Morgunblaðið - 11.03.1944, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 11.03.1944, Blaðsíða 7
Laugardagnr 11. mars 1944 M 0 R G UNBLAÐIÐ 7 - HVAÐ VILL GANDHI? - DAGINN sem árásin var gerð á Pearl Harbor, og dag inn eftir, dvaldi jeg í ein- setumannsbústað Gandhis í Wardha og lagði mig mjög fram til þess að fá hann til að fordæma hina smánar- legu árás. Mjer tókst það ekki. í stað þess að fordæma Japana, ljet hann nokkrum dögum síðar í ljós hrygð sína vegna þess, að Banda- ríkin skvldu hefja þátttöku í styrjöldinni, og enn seinna, ;þann 18. maí 1942, benti hann ásakandi á þetta 'land (Bandaríkin) er hann sagði: ,,Jeg get ekki varist þeirri hugsun, að Bandaríkin hefðu getað haldið sjer utan styrjaldarinnar. Jafnvel enn geta þau það, ef þau losa sig undan hlekkjum þeim, sem auður þeirra hef- ir á þau lagt“. í febrúarmánuði sama ár hafði hann gefið Chiang Kai shek svipað ráð, næstum fimm árum eftir að Japan- ar rjeðust inn i Kína. í fjög- urra og hálfrar stundar við- tali við hershöfðingjann hafi Gandhi varið trú sína á of- beldislausa baráttu, og hald- ið því fram, að hægt væri að beita henni með fullum árangri gegn Japönum. Hann skýrði kínverska þjóð arleiðtoganum frá því, að hann væri andvígur þeirri stefnu, að skilja eftir sviðið land, þar sem hörfað væri, og sæi hann ekki birtast neitt hugrekki í aðgerðum Kínverja og Rússa á þessu sviði. Þessar skoðanir hafa eðli- lega valdið miklu umróti erlendis. Margir fvrri að- dáendur Mahatma Gandhi hafa nú snúið baki við hon- um, með þeirri skýringu, að hann væri óskiljanlegur — eða jafnvel enn verra. Sum- ir hafa dregið þá álvktun, að hann hefði samúð með einræðisríkjunum, eða hefði að minsta kosti ekki nægi- lega samúð með þjóðum þeim, sem væru að berjast gegn yfirgangi möndulveld- anna. Svo hvatvíslegar á- lyktanir fela í sjer mikið ranglæti gagnvart manni, sem tvímælalaust er eitt- hvert mesta mikilmenni, sem nú er uppi. Þær auka aðeins enn meir á misskiln- inginn og flækjurnar í ind- verska vandamálinu, ein- mitt á þeim tíma, þegar meira raunsæis er þörf en nokkru sinni fyrr. Rjettur skilningur á skoðunum Gandhis og aðstöðu hans í landinu er lykillinn að ind- versku stjómmálaflækj- unni. Gandhi er einlægur í baráttu sinni. GANDHIER EKKI ábyrgð artilfinningarlaus, og hann er ekki skrumari. Gagnstætt þessu er hann einhver heil- steyptasti þjóðarleiðtogi seinni tíma. Það kann að vera ógerlegt að fallast á ýms sjónarmið hans, en ein- lægni hans er hafin yfir allan vafa. Framkoma hans, Eftir T. A. Raman Flcstir íslendingar munu hafa heyrt getið um ind- verska þjóðleiðtogann Mahatma Gandhi, sem oft hefir reynst Bretum óþægur Ijár í þúfu. í sjálfstæðisbaráttu sinni hefir hann beitt sjerstæðum aðferðum, og eiga niargir Vesturálfumenn erfitt með að skilja skoðanir hans á ýmsum málum. Höfundur greinar þessarar leitast hjer við að skýra viðhorf hans gagnvart umheiminum. Greinin er nokkuð stytt í þýðingu. ' í ^ 'i ■'V' sem jafnvel kann að virðast ósæmileg eftir vestrænum skilningi, verður oftast nær eðlileg, þegar hún er hlevpi- dómalaust skoðuð í ljósi lífs- skoðana hans. Endurspegla skoðanir Gandhis þá skoðanir meiri hluta indversku þjóðarinn- ar? Svo er ekki. Jeg get hugs að mjer, að um það bil einn tíundi hluti samlanda hans hugsi eins og hann. Eru þá skoðanir hans í samræmi við skoðanir meiri hluta hans flokks — Congressflokks- ins? Aftur verður að svara neitandi. Einungis tveir full trúanna í hinu tólf manna flokksráði eru honum alger- lega sammála. Engu að síður eru áhrif hans mjög mikil meðal allra stjetta, og það væri varhugavert fvrir hin- ar sameinuðu þjóðir að gera ráð fyrir öðru. Gandhi er hin fullkomn- asta ímynd hins helga manns, eins og Indveriar hugsa sjer hann, og þeir munu því fylgja honum þar til yfir lýkur, hvort sem þeir eru honum sammála eða ekki. Þegar á alt er lit- ið, þá eru það áhrif Gandhis sem eru ríkjandi * í hinum aðgreindu deildum Congress flokksins — stærsta flokks landsins — jafnvel þegar sjónarmið hans eru greini- lega í minni hiuta. Gandhi er ekki möndulveldasinni. GANDHI ER EKKI fylgj- andi möndulveldunum. — Hann er aðeins í^lgerlega andvígur styrjöldum, og höfuðmarkmið hans er að halda landi sínu utan styrj- aldarinnar. Snemma á árinu 1939 ráðlagði Gandhi nefnd kínverskra trúboða að revna ekki til þess að gera upp á milli Kínverja og Japana, heldur aðeins biðja þess að rjettlætið sigraði, og gera þar bæði vinum og óvinum jafnt undir höfði. Hann fjelst jafnvel ekki á við- skiftabann á japanskar vör- ur í Indlandi. Seinna. þegar óveðursskýin tóku að þjett- ast yfir Evrópu, reit hann Hitler brjef, og grátbændi hann að forðast styrjöld, ,,sem getur komið mann- kvninu á ný á stig villi- menskunnar“. Áður hafði hann sagt, að „enda þótt hjarta Hitlers væri harðara en steinn, mvndi það bráðna fyrir nægilegum hita óvirkr ar mótspyrnu“. Hann tárfeldi við tilhugs- unina um hina komandi evðileggingu, er hann hitti varakonung Indlands, dag- inn eftir að styrjöldin braust út. Hann lagði áherslu á það, að allur sá stuðningur, sem hann gæti veitt, myndi eingöngu verða siðferðislegs eðlis. „Jeg óslfa Englandi alls góðs“, sagði hann, „en ieg myndi ekki kæra mig m að byggia frelsi lands íns á rústum evðilagðs ýskalands“. Hann lagði ka áherslu á það, að ekki ætti túlka orð sín þannig, ð þau viðurkendu rjett- æti vopnavaldsins, jafnvel varnar viðurkendu rjett- íti. Hann lýsti yfir því, að angressflokkurinn væri fgður á kenningunni um 'beldislausa baráttu, og eti hann því aldrei veitt irkan stuðning i styrjöld. Þegar Frakkland gafst np, lofaði Gandhi mjög — samræmi við friðarsinna- nnfæringu sína — „hetju- íð“ Pétains. marskálks, við amkvæmd uppgjafarinn- „Hreysti franska her- iannsins“, skrifaði hann, er heimskunn, en gerum | nnig heiminum kunnugt ð mikla hugrekki hins anska stjórnmálamanns' í iðarleit sinni“. Fvrir milli- ingu varakonungsins sendi mn bresku stríðsstjórninni ;tirfarandi boðskap: „Leggið niður vopn, því ð þau eru gagnslaus til sss að frelsa yður eða lannkvnið . . . Þjer skulið Ójóða Herr Hitler og Signor Mussolini að taka það, sem þeir vilja, af þeim löndum, sem þjer kallið yðar eign. Látið þá leggja undir sig vðar fö?ru eyju, með hinum mörgu fögru byggingum. Ef þessir herramenn vilja leggja undir sig heimili yð- ar, þá vfirgefið þau. Ef þeir ekki vilja leyfa yður út- göngu ,þá leyfið þeim að myrða yður, karlmann, konu og barn, en þjer skulið neita að vinna þeim holl- ustueiða". Hann hefir bjargfasta trú á vopnlausri baráttu. EINS OG JEG áður hefi sagt, þá fordæmdi Gandhi ekki Japana fyrir árásina á Pearl Harbor. Síðar mót- mælti hann því, að banda- rískum hersveitum væru leyfðar bækistöðvar í Ind- landi, „því að það mun að lokum hafa í för með sjer amerísk áhrif, ef ekki amer- ísk yfirráð, til viðbótar þeim bresku“. Hann var þeim ekki andvígur af því að þau væru amerísk, heldur af því, að þau voru erlend. Hann var engu síður and- vígur komu indverskra og breskra hersveita, og hann bað varakonunginn „að flytja á brott þessar erlendu hersveitir, og stöðva frekari herflutninga til* landsins, því að það er skaðvænlegt fyrir hagsmuni Indlands og hættulegt fyrir frelsi lands- ins, að erlendir hermenn sjeu þangað fluttir“. Þann 1. maí 1942 birti hann yfirlýsingu, sem ef til vill hefir vakið mesta furðu aðdáenda hann í Vesturlönd um. Gaf hann þar til kvnna, að hann myndi tafarlaust hefja friðarsamningaumleit- anir við Japana, ef land hans væri frjálst. Síðar skýrði hann þessa yfirlýs- ingu þannig. að hann ætlaði sjer að hefja samningaum- leitanir við Japana í því skyni að frelsa Kína, og hann bauðst til þess að fara sjálfur og gera þetta krafta- verk. Um svipað leyti sagði hann, að ef Bretar hyrfu frá Indlandi, myndu Japanar sennilega -ekki gera innrás í landið, en ef þeir gerðu hana, þá mvndi óvirk ekki- samvinna á einhvern hátt stöðva þá. Alt þetta hljóm- ar fávíslega í evrum Engil- saxa, en það væri ennþá meiri fásinna að álykta. út frá því, að Gandhi væri fascisti. Hann er alt of hrein skilinn og of mikil persóna til þess að hægt sje að gruna hann um hin minstu við- skifti við möndulveldin. Hann fyrirlítur stefnu þeirra jafn einlæglega og Churchill og Roosevelt gera. Ríkisdýrkun þeirra, ofbeld- isdýrkun þeirra og þjóðern- iskenningar eru í algerri andstöðu við dýpstu sann- færinguhans. .Jeg vildiheld ur láta skjóta mig en gefast upp fyrir Japönum, ef þeir ráðast inn í Indland“, sagði hann við breskan blaða- mann. Friðarstefna Gand- his er ekki takmörkuð við Breta, Bandaríkjamenn eða Kínverja, heldur nær hún til allra ríkja á öllum tím- um og hvar sem er. Hann er hinn sjerstæðasti maður, sem hæpt er að hugsa sjer: Hann trúir algerlega á heim spekikenningar sínar, og starfar efíir þeim. Þjóðin dýrkar hann. EINUNGIS . lítill hluti einnar miljónar meðlima Congressflokksins hcfa sömu óhagganlegu trúna á hinni óvirku baráttu og Gandhi. Meðal hinna tíu fulltrúa flokksráðsins, sem ekki eru sömu skoðunar og Gandhi, er Jawaharlal Nehru, ákafur andstæðing- ur nasista og Japana. Gefur þetta til kynna, að vald Gandhis sje blekking ein? Langt frá því. Vald hans yfir hinum fjögur hundruð miljónum Indverja, er senni lega veigamesti þátturjnn í allri sögu þessa ógæfusama lands. Hann einn hefir djúp tæh áhrif á fjöldann. Ef til vill virðir einn tiundi hluti ibúanna Nehru, Patel og. aðra leiðtoga. Hinir niu tí- undu hlutar þjóðarinnar hafa sennilega ekki einu sinni heyrt um þá getið eða Congressflokkinn. En allir íYamh. á 8. síðu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.