Morgunblaðið - 09.02.1944, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 09.02.1944, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 9. febrúar 1944 MORGUNBLAÐIÐ 11 Hann gekk beint að föður sínum og sagði hátt: „Hvað eiga svona veisluhöld að þýða á svona tímum?“ Chang varð ekki svarafátt. . „Jeg bauð nokkrum vinum til veislumáltíðar er þeir komu hingað til lands“, sagði hann ísmeygilega. „Sagami herfor- ingi, má jeg kynna fyrir Yut- sing Chang. Þið tveir hljótið að hafa eitthvað að tala um, þvi að hann hefir einnig verið við nám í Ameríku.“ Hann klappaði saman lófunum og tvær stúlkur komu hlaupandi inn. „Stól og ábreiðu handa syni mínum“, hrópaði hann. Hinir kurteisu Japanir brostu og hneygðu sig fyrir Yutsing. Hann vætti skrælþurrar varirn ár þrisvar áður en hann gat komið upp nokkru orði; hann var enn hásróma. „Jeg verð að tala við þig nú þegar, Faðir“, sagði hann. Chang virti fyrir sjer fljót- færnislegan klæðaburð. sonar síns. „Seinna, sonur minn, seinna“, sagði hann lágt á kín- versku. „Nei, núna samstundis“, svar aði Yutsing. Faðir hans horfði þegjandi á hann fáein augnablik, og' á með an þögnuðu allir við barðið. Stúlkurnar sátu kyrrar með blævængi sína og horfðu á það, sem fram fór. Chang sá að son- ur hans titraði eins og lauí í vindi. Hann stóð upp og hneygði sig fyrir gestum sínum. „Jeg bið yður afsökunar — áríðandi frjettir, heimilisfrjetr- ir“, sagði hann. Hann lagði handlegginn yfir axlir sonar síns sem var mikið lægri en hann, til að láta gestina líta svo á að samkomulagið væri hið besta með þeim feðgunum, og leiddi hann að dyrum, föld um bak við rauðu silkitjöldin. Þeir komu inn í herbergi, þar sem hótelstjórnin af hugulsemi sinni hafði komið fyrir tveim legubekkjum til afnota fyrir drukkna gesti. Chang ljet fall- ast niður í annan þeirra eins ög hann ætti bágt með að standa. Þó, eins og Yutsing vissi vel, var faðir hans ekki drukk- inn og hafði aldrei á ævi sinni verið það. . „Nú, hvað er það?“ spurði Chang og af einhverjum óskilj- anlegum ástæðum talaði hann enn ensku. Hann var að öllum líkindum búinn að tala svo mikið á því tungumáli þetta kvöld, að hann var farinn að hugsa á því. „Hversvegna kem- urðu hingað, klæddur eins og afturganga og sýnir gestum mínum ókurteisi?“ Yutsing stóð fyrir framan legubekkinn og horfði á föður sinn, sem sitjandi var nærri jafnhár og hann. „Hvernig geturðu fengið af þjer að snæða kvöldverð með óvinum vorum? Sama kvöldið sem við erum að víggirða í Hapei og Hongkew og fyrstu líkin liggja á strætunum?“ spurði hann og rödd hans varð hásari með orði hverju. „Jeg trúði því ekki, jeg áleit það ekki mögulegt, en nú hefi jeg sjeð það með mínum eigin aug um. Faðir minn heldur Japön- um veislu, Japönunum, sem vilja gera Kína að japanskri nýlendu. Mjer hefir einnig verið sagt, að þú hafir látið þá fá peninga. Er það einnig satt?“ Chang brosti, andlit hans var enn gráflekkótt. „Mennirnir, sem jeg hefi boðið, eru allir gamlir vinir mínir“, sagði hann rólega. „Sagami flotaforingi, hr. Nakanó, bankastjóri Osaka bankans, Tsuneo Fujita, sem á Daily Advertiser í Kope, Toro Sato meðeigandi minn í Tsingato-myllunum — hví skyldi jeg ekki skemta mjer með þeim? Jeg hefi þekt þá alla í meira en tuttugu ár. Þeir eru heiðarlegir og kurteisir menn“. „Hefurðu látið þá fá pen- inga? Peninga til að kaupa fyr- ir byssur, til að drepa okkur með?“ hrhópaði Yutsing hás- róma. B. G. brosti aðeins. „Kynni mín af Japönum hafa sýnt mjer að þeir láta sjaldan múta sjer“, sagði hann. „Maður verð ur því að neyta áhrifavalds síns á annan hátt“. Hann stóð upp og gekk að marmaraþvottaskálinni, fyllti lófa sína vatni, eins og hann hafði gert á þeim tíma sem hann var verkamaður og þvoði sjer í framan. Síðan sneri hann aftur að syni sínum. „Jeg hefi litla ánægju af að skemta mönnum þessum í dag“, sagði hann á kínversku, „því að mjer er ilt í maganum og vildi gjarnan hvílast. En það er nú einu sinni skoðun mín, að það komi sjer vel að eiga vini meðal óvinanna“. „Faðir“, sagði Yutsing Cang, og reyndi að vera rólegur, „þú gafst herstjórn okkar sex flug- vjelar. Hvað stoðar það, ef þú gefur einnig óvinunum sex flugvjelar til að berjast gegn okkur?“ „Jeg gaf flugvjelarnar sex til Nanking til að þóknast þjer“, sagði Cang, „en ekki af því að jeg byggist við að hafa nokk- urt gagn af þeim. Þú veist ef til vill ekki, að þótt stjórn vor eigi gnægð góðra flugvjela og flugmanna, þá gleymdi hún að byrgja sig upp af bensíni“, sagði hann og talaði nú aftur ensku. „Við Kínverjar gerum okkur hlægilega þegar við tök- um þátt í styrjöldum. Það er ofurauðvelt að senda hermenn í stríð, sem hafa ekki hugmynd um í hverju það er fólgið að berjast á vígvöllunum. En þeir sem vita betur, bera ábyrgðma. Þeir láta hermenn vora hafa enskar byssur, en frönsk skot, amerískar flugvjelar með í- tölskum varahlutum. Þar er hver hendin upp á móti ann- ari, her vor er skamarlega illa vígbúinn. Það er ekki hægt að drepa mann með slagorðum einum. í stríði fara úrslitin eft- ir. hvor er betur hæfur til að drepa, ekki eftir, hvor hefir fleiri til að láta drepa“. Yutsing fyltist beiskju við þessi orð föður síns. „Það er að vísu slæmt að lifa á tímum og í heimi, sem lætur aðeins sann- færast af byssum, sprengjum og herskipum“, hrópaði hann. „En við erum undir þetta stríð búnir, og við munum leiða það til lykta, enda þótt það taki okkur hundrað ár og endi ekki fyrr en enginn hermaður er eftir á lífi. Og ef nauðsyn ber til munum við losa okk ur við menn eins og þig, sem eílið van traust þjóðarinnar á sjálfri sjer og semjið við JaDanina“. Meðan sonur hans talaði, hafði Cang Bogum þrýst hönd- inni að kviðarholinu, þar sem hann í nokkra daga hafði fund- ið til kvala, sem hann reyndi árangurslaust að gleyma. „Þú getur geymt áróðurshjal þitt öðrum en mjer“, sagði hann, „Spara þú stóryrðin handa þeim sem trúa þeim. ílvað viltu mjer eiginfega?" Yutsing hugsaði um spurn- inguna. Það var ekki svo auð- velt að svara henni. „Jeg vil að þú farir þegar inn til Japananna og vísir þeim á dyr. Jeg vil að þú takir aftur hvern eyri, sem þú hefir lánað þeim. Jeg vil að þú elskir Kína, trúir á það og hjálpir því, hinu fátæka og ógæfusama landi voru. Landi þínu. Skilurðu það ekki?“ Chang eldri var smátt og smátt að renna í skap. „Og hvað segirðu við því að jeg álít að Kína myndi vera farsælla undir japanskri stjórn en það er nú?“ sagði hann gremjulega. Sonur hans starði lengi á hann, eins og hann brysti öll orð. Chang hafði ekki lokað vel fyrir vatnshanann, svo að vatnið lak í dropatali niður í marmaraskálina og hljóðið sem myndaðist við það blandaðist ópum og hlátrasköllum, diska- glamri og hljóðfæraslætti inn- an úr veislusalnum. Þar sem Yutsing svaraði ekki, hjelt faðir hans áfram. Stjúpsysturnar tvær Æfintýri eftir P. Chr Asbjörnsen. Skömmu síðar kom hún þangað, sem kýrin var, og þurti nú aftur að mjólka hana. „Æ, gerðu nú svo vel að mjólka mig“, sagði kýrin, ,,þá skal jeg hjálpa þjer aftur, þegar þjer liggur á. Drektu eins mikið af mjólkinni og þú vilt, en heltu afganginum á klaufarnar á mjer“. Jú, stúlkan mjólkaði kúna, drakk svo eins mikið og hún torgaði, og að lokum var ekkert eftir að hella yfir klaufirnar. Síðan kastaði stúlkan mjölkurfötunni lang- ar leiðir. Þegar hún hafði enn gengið nokkurn spöl, kom hún þar að sem hrúturinn var á beit og dró á eftir sjer reifið. „Æ, viltu ekki vera svo góð að klippa af mjer ullina, þá skal jeg hjálpa þjer seinna, þegar þjer liggur á“, sagði hrúturinn. „Taktu eins mikið af ullinni, eins og þú vilt, en vefðu afganginum um hálsinn á mjer“. Stúlkan klipti hrútinn að vísu, en sú var nú ekki að vanda sig, nje fara varlega, enda blæddi víða úr hrútsa, er hún var búin. Svo tók hún alla ullina með sjer, en sauðaklippunum, sem hangið höfðu á horni hrútsins, henti hún langar leiðir. Eftir nokkra göngu kom svo stúlkan að eplatrjenu, og var svo mikið af ávöxtum á því, að greinarnar svign- uðu og náðu næstum til jarðar. „Týndu nú af mjer eplin, stúlkan mín, svo greinarn- ar mínar geti rjett úr sjer, það er svo slæmt að hafa þær svona“, sagði eplatrjeð. „En farðu varlega svo þú meiðir mig ekki. Þú mátt borða svo mikið af eplunum og þú vilt, en láttu afganginn við rætur mínar“. |> Stúlkan týndi nú þau epli, sem hún náði til, en tók svo stöngina og sló hin niður. Hún fór nú ekki mjö|[ varlega, braut jafnvel greinar af trjenu. Svo át hún epli, þangað til hún gat ekki troðið meiru í sig, en henti af- ganginum undir trjeð. Þegar stúlkan hafði njú farið nokkru lengra, kom hún áð bæ skessunnar og bað þar um vinnu. Tröllkonan sagði, að hana vantaði ekki vinnukonu, hún vildi blátt áfram ekki sjá neina vinnukonu, því annað hvort gætu þær ekki gert nokkurt handtak, eða þá þær væru allt of duglegar og sviku og prettuðu allar eigur hennar af henni. Ekki ljet dóttir kerlingar sig fyrir þetta, en sagðist heimta vinnu, og skessan ljet þá til leiðast að taka hana en sagði, að eitthvað yrði hún þá að geta gert. Presturinn: — Hvernig er sjöunda boðorðið, barnið mitt? Barnið: — Presturinn .... má ekki stela. Prestur: — Þetta er ekki rjett, boðorðið er svona: Þú skalt ekki stela. Barnið: — Hún mamma mín sagði, að jeg mætti ekki segja þú við prestinn. ★ Maja litla kom hlaupandi til pabba síns, sem var önnum kaf inn við skriftir. Maja: — Pabbi, það er kom- inn maður, sem vill finna þig. Faðirinn: — Jeg má ekki vera að því að tala við hann núna. Segðu honum, að jeg sje ekki heima. Maja: — Jeg má ekki skrökva. Þú verður að segja honum það sjálfur. ★ Sjúklingurinn: — Jeg hefi afarlitla trú á meðulunum yð- ar. Læknirinn: — Það gerir ekk ert, hundarnir hafa enga trú á dýralæknum, en læknast þó. Hún var nýgift og fór út í búðir til þess að kaupa í búið. Frúin: — Svo ætla jeg að fá einn hitamæli. Afgreiðslumaðurinn: — Á það að vera Celsius eða Reaumurs mælir? Frúin: — Mjer er sama, eða er nokkur munur á þeim? Afgreiðslum.: — Vatnið sýð- ur við 100 stig á Celsíus en við 80 stig á Reaumur mæli. Frúin: — Þá ætla jeg að taka Reaumur, það verður ekki svo lítill eldiviðarsparnaður við það, fyrst ekki þarf nema 80 stig til þess að vatnið sjóði. ★ Konan: — Þú ættir nú eigin- lega ekki að fara út í kvöld. Það er ekki nema sanngjarnt, að þú sjert heima hjá mjer á sjálfan afmælisdaginn minn. Maðurinn: — Jeg vil leggja alt í sölux-nar fyrir þig, elskan mín, en jeg get ómögulega gert þetta fyrir þig, því að spila- kvöldið mitt er í kvöld og jeg þarf að borga 2 krónur ef jeg kem ekki. Presturinn: — Það er hug- hreysting fyrir þig, að hinu- megin hittir þú hjeðan farna vini og konuna þína sál'uðu. Hans gamli: — Það vantaði nú bara — ef jeg á að fara að stríða við hana í annað sinn. ._ ★ 1. skipstjóri: — Jeg óska þjer til hamingju, þá ertu kominn í hjónabandshöfnina. 2. skipstjóri: — O, — læt jeg þá hamingju vera, þá strandaði jeg í fyrsta sinn. ★ María (farin að eldast): — Mjer sýnist að prófessorinn sje farinn að gefa mjer hýrt auga, þegar við mætumst. Hanna: — Mjer finst það mjög eðlilegt, hann er forn- leifagrúskari. ★ Maður nokkur var sakaður um að hafa stolið trjávið af reka. Að lokinni yfirheyrslu ljet sýslumaðui’inn hann fara með þeirri ófk að hann fram- vegis spilaði uþp á sínar eigin en ekki annarra spýtur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.