torleystri flutninga- þörf verið fullnægt. Þetta er vissulega lærdómsríkt fyrir okkur. Það eru ærnar líkur til, að þarna hilli undir hugsun- lega lausn í samgönguvandræð um þeim, sem ógna atvinnu- lífi og heilbrigði þjóðarinnar í hvert skifti sem fannalög og vetrarríki gengur í garð. Nú hefir verið skipaður ís- lenskur sendiherra í Rúss- landi, og ætti ríkisstjórnin að fela .honum að leita upplýsinga um . þetta samgöngutæki, kynna sjer, hversu það hefir i-eynst, og athuga um kaup á því til reynslu hjer. Gæti þá þessum athugunum og undir- búningi verið lokið, þegar stríð inu lýkur og samgöngur oþn- ast á ný. Einnig getur vel ver- ið, að slíkir skíðasleðar eða önnur samgöngutæki, er að sama gagni mættu koma í ó- færð, hafi verið teknir í notk- un í Norður-Ameríku, landi tækninnar, og væri það sann- arlega ómaksins vert að fela sendiherra Islands í Washing- ton að leita upplýsinga um það. ★ Hjer er . vissulega um að ræða þýðingarmikið úrlausnar efni, mál, sem getur verið mjög afdrifaríkt > fyrir atvinnulíf þjóðarinnar, heilbrigði hennar og lífsafkomu alla. Bandaríkjamenn aðvara Finna enn London í gærkveldi. BANDARÍKJAMENN hafa á ný sent finsku stjórninni að- vörun og er sagt í aðvöruninni að annað hvort verði finska stjórnin að semja frið nú þeg- ar, eða taka afleiðingunum af því að halda styrjöldinni áfram Cordell Hull utanríkismála- ráðherra staðfesti í dag, að fregn þessi væri' rjett. Rússar halda áfram að fljúga yfir Helsingfors. Var fimm sinnum gefið merki í borginni í gær um yfirvofandi loftáras. Bresk blöð telja, að friðar- stefnunni aukist stöðugt fylgi í Finnlandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.