Morgunblaðið - 23.03.1944, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 23.03.1944, Blaðsíða 11
Fimtudagur 23. mars 1944. MORG (JNBLAÐItí 11 sem komið hefir á vetrin- um-------“. „Veðrið er ágætt“, sagði Barney rólega. „En þannig er hún“, sagði hann og sneri sjer að Johnson. „Hamrar altaf á því efniskenda. Þegar hún hefir tækifæri til þess, ef svo mætti segja, að finna ilminn af feg- ursta blómi menninga vorrar, finnur hún ekkert til þess að tala um, nema veðrið“. „Óperan“, staðhæfði Muxiel, er hlægilegasta uppfinding mannsandans". ' „Það er einmitt það, sem ger ir hana svo töfrandi“, sagði Barney. Muriel horfði biðjandi á Johnson. , „Sem mannleg vera“, sagði hún, „ættuð þjer að hjálþa mjer. Jeg vil miklu frekar sitja hjer fyrir framan eldinn og og hlýja mjer. Johnson virtist líða illa. ,,Hm, eiginlega ....“, sagði hann. „Hún er illa upp alin“, sagði Barney mæðulega. „Það er nú það sem að henni er“. Muriel gerði sjer ekki einu sinni það ómak að líta á hann. Hún virti hugsandi fyrir sjer andlit Johnson. Hann var svo sem nógu laglegur og snyrtileg ur. En andlit hans var eins og andlit manns, sem aldrei hefir verið ungur og getur ekki afbor ið að verða gamall. Og líkam- inn var í samræmi við andlitið. Sennilega gekk hann í lífstykki og svaf með ól undir hökunni á nóttunni, til þess að hindra að hann fengi undirhöku. Hann var meinlaus náungi, sem ljet sjer mjög ant um að- geðjast fólki. Hann minti dálítið á gamla piparjómfrú, hafði yndi áf tilgangslausu, illgjöi-nu slúðri, en var of meinlaus í sjei’, til þess að geta gert nokkuð ilt af sjer með því. Hann hafði mjög skemtilega framkomu, og virtist þekkja alla. Hún furð- aði sig á, hvort það mundi vera þessvegna, sem Barney hafði haldið fast við, að þau borð- uðu kvöldverð saman á þessum hlægilega stað, í stað þess að fara til Charlie eins og þau voru vön. Vafalaust bjó eitt- hvað undir því. Hún fór í hug- anum yfir það, sem þau höfðu talað um undir borðum: Nýju teiknibókina eftir Sscargot, fjórða skilnað Mildred Mars- hall, Masson erfðaskrár-málið, er nú var mikið rætt í blöðum. .Það kom fyrir rjett í næstu viku. Og Rexford Johnson þekti Tom Masson. Já, þarna kom það! Auðvitað! En hversvegna skyldi Barney hafa sjerstakan áhuga á því máli, sem í sjálfu sjer var mjög hversdagslegt, nema það fjall- aði um nokkuð háa peningaupp hæð. Sophia gamla Masson, hafði verið eini erfingi Heze- kiah Masson, sem hafði verið meðlimur Di’ew-fiskihringsins, þar eð báðif bræður hennar voru dánir. Hún hafði erft alla peninga hennar, og einnig kænsku hennar og höi’ku. Hún var orðin mjög auðug kona’þeg- ar hún 1 jest. Nú hafði hún arf- leitt Tom Masson, sém var son- ur elsta bróðir hennar, að öllum eignum sínum nema emum dollar og veggklukku einni, er Hilda Masson, dóttir yngra bróður hennar, hafði fengið. Og nú var Hilda að reyna að ógilda erfðaskrána. Mjög hversdags- legt mál, þótt orðrómur gengi um einhverjar stórkostlegar sannanir, er myndu gjöi'breyta öllu málinu. Það hlaut að vera það, sem Barney var að fiska eftir. En ef því væri þannig varið, hafði hann ekki grætt mikið á kvöldverði þessum. Ekkert annað, en að Tom Mas- son væxá heitur guðspekingur, er fullyrti, að hann hefði snúið frænku sinni til betri trúar, áð- ur en hún ljest. Hún brosti til Johnson. „Jæja þá“, sagði hún, og and- varpaði. „Ef jeg dey úr kulda, er það yður að kenna. Þjer les- ið þá um það í morgunblöðun- um: Lík af stúlku, klæddri í samkvæmiskjól, fanst í snjón- um í morgun. Komdu Barney“. Það var kominn mikill snjór úti. „Heldurðu að þú komir nú bílnum þínum af stað?“ spurði Johnson. „Já, já, þegar jeg hefi hltað hann dálítið", sagði Barney. Nú skeði dálítið, sem bæði Muriel og Barney mundu eftir seinna. Maður nokkur gekk hratt fram hjá, á gangstjett- inni, og virtist koma fi'á Gi’een- wich Avenue, en halda í átt- ina til árinnar. Hann hafði tog- að hattinn niður að augum, og hallaði höfðinu undan vindin- um. Andartak sást andlit hans greinilega í birtunni frá veit- ingahúsinu. Johnson beygði sig áfram og rak upp dálítið undr- unai’óp. „Svei mjer þá, þarna er ein- mitt maðurinn sem jeg þarf að hitta. Þið afsakið þótt jeg fari á eftir honum?“ „Já, auðvitað“, sagði Barney, og þeir gengu saman út á stjett- ina, en maðurinn var þá horf- inn og gatan mannlaus. En það var auðvfelt að sjá í hvaða átt hann hafði farið, því að spor hans voru greinileg í snjónum. „Jæja“, sagði Johnson, „jeg held að jeg nenni ekki að elta hann. Góða nótt, og þökk fyrir skemtunina“. Hann flýtti sjer yfir götuna, og andartaki seinna sást ljós í glugganum við hliðina á dyr- unum, og Barney sá skugga hans bera við, þar sem hann stóð og horfði út á götuna. Einhvernveginn festist mynd in í huga Barneys: Langur, upp lýstur glugginn, kei'laga lamp- inn með stóra skerminum, sem stóð á lágu borði rjett við glugg ann, og undarlegur óróleiki yf- ir manninum, sem stóð þarna álútur og horfði út. Ósjálfrátt setti hann þessa mynd í sambandi við hina ein- kennilegu tregðu Johnsons á að boi'ða með þeim kvöldverð, al- veg gagnstætt venju hans, hin .greinilegu vandræði hans, þeg- ar Muriel hafði stungið upp á því að þau kæmu.heim til hans, og það, að yfirleitt hafði fram- koma hans verið eitthvað und- arleg alt kvöldið. Barney leit á númerið fyrir ofan dyr veitingahússins, og taldi síðan áfram að húsinu sem maðurinn hafði horfið inn í. Það mundi vera nr. 1224. Hann var að hugsa um, hver mxmdi búa í húsinu nr. 1224 við Bank- Street, en ypti síðan öxlum. Hvern fjandan sjálfan kom hon um það eiginlega við? En eigi að síður geymdi hann númerið djúpt í hugskoti sínu. Maður gat aldi-ei vitað. . . . Þvílíkt veður! Hann klifraði út að bílnum og setti lykilinn í ski'ána. Muriel lyfti upp pilsum sín- urn, og kom á eftir, en rak sig á rnanxx, sem kom frá Waverly Place og bar heljarstóra regn- hlif. Regnhlífina misti hann, svo að hún sá eitt andartak framan í fölt, reiðilegt andlit hans. „Afsakið11, stamaði hún, en bætti síðan við, í einhverju reiðikasti: „Því reynið þjer ekki að horfa fram fyrir fætur yðar“. Maðui'inn muldraði eitthvað, sem ekki heyrðist, og sneri við til þess að ná í regnhlífina. Muiáel flýtti sjer inn í bílinn, og skelti hurðinni á eftir sjer. „Jeg vona“, sagði hún reiði- lega, „að þú hafir fengið það sem þú vildir. Því að ef þetta er það ,sem þú kallar að skemta sjer. .. .“. „Já. jeg hugsa, að jeg hafi fengið það, sem jeg vildi“, sagði Barney, og brosti lítið eitt. „Þú ert gjörsamlega ómögu- legur, Barney. Jeg veit ekki, hvernig jeg fer að því að þola þig“- Hann snei'i sjer við og horfði á hana, og það brá fyrir leiftri í bláum augunum. „Gætu það verið hinir ó- heillavænlegu töfrar mínir?“ stakk hann upp á. „Nei, hreint ekki“. r Pjetur og Bergljót * Eftir Christopher Janson 34. aði Níels Þorgeirsson, — jeg verð að bíða þangað til hann er farinn. Og svo sátu þeir báðir kyrrir. „Eitthvað verður maður víst að segja“, hugsaði hringj- arinn aftur, stóð upp og hneigði sig: „Það er erfiður og vondur vegur hingað upp eftir“, sagði hann. „Oh, yes“, sagði Englendingurinn og teygði sig. Hringjarinn fjekk sjer mjólkursopa, Englendingurinn fjekk sjer mjólkursopa. — Skyldi það vera hún Bergljót, sem hann er að bíða eftir, hugsaði hringjarinn. Enn sátu þeir um stund. — Einhvernveginn verð jeg að reyna að koma honum burt, þessum enska ref, hugsaði hann ennfremur, stóð upp og hneigði sig: „Það hlýtur að vera erfið og leiðinleg vinna að vera einn hjer upp til fjalla, eins og hún Signý er í dag. Auðvitað var það ekkert, meðan Bergljót var, en hún er nú farin burtu, heyri jeg“. — Og Níels Þorgeirs- son klóraði sjer bak við eyrað og svo leit hann undan og’ gretti sig lævíslega. „Hvað segirðu? Er Bergljót ekki hjer“, sagði Mx. Smith og spratt á fætur. „God damn“, bætti hann við, setti upp hattinn og snaraðist út. í dyrunum leit hann við, sagði „Farewell“ og var allur á burtu. „Ha, ha, ha“, sagði hringjarinn. Hann reis á fætur og horfði á eftir Bretanum. „Þetta gerðir þú laglega, Níels Þorgeirsson, líklega verður það þú, sem veiðir best í dag“, og svo gekk hringjarinn um gólf og neri saman lófunum. Síðan kom Signý inn aftur. „Nú get jeg líklega spurt“, tautaði hringjarinn. Hann tók upp úrið og leit á það og svo á Signýju: „Jæja, jeg verð nú víst að fara að komast af stað“, sagði hann. „Þakka þjer fyrir mjólkina, en hum, —• hvar er Bergljót í dag?“ „Bergljót? Hún er heima“. „Heima?“ sagði hringjarinn og gaptiaaf undrun. „Já, hefirðu ekki heyrt, að það er sitt hvað um að vera á Bjarnarstöðum í dag? — Það er. sagt að hann Pjetur sje að trúlofa sig“. Hringjarinn stóð sem steini lostinn: „Jeg þakka þjer fyrir mig“, sagði hann, þreif veiðistöngina sína og af stað með sama: „Veiddu vel“, kallaði Signý á eftir honum. Það var ekki laust við að það væri glens og kæti á Bjarnarstöðum þenna daginn. Pjetur stóð inni í stofu í sparifötunum og hjá honum stóð Guðbrandur á Efsta- bæ sem festarvottur. Margmennt var í stofunni, því Árni Eldgpýtur. Um 140 ár eru nú liðin frá því, að fyrst var byrjað að búa til eldspýtur. Það gerði fransk- ur efnafi'æðingur, Chancee að nafni, en þær voru óhentugar og náðu ekki útbreiðslu. Hann kallaði þær tóbaksspýtur, sem bendir til þess, að hann hafi fyrst hugsað sjer þær sem hægð arauka til þess að kveikja í tó- bakspípunni sinni. Nokkrum árum síðar bætti enskur maður, Gongreve, úr mestu göllunum á þessum eld- spýtum, en þó eigi svo, að þær næðu almennri útbreiðslu. Það var ekki fyrr en eftir 1830, að ungur Ungverji fann upp eld- spýturnar í þeirri mynd, sem þær eru nú. Fyrst kom honum ekki í hug, að þessi uppfynding hans myndi verða að þvílíku almenningsgagni, eins og reynsl an hefir sýnt síðan. Hann hjelt að þetta væri meira til gagns en gamans, eins og hann sagði við kunningja sinn, þegar hann sýndi honum uppfinningu sína. En þvi meir undraðist hann, þegar hann sá, nokrum árum síðar, að stórar verksmiðjur voru reistar hver eftir aðra til þess að búa til eldspýtur, alveg eins og hann gjörði þær fyrst. ★ Maðurinn gengur á morgni æfinnar á fjórum fótum, um miðjan dag á tveimur, en um kvöldið á þremur. Með öðrum orðum: barnið skríður fyrst á höndum og fótum, á ungdóms og þroskaárunum nægja tveir fætur, en þegar ellin kemur, þá þarf að bæta við priki eða hækjunni. ★ Þau voru á gangi og leiddust tunglsljósi. Hún sá að hann lang aði til þess að biðja hennar, en kom sjer ekki til þess. Tók hún þá hanskann af hendinni og sagði: „Geturðu sagt mjer, vinur, hver er munurinn á hendinni minni og tunglinu?" „Nei, jeg sje ekkért sjerstakt, þar ber svo margt á milli“. „Þú sjerð, að það hefir hring, en hún ekki. „Viltu lofa mjer að bæta úr því?“ „Já“. Alt fæst fyrir peninga, segja menn, en norska skáldið Arni Garborg sagði eitt sinn um þetta: i „Fyrir peninga fæst matur en ekki matarlyst, inntökur en ekki heilbrigði, sængurföt en ekki svefn, lærdómur en ekki vit, skart en ekki ánægja, fje- lagi en ekki vinur, þjónn en , ekki trygð, hægir dagar en ekki rósemi. Hýðið af hlutunum ' fæst fyrir peninga, en ' alloft ekki kjarninn“. ★ Pjetur: — Vertu ekki að barma þjer, þú sem ert einbirni, faðir þinn orðinn gamall og fer nú bráðum að deyja frá pening unum sínum. j Páll: — O, hann getur lifað lengi ennþá, karlinn, ef haldið j verður áfram að ala hann á ný- mjólk og Brama, meinhollu hel- * víti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.