Morgunblaðið - 09.02.1944, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 09.02.1944, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 9. febrúar 1944 MORGUNBLAÐIÐ 5 40 ÁRA AFMÆLIIIMIMLEINSDRAR 8TJÓRIMAR FYRIR 40 árum var Reykja- vík nálægt sjöunda hluta af því, sem hún er nú að íbúatölu. Bærinn var þá að ýmsu leyti lítið meira en ómerkilegt þorp. Þá var engin vatnsleiðsla í bæn um, engin skolpræsi, ekkert gas, ekkert rafmagn og engin hafnarvirki, að undanteknum litlum byggingum, engar op- ínberar byggingar svo teljandi verði nema landshöfðingjahús- ið, alþingishúsið, hegningarhús ið við Skólavörðustíg og hús lærða skólans. Götur bæjarins voru ámóta og verstu göturnar nú. Högum landsins var komið með svipuðum hætti. Skipa- stóll landsmanna var opnir ára bátar og nokkrar skútur eða „kútteraru. Flestar ór voru ó- hrúaðar, vegagerð var skammt á leið komin, enda var notkun vagna alls ekki farin að tíðk- ast. Landið var enn á miðalda- stigi um samgöngur, verklega menningu og atvinnuhætti, og þó að sömu leyti langt að baki þeirri menningu. Verslunin var enn að miklu leyti í hönd- um danskra selstöðukaup- manna. Sameinaða gufuskipa- fjelagið danska hjelt uppi strandferðum hjer við land, auðvitað af skornum skamti, og að mestu leyti samgöngum milli íslands og annara landa. Kom það oft í ljós, að Danir litu á íslendinga svo sem óæðri verur. Er augljóst að verkefnin voru því mörg, er biðu hinnar irinlendu stjórnar. UM ÆÐSTU umboðsstjórn íslands voru sett lög sama dag sem stjómskipunarlögin voru staðfest. Samkvæmt þeim skyldi ráðherra hafa 8000 króna árslaun, auk bústaðar og risnufjár. Mundu þau laun nú í dag svara nálægt 60 þús. króna, eftir því sem hagfróðir menn telja. Næst æðsti maður ráðherra var landritari. Hann hafði 6000 kr. í árslaun, og skyldi, auk aðalumsjónarstarfa stjórnarráðsins, gegna ráð- herrastörfum í forföllum ráð- herra. Stjórnarráðið starfaði í upphafi og lengi síðan í þrem- ur deildum eða skrifstofum, með skrifstofustjóra, aðstoðarí manni og ritara í hverri skrif- stofu. Hafði ein með höndum dóms-, kirkju- og kenslumál, læknaskipun og heilbrigðismál m. fl., önnur atvinnumál og samgöngur m. fl. og hin þriðja fjárreiðumar. Landshöfðingja- húsið var ákveðið stjórnarráð- inu til afnota, og var nokkurt fje veitt til að breyta því eftir þörfum. Landshöfðingjaembættið og amtmannsembættin voru lögð niður. Breytigin hafði því í för með sjer allmikla samskipun stjórnarframkvæmda á einum stað. Nýskipun þessi krafði nýrra og góðra starfskrafta. Og hlýtur það að hafa-sverið með- al fyrstu verka hins nýja ráð- herra að velja sjer starfslið í hinar nýju stjórnarskrifstofur. En þar var til hagræðis, að völ var á allmörgum góðum og þjálfuðum starfsmönnum, sem unnið höfðu á skrifstofu lands- höfðingja, í stjómarskrifstof- unni í Kaupmannahöfn og við Ræða er dr. Einar Arnórsson dómsmálaráðherra flutti í út- varpinu 1. febrúar s. I. — Síðari hluti — voru gjöldin áætluð 2 miljónir króna fyrir árin 1904 og 1905 samanlagt, en á fjárlögum fyr- ir árin 1914 og 1915, fyrir styrj öldina fyrri, eru gjöldin orðin 4 miljónir samanlagt, eða ná- kvæmlega tvöíölduð á 10 árum. Var aukningin ekki vottur vaxandi eyðslusemi, heldur vottur þess, að meira var gert íslandsráðherra. tn Þjóðþarfa fyrir opinbert fje hina svo nefndu umboðslegu endurskoðun. ★ SJÁLFUR hafði Hannes Haf stein verið landshöfðingjaritari eða, sem kalla hefði mátt, skrif stofustjóri landshöfðingja, áð- ur en hann varð bæjarfógeti á ísafirði, og var því kunnugur störfum þeim, er vinna skyldi. Um gáfur Ilannesar Hafstein og glæsimensku, þarf ekki að fjölyrða, enda bar hann af flest um samtíðarmönnum sínum um þá kosti. Hann virðist því um flest hafa verið svo að segja kjörinn til að taka for- ustu í stjórn landsins um þær mundir. Ekki er nema skylt, að getið sje stuttlega þeirra manna, sem í fyrstu gerðu garðinn frægan, þeirra manna, er fyrst ir störfuðu í hinu nýja íslenska stjórnarráði. Er þá fyrst að geta landritarans. I þá stöðu kjöri Hannes Hafstein Klem- enz Jónsson, bæjarfógeta á Ak ureyrí, pólitískan samstarfs- mann sinn. Gegndi Klehienz embættinu, þar til er það var lagt niður, í ársbyrjun 1917. Var hann dugnaðarmaðúr mik- ill og afkastamaður, stórfróður maður um íslenska sögu bg gerðist síðar, er hann ljet af þátttöku í opinberum málum, mikilvirkur fra^ðimaður og rit höfundur. Skrifstofumaður í dóms- og kirkjumálaskrifstofunni, er nefnd var venjulega l. skrif- stofa, varð Jón Magnússon, síðar forsætisráðherra. Hafði hann gegnt landritaraembætt- inu eftir að Hannes Hafstein varð bæjarfógeti á ísafirði. Var Jón hinn ágætasti maður í því starfi, vitur, góðgjarn, þag- mælskur, ágætur lagamaður og afkastamaður, þótt ekki sýndist hann fara að neinu óðs lega. Aðstoðarmaður á þeirri skrifstofu varð Guðmundur Svcinbjörnsson, siðar skril'- stofustjóri á sömu skrifstofu, er verið hafði aðstoðarmaður á skrifstofú landshöfðingja, prúðmenni mikið og hinn vand aðasti og farsælasti embættis- maður. Loks varð þar ritari Þórður Jensson. Og má með sanni segja. að eigi getur sam- viskusamari. velvirkari og á- reiðanlegri mann til máls óg gerða. . Skrifstofustjóri atvinnu- og samgöngumáladeildar, ér venju lega var kölluð 2. skrifstofa, varð Jón Hermannson, síðar tollstjóri. Hann hafði verið aðstoðarmaður í íslensku stjórnardeildinni í Kaupm.- höfn. Var hann og ágætur maður í starfi sínu, greindur maður, velvirkur og framúr- skarandi gaétinn og orðvar. Þar varð fyrstur aðstoðarmað- ‘ i I : I • ) urEggert Claessen hæstarjett- arlögmaður, og er hann al- kunnur að dugnaði í starfi, vitsmunum og öruggu fylgi hverju því máli, er hann tek- ur að sjer. Ritari á þessari skrifstofu varð Þorkell Þorláks son, og er óhætt að segja,. að hann var öllum þeim kostum búinn, er gera má kröfu til hjá manni í þeirri stöðú, líkt og Þórður Jensson. Þá kemur að fjármáladeild- inni. Þar varð Eggert Briem, sýslumaður í Skagafjarðar- sýslu og síðar hæstarjettardóm ari, skrifstofustjóri. Eggert var einn með allrabestu lögfræð- ingum landsins, framúrskar- andi rjettsýnn maður, skarpgáf aður og að öllu hinn ágætasti starfsmaður. Á þessa skrifstofu var skipaður fulltrúi Indriði Einarsson rithöfundur. Hafði hann lengi rækt hina svo- nefndu umboðslegu endurskoð un, sem og var lögð undir 3. skrifstofu. Hann hafði numið þjóðhagfræði og var fram eftir æfinni afburðaduglegur endur skoðandi og þaulæfður í þeirri grein, en nokkuð tekinn að lýjast af ofmiklu striti, er hjer var komið. Indriði var orð- lagí prúðmenni, eins og margir minnast enn, leikritaskáld og bókmentamaður. Aðstoðarmað ur var í öndverðu Jón Svein- björnsson, síðar konungsritari, góður starfsmaður og prúð- menni hið mesta. Ritari var Pjetur Hjaltested, skrifari á- gætur, iðjumaður mikill, prúð- menni mikið og drengur hinn besti í hvívetna. Loks má minn ast íorsjónar stjórnarráðsins í veraldarefnum hversdagslega, Magnúsar Vigfússonar, dyra- varðar stjórnarráðsins. Hann var hinn forsjálasti maður í starfi sínu, úrræðagóður og snarráður um flest, er til hans kom, ferðamaður svo að af Uar, og skjótastur manna um all- ar aðgerðir. Má í einu orði segja, að á sinn hátt væri valinn maður í hverju rúmi. Og skiptir slíkt meginmáli um hverja nýja stoínun. ★ EINS OG ÁÐUR segir, varð ekki lítill styr um hina nýju innlendu stjórn, bæði vegna ýmissa aðgerða ráðherra í inn- anlandsmálum og vegna af- stöðu hennar til Dana og dönsku stjórnarinnar.Enn þótti ósýnt, hver yrði hlutur íslands ráðherra í ríkisráði Danmerk- ur og hvernig fara mundi um hann, er ráðuneytisskipti yrðu í Danmörku. En úr þessu leyst ist bráðlega, er ráðuneyti Deuntzens fór frá, 1905. Var því þá lýst yfir af hálfu hins danska aðilja, að ráðuneytis- skiptj í Danmörko skiptí engu um stöðu Lausnarbeiðni forsætisráð- herra Danmerkur fyrir sig og sitt ráðuneyti náði ekki til ís- landsráðherra, enda hjelt Hannes Hafstein sínu ráðherra embætti eftir sem áður. Og danskir ráðherrar skiptu sjer ekki af sjermálum íslands þeim, er viðurkend voru sjer- mál. Það várð fyrst, er Alþingi hafði samþykt lög um íslenskt happdrætti árið 1912, er hafa skyldi heimilisfang í Kaup- mannahöfn, og þegar fánamál ið og ríkisráðsseta íslandsráð- herra var tekin upp. í stjórnskipunarlögunum frá 3. okt. 1903 segir ekkert ber- um orðum um skipun eða lausn Islandsráðherra, en auð- vitað var gert ráð fyrir því, að konungur skipaði hann og veitti honum lausn. Um stuðn ing meiri hluta alþingis hon- um til handa segir ekkert. Var þó talið sjálfsagt, að ráðher?a yrði að hafa meiri hluta Al- þingismanna að baki sjer og yrði að víkja, er Alþingi skor-' aði á hann að gera það. Þessi skoðun lýsti sjer í framkvæmd á Alþingi 1909 eftir að Hannes Hafstein, sem haft hafði stuðn ing öflugs þingmeirihluta, hafði beðið ósigur í Aþingis- kosningum 1908, er kosið var um ,,Uppkastið“ svonefnda. ís- lenskt þingræði svonefnt má því einnig rekja til innlendu ráðherrastjórnarinnar, og á það því eimúg 40 ára afmæli í dag. ★ MEÐ INNLENDRI stjórn í sjermálum landsins hefst nýtt tímabil í sögu þess. íslenskur ráðherra skildi landsmenn og þarfir þeirra, en danskur ráð- herra gerði eðlilega hvorugt. Nú tók stjórn og þing að snúa af alefli að framfaramálum landsins. Með stofnun Islands- banka kom veltufje nokurt inn í landið. Sjávarútvegur lands- manna og verslun gerbreyttist með því. Símasambandið við út lönd markar þó dýpst spor um verslunarháttu. Dönsku sel- stöðuverslunirnar dragast sam- an og hverfa smámsaman með öllu. Islenskir heildsalar, ís- lenskir kaupmenn og kaupfje- lög taka verslunina i sínar hendur. Togaraútgerðin og mó- torbátaútgerðin kemur smám- saman í stað ,,kútteranna“ og en áður hafði verið, bæði í verklegum og andlegum efnum. Þegar litið er yfir farinn veg, þá getur það ekki dulist, að ár- ið 1903 var stigið mikið happa- spor með flutningi stjórnarinn- ar inn í landið. Og má endur- taka það, að litlar likur eru til, að það, sem á vanst 1913, hefði fengist þá, 6f stjórn hinna svonefndu sjermála landsins hefði alt af verið í sama fari sem hún var i frá 1874 til 1. febr. 1904. Þessvegna ber að minnast þeirra manna með þakklæti og virðingu, er unnu að flutningi stjórnarinnar í landið og að framfaramálum landsins þar eftir, og ber þó Hannes Hafsteinn hæst allra þeirra manra. Samskot Noregssöfnunin. Kvenfjel. Vilingaholtshrepps kr. 215.00. KvenfjeL Lágafells- hrepps, kr. 500.00. Guðlaugur Lárusson, Skólav.st. 18, kr. 50.00. Carl F. Jensen, Reykjarf., kr. 100.00. Lúðrasveit Reykja- víkur, kr. 200.00. Tvær konur í Hrunamannahreppi, kr. 50.00. Kvenfjelag „Hrísey“, Hrísey, kr. 220.00. Haukur Jörundsson, Hvanneyri, kr. 200.00. Bæjar- sjóður Siglufjarðar, kr. 5.000.00. P. J.. áheit, kr. 50.00. Frá hjón- um í Hrunamannahreppi, kr. 100.00. Fjölskyldan á Stóra- Fjalli. Borgarfirði, kr. 100.00. Á. Á., Vestmanaeýjum, kr. 50.00. Jón Konráðsson, Hróars- tungu, kr. 50.00. Jósefína Ol- sen, Skeggjagötu 7 kr. 100.00. Kvenfjelag „Hvöt“, Hnífsdal, kr. 610.00. J. D„ Hafnarfirði, kr. 30.00. S. J.. Hafnarfirði, kr. 5.00. J. S. Hafnarfirði, kr. 20.00. O. L„ Hafnarfirði, kr. 30.00. Margrjet Árnadóttir, Hafnar- firði, kr. 5.00. Aðalbjörg og Bjarni, Hafnarfirði, kr. 30.00. P. S„ . Hafnaríirði, kr. 30.00. St. B., Hafnarfirði, kr. 20.00. Gömul kona, Hafnarfirði, kr. ,10.00. »Ofnasmiðjan h. f„ og starfsfólk, kr. 800.00. Guðbjörg Pálsdóttir, Reykjavík, kr. 50.00. Frá Norrænafjel., viðbót vegna „Veisl á Sólhaugum", kr. 500.00. Afh. söfnun hjá Mbl., opnu bátanna. Lögð er meiri kr. 135.00. Kvenfjelagið „Gefn“, hækt við vegagerð og brúa. Far ið er að sinna hafnargerðum og lendingabótuni. Skógrækt og sandgræðsla er hafin. Vitar eru reistir. Innlendar vátryggingar- stofnanir rísa upp til trygging- ar gegn eldsvoða og sjóslysum skipa. Innlend Iagakensla og síðar háskóli er sett á stofn, og lög sett um kennaramcntun, barnafræðslu og búfræðL Á fyrstu fjárlögunum, sem inn- lenda ráðherrastjóminrtók við, Garði, kr. 1.005.00 Safnað hjá Dag'bl. Vísi, kr. 155.00. G. G. kr. 150.00. Söfnun úr Mýrahr. í Dýraíirði. kr. 1.500.00. Söfnun í Mosvallahr., Önundarfirði, kr. 1.800.00. Kvenfjel. Leirár- og Skilmannahrepps, kr. 50.00. Sigríður Ölafsdóttir, Ásmundar stöðum. Ásahr., kr. 58.00. K. Ó„ kr. 100.00. —- Samt. krónur 14.078.00. — Áður tilkynnt kr. 813.929.45. —: AIs samtals kr, 828.007.45. . i ,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.