Morgunblaðið - 29.03.1944, Page 4

Morgunblaðið - 29.03.1944, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 29. mars 1944. HIN TÍÐU skrif um sam- göngurnar milli suður- og norðurlandsins sýna, hve rík er í hugum manna nauðsynin á því, að koma þeim í sem hag- kvæmast horf. Akranes og Borgarnes hafa í seinni tíð verið nokkurskon- ar miðstöðvar þessara sam- gangna. En nú virðist vera uppi nýtt viðhorf í þessum efn- um, þannig, að tveir Akurnes- ingar vilja helst losa Akranes við þessa umferð, eftir því, sem ráða má af skrifum þeirra Har- aldar Böðvarssonar og Odds Hallbjarnarsonar. En mjög verður að draga í efa, að Ak- urnesingar sjeu þeim alment samþykkir í þessu efni, því að augljóst virðist, að hinn ört vaxandi ferðamannastraumur um Akranes hljóti að leiða af sjer allmikla atvinnu og við- skifti fyrir kaupstaðinn. Það mun því mörgum finnast að þessar tillögur komi úr hörð ustu átt, og rökin, sem borin eru fram þeim til stuðnings, held jeg ekki að sjeu nægilega sannfærandi til þess að duga þeim neitt verulega til fram- dráttar. Þó má segja það um tillögu Haraldar Böðvarssonar, að hún hefir það til síns ágætis, að hann telur hana bygða á sinni eigin reynslu. En tillaga hans er sú, að flytja allar vörur, Reykjavík-Akranes, landveg kringum Hvalfjörð. Telur hann það ódýrara og hagkvæmara, einkum með tilliti til auka- kostnaðar og tafa, sem leiða af upp- og útskipun, samkv. reynslu hans um vöruflutninga — og ferðalög — sjóleiðis. Ekki leyfi jeg mjer að rengja þessa sögu H. B., en furðuleg má hún teljast og vekur sterk- an grun um, að einhverju sje áfátt um rekstur og afgreiðslu slíks skips, sem þannig bein- línis fælir frá sjer viðskifta- mennina með stirðum og óhag- kvæmum viðskiftum. Það er lítt skiljanlegt, að ekki sjeu skilyrði til þess að reka útgerð hentugs skip á þessari leið þannig, að allir aðiljar megi vel við una, ef því er stjórnað af hagsýnum og dugandi mönn um. Bílferjan. ÞÁ ER það tillaga Odds Hallbjarnarsonar. Hann vill flytja umferðina inn á eyði- strendur Hvalfjarðar. Það er gamla sagan um bílferjuna, og sem hann sjálfur gerir ráð fyr- ir að muni verða kölluð „gam- all draugur11. Ef að einhver vill kalla þessa ferjuhugmynd O. H. gamlan draug, þá er það að minsta kosti sá glæsilegasti og prúðbúnasti draugur, sem nokk urntíma hefir verið vakinn upp, en hitt mætti aftur draga í efa, hvort búningurinn hefir aukið lífsskilyrði hans að sama skapi. Ýmsir hafa verið með þessa bílferjuhugmynd um Hvalfjörð á undan Oddi, en áreiðanlega enginn klætt hana í jafn draum órakendan æfintýrabúning, að i Friðrik Björnsson: því er fjárhagshliðina snertir, eins og hann. Fjárhagsáætlunin er í stuttu máli þannig: Stofnkostnaður, þ. e. ferjan sjálf og hafnar- mannvirki beggja megin fjarð- arins kr. 1000.000.00. Reksturs kostnaður á mánuði kf. 30.000. Tekjur á mánuði kr. 410.400. Tekjurnar á að fá þannig: Ferj an á að fara eina ferð á hverj- um hálftíma; með óvæntum töfum eða hindrunum af veðri eða á annan hátt er alls ekki reiknað. Ferjan á að flytja á degi hverjum 16 30-sæta vagna, 120 5-sæta vagna, allir með hvert sæti skipað, þ. e. 1080 manns á dag, og 48 2-tonna vagna. Þetta verður á mánuði: 480 30-sæta vagnar, 3.600 5- sæta vagnar, 1440 2-tonna vagnar, eða samtals á mánuði 5.520 vagnar og 32.400 manns. Með öðrum orðum, ferjan á að flytja á mánuði hverjum hátt á annað þúsund fleiri vagna en til eru á öllu landinu, og rúm- lega V\ allra landsmanna. Að sjálfsögðu er gert ráð fyrir, að sömu bílarnir og sama fólkið ferðist nokkuð fram og til baka þessa sömu leið, en þrátt fyrir það eru þó öfgarnar augljósar og sanna það eitt, að hjer er um hugsmíð eina að ræða, sem mjög skortir stuðning rökrjettr ar ályktunar um mál það, sem rætt er um. Og að sjálfsögðu er sama fjöruga ímyndunaraflið að verki við áætlun teknanna, 410.400 krónur á mánuði! Þessi áætlun sýnir, að á einum þrem- ur mánuðum á að vera hægt að greiða að fullu stofnkostnað fyrirtækisins, og Ieggja hátt á annað hundrað þúsund krónur í varasjóð! Býður nokkur bet- ur?! Og þó er enn ótalinn smá- skildingur, að upphæð kr. 489.600.00, sem viðskiftamenn eiga að græða á því að nota ferjuna, í stað þess að fara inn fyrir Hvalfjörð. Það er auðvitað ekkert við það að athuga, þó að rannsak- að sje, hvort bílferja um Hval- fjörð væri besta lausnin á samgöngumálunum á þessari leið. En slík rannsókn er ekki á færi annara en sjerfræðinga á þessu sviði, til þess að nokk- uð sje á því byggjandi. Sú saga var sögð fyrir all- löngu síðan, líklega rúmu ári, að milli 40 og 50 þingmenn hefðu komið sjer saman um að skora á ríkisstjórnina að láta fara fram rannsókn um þetta bílferjumál, og bjuggust marg- ir við, að svona óvenjuleg ein- ing innan þingsins mundi boða einhver stórtíðindi í málinu. En það hefir aldrei verið hljóð- ara um málið en einmitt síðan, og hefir ekki heyrst, að nein slík rannsókn hafi farið fram. En hvenær sem slík rannsókn sjerfróðra og óhlutdrægra manna fer fram, tel jeg lítinn vafa á því, að hún muni leiða í ljós alt aðrar niðurstöður en O. H, kemst að, og áð húrí ínuni ótvirætt sýna, að þeim miljón- um, sem slikt fyrirtæki mundi kosta, væri betur varið til hafnarbóta á Akranesi, og kem jeg þá áð tillögu Ólafs B. Björnssonar um Akranesleið. EINS OG vænta mátti er O. B. B. ekki alveg á því, að Ak- urnesingar eigi að fleygja frá sjer þessari lífæð þjóðfjelags- ins, samgöngunum, og munu flestir Akurnesingar vera hon- um þar sammála, svo og aðrir þeir, sem. láta sig þetta mál nokkru skifta. O. B. B. hefir einnig skrifað grein um málið (Vísir 7. mars), og kveður þar mjög við annan tón en í skrif- um hinna tyeggja Akurnesinga, sem áðúr hafa verið nefndir. Hann bendir rjettilega á, að ívegna atvinnu bæjarbúa, og sem þar eins og annarsstaðar hefir þýðingu fyrir alla þjóð- ina, að vel sje trygð, þurfi að gera verulegar og varanlegar hafnarbætur á Akranesi, og sje því eðlilegast, að ferða- mannastraumurinn noti einnig þá höfn. Hann segir meðal ann ars.......„Fólksflutningarnir eiga allir að fara fram um Akranes á stóru og hraðskreiðu skipi, sem líka tekur marga bíla“ .... Hjer liggur einmitt þunga- miðja málsins. Á Akranesi verður að koma góð höfn, sem fullnægir þörfum útgerðarinn- ar. En þeirri þörf er ekki full- nægt, fyr en höfnin getur á ör- uggan hátt tekið á móti og af- greitt skip af öllum þeim stærð um, sem stunda útgerð og sigl- ingar hjer við land. Undan þessari nauðsyn verður ekki komist, og væri það því blátt áfram hlægileg ráðstöfun, að fara jafnframt að leggja fje í hafnargerðir og önnur mann- virki inni í Hvalfirði, aðeins til þess að keppa við Akranes um flutningana. Bílferjan gæti því, samkvænít eðli málsins, aldrei orðið annað en samkepnisfyr- irtæki gegn Akranesi og höfn- inni þar, en sem óhjákvæmi- lega hlyti að verða undir í þeirri samkepni, þar sem Akra nes hefir á allan hátt betri skil yrði að bjóða, og hlýtur þar af leiðandi að verða sjálfkjörin samgöngumiðstöð í framtíð- inni. Hin stutta leið, sem ferjunni er talin til gildis, tel jeg frem- ur lítilvæg hlunnindi. Sjósótt- argrýlan, sem haldið hefir ver- ið á lofti sem annmarka á sjó- leiðinni, er svo lítilvægt atriði, að naumast er orðum að eyð- andi, að minsta kosti að því er snertir sjóleiðina Reykjavík— Akranes á stóru og góðu skipi. Jeg býst við, að allir geti orðið sammála um, að smávegis ferða óþægindum verði hvort sem er aldrei að fullu útrýmt, hvort sem ferðast er á sjó eða landi, Tímasparnað hefir ferjan heldur ekki upp á að bjóða samanborið við Akranes. Bíl- ferðin Reykjavík að ferjustað í Hvalfirði mundi taka a. m. k. jafnlangan tíma og sjóferðin til Akraness. Frá Ákranesi að Hvítárbrú mun svipuð vega- lengd, og frá ferðustað norðan fjarðarins. smbr. Akranes— Hvítárbrú 54 km. Ferstikla— Hvítárbrú 52 km. Þróunin í þessum samgöngu- málum tel jeg því miklar líkur til að verði á þessa leið: Með hafnarbótum á Akranesi og skipakosti eins og hjer hefir verið lýst, mundi öll þunga- vara og fastskipulögð ferðalög fara um Akranes, og ef til vill að einhverju leyti um Borgar- nes, ef henta þætti. Óskipulögð ferðalög, og er þá einkum átt við skemtiferðir fólks í sum- arleyfum, mundu einnig að einhverju leyti fara fram þessa leið, en allmargt slíks fólks mundi léggja leið sína um Hvalfjörðinn eins og áður, þar til önnur sumarleið opnast, sem margur ferðalangurinn bíður eftir með óþreyju, en það er: Uxahryggjaleiðin. JEG HEFI áður skrifað all- itarlega um þessa leið og lýst kostum hennar til sumarferða- laga, og mun því aðeins drepa hjer á örfá atriði, sem jeg tel henni til gildis. Eins og kunnugt er, er þetta sama leiðin sem farin er til Kaldadals, þ. e. um Hofmanna- flöt, Sandkluftir, Tröllháls, Víðirker (Víðirkjörr), Bisk- upsbrekku. Þar skiftast leiðir, liggur önnur til norðausturs að Kaldadal, hin til norðvesturs, um Uxahryggi, niður í Lundar- reykjadal, og er sá kafli aðeirís 12 km. Er hann nú að mestu ruddur og bílfær, aðeins er eft- ir stutt mýrarsund, sem vænt- anlega verður lokið við á næsta vori, ef engar óvæntar hindranir verða því til fyrir- stöðu. Vegalengdin um þessa leið, Reykjavík-Hvítárbrú, er 115 km., eða lítið eitt styttri en Hvalfjarðarleið um Geldinga- draga. Þó að vegurinn liggi þannig fram til fjalla, er hann þó hvergi hátt yfir sjávarmál, t. d. allur lægri en Mosfells- heiði, og mun því venjulega vera fær bílum vegna snjóa, lengi frameftir hausti. Þessi leið gæti því að verulegu leyti tekið við umferðinni af Hvál- fjarðarleiðinni, sem ekki er heldur alment talin örugg, nema sem sumarleið. Ástæðan til þess, að gert er hjer ráð fyrir, að verulegur hluti sum- arferðalaga mundi færast frá Hvalfirði á Uxahryggjaleið, þegar vegarskilyrði þar eru komin í sæmilegt horf, er sú, að mörgum ferðamönnum bein línis leiðist Hvalfjarðarleiðin, finst hún tilbreytingarlaus og þreytandi. Þessu er öðruvísi varið með Uxahryggjaleiðina, þar þarf ekki að kvarta um tilbreytingarleysi í landslagi eða útsýni. Hinni vinsælu leið til Þingvalla þarf ekki að lýsa, hún er öllum kunn. En engu minni fegurð bíður ferðamanns irís, þegar inn á fjallið kemur. ÍÞar er bæði vítt íií veggja og, fagurt um að litast á góðviðris sumardegi. Fjöll og jöklar í hæfilegri fjarlægð, til þess að njóta stórbrotinnar fegurðar sinnar, og leiðin öll auk þess þrungin af sögulegum minning um frá fornöldinni. Hjer er um að ræða fjölförn- ustu þjóðleið Islendinga alt frá þeim tíma, er Alþingi var stofn að á Þingvöllum. Um þessa leið fóru stærstu herir Sturlunga- aldarinnar. Hjer voru orustur háðar og víg unnin, og eru ör- nefni, sem sýna, hvar það fór fram. Þar sem hesturinn um aldaraðir raunverulega bar uppi samgöngurnar á þessari leið, sem öðrum, en er nú orð- inn úrelt samgöngutæki, er þess að vænta, og hygg jeg mig þar bera fram ósk allfjölmenns hóps manna, að ekki dragist lengi úr þessu, að þessi sögu- fræga þjóðleið öðlist á ný skil- yrði til þess að verða hin vin- sæla, fjölfarna ferðamannaleið, sem hún áður var, og er sá þáttur vegagerðarinnar um Uxahryggi, sem nú.er um það bil að verða lokið, byrjunar- spor í þessa átt. En hjer er auðvitað aðeins um byrjunarspor að ræða. Að sjálfsögðu verður að halda á- fram vegagerðinni með þeim liraða, sem frekast er unt, þar til vegurinn er kominn í það horf, að geta kallast örugg sam gönguleið þann tíma ársins, sem snjóar ekki hamla. Það má gera ráð fyrir, að Island verði mikið sótt af útlendum ferða- mönnum í framtíðinni. Meðal annars af þeirri ástæðu þola umbætur á Uxahryggjaleiðinni ekki langa bið, en jafnvel án tillits til þess þarf að hraða vegagerðinni vegna íands- manna sjálfra, sem bíða þess að geta ferðast í faðmi blárra fjalla eins og forfeðurnir, þó að reiðskjótinn sje af annari gerð. Fr. B. Varúðarráðsfafanir Þjóðverja í Noregi Frá norska blaðafulltrú- anum. FRÁ STOKKHÓLMI hafa þær fregnir borist frá Noregi, að Þjóðverjar leggi nú rnikið kapp á ýmsar varúðarráðstaf- anir, sjerstaklega að koma upp flugvöllum og koma sprengjum fyrir við ýmsar brýr og vegi. Eins og áður hefir verið skýrt ffrá, eru þeir að koma upp stór- um flugvelli á Halsemoen í Flisa, aðeins 30 km. frá sænsku landamærunum. Er þar alt að fyllast af þýskum hermönn- um. Allir skólar, prestsetur, mörg hús einstaklinga og jafn- vel bankann hafa Þjóðverjar tekið. Þjóðverjar hafa ekki lát- ið sjer nægja að taka húsin, heldur hafa þeir brotið skil- rúmin í þeim í sundur, til þess að fá stærri salarkynni. Ibú- unum hefir, með stuttum 'fyr- irvara, verið skipað að vfir- gefa hús sín

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.