Morgunblaðið - 09.02.1944, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.02.1944, Blaðsíða 8
8 MOKGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 9. febrúar 1944 Námur Salomons Framhald af bls. 7 íjóst, að jeg hafði hjer lagt i vonlausa en mjög ævin- .týraríka leit. í þrjár aldir höfðu menn leitað námu þeirrar, sem sögð var hafa verið svo ótrúlega auðug af gulli á dögum Salómons, að silfur var einskis virði við hirð hans. ** Arabar, sem voru í þræla leit, pynduðu fjölda inn- fæddra manna í von um að fá einhverjar upplýsingar um námuna. Portúgalskir ævintýramenn ferðuðust hundruð mílna í árangurs- lausum tilráhnum til að finna námurnar. — Mestur hluti hinna fyrstu auðleit- armanna náði aldrei aftur til siðmenningarinnar. •— Arrnað hvort voru þeir drepnir af frumbyggjunum, eða sóttir urðu þeim að ald- urtila. Jég hafði ráðið það af gömlum landabrjefum mín- um og ótal frásögnum, er jeg hafði safnað, að nám- umar myndu vera einhvers staðar í nágrenni Zambesi- fljóts í Suður-Afríku. Hafði leit mín meira að segja tak- markað svæðið svo, að það var ekki nema 250,000 fer- mílur að flatarmáli. — En það hafði kostað mig alla æfina og stórfje að kanna alt þetta svæði. Nokkrum sinnum flaug jeg yfir svæð ið, og tók myndir, en að Llokum varð jeg að viður- kenna, að alt starf mitt væri árangurslaust. Jeg hjelt nú í norðurátt. Meðan jeg dvaldi í Uganda barst mjer skeyti frá hin- um fræga könnuði og forn- leifafræðingi Byron greifa. Hjelt hann því fram, að hann hefði fundið hinar upp runalegu námur Salómons við Werka Warka í fjöllum Vestur-Abyssiníu, er aldrei höfðu verið könnuð. Werka Warka þýðir „gulldalur- inn“. Reyndust miklir erfið- leikar á því að fá leyfi keis arans til þess að greifinn mætti fara til Werka Warka. En þótt leyfi keis- arans væri fengið, varð hann þó að ferðast að næt- urlagi og eftir leynistígum til þess að forðast hand- töku. í nánd við ákvörðun- arstaðinn kom hann að hundruðum þræla, sem leit- uðu eftir gulli. Rjett þar hjá voru steinpyramidar, sem sagðir voru vera grafir þræla frá dögum egyptsku konunganna. — Greifinn kærði sig kollóttann um það, þótt honum væri bann að að fara inn í pyramid- ana. Varð hann þar var við einkennilegan ilm, einkenn andi fyrir hina fornu lík- smurningu, og sannfærði þetta hann um það, að þama hefði verið egyptsk nýlenda á dögum Salómons konungs. Abyssiniukeisari er tregur að veita námaleyfi. Þegar jeg las skýrslu By rons greifa, kom mjer í hug atvik frá dvöl minni í Abyssiníu áður en ítalir lögðu landið undir sig og hröktu keisaranna í útlegð. Sat jeg þar á veitingahúsi með hálfdrukknum gull- nema frá Jóhannesarborg. „Þar er gnægð gulls“, hrópaði hann. „Líka em þar hellar, þar sem demantar liggja á víð og dreif. Þetta eru hinar týndu námur Saló mons konungs, og jeg hefi fundið þær“. Jeg spurði hann, hvar námur þessar væru, og kvað hann þær vera upp í fjöllunum, en hann hefði ekki getað fengið námaleyfi hjá keisaranum. Vildi hann fá mig í fjelag við sig, en jeg ypti öxlum og ljet mjer fátt um finnast. Jeg rakst á marga gull- nema í Addis Ababa, sem þyrsti í að segja sögur af takmarkalausum auðæfum. Gull hefir fundist í árfar- vegum í Abyssiníu, og jarð- fræðingar eru þeirrar skoð- unar, að gullæðar hljóti að vera einhversstaðar í fjöll- unum en ennþá hafa þær ekki fundist. Leit minni er nú lokið, og jeg er sannfærður um það, að námur Salómons eru enn ekki fundnar, en fullkomin ástæða er til þess, að leit- inni að þeim sje haldið á- fram. Minningarorð um Jens Konráðsson, stýrimann „Nú reikar harmur í húsum og hrygð á þjóðbrautum“. — Enn einu sinni hefir íslenska þjóðin orðið að reyna það, eins og svo oft áður, að hafið krefst mikilla og dýrra fórna fyrir það gull, sem sótt er í greipar þess. — En hættur hafsins og ógnir storma og steypibylja hafa aldrei orðið til þess að draga kjarkinn úr íslenskum sjómönn um. Þeir vita fullvel, að það er margt, sem ,,býr sjómönnum grand“, -— en samt eru jafnan vöskustu synir þjóðarinnar reiðubúmr til að leggja á djúp- ið, •— í hinn ójafna leik. Þeir skeyta hvorki um bylji nje brotsjóa. — Nú er „Max Pemberton" far- inn. Tuttugu og níu ungum og ötulum mönnum hafa óðar hrannir úthafsins í einni svip- an búið vota gröf. — Einn þessara manna var vin- ur minn og æskufjelagi, Jens Konráðsson. Hann var á ’oesta skeiði lífsins, er ,,dauðinn slökkti á arni h'fsins", fæddur þ 29. september 1917. — Jens var næst elsti sonur hjónanna Þorbjargar Sveinsdóttur og Konráðs Jenssonar, veitinga- manns á ísafirði. Þegar í barnæsku ákvað Jens að verða sjómaður, — ekkert annað en sjómaður. — Hugur hans hneigðist allur til sjávar- ins, enda á hann til sægarpa að telja í báðar ættir. Innan \ið fermingaraldur fór Jens fyrst til sjós, undir handleiðslu iöð- ur síns, er þá var dugandi sjú- maður og vildi að strákurinn fengi sem fyrst að kynnast því starfi, er hugur hans kaus, og reyna sig í baráttunni við hinn grálynda sjó. Og það leyndi sjer ekki þá, að Jens var efni í þrótt mikinn sjómann, — og hafði til að bera kjark og þrek til þess að leggja á sig erfið og kulda- leg störf, þótt ungur væri og lítt harðnaður. — Jens Konráðs son var því ekki gamall, tæp- lega kominn af barnsaldri, er hann var orðinn töluvert reynd ur og mjög dugandi sjómaður. — Hann var háseti á stærri og smærri bátum við ýmiskonar veiðar, í nokkur ár, •— undi sjer hvergi betur en úti á hafs- auga, og skipaði ávalt rúm sitt með sæmd. Fórst með b.v. Max Pemberton. En hugur hans stefndi hærra. Hann gerði sig ekki ánægðan með að vera altaf undir aðra gefinn. Hann ákvað að læra og verða skipstjóri. Fluttist hann frá ísafirði til Reykjavíkur og tók að stunda sjómensku á tog urum. Árið 1941 innritaðist hann í Stýrimannaskólann og tókst honum með dugnaði og elju að afla sjer þess lærdóms, er með þurfti. Útskrifaðist hann úr skólanum vorið 1943 með góðum vitnisburði og rjeðst þá á b. v. „Max Pemberton". Var hann þar háseti á fiskveiðun- run, en stýrimaður í Englands- siglingunum. Draumar hins unga manns voru að rætast á glæsilegan hátt. — Jens kom sjer hvarvetna vel, þar sem hann vann, enda var hann laginn verkamaður, þaul- vanur öllum þeim störfum, er vinna þarf um borð í skipi, dug legur með afbrigðum, ósjerhlíf- inn og áræðinn. — Hann var þrekmaður mikill og kunni aldrei að kvarta. Vissi jeg til þess að hann fór fárveikur, með háan hita og auk þess ígerð í báðum höndum, um borð í skip sitt, er það lagði út til veiða. Þá var hann 18 eða 19 ára, — og átti í vændum vökur og erfiði togarahásetans, á hafi úti í hörkum vetrarins. — En Jens hló að þeirri fjarstæðu að verða eftir í landi. Hann hafði vanist því að þurfa oft að taka ó- mjúkum höndum á sjálfum sjer, — og kipti sjer hvergi upp við það. — Jens Konráásson var vel gef- inn. Hann átti sjerstaklega auð velt með að nema stærðfræði, og hafði yndi af að spreyta sig á þungum reikningsdæmum. Hann las og mikið af góðum bókmentum í frístundum sín- um og menntaði sig vel af eig- in rammleik, þótt ekki sæti hann lengi á skólabekk. — Þeg ar jeg kom seinast heim til Jens, fyrir skömmu síðan, sýndi hann mjer margar góðar bæk- ur, sem hann hafði safnað sjer, og sagði mjer frá bókum, sem hann hafði ákveðið að eignast og lesa, — og prýða heirnili sitt með. — Hann hafði mikið yndi af Ijóðum og kunni kynstrin öll af kvæðum og vísum. — Jens var kvæntur frænku sinni, Þórunni Benjamínsdótt- ur. Hjónaband þeirra var hið farsælasta og voru þau hjónin samhent um að gera heimilið sitt hið vistlegasta. — Jeg kom þangað nokkrum sinnum, — og sannfærðist æ betur og þetur um það, að Jens Konráðs- son var fyrirmyndar heimilis- faðir, — og að húsmóðirin sinti sínu hlutverki á heimilinu eins og góðri eíginkonu sæmir. — Þar var altaf gott og gamari að koma. — Víst er það, að við fráfall Jens Konráðssonar ýfist hafm- ur í hugum allra, sem þektu hann. — Hann var góður dreng ur, sem gott var að eiga fyrir vin. — En þyngst hefir nú harrn urinn lostið foreldra hans og hina ungu eiginkonu. Margar glæstar vonir hafa nú að engu orðið, og jeg veit að sorgin er þung og sár. En það er harma- bót og hugarljettir öllum þeim, sem vænt þótti um Jens Kon- ráðsson, að vita með vissu, að hann gat sjer þann orðstýr, á meðan hann lifði, sem aldrei deyr. — Jeg samhryggist innilega Öll- um ástvinum hins látna vinar míns. \ F. Th. Jónsson. Bridgekeppni meðal stúdenta UNDANFARNAE vikur hef- ir farið fram bridgekeppni meðal stúdenta þeirra, er búa á Nýja Stúdentagarðinum. — Keppni þessari lauk síðastlið- inn sunnudag. Úrslit urðu þau, að hlut- skörpust varð sveit Ásgeirs Magnússonar, hlaut hún 385 stig. Önnur var sveit Helga J. Halldórssonar, hlaut 374 stig og þriðja sveit Jóns Hj. Gunn- laugssonar, hlaut 363 stig. — Alls tóku 8 sveitir þátt í keppn inni. í sveit Ásgeirs Magnússonar voru auk hans, Hans Svane, Sigurbjörn Bjarnason og Vil- hjálmur Jónsson. /OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOðOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOoOOOOOOO) X - 9 + + + Eftir Robert Storm JdOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO Evadíms capture bv x-g, alek, TbiE GREAT, FALLC. DOWN A FREI&HT ELEVATOR SHAFT.. ooooooooooooooooooooooooooo) Alexander er að reyna að komast undan X—9 tekst að grípa í lyftustrenginn. Hanri skerst á inn væri jeg nú dauður. Það er heppilegt að jeg og hefir fallið aftur á bak í vörulyftuop. Alexander höndum, en tekst að halda sjer. . skuli vera fimleikamáður. hú er að koma sjer út { *•> -••>-• r.- - • Alexaflder frugsar: Ef jeg hefði ekki náð í streng- og það í lýti. 1 í r í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.