Morgunblaðið - 23.03.1944, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ
Fimtudagur. 23. mars 1944.
Mentamálaráð út-
hlutar námsstyrkjum
Friettir frá milliþinganefnd Bún-
aðarþings 1943
MENTAMÁLAJtÁÐ ÍSLANDS
hefir úthlutað þannig fje því,
sem veitt er á fjárlögum 1944
(14. gr. II b.) til náms íslend-
inga erlendis:
Framhaldsstyrkir:
5000 kr.: Rögnvaldur Sigur-
jónsson píanóleikari. 3600 kr.:
Bragi Magnusson (íþróttir),
Eiríkur Ásgeirsson (landbún.),
Hjörtur Eldjárn (sauðfjár-
rækt), Jóhann Jakobsson (efna
fræði), Sigurbjörn Þorbjörns-
son (hagfr.), Unnsteinn Stef-
ánsson (grasafr.) og Þórhallur
Halldórsson (mjólkurfr.). 2400
kr.: Ása Jónsdóttir (uppeldis-
fr.), Ásgrímur Jónsson (garð-
yrkja), Drífa Viðar (málara-
list), Edda Kvaran (leiklist),
Hildur Kalman (leiklist),
Hilmar Kristjánsson (vjelfr.),
Margrjet Eiríksdóttir (hljóm-
list), Sigr. Valgeirsdóttir (íþr.)
og Þorsteinn Hannesson (söng-
ur). 1800 kr.: Edvard Friðriks-
son (mjólk), Jóhannes Bjarna-
son (vjelfr.), Jón M. Stefáns-
son (búfr.) og Páll Sveinsson
(sandgræðsla).
Nýir styrkir:
3600 kr.: Haraldur Ásgeirs-
son (verkfr.), Jón Pálsson
(flugvjelaverkfr.), Vigfús Ja-
kobsson (skógrækt) og Þór
Guðjónsson (fiskifr.). 3000 kr.:
Baldur Líndal (verkfr.), Björn
Th. Baldvinsson (listasaga),
Guðjón Á. Kristinsson (hagfr.),
Jón R. Guðjónsson (viðskifta-
fr.), Jónas G. Kristinsson
(skipaverkfr.) og Þráinn Löve
(lífeðlisfr.). 2000 kr.: Björn
Halldórsson (hagfr.), Gunnar
Magnússon (iðnfr.), Halldór
Jónsson (garðyrkja), Haukur
Gunnarsson (versl.), Hörður
Ágústsson (teikn.), Kjartan
Sigurjónsson (söngur), Njáll
Símonarson (versl.), Pálmi
Möller (tannl.), Rögnvaldur
Johnsen (bygg.), Rögnv. Sæ-
mundsson (uppeldisf r.) og
Viggó Maack (verkfr.). 1800
kr.: ívar Daníelsson (lyffr.)
og Sig. Jónsson (lyffr.). 1500
kr.: Alda Möller (leiklist),
Ben. Gröndal (blaðam.), Daní-
el Jónasson (viðsk.), Einar
Siggeirsson (frærækt), Finnur
Kristinsson (leiktjaldamáln.),
Guðm. Sveinsson (smíðar),
Guðrún Þorsteinsd. (hlj óml.),
Gunnar Bergmann (blaðam.),
Halldór Sigurjónsson (flug-
vjelaviðg.), Hjalti Pálsson (bú-
fr.), Inga Laxness (leiklist),
Karl Stefánsson (versl.), Kjart
an Guðjónsson (teikn.), Kol-
brún Jónsdóttir (teikn.), Lár-
us Bjarnason (búfr.), Sigfús
Halldórsson (leiktjaldamáln-
ing), Sigr. Th. Ármann (list-
dans), Sig. G. Norðdahl (kvik-
myndaiðn.), Steinn Steinarr
(bókm.), Svafa Einarsd. (söng-
ur), Vigdís Jónsdóttir (rönt-
gen) og Þórður Einarsson (hag-
fr.).
Umsóknir um styrki til
Mentamálaráðs voru mun fleiri
í ár heldur en árið 1943, en
upphæðin, sem laus var t'il út-
hlutunar, var hinsvegar lægri
en í fyrra, því að ekki þótti yf-
irleitt rjett að breyta styrk-
veitingum til þeirra, sem byrj-
aðir eru á námi. Styrkupphæðir
þær til einstakra manna, sem
Mentamálaráð íslands úthlutar
í ár, eru því yfirleitt lægri en
þær, sem veittar voru árið
1943.
Handtökur
í Vestfold
Frá norska blaða-
fulltrúanum:
SÆNSK blöð hafa birt fregn
ir um það, að þýska leynilög-
reglan hafi á fimtudaginn var
tekið fjölda manna fasta í bæj-
unum í Vestfold, Tönsberg,
Sandefjord og Horten.
Nokkrir þeirra hafa verið
látnir lausir. En meðal þeirra,
sem enn eru fangelsaðir, er
hinn kunni málaflutningsmað-
ur Odd Nerdun, er lengi hefir
verið stórþingsmaður fyrir
Vestfold, forseti bæjarstjórnar
innar í Tönsberg, og verið á-
hrifamaður í stjórnmálum og
atvinnumálum bæjarins. Enn-
fremur eru í fangelsum marg-
ir af hinni kunnu Marthinsens-
ætt í Tönsberg, sem eiga eitt af
helstu silfurvöruverkstæðum
landsins.
Margar auglýsingar, er
Quislings-yfirvöldin höfðu sett
upp í Tönsberg, hafa verið rifn
ar niður. Hefir lögreglan til-
kynt, að ef slík skemdaverk
haldi áfram, þá verði margir
borgarar bæjarins teknir í svo
nefnt borgaravarðlið.
BEST AÐ AUGLÝSA
I MORGUNBLAÐINU
Frá milliþinganefnd Bún-
aðarþings 1943 hefir blað-
ið fengið eftirfarandi upp-
Iýsingar:
fulltrúum, til athugunar og á-
lita og væntir hún þess, að þeir
vinni þessari sjóðstofnun fylgi
meðal bænda.
Bygging útihúsa í sveitum.
Nefndin hefir ákveðið að
bjóða til verðlaunasamkepni
um tillögur um haganlegt fyr-
irkomulag á byggingu fjenað-
arhúsa, svo og áburðar-, hey-
og verkfærageymslu fyrir
sveitaheimili, og þætti henni
æskilégt, að teikningár eða a.
m k,. riss fylgi til skýringar.
Áherslu .skal leggja á, að af-
staða bygginganna, sín á milli
ög við íbúðarhús, svo og fyrir-
komulag þeirra út af fyrir sig,
sje þannig, að verkadrjúg
verði umgengni og hirðing í
húsunúm.
Ékki gerir hefndin það aÖ
skilyrði fyrir viðurkenningu,
að tillögurnar. nái til allra
þeirra húsa, sem áður greinir,
tillögur um einstök hús og jafn
vel um einstök fyrirkomulags-
atriði í byggingu þeirra verða
éinnig teknar til greina, .ef vert
þykir.
Nefndin hefir til umráða kr.
3000.00 til verðlaunaveitinga,
ef hénni í samráði við forstöðu
menn teiknistofu landbúnaðar-
ins, þykir til þeirra unnið með
væntanlegum tillögum.
Tillögurnar skulu vera komn
ar til Búnaðarfjelags íslands
fyrir lok septembermánaðar
n.k.
Ymis mál fleiri hefir nefnd-
in haft til athugunar, m. a. til-
lögur þeirra Steingríms Stein-
þórssonar búnaðarmálastjóra
og Pálma Einarssonar ráðu-
nauts um bygðahverfi í sveit-
um, sem áður hefir verið skýrt
frá. Þær tillögur eru svar til-
lögumanna við fyrirspurn
nefndarinnar til þeirra um það
mál. Nefndin hefir ekki enn
tekið neina ákveðna afstöðu til
tillagna þessara, og svo er um
mörg mál önnur, er hún hefir
til athugunar, — eru þar á með
al ýms mál, er Alþingi hefir
haft til meðferðar, varðandi
jarðræktarlögin og önnur jarð
ræktarmál, og er því ekkert
sjerstakt um þau mál að segja
að sinni.
Rússar spurðu ekki
Breta ráða
London í gærkveldi.
EDEN, utanríkismálaráðh.
var í neðri málstofunni í dag
spurður um það, hvort Rússar
hefðu sent sendiherra til Badog
liostjórnarinnar eftir að hafa
látið Breta vita nokkuð um það.
Svaraði Eden, að svo hefði ekki
verið, og myndu Bretar ekki
senda neinn sendiherra til Ba-
doglio. Erindrekar þar, væri
Italíuráðið, og hefðu Rússar
þar einnig fulltrúa.
Ennfremur kvað Eden að
Bretar og Bandaríkjamenn
hefðu ávalt látið Rússa vita um
allt, sem gerst hefði í Ítalíu-
mólunum, sem gerst og hægt
hefði verið, og Ítalíuherferðin
væri verk Breta og Bandaríkja
manna.
Reuter-.
LÖGTÖK
Samkvæmt kröfu útvarpsstjórans í Reykja-
vík og að undangengnum úrskurði, verða lög-
tök látin fara fram fyrir ógreiddum afnota-
gjöldum af útvarpi fyrir árið 1943, að 8 dög-
um liðnum frá birtingu þessarar auglýsing-
ar.
Borgarfógetinn í Reykjavík,
22. mars 1944.
KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
settur. ...
NEFNDdN frestaði störfum
sínum 4. f nóvember f. á., hóf
þau ai'tur 3. febr. s.l., en frest-
aði þeihi: svo á ný 13. þ. m.
fram í miðjan apríl, eða um
það bil. í þessari lotu er þetta
helst af 'störfurn hennar að
segja, til viðbótar því. sem áð-
ur hefir verið ságt:
Verðlaunaritgerðir.
Vegna tilmæla þar um ákvað
nefndin að framlengja frest til
að skilaf samkepnisrítgerðum,
um frarnfíðárskíþan landbún-
aðar hjer á landi, til 1. mars
þ. á., og höfðu henni þá borist
26 ritgerðit og mun nefndin
taka þær til endanlegrar athug
unar og álita í næstu starfslotu.
Ein af þessum ritgerðum barst
nefndinni frá Kaupmannahöfn.
Framhaldsnám búfræðinga.
Nefndin hjelt áfram athug-
unum sínum um framhaldsnám
búfræðinga, og þegar hún hafði
fengið vilyrði fyrir því, að sam
vinna mundi geta tekist milli
Háskólans, landbúnaðardeildar
atvinnudeildar Háskólans og
Búnaðarfjelags Islands um
kenslukrafta, húsrúm o. fl. fyr
ir slíkt framhaldsnám, fal
nefndin búnaðármálastjóra á-
samt Halldóri Pálssyni ráðu-
naut og Pjetri Gunnarssyni til-
raunastjóra að gera tillögur um
tilhögun námsins og fyrirkomu
lag. Sömdu þessir menn ítar-
legt álit um málið og gerðu
frumdrög að kensluskrá fyrir
námið. Er þar gert ráð fyrir,
að rjett til framhaldsnáms hafi
einungis búfræðingar með góðu
prófi frá bændaskólunum,
námstíminn sje óslitinn eitt ár,
utan venjulegra skólafría, bók-
leg kensla fari fram í Reykja-
vík allan veturinn og i sam-
bandi við hana nokkrar verk-
legar æfingar, en að öðru leyti
fari verklega námið fram að
sumrinu, utan Reykjavíkur m.
a. á vegum ráðunauta Búnað-
arfjelags íslands, á tilrauna-
stöðvum, nýtísku búum, skóla-
búum, mjólkurbúum o. s. frv.
Ráðgert er, að nemendur geti
verið um 20.
Tilgangur námsins er fyrst
og fremst að gera unga, efni-
legá búfræðinga færa um — án
háskólanáms erlendis — að
verða hjeraðsráðunautar í
þjónustu búnaðarsambanda, bú
fjárræktarfjelaga eða hjá sam-
böndum þeirra, verkstjóra við
stærri jarðræktarframkvæmd-
ir og yfirleitt leiðbeinandi og
fræðandi menn í öllum almenn
um búnaðarmálum, út um
sveitir landsins.
Þetta mál hefir nefndin nú
falið stjórn Búnaðarfjelags ís-
lands til frekari aðgerða, á
þeim grundvelli, er að framan
greinir.
Búnaðarmálasjóður.
Nefndin hefir samið frum-
varp til laga um stofnun bún-
aðarmálasjóðs. Frumvarpið, á-
sarpt greinargerð og brjefi til
írekari árjettingar, hefir nefnd
in nú senþ öllum búnaðarþings
Um afsláttarhross.
Þingsályktun Alþingis. um
afsláttarhross, frá 15. október
f. á., hefir verið vísað til nefnd
arinnar til umsagnar. Ályktun-
in er þess efnis, að ríkisstjórn-
in láti fara fram rannsókn á
því, hvérnig helst mætti koma
afsláttarhrossum bænda í við-
unandi verð.
Nefhdinni er Ijóst, að nauð-
syn ber til að fækka hrossum
í landinu vprulega, og í sam-
bandi við það að gera þær ráð-
stafanir, sem unt er til þess að
tryggja viðunandi verð á
hrossakjötinu. Fyrir því hefir
nefndin hú léitáð álit sýslu-
nefnda í 9 mestu hrossasýslum
landsins um það, hvort setja
skuli lög um meðferð og sölu
hrossakjöts, þar sem m. a. sje
ákveðið:
a) að afsláttarhrossum skuli
framvegis slátrað einungis í
þar til sjerstaklega viðurkend-
um sláturhúsum.
b) að kjötverðlagsnefnd
verði nú þegar falið að safna
árlega skýrslum um tölu af-
sláttarhrossa og kjötþunga
þeirra, svo og að úthluta slát-
urleyfum handa eigendum af-
sláttarhrossa og ákveða verð-
lag á hrossakjöti.
Þegar safnað hefir verið
skýrslum um tölu afsláttar-
hrossa í 2 ár án þess að þar til
komi lagaákvæði, ætlast nefnd
in til, að kjötverðlagsnefnd
hafi fund með fulltrúum þeirra
sýslufjelaga, sem málið varð-
ar, áður en fyrirhuguð lög
verða sett, nema sýslunefnd-
irnar telji skjótari aðgerðir í
málinu nauðsynlegar.
í sambandi við þetta mál
hefir nefndin hvatt sýslunefnd
irnar til þess að beita sjer fyr-
ir því, að fram verði fylgt lög-
um um ítölu, frá 10. nóvem-
ber 1943, alstaðar þar, sem ætla
má að lándí sje oíboðið með á-
gangi búfjár.
Að fengnum svörum sýslu-
nefndanna tekur nefndin mál-
ið til ákveðnari meðferðar.
Utanför vegna meðferðar
og sölu búfjárafurða.
Nefndin hefir, að fengnu
samþykki Búnaðarfjelags ís-
'lands og dr. Halldórs Pálsson-
ar ráðunauts, farið þess á leit
við landbúnaðarráðherra, að
hann ráði Halldór til utanfar-
ar, til Bretlands og Ameríku,
þeirra erinda, að hann kynni
sjer sjerstaklega:
a) ullarmat og ullarþvott í
ullarþvottahúsum,
b) hraðfrystingu á kjöti og
sölumöguleika á því.
c) hvort hagkvæmt mundi
vera við hin stærri slátur-
hús að vinna fóðurmjöl úr
blóði, fótum og öðrum úr-
gangsefnum á sláturhúsum,
t. d. til refafóðurs.
d) markaðsskilyrði fyrir lje-
legri kjöttegundir, s. s, ær-
kjöt, nautakjöt og hrossa-
. ájöt. .