Morgunblaðið - 23.03.1944, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.03.1944, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 23. mars 1944. mtUðki Útg.: H.f. Arvakur, Reykjavík Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) IVjettaritstjóri: ívar GuSmundsson A.uglýsingar: Arni Óla Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlands, kr. 10.00 utanlands í lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Lesbók. Hverjir vilja „sæluríki sosialism ans “ ? Á MISMUNANDI TÍMUM er það stundum athyglis- vert, að pólitískt fylgi manna hneigist í ákveðnar áttir, öðrum fremur. I>annig kom það í ljós í síðustu alþingiskosningum, er fram fóru hjer á landi, að kommúnistum jókst mjög fylgi. Höfðu kommúnistar þó ekki fyrir kosningamar, hvorki fyrr nje síðar, gert sig hjer ágæta af neinum raunveruleg- um afköstum, framkvæmdum eða ábyrgri afstöðu á sviði þjóðfjelagsmálanna. Var því ástæða, að menn veltu nokkuð fyrir sjer, hvað valdið hefði fylgisaukningu þeirra í kosningunum, án þess að ástæður væru fullljósar. Menn mintust þess, hversu óbeit almennings hafði ver- ið augljós í garð kommúnista hjer, er þeir söðla svo fim- lega um í afstöðu sinni til nasismans, þegar Rússar gerðu griðasamninginn við Þjóðverja og meðan þar af leiðandi yfirborðsvinátta Stalins og Hitlers hjelst. Ekki var minni fyrirlitning almennings í garð kommún- istanna, er þeir sungu lof og dýrð innrás Rússa í Finn- land haustið 1939. Síðan breyttust kringumstæðurnar úti í hinni víðu veröld. Friðurinn var úti milli Hitlers og Stalins og Rúss- land gekk í lið bandamanna. Kommúnistarnir hjer unnu engin þrekvirki, en herir Rússa unnu stóra sigra. Það leið að kosningum hjer, og kommúnistarnir unnu sinn kosn- ingasigur. Var það athyglin að sigurvinningum hinna rússn. herja sem skapað hafi nýtt mat almennings á framkvæmd kommúnismans í Rússlandi fyrir stríðið, eða hvað hafði skeð? Ekki höfðu hinir stórkostlegu sigrar þýsku herj- anna skapað hjer neina hrifningu fyrir nasismann sem pólitískri hreyfingu. Var viðhorfið breytt til fjöldaaf- takanna í Rússlandi, hinnar kommúnistisku ,,hreinsunar“ í Moskva, er fyrri forystumenn kommúnistanna voru „þurkaðir út“ í nafni hinnar kommúnistisku rjettvísi með þeim hætti, er fylti umheiminn undrun og hrolli? Hafði skapast nýtt mat á njósnarstarfsemi hinnar kommúnist- isku leynilögreglu, er kæfði frjálst orð og frjálsa hugsun á hverju sviði þjóðlífsins, jafnvel innan veggja heimil- anna? Hirtu menn ekki lengur, þótt skoðanafrelsinu, mál- frelsi og ritfrelsi, væri fórnað til þess að firra gagnrýni á óskoraðri valdbeitingu hinna fáu útvöldu, er flokksaginn hafði skilað valdataumunum í hendur? Eða voru menn að hneigast að hinum boðuðu kenning- um kommúnistanna hjer? — Að kenningum Brynjólfs Bjamasonar í „Rjetti“ um flokksaga kommúnismans: „Þegar búið er að taka ákvörðun, verður minni hlutinn skilyrðislaust að beygja sig undir meiri hlutann, og eigi aðeins í orði, heldur einnig í verki. Ákvörðun flokksins verður hver fjelagi að fylgja jafnt ótrautt þó að hann hafi áður verið henni andvígur". Vildu menn fleygja hinu lýðræðislega frjálsræði fyrir slík handjárn? Var það boðskapur Einars Olgeirssonar um „verklýðsbaráttuna sem leiðir til sífelt skarpari árekstra við burgeisastjettina og ríkisvald hennar — og nær að lokum hámarki sínu í vopnaðri uppreisn verkalýðsins gegn hervæddri yfirstjett íslands“, — sem menn voru að aðhyllast? Allt er þetta ærið umhugsunarefni fyrir margan þann, er ljeð hefir kommúnistum fylgi í síðustu kosningum. En það er þó fyrst og fremst knýjandi umhugsunarefni nú, er kommúnistar tala sem hæst um það sæluríki sósíal- ismans, er þeir mun.i innleiða. Þá skiftir öllu máli,. að menn geri sjer iulla grein. fyrir því, hverskonar „sælu- ríki“ er iboðið upp á, og kunni í þeim .efnum að greina aðalatriðin frá hinu, sem er kjarna málsins óviðkomandi. Í Morgunblaðimi árum Kolaverð lækkar. 2. mars. „Landsverslunin hefir nú enn lækkað kolaverðið úr 250 kr. smálestin niður í 200 kr“. ★ Hörkufrost og norðangarður var þá hjer á landi. 2. mars. „Norðangarður er nú um alt land. Hjer í bænum var í gær- morgun 15.8 stiga frost, á Seyð- isfirði 17.9 st., á Akureyri 15.0 st., á Grímsstöðum 18 . st. og í Vestmannaeyjum 15 st. Fyrsta stórhríð norðanlands á vetrin- um var í fyrrádag. Reykjavík- urhöfn var manngeng í morg- un“. ' “ ★ Frá Seyðisfirði var símað: 4. mars. „Sterling fór hjeðan á föstu- daginn var, en snjeri aftur vegna óveðurs. Frosthríðar og fannkoma mik il hefir verið hjer síðan um miðj an febrúar. — Á Hjeraði hefir lungnabólga verið að stinga sjer niður hjer og hvar“. ★ Smásöluverð á vörum í Reykjavík. 5. mars. „Samkvæmt Hagtíðindum hefir lítil verðhækkun orðið hjer í Reykjavík síðan 1 októ- bermánuði, samanborið við þá verðhækkun, sem orðið hefir á öðrum undanfö'rnum ársfjórð- ungum. Á 53 vörutegundum, sem Hagstofan flytur skýrslu um og fáanlegar voru í janúar, hefir hækkunin orðið að meðaltali 253% síðan ófriðurinn hófst en 26% síðan í fyrravetur, en hafa lækkað um 1% síðan í október. Þar við er gætandi, að lækkunin síðasta ársfjórðungs skapast aðallega af kolaverð- lækkuninni. Matvörur hafa staðið í stað síðasta ársfjórð- ung“. ★ Vatnsskortur var þá í bæn um vegna frostanna. 5. mars. „Vatnslaust hefir verið í mörgum húsum hjer í bænum undanfarna daga vegna frost- anna — jafnvel í öðrum eins stórhýsum og Hótel ísland. Hlýtur öllum að vera ljóst, hver voði getur stafað af þessu, vegna brunahættu, og veitti ekki af, að eitthvert eftirlit væri haft með því, hvernig vatnsæðar eru lagðar innan húsa“. ★ Norðurlönd hjálpa bágstödd- um börnum hinna sigruðu þjóða. 8. mars. „Hinn þekti erkibiskup, Söderblom, hefir beitt sjer fyrir því, að Svíar, Norðmenn og' Danir bjóði til sín nokkrum þúsundum fátækra barna úr Þýskalandi og Austurríki, nú á sumri komanda. — Fólkið í | þeim löndum sveltir í hundruð ! þúsundatali og einkum hefir barnadauði. mjög farið vax- 1 andi“. 'Uíhverjl óhrifar: lyjr dac^íecfci Íífinu Aðsókn. að listsýningum. Á SÍÐUSTU 5—10 árum hefir orðið mikil breyting á aðsókn Reykvíkinga að listsýningum, er sýnir stóraukinn áhuga almenn- ings fyrir íslenskri myndlist. Fyrr meir var aðsókn að mynd listarsýningum hjer ákaflega lít- il. Jafnvel þegar viðurkendustu myndlistarmenn áttu í hlut, komu stundum ekki fleiri gestir á sýningar sem þeir hjeldu en svo, að þeir gátu með aðgangs- eyrinum greitt lítilfjörlega húsa- leigu fyrir sýningarstaðinn og urðu að standa undir. öllum öðr- um kostnaði af sýningum sínum. Nú skifta þeir þúsundum er sækja hjer myndlistarsýningar. Á minningarsýningu Markúsar ívarssonar komu 3—4 þúsund manns. Og svipuð aðsókn hefir verið að öðrum þeim sýningum, er haldnar hafa verið í hinum nýja skála myndlistarmanna við Kirkjustræti. Auðfundið er, þegar maður kemur á myndasýningar, að margt gestanna þar kemur þang að til þess að grandskoða þær myndir, sem þar eru til sýnis, virða fyrir sjer listaverkin með hinni mestu nákvæmni, kynnast sem best þeirri þróun, sem er að gerast í íslenskri myndlíst. Þettá er gleðilegur menningar- vottur. Fræðsla. EN LISTAMENN og aðrir listvinir ættu að mæta hinum vaxandi áhuga almennings fyrir myndlistinni, með því að efna til meiri alþýðufræðslu um mynd list, en þeir hafa hingað til gert. Útvarpið t. d. stendur vafalaust opið fyrir erindi um slík mál. Og eins gæti vel komið til mála, að fyrirlestrar yrðu haldnir um myndlist, í sambandi við sýn- ingar í skálanum. Ætti fjelag myndlistamanna að taka þetta mál til athugunar. Þær umræður, sem orðið hafa á síðustu árum um myndlist, eiga vafalaust sinn þátt í því, að almenningur hjer í bæ sinnir þessum málum meira nú en áður var, enda þótt margt hafa verið sagt í umræðum þessum, sem lítt hefir verið til þess fallið, að glæða skilning og þroska almenn ings. • 17. júní. ÞVÍ MÁLI hefir verið hreyft, að vel færi á, að halda einhvers- konar yfirlitssýningu yfir is- lenska myndlist i vor, í sam- bandi við þau hátíðahöld er fram eiga að fara þ. 17. júní. Og fleira mætii gera til þess að gefa yfir- lit yfir íslenska menningu eins og hún er í dag. Ekki getur liðið á löngu, þang- að til efnt verður hjer til alls- herjar iðnsýningar, þar sem kynt verður fyrir alþjóð manna á hvaða stigi iðnframleiðsla þjóð- arinnar er. Þegar rætt hefir verið um slíka sýningu, hefir menn greint á um það, hvar hún ætti að vera. En nú skilst mjer, að til sje-kom inn sá staður, er líklegastur væri. Er það Laugadalurinn, hið tilvonandi íþróttasvæði bæjar- ins. Þeir skálar, sem reisa þarf fyrir slíka sýningu, gætu verið ' gerðir með þeim hætti, að þeir | kæmu að gagni fyrir það íþrótta- og útilíf, sem þar á að vera í framfíðinni. Nú ér komið að þvi,1 að ákveða hvernig skipulag og fyrirkómulag mannvirkja þar á að vera. En í því sambandi væri hægt að athuga hvernig alls- herjarsýningu á atvinnulífi lands manna yrði þar best fyrir komið. Undirbúningur undir slíka þjóðsýningu tekur vitanlega lang an tíma, nokkur ár, ef vel á alt að fara úr hendi. En gott væri ef rjettir hlutaðeigendur ákvæðu nú í vor að efna til þessa fyrir tækis. • Skjaldarmerkið. ÞVÍ VAR hreyft hjer nýlega, að með stofnun lýðveldis þyrfti að gera nýtt skjaldarmerki. Væri eðlilegt, að efnt yrði til samkepni um gérð þess. Margir myndu vil ja taka þátt í henni, enda þarf vel til hennar að vanda. Hugmyhdín í skjaldarmerki þvi, er gert var 1918, er í sjálfu sjer góð, að tengja það við hiná fornu frásögn um landvæt-tina.En mjer skilst, að hægt væri að færa þá hugmynd í betri búning, en þá var gert, enda þá minni dráttlist í landinu en nú er. Skíðaferðir og hollusta. ÞEGAR rætt var um það í bæjarstjórninni á dögunum, áð bærinn keypti skíði handa skíðá bömum, gerði frú Guðrún Guð- laugsdóttir þá aths. í sambandi við þetta mál, að gæta þyrfti þess, að skólabörn, sem færi í slikar ferðir, og væru dögum saman í skíðaskálum uppi í fjöll um, yrðu að hafa með sjer góða og trausta eftirlitsmenn og far- arstjóra. Er þetta vitáskuld nauð synlegt fyrir margra hlúta sak- ir, enda myndu foreldrar barn- anna og forráðamenn naumast kæra sig um, að efnt yrði til slíkra ferðalaga og fjallalífs, ef eigi væri vel fyrir þessu sjeð. Frú Guðrún Guðlaugsdóttir er í barnaverndarnefnd. Kvaðst hún hafa orðið þess vör, í sambandi við nefndarstörf, að þess yrði vart, að unglingar færu hjeðan úr bænum í svokallaðar skíða- ferðir, og hefðu með sjer skíði og annan útbúnað, en tilgangur þeirra væri að litlu leyti sá, að iðka skíðaíþrótt og anda að sjer hressandi fjallalofti, heldur frek ar hitt, að sitja með kunningjum við kaffidrykkju og gleðskap uppi í skíðaskálunum. Vafalaust er ekki hægt að gera sjer glögga grein fyrir hve mik- il brögð eru að þessu. En hitt mun mega telja víst, að hinir eru í meiri hluta, meðal unglinga bæjarins, sem nota skíðin til annars en sem skálkaskjól fyrir ferðalagið eða fararleyfi frá heimahúsum. Og mikill er sá munur nú, frá því sem var fyrir 20 árum, er telja mátti þá Reyk- víkinga á fingrum sjer, sem snertu skíði eða fóru yfirleitt úr bænum sjer til hressingar allan líðlangan veturinn. Þá var sunnúdagaskemtuh reykvískra unglinga sú hélst, að hringsólast á götunum og snatta til kunningja, eða sitja á kaffi- húsum bæjarins í svælu og reyk. Kom logandi yfir Stokkhólm. STOKKHÓLMI: Það hefir nú sannast, að eld- ur var uppi í einni þeirra flug- vjela sem varpaði sprengjum á Stokkhclm fyrir skemstu, er hún flaug inn yfir borgina. — Ekki er vitað um örlög hennar, en talið er líklegt, að hún hafi síðar hrapað til jax-ðar eða í sjóinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.