Morgunblaðið - 29.03.1944, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 29. mars 1944.
Útg.: H.f. Arvakur, Reykjavík
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson
Ritstjórar:
Jón Kjartansson,
Valtýr Stefánsson (ábyrgðann.)
Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson
Auglýsingar: Árni Óla
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla,
Austurstrseti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlandi,
kr. 10.00 utanlands
í lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Leabók.
Áburðarverksmiðjan
'ÞAÐ VAR í desember 1942 sem borgarstjórinn í Reykja
vík skrifaði atvinnumálaráðherranum brjef varðandi
byggingu áburðarverksmiðju hjer í nágrenni Reykja-
víkur. Fylgdi brjefi borgarstjóra skýrsla verkfræðing-
anna Ásgeirs Þorsteinssonar og Steingríms Jónssonar,
um málið. Það var Ásgeir Þorsteinsson sem átti hug-
myndina að þeirri lausn, er stungið var upp á í skýrslu
verkfræðinganna. En hugmynd hans var, að Reykjavík-
urbær og ríkissjóður reistu áburðar\rerksmiðju í sam-
einingu hjer í nágrenni bæjarins. Verksmiðjunni skyldi
trygt mjög ódýrt rafmagn frá Sogsstöðinni að næturlagi,
en slíkar verksmiðjur þurfa mikið rafmagn.
Borgarstjórinn fór fram á í brjefi sínu, að ríkisstjórn-
in og bæjarstjórnin ljetu í sameiningu athuga möguleik-
ana á því að hrinda málinu í framkvæmd. Þáverandi
atvinnumálaráðherra, Ólafur Thors, svaraði borgarstjóra
með brjefi dags. 15. des. 1942. Tók hann málaleitan borg-
arstjóra vel og kvað ríkisstjómina fúsa til að ræða þetta
mál nánar. Myndi stjórnin tilnefna menn af sinni hálfu
til viðræðna um málið og yrði borgarstjóra nánar tilkynt
um það.
En nú urðu stjórnarskifti (16. des. ’42). Nýr atvinnu-
málaráðherra, Vilhjálmur Þór, tók við af Ólafi Thors.
Leið nú hver mánuðurinn af öðrum og ekkert heyrðist
frá V. Þór um þetta mál. Loks 19. júlí 1943 skrifar borg-
arstjóri ráðherranum á ný um málið, þar sem hann minn-
ir á fyrra brjef sitt og svar fyrv. atvinnumálaráðherra
■við því. Getur svo borgarrstjóri þess, að síðan hafi hann
ekkert heyrt frá ráðuneytinu um málið. En með því að
hjer sje um mikilsvarðandi stórmál að ræða, væri æski-
legt að fá að vita, hvort atvinnumálaráðherrann víldi
sinna því.
Hinn 4. ágúst 1943 kemur svo loks svar frá Vilhjálmi
Þór. Þar skýrir ráðherrann frá því, að hann hafi þá all-
löngu áður gert ráðstöfun til að fá hingað sjerfræðing
frá Ameríku, til þess að rannsaka þetta mál. Kvaðst
ráðherrann enga ákvörðun taka í málinu, þar til álit hins
ameríska sjerfræðings lægi fyrir.
Síðan hefir atvinnumálaráðherra ekkert látið frá sjer
heyra um málið.
Hinn ameríski sjerfræðingur kom hingað á s. 1. hausti.
Sigurður Jónasson varð leiðsögumaður hans, er hingað
kom. Athugaðir voru staðhættir fyrir áburðarverksmiðju
hjer í grend við Reykjavík og einnig nálægt Akureyri.
Að sjálfsögðu hefir sjerfræðingurinn látið atvinnumála-
ráðherra í tje álit um málið. En frá ráðherranum hefir
hinsvegar ekkert heyrst um tillögur eða álit hins erlenda
sjerfræðings.
Sje það svo, að atvinnumálaráðherra (V. Þór) hafi gert
þessu mikla hagsmunamáli íslensks landbúnaðar gagn
með því að hindra tillögur íslensku verkfræðinganna og
hafna samstarfstilboði Reykjavíkurbæjar við að koma
áburðarverksmiðjunni upp og starfrækja hana, er ekkert
við því að segja, þótt framkoma ráðherrans öll í garð
þessara innlendu aðilja hafi verið ókurteis og hrokafull
í hæsta máta.
En atvinnumálaráðherrann getur verið þess fullviss,
að málið verður ekki leyst með þögninni einni. Ráðherr-
ann á eftir að gera alþjóð grein fyrir því, hvað unnist
hefir fyrir málið með afskiftum hans af því.
Háværar raddir eru uppi um það, að hefja beri nýtt
landnám í sveitum landsins að stríðinu loknu. Þetta land-
nám verður að koma, og það fyrr en síðar. En þá er það
eitt ekki nóg, að plægja jörðina og búa hana undir ræktun.
Frumskilyrði þess, að nýtt landnám geti orðið í stórum
stíl, er, að nýbyggjendur eigi kost á ódýrum tilbúnum
áburði. En þetta er ekki sjermál nýbyggjenda. Framtíð
íslensks landbúnaðar byggist á því, að megin hluti hey-
aflans geti farið fram á ræktuðu landi.
Þess vegna er innlend áburðarverksmiðja mál, sem
pólitískir oflátungar geta ekki þagað í hel.
Tónlistarfjelagsins
TÓNLISTARF JEL AGIÐ og
\Jílverjl ólripar:
^l/jr ílctaíegci Ííjinu
|
dr. Urbantschitsch, hinn stór-
hugi tónlistarstjóri þess, hafa
lengi haft hug á því að koma
á fót föstum blönduðum kór
tif þess að annast hin mörgu
viðfangse'fni af því tagi, er fje-
lagið tekst á hendur. Hefir
þetta lengi verið allmiklum
örðugleikum bundið, og skulu
orsakir þess eigi greindar hjer.
Nú héfir þetta loks tekist. Á 5.
tónieikurh fjelagsins á þessum
vetri kom „Samkór Tónlistar-
fjelagsíns" fram í fyrsta sinn
með efnisskrá, sem bar enn á
ný vott úm þá merku viðleitni
Tónlistarfjelagsins, að kynna
almonnirfgi merkari tónlist en
hánn hefir áður haft kost á að
þekkja hjer.
Um samsetningu kórsins er
aðeíns hið besta að segja. Flest
ar kvenraddirnar munu hafa
sungið á fyrri tónleikum fje-
lagsins og má því telja, að þar
sje um allsamæfða heild að
ræða, enda eru þarna saman
komnar margar af bestu kven-
röddum þessa bæjar. En kór-
jnn hefir einnig prýðilegum
karlaröddum á að skipa, bæði
mjúkum og hljómmiklum,
enda þótt þar hafi ekki verið
um auðugri garð að gresja en
svo, að npkkrir raddmenn eru
— samkvæmt söngskránni —
fengnir að láni hjá einum
karlakór bæjarins. Er þetta ein
kennilegt ástand í bæ, þar sem
margfalt fleiri karlmenn iðka
kórsöng en konur.
Á efnisskránni voru lög eftir
tvö rómantísk tónskáld, Schu-
bert og Brahms. Eftir hinn fyr-
nefnda var hinn dáfagri „Man-
söngur“ fyrir kvennakór, og
söng Anny Þórðarson einsöng
í því verki mjög vel og smekk-
lega. Virtist þetta verkefni
liggja henni sjerstaklega vel. I
hinu Schubert-verkinu „Sig-
urhrós Mirjam“ söng Davína
Sigurðsson sópranhlutverkið Er
þetta allmikil kantata með
klassisku sniði. Var meðferð
þess ágæt, bæði hjá einsöngv-
ara og kór, en við fyrstu heyrn
virðist það þó ekki vera eitt
af gildustu nje hugnæmustu
verkum meistarans.
Af Brahms-lögunum söng
kórinn allur hið alkunna
„Nánie“ við texta Schillers. Þá
voru fimm þýsk þjóðlög fyrir
minni kór með forsöngvurum,
en það voru þau Svava Einars-
dóttir, Svava Þorbjarnardóttir,
Sigfús Halldórsson og Gunnar
Kristinsson. Skiluðu þau öll
hlutverkum sinum með prýði,
en þess skal þó getið hjer —
án þess að það eigi frekar við
þessa söngvara en fjölda ann-
ara — hversu ábótíjvant er
tekstameðferð flestra hjá-
virkra söngvara hjer (ógreini-
legir samhljóðar og afbakaðir
sjerhljóðar). „Ástarvalsana“
söng tvöfaldur kvartett með
fjórhentum undirleik, og var
þessi liour efnisskránnar sístur
og ójafnastur að útfærslu allri,
og er þó ekki átt við hendan-
legt óhapp einnar söngkonunn-
ar.
Menn furðar á því, í hversu
Framhald á 8. síðu.
Greiðvikni á víða-
vangi.
NOKKUÐ er það misjafnt, hve
menn eru greiðviknir í garð
hvers annars, þegar vandræði
eða erfiðleikar steðja að. Svo er
það t. d. á þjóðvegum úti, ef
eitthvert óhapp kemur fyrir
farartæki, þau fara út af vegi,
eða festast í torfærum. Margir
eru þannig gerðir, að þeim finst,
að þeim komi ekki við óhöpp
annara. Þeir nema kanske stað-
ar til að skemta sjer yfir óhapp-
inu, láta falla nokkur hæðnisorð.
um klaufaskap. og heimsku og
renná síðan síná leið með glotti.
Aðrir eru hjálpsemin sjálf og
skilja ekki við þann, sem fyrir
óhappinu varð, fyr en það hefir
verið leiðrjett. Léggja menn oft
á sjg mikla og erfiða. yinnu til
að hjálpa illa stöddum meðbræðr:
um sínum.
Nú getur slys hent a)la menn
og allskonar fárartæki. Það ætti
því að vera óskrifuð lög, að á
vegum úti hjálpi menn hver öðr-
um eftir bestu föngum. Bílstjór-
ar og aðrir ferðalangar vita ekki
nema að þeir þurfi síðar á að-
stoð að halda.
Þeir, sem mikið hafa ferðast
hjer á landi hin síðari árin, hafa
veitt því eftirtekt, að eflendu
setuliðsmennirnir eru sjerstak-
lega hjálpsamir, ef þeir komá
að, þar sem slys eða óhapp hefir
komið fyrir. Það kemur víst
varla fyrir, að erlendir setuliðs-
menn komi að, þar sem óhapp
hefir skeð, án þess að þeir bjóði
fram aðstoð sína. Jeg var sjón-
arvottur að einu slíku atviki hjer
á dögunUm.
•
Bíllinn í forinni.
ÞAÐ KOM fyrir hjer á Suður-
landsveginum, að kafli úr veg-
inum hafði skolast burt í leys-
ingum. Vegagerðarmenn voru
rjett að byrja að gera við veg-
inn og höfðu lokað honum á með
an. Fjöldi bíla, sem var á leið
að austan, kom að, þar sem veg-
inum hafði verið lokað. Bílstjóri
fyrsta bílsins hætti á að komast
yfir torfæruna heldur en að bíða,
þar til viðgerð væri lokið. Bíll-
inn festist og sat í torfærunni
stundarkorn. Annar bílstjóri í
hópnum, sem einnig vildi áfram,
hugðist að komast leiðar sinnar
með því að aka fyrir utan veg-
inn. Það hepnaðist ekki og sat
sá bíll fastur í forinni. Brátt
tókst að ná upp bílnum, sem
festst hafði á veginum. Vega-
vinnumenn komu á staðinn og
settu „búkk“ í torfæruna. Gátu
nú allir bílar, sem þarna höfðu
stöðvast, komist leiðar sinnar,
nema sá, sem farið hafði út af
veginum. Var nú leitað aðstoð-
ar hjá bílstjórumm hinna bíl-
anna. En enginn hafði spotta og
flestir töldu öll tormerki á, að
hægt væri að ná bílnum upp. Að-
eins einn maður, bílstjóri á
vegagerðarbíi, gaf sig fram.
Gerði hann nokkrar tilraunir til
að draga bíiinn upp á veginn, en
það tókst ekki, m. a. vegna þess,
að ekki var hægt að fá nógu ör-
uggar dráttartaugar.
í þessu bar þarna að tvo amer-
íska bíla. Og þá stóð ekki á hjálp
inni. Þeir höfðu með sjer ágætis
tæki og taugar. Leið nú ekki á
löngu, þar til íslenski bíllinn var
kominn upp á veginn aftur og
gat haldið leiðar sinnar. Mjer er
kunnugt um, að mörg slík dæmi
eru íil úm greiðasémi erl. setuliðs
manna á vegum úti. Þessa er
sjaldan getið opinberlega. En
þakkir ejga þessir menn skilið
og við gætum lært af þeim að
sýna meiri hjálpsemi við náung-
ann heldur en alment er hjer gert
Það ætti að skamta
smjörið.
SMJÖRLEYSIÐ er aiment
undrunarefni margra manna.
Mikið er um það rætt og sögurn-
ar ganga um það, hvernig þessi
eða hinn hafi ávalt nóg smjör.
Það sje kunningsskapur; sem
ráði mestu um það, hvort menn
geta fengið smjörklípu eða ekki.
í brjefum frá lesendum mínum
um smjörmálið kennir margrá
grasa. Sumir brjefritarar full-
yrða, að vikulega komi mikið
sthjör til Reykjavíkur úr nær-
; sVéitunitm, en það kómi aldxei á
opinberan márkað.' Afleiðingin
sje'sú, að þeir, sem aðstöðu hafa,
t. d. með vináttu eða kunnings.-
skap við þá, er ömjörið fá í hend
ur, hafi ávalt nægjanlegt smjör.,
en allur' almenningur verði að
vera smjörlaus.
Það er aðeins ein lausn á þessu
máli og hún er sú, að tekin verði
upp ströng skömtun á íslensku
smjöri. Það er t. d. mikið meiri
ástæða .til að skamta smjör, og
jafnvel egg líka, heldur en t. d.
syktu- og kaffi, sem hægt hefir
verið að fá nóg af til landsins.
Það er dýrt að de.vja.
ÞAÐ ER DÝRT að lifa á ís-
landi um þessar mundir, ert ekki
er það heldur ódýrt að deyja, ef
trúa má því, sem „Jóhann“ skrif
ar mjer um útfararkostnaðinn
hjer í bænum.
Jóhann segir: „Kunningi minn
misti nákominn ættingja fyrir
nokkrum vikum. Honum brá
heldur í brún þegar honum var
sýndur. reikningurinn fyrir útfar-
arkostnaðinum, sem hann hafði
tekið að sjer að sjá um. Útförin
var ekki neitt sjerlega íburðar-
mikil, en í slíkum tilfellum vilja
menn ekki skera um of við nögl
sjer, ef þeir hafa einhver aura-
ráð.
En reikningurinn var líka
hvorki meira nje minna en 4.800
krónur — fjögur þúsund og átta
hundruð krónur—“.
Þetta segtr brjefritarinn og vill
hann nú vita, hvort nokkuð verð-
lagseftirlit sje á útfararkostnaði
hjer á landi.
Það er rjett að mörgum blöskr-
ar hinn hái útfararkostnaður hjer
í bænum. Kemur þar margt til,
t. d. siðir og venjur, sem mættu
missa sig.
Quhling hræddur
LONDON: — Frá Noregi ber
ast þær fregnir, að andstaoa
Norðmanna gegn vinnuskyld-
unni hafi gengið svo vel, að
Quisling sje orðinn hræddur. .
Quisling gaf því út tilkyrm-
ingu þann 23. mars, þar sem
lofað er, að norsk æska verði
ekki sett í herþjónustu í gegn-
um skráningu til vinnuskyld-
unnar. Fn það er enginn mað^
ur, sem trúir orðum svikarans,
því menn vita að hann er verk-
færi í höndum Þjóðverja og
þess vegna óttast menn að skrá
setningin sje aðeins grímu-
klædd aðferð til að fá norska
menn í herþjónustu hjá Þjóð-
verjum. (Frá norska blaðafull-
trúanum).