Morgunblaðið - 23.03.1944, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 23.03.1944, Blaðsíða 5
* Fimtudag-ur 23. • t i mars 1944. MORGUNBLAÐIÐ - HLEÐSLA TOGARANMA - NÚ AÐ undanförnu hefir skömmunum rignt yfir hin syndugu höfuð íslenskra togara skipstjóra út af hleðslu togar- anna. Skipstjórararnir hafa lát ið þetta yfir sig ganga eins og ýmislegt annað aðkast, misjafn lega vel meint, og af misjafnri þekkingu á þeirra starfi sagt. Sumir af þeim mönnum, sem fundið hafa hvöt hjá sjer til þess að taka til máls, hafa sem sjómenn, haft yfir nokkurri þekkingu að ráða, en svo eru aftur aðrir, sem ekki verður með nokkru móti sjeð að hafi nokkuð það til bruns að bera, sem þarf til þess að dæma um þessa hluti, enda ekki annað gert en að nota kærkomin tæki færi til þess að kasta köpur- yrðum til skipstjóranna og þar með lýsa öfund sinni, úlfuð og hatri á þessari sjett, sem ekki vérður annað sjeð en stafi af því að þeim finnist þeir skyggja á dýrð sína vegna mik- illa happasælda og afkasta fyr ir þjóðarbúið. Því miður er það svo, að við eigum, að mjer virðist, altof- mikið af þeim mönnum, sem hlaðnir eru þeim viskuhroka, að þeir þykjast hafa vit á öllu milli himins og jarðar, og fleipra því oft um hluti, sem þeir hafa lítið eða ekkert vit á. Það ætti að vísu að vera sama um orðaskvaldur þessara manna í þessu máli og það er líka svo, hvað rökræður áhrær ir, en hitt er lakara, en að því munu þeir einmitt stefna, að sá frækorni vantrausts og ó- samlyndis milli yfir- og undir- manna togaraflotans, og væri vel, ef sjómenn gerðu sjer rækilega grein fyrir því hvort slíkt sje ávinningur fyrir þá sem stjett. Eigum við sjómenn irnir að láta þessum mönnum verða að ósk sinni og spilla þannig sambúð okkar? Jeg fyr ir mitt leyti segi nei! 'ér SIJMIR þeir sjómenn, sem látið hafa til sín heyra, hefir mjer virst að ekki gengi annað en gott eitt til, en því miður er ekki hægt að segja það und- antekningarlaust, og áberandi nokkuð er það, að menn hafi fallið fyrir þeirri freistingu að láta hin einstöku tilfelli gilda sem rök sín í málinu og út frá því dæma svo alla heildina rjett eins og það sje sæmandi, að ef lakasta sjókænan í flotan um ekki ber farm sinn með prýði þá sje því þar með slegið föstu, að svo sje með alla hina og því um augljósa ofhleðslu að ræða, og þar með allir brotn ir yfir sama kamb. Það er eftirtektarvert hversu þessum möpnum verður tíðráett um ofhleðslu skipanna, heim áf veiðum og mega þeir þó vel vita það, að eftir að heim er komið, er bætt í þau að jafnaði, kolum til útferðar, miðað við núgildandi hleðslumerki, sem verið hefir í gildi undanfarið, og maður skyldi því halda, að þeir sem þessum reglum hafa hlýtt, gætu verið undanþegnir umræddum ásökunum. Og hvað meina þessir menn? Eru þessi merki ekki einhtít? Ber að saka skipstjórana, ef svo er ekki? Voru það þeir, sem settu þessi Eftir Sigurjón Einarsson skipstjóra merki, eða voru þeir nokkuð til ráða spurðir, í þeim efnum? Það ætti að mega krefjast það af þeim mönnum, sem um þessi mál endilega vilja fjalla,, að þeir sýndu þess greimlegri merki, að þeir skilgrcindu milli hugtakanna ,,bfhleðsla“ og ,,mishleðsla“, því þao er mis- hleðslan,.sem bagar skipið mest á leið heim af veiðum, orðin þá stundum ljett að aftan en þeim mun þyngrí að framan. Þeir munu nú kanske vilja ségja, að það komi út á éitt, þar sem hvorttveggja geti verið jafn hættulegt, og er það að vísu nokkuð rjett, en fullkomið traust er ekki hægt að bera til málflytjenda, sem hafa þannig þausavíxl á hugtökum, því að í'gegnum það skin áróður, nema þá að um beina vanþekkingu sje að ræða. ★ ALVEG SÖMU ónákvæmn- innar, áróðursins eða vanþekk- ingarinnar gætir á Alþingi, þar var því haldið fram, og lögð fram skýrsla frá Fiskifjel. ís- lands, því til sönnunar, að tog- ararnir flyttu nú sumir hart nær helmingi meira afla til Eng lands úr hvenú veiðiför, en í stríðsbyrjun. Viðkomandi þing- maður komst að orði eitthvað á þá leið, í þessu sambandi, að þetta væru svo glöggar sann- anir fyrir ofhleðslu, að ekki þyrfti um að efast, hjer yæri um ofhleðslu að ræða og ekk- ert annað. Þetta er, vægast sagt, mjög fljótfærnisleg álykt- uru Alyktunin hefði að vísu verið rjett ef skýrslan hefði fjallað um hleðslu, en það ger- ir hún ekki. Skýrslan slær föstu fullfermi skipanna í báð- um tilfellum en þao er bara engan veginn eitt og hið sama og fullhleðsla, en því tvennu blandar þingmaðurinn sjáan- lega saman af einhverjum á- stæðum, og þar sem skýrslan segir ekkert um hleðslu skip- anna, nær hún ekki annað en að sanna það, að ísfiskfarmar skipanna í stríðsbyrjun hafi aðeins verið um hálíhleðsla, miðað við það að núgildandi hleðslumerki takmarki rjetti- leg fullhleðslu. Það kemur hjer, sem oftar, fyrir, að skýrsl ur geta verið villandi sje þeim ekki rjettilega beitt. Að skipin voru svona ljett hlaðin með ís- fiskfarmana fyrir strið, eins og slegið hefir verið föstu með þessari skýrslu, þótt svo hafi tæplega verið til ætlast. var skipstjórunum það Ijóst. Þeir höfðu vanist því að setja mik- ið þyngri farma í skipin, sem sje saltfiskfarma og kolafarma, sem teknir hafa verið í Eng- landi og teknir eru þar enn. Þessir farmar koma að sjálf- sögðu frekar til greina til sam- anburðar þegar ræða á um hleðslu togaranna, en gömlu ísfiskfarmarnir, sem mönnum virðist sVo starsýnt á, og á grundvelli þessa samanburðar juku togaraskipstjórarnir ís- fiskfarminn þegar hín breytta verkunaraðfeíð gerði það kleift. Hleypidómalausir og sann- gjarnir rnenn munu þá komast að nokkurri annari niðurstöðu- en þeir, sem ekki hafa hirt um j að kynna sjer málið rækilega,' en éinblína skiiningslausum augum á ísfiskfarminn fyr og nú, og fá með engu móti skilið þá breytingu; sem á er orðin, á annan veg en þann, að hún hljóti óhjákvæmilega að vera. ofhleðsla, af þeim ástæðum, og það vegna þess, ao þeir virðast ekki kunna að gera greinarmun á fullfermi og fuílhleðslu. MÖNNUM hefir orðið tiðrætt um • hina breyttu verkunarað- ferð á ísfiskinum. Það kom fljótt í ljós. þegar farið var að hausa fiskinn, að hann geymd- ist þá mun betur í ísnum en áður, sem er ofur skiljanlegt hverjum þeim, sem sæmilega þekkingu hefir á ísun fiskjar í botnvörpungum. Þá kom í ljós, að þarflaust var að moka jafn- miklu af ís í sama magn af fiski og áður, en við það notað- ist íarmrúm skipanna mun bet ur, og var það notfært þar sem svo mikið vantaði á að skipin væru full hlaðin með hinni eldri aðferð. Flestar nýjungar eiga sjer vantrúendur, oft menn, sem eru orðnir gamlir og hættir að fylgjast nógu vel með, og eiga því bágt með að setja sig inn í það, hvers vegna þetta eða hitt heldur ekki áfram að vera eins og það áður var, eða menn. sem eru hræddir við all- ar nýungar, menn, sem eru eins og karlinn, sem ekki vildi nota blísökkuna og sagði að lang- afi sinn, afi og íaöir hefðu notað stein og hann notaði því stein líka. .Togaraskipstjórarnir kippa sjer ekki upp við það að ýmsir steinrunnir afturhaldsseggir ekki skilja nýungar. sém við koma þeirra störfum, enda ger ir það ekki svo mikið til, og það eru algjörlega óþarfar á- hyggjur, sem þeir menn gera sjer, sem veríð hafa að fárast út i vöndun ísfiskjarins hvað botnvörpunga áhrærir. Það er og hefir verið svo, að við höf- um lært og Iagað okkur eftir þeim kröfum, sem Englending- ar sjálfir gera til íískjarins. Þeir meta sjálfir hvern farm, sem landað er og leyfa ekki sölu á öðrum fiski en þeim, sem þeir sjálfir ákveða að sje sölu- hæfur. Það eru ekki siðari tíma fyrirbrigði að skip hendi það óhapp að fá fisk sinn dæmdan að einhverju leyti ósöluhæfan, sem getur komið fyrir af ýms- um ástæðum, heldui’ kemur það mikið sjaldnar fyrir nú en áð- ur, síðan farið. var að hausa fiskinn; sú er mín reynsla. Enda blandast mjer ekki hug- ur um að mikið hægara er að verja fisk skemdum með þess- ari aðferð. GUÐMUNDUR Guðmundsson frá Ófeigsfirði hefir í dagbl. „Visir“ kvatt sjer hljóðs í þessu hleðslu máli. Hann kemur þar, að flestum mun: finnast, með unar, þar sem hann lýsir átak- anlega ferðalagi skips, sem hann var á, til hafnar, að af- lokinni veiði, og telur, að mig minnir, að það hafi tekið skip- ið hátt i sólarhring að komast þá leið, sem annars væri um 6 klst. stím. Jeg komst að því, að skip það, sem hann á við, er skip, sem jeg hefi haft stjom á um þriggja ára skeið, fyrir um 14 ái-um síðan. Skip þet.ta hafði þann leiða galla þegar jeg var með. það. að fleygja sjer æði djúpt þá minst varði, þótt ekkert sjerstakt væri að veðri, eða um mikla hleðslu áð ræða. Mjer kemur það því ekkert á óvart, þó svo hafi farið i þessu tilfelli, þegar skipinu var snúið til andófs frá liðug- um vindi, sem er hin sjálf- sagðasta tilhögun, þegar sigl- ing gerist varhugaverð, en þar með var ferðalagi skipsins heim hætt, þar til storminn tók að lægja; Mjer sýnist Guðmundur halli þar rjettu máli, þegar hann telur andóf til þess tíma, sem það tók að sigla skipinu heim að þessu sinni. Um veðrið ber honum engan veginn heim við dagbók skipsins, sem jeg hefi fengið að líta i og taka þetta upp úr: „Sunnudag 22. mars 1942. Legið i aðgerð til kL 6.30, þá lagt af stað til Hafnar- fjarðar með hálfri ferð, kom- inn S.V. stormur og sjór kl. 10,20 snúið upp í og slowað S.V. rok“. Þá er í skýrslum Slysavarna fjelagsins þess getið, að þennan dag hafi brotsjór gengið yfir m.b. Brynjar út af Sandgerði, brotið af honum stýrishúsíð, tekið 3 menn fyrir borð en tveim, sem eftir voru í bátn- um, var bjargað af öðrum bát. Þetta ætti að nægja til að sýna að Guðmundur fer alrangt með það, sem hann segir um veður, enda auðvelt að færa frekari sönnur á með dagbók- um fleiri skipa, sem voru á sömu slóðum. Nú skyldi maður halda, að sagan væri öll, en svo er ekki, þvi rúsínan er eftir. Mánudag- inn 23. mars. 1942 er það eng- inn annar en Guðmundur sjálf ur, sem undirritar sem skip- stjóri, dagbók skipsins, og er þá sjálfur á leið til Englands með þetta svo, að hans eigin dómi, alt of hlaðna skip. Var það furða þó að þáttur hans í þessu máli’ væri farinn að þyngja svo á samvisku hans siðan 23. mars 1942, að hann nú settist í skriftastólinn? Hitt er merkilegra, að hann úthellir þar sálu sinni yfir syndum ann ara, en gleymir sínum eigin. Guðmundur vill nú kanske bera það íyrir sig, að tekið hafi verið úr skipinu veiðafæri og lýsi, en þó að það hefði ljett samvisku hans. nægjanlega, þá þarf það ekki að gilda um skip ið, gengið út frá þeirri hleðslu- lýsingu, sem hann gefur af því, enda hefir skipið óhjákvæmi- lega hlotið að leggjast meira fram við þær aðgerðir, en það er þess veika- hlið, það er mjer kunnugt. Skipið er með burð- arminstu skipum á framendan og þolir illa framhleðslu. JEG HEFI nú tekið hjer til athugunar þaðhelsta, sem fram hefir verið sett í þessu hleðslu- máli. Þótt jeg hafi hjer deilt á aðfarir þær, sem menn hafa viðhaft, þá má enginn skilja orð mín þannig, að jeg vilji mæla ofhleðslu bót, því íer fjarri. Mjer þykir það merki- legt, hvað margir leikmenn geta fullyrt um hleðslu. Til þess að jeg geti með nokk urri nákvæmni ákveðið hvað má bjóða einu skipi^ þarf jeg að þekkja kosti þess og galla, enda hefir þvi verið fyrir löngu slegið föstu, að ekki er hægt að treysta þvi að tvö .jafnstór skip sjeu jafn fær með sama þunga. Gæðamismunur skipa er meiri en svo. Jeg þykist eiga kröfu til þess að vera ekki borinn sökum um of'nleðslu, þar sem jeg' tel mig ekki hafa yfirtroðið reglur þær, sem settar eru um hleðslu tog- ara, og undir það tekur fjöldi skipstjóra, það er jeg viss um. Þeir menn, ef einhverjir eru, sem þrátt fyrir hleðslumerkin, telja skipin oíhlaðin, eiga vissu lega að snúa sjer beint gegn reglugerðinni. Meini þeir hins vegar að reglugerðin sje brot- in, þá beint gegn sökudólgun- um. Þá lágmarks kröfu ætti maður að geta gert til þeirra manna, sem gerast ásakendur i þessu máli, því að hvaða vit er í því að semja lög og reglu- gerðir og svivirða svo undan- tekningarlaust heila stjett eða öllu heldur stjettir manna fyr- ir það að þeir skuli fylgja þess- um settu reglum. Jeg sje ekki annað en að við skipstjórarnir ættum að geta felt okkur við hvað litla hleðslu sem er, án tillits til þess, hvort hún er hæfileg eða ekki. ef hún er aðeins nóg til þess að viðhaMa okkar gömlu skipum, því að svo er að sjá, að við fáum að liía og devja með þeim, útlitið er vissulega ekki svo örfandi að við þurfum þessvegna að vera að rembast við það að afla sem mest. ★ EN hvað hugsa útgerðar- menn og sjómenn? Er ekki kominn tími til að þeir taki höndum saman um þetta mal og reyni hvort að þeir sameig- inlega ekki geta komið þeirri skímu í gegnum skilningsljóra þeirra manna, sem að hvorki hafa viljað sjá nje heyra. Eða á að bíða þar til að þeir þá skilja það í gegnum annað o- æðra líífæri, og verður það þá ekki of seint? Öryggismál sjómanna eru, eða í það minsta ættu að vera þeim sem helgur dómur. Það er því bráðnauðsynlegt að á þeim ■ sje tekið með nákvæmni og’ skilningi og öruggum rök- um, ef vel á að fara. Allar vafasamar fullyrðingar i sam- bandi við óupplýst slys, eru vansæmandi og eiga að leggj- ast niður, því að þær gera ekk ert gagn fram yfir það, sen> tilfellið í sjálfu sjer gerir sjálft í því að vekja menn til var- úðar. Framhald á 8. síðu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.