Morgunblaðið - 04.04.1944, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.04.1944, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur. 4. apríl 1944 Skipulögð andstaða Dana óbilandi DANSKUR RITSTJORI, Ole Kiilerich, er nýkeminn hing- að til Reykjavíkur. Hann flúði frá Danrrforku fyrir rúmlega ári síðan. Hann hefir síðan verið í London, og í Færeyjum um tíma í fyrra sumar. Hann dvel- ur á heimili sendiherra Dana hjer í bænum. Þar hafði hann í gær tal af blaðamönnum. Hr. Kiilerich er hvatlegur maður. Hann kann frá mörgu að segja heimanað, þó þetta sje langt síðan að hann fór þaðan Hann er 37 ára að aldri og hef- ir starfað við blaðamensku frá því hann var 17 ára, fyrst ut- an Hafnar, síðan við Hafnar- blöðin, m. a. sem stjórnmála- rítstjóri við „Nationaltidende'h En síðasta árið, sem hann var heima, var hann ritstjóri leyni blaðsins ,.Frit Danmark". Það hefir nú 70 þúsund kaupendur Meðan hann var ritstjóri þessa leyniblaðs höfðu Þjóðverjar hendur í hári 6 prentsmiðju- stjóra, sem voru riðnir við prentun blaðsins. Hr, Kiilerich fór huldu höfði um tíma áður en hann flúði land. Því hann fjekk að vita, að Þjóðverjar höfðu grun um þessi leynistarf- semi hans. Af frásögn hans, er hann gaf blaðamönnum í gær, kom það greinilega í Ijós, hve leynistarf semi danskra föðurlandsvina <-r geysilega öflug og vel skipu- iógð, enda munu nú í engu undi á meginlandi Evrópu vera gerð eins mikil skemda- verk Þjóðverjum til trafala og tjóns, eins og í Danmörku. En s.rmheldni og hugrekki Dana svo óbrigðul. að hvernig sem þýska leynilögreglan reynir að hafa úti allar klær sínar, er það ekki nema endrum og eins, að hún getur gripið í taumana. Og alls ekki bugað þjóðina til þess að láta af hinni víðtæku leyni- starfsemi og mótspyrnu, sem undirbúin er á bak við tjöldin. Flóttamanna- straumurinn. Fióttamannastraumurinn frá Danmörku var ekki mikill alt fram til ágústloka 1943, sagði hr. Kiiiereich. Strjálingur af fólki, bæði hermenn og aðrir, freistuðu að flýja yfir Eyrar- sund frostaveturna á árunum 4Ö—42, er ölf sundin voru ísi- lögð. Og nokkrir Ijetu lífið á ísnum. En þegar ógnaröldin byi’jaði í ágústlok og fjöldahandtökur gvðinga byrjuðu, þá fór fólk að streyma yfir Sundið. Er tal- ið að um 18 þús. danskir flótta- menn sjeu í Svíþjóð, meðal þeirra eru 6—7 þúsund gyð- ingar. Sviar hafa sýnt flótta- mönnunum ákaflega mikla vin semd, og greitt götu þeirra á alla.lund. Einhleypir menn fá 300 krónur á mánuði í fram- færslueyri, en giftir menn tals- vert meira. Fram til 29. ágúsí í fyrra hafði danska lögreglan strand- gæslu á hcndi, en þá tóku Þjóð- verjar við henni. Það kemur fyrir, að þýskir hermenn hjálpa flóttamönnpnum að komast úr ílandi, annaðhvort af góðvild •eða þeim er mútað þil þess. Vetrarkuldarnir. Hr. Kiilereich mintist á erf- iðleika almennings.vegna kuld- Danskur ritstjóri lýsir ástandi þjóðarinnar anna miklu veturna 1940—41 og 41—42. En frostaveturnir voru þrír, sem kunnugt er, sá fyrsti 1939—-40. Sá síðasti var þeirra verstur. Þá varð frostið 25 gráður og fylgdi því norð- austan rok mikið. Þá var eldi- viðarskortur svo mikill, að fólk fjekk ekki nema 10 tunnur af koksi hver fjölskylda yfir vet- urinn. og mó til húsahitunar. Þá urðu menn að flytja sig í eitt herbergi, sem hitað var, en önnur herbergi íbúðanna óupp hituð. ísbrjótar gátu ekki haldið opnum skipaleiðum yfir Sund- in, og þurfti að flytja vörur á sleðum, t. d. mat frá Jótlandi og Fjóni til Sjálands, svo Hafn- arbúar fengju nauðsynlegustu matarbirgðir. Afstaðan gagnvart Þjóðverjum. Eins og kunnugt er, segir hr. Kiilereich, sýndist alt vand- ræðalítið á yfirborðinu í stjórn málum landsins fyrstu her- námsárin. Afstaða stjórnarinn- ar og þjóðarinnar var þessi í aðalatriðum: Að reyna að halda atvinnuvegunum gang- og vinna gegn atvinnuleysi og andi, eins og frekast væri unt, öðrum vandræðum almennings. Að komast ivj á því í lengstu lög að slíta upp úr allri samvinnu við Þjóðverja. Þegar þeir báru fram kröfur sínar, þá að gefa þeim ekki beint afsvar, en þvælast fyrir, semja, og fá sem best kjör í hvert sinn. Agengni Þjóðverja fór vax- andi. Þeir komu með nýjar og nýjar óbilgjarnar kröfur. Og sýnt var, að svo kæmi, að þing og stjórn yrði að neita þeim algerlega. En áríðandi var, að þegar Þjóðverjar fengju algert afsvar við ein- hverri kröfu sinni, þá varð sú krafa að vera þannig vaxin, að öll þjóðin stæði samhuga gegn henni. Frá byrjun lögðu Þjóðverjar mikla áherslu á, að útflutning- ur Dana ykist, þeir fengju sem mest af ýmsum iðnvörum, og þá einkum eitt og annað, sem þeir þurftu með til hernaðar- rekstursins. En afstaða Dana var þessi: Við flytjum helst ekki meira út, en útflutningur- inn nam fyrir stríð. Því ef við aukum útflutninginn, þá hjálp- um við Þjóðverjum óþarflega mikið. Margir iðnrekendur vildu framleiða sem allra minst handa þeim. En þá reyndu Þjóðverjar að bæta sjer það upp, með því að ná í ein- staka menn, er voru þeim hlið- hollir, og láta þá hafa meiri efnivörur en aðra, svo þeir gætu aukið iðnrekstur sinn. Leynistarfsemin. Meðan þessi þöglá togstreita hjelt áfram, og ekki kom til al- varlegra árekstra við Þjóðverja var leynistarfsemin undirbúin í kyi’þey, en með miklum dugn aði og festu, svo leynisamtök föðurlandsvinanna spann net sitt um alt landið. Sem minst verður að sjálfsögðu sagt um skipulag þetta. En.það er svo fullkomið get jeg sagt ykkur, Kiilerich ritstjóri. að t. d. ef einhver starfsmanna leynifjelaganna kemst á snoð- ir um. að einhver Dani þurfi að vera var um sig, þá getur hann komið hraðboðum til þess manns, sem í hættu er, hvar sem hann er staddur í landinu. Póstferðir eru nú skipulagðar með leyniferðum frá Dan- mörku til Svíþjóðar og' eru þær mikið notaðar. Áður en Þjóðverjar rjeðust á Rússa sumarið 1941, tóku kommúnistar engan þátt í leyniþjónustunni, skemdarverk um gagnvart Þjóðværjum og þess háttar. En þá komu þeir með til þessara starfa, og það varð starfseminni mikill styrk- ur. M. a. vegna þess, að flokk- ur þeirra var frá byrjun undir það búinn að vinna að ofbeld- isverkum gegn þeim. sem yfir- ráðin hefðu í landinu. Nóvemberdag- arnir. Haustið 1942 voru Þjóðvei’j- ar orðnir óþolinmóðir. Þeim þótti sjer ganga of seint. að undiroka Dani. Þá fór sendi- herra þeirra, Rente-Fink, til Berlínar og var þar á ráð- steínum um hríð. Nú vár búist við stórtíðindum. Og þau komu. En þó varð ekki eins mikið úr, eins og búist var við. Hluturinn var, að Þjóðverjar voru ósammála um það, hvaða aðferð þeir ættu að taka upp gagnvart Dönum. Sendiherra þeirra vildi beita hörku, og láta til skarar skríða. En Lútke hershöfðingi og herstjóri þeirra í Danmörku var á öðru máli. Þeir, sem vildu hafa sem mest gagn af iðnframleiðslu Dana, vildu ekki stofna til stifni og óeirða. Og málin jöfnuðust í það sinn með því, að Scavenius tók við s(tjórn, án þess að úr því væri skorið, hve mikið fylgi hann hefði i ríkisþinginu. — Þjóðverjar vildu, að hann tæki Nasista með sjer í stjórn. En úr því varð ekki. Þetta mild- aði hugi manna í Danmörku.Og nú verður friðsamlegt um hríð, á yfirborðinu, allt fram til 29. ágúst 1943. Neitunin, sem var óhagganleg. Leynistarfsemin hjelt áfram og undirbúningurinn undir það að eyðileggja þá starfsemi í landinu, sem kom Þjóðverj- um að mestu gagni, eins og t. d. rifflaverksmiðja í Fríhöfn- inni, sem gat framleitt riffla fyrir 1 miljón á dag. í ágúst s. 1. byrjuðu sprengingarnar í verksmiðjunum. Þessi verk- smiðja var eyðilögð með öllu og margar aðrar. Þá heimtuðu Þjóðverjar, að stjórn Scaven- íusar auglýsti hernaðarástand í landinu, og leyfði að danskir borgarar yrðu leiddir fyrir her rjett Þjóðverja. Þessu neitaði stjórnin. Þjóð- in stóð sem einn maður með þessari neitun. Og síðan hafa Þjóðverjar ekki getað komið á neinni danskri stjórn í land- inu og þingið ekki komið sam- an. En embættismenn lands- ins sitja að störfum sínum, og annast þann daglega rekstur, er nauðsynlegur er lífi þjóð- arinnar. Skemdaverkin halda áfram, er miða að því að gera Þjóð- verjum tjón og óþægindi. En þegar raddir heyrast um það, frá Nasistum, sem segja, að með þeim sjeu danskir menn að stefna lífi landa sinna í hætu, þá er því til að svara, að með því að eyðileggja verksmiðjur á þenna hátt, er vex’kafólki minni hætta búin, en ef loft- órásir eru gerðar á verksmiðj- ur. Hin danska leyniþjónusta tekur ómakið af flugliði banda manna. Leynistarfseminni er miðað gegn flutningum og framleiðslu er kemur Þjóðverjum að gagni. Okkur hefir tekist betur að vinna iðnaði þeirra ógagn en að tefja flutninga með því að rjúfa járnbrautir o. þessh. Þetta er í fáum orðum það yfirlit, sem hr. Kiileseich gaf um gang málanna í Dan- möi’ku. Daglegt Hf. Um daglegt líf í landinu, sagði hann eitt og annað. Líf- ir er dapurt. Enginn óhultur um sig og sína. Fimmtán manns hafa Þjóðverjar tekið af lífi, 20—30 hafa verið drepnir í götuóeirðum. 300 hafa verið teknir til Þýskalands af þeim eru 100 kommúnistar, sem voru í fangabúðum frá því 22. júní 1941, og gátu því ekki átt neinn þátt í skemdarverkum gegn Þjóðverjum. Morðingjar Kaj Munks fundust. En danska lögreglan gat ekki haft hendur í hári þeirra. Þeir ei’u tveir danskir Nasistar og einn frá Suður-Jót landi. Þeir eru í Þýskalandi. Matarbirgðir fá Þjóðverjar allmiklar frá Danmörku. Þeir geta þó ekki fengið þar svo mikinn mat, að hægt sje, með þeim að auka matarskamt þýsku þjóðarinnar svo um muni Þegar fólk stendur uppi alls- laust í Þýskalandi eftir mikl- aí loftárásir, fær það sendan danskan mat. Mikla varúð þurfa menn að hafa í Höfn vegna Nazist- anna, þurfa dagblöðin t. d. að hafa mjög strangan vörð við skrifstofur sínar. Þær eru í raun rjettri víggirtar og hafðar gætur á hverjum manni, sem kemur þar inn fyi’ir dyr. Vopn aðir menn eru við allar inn- göngudyr. Er þetta gert til þess að geta gripið til varna, ef naz- istar rjeðust á starfsmenn blað- anna. Þjóðvei’jai’ hafa eftirlits- menn með ritstjórn hvei’S blaðs. En fljótt komu blaða- menn því lagi á, að lesendur geta ráðið það milli línanna, hverju þeir eigi að ti’úa og hverju ekki. ★ Hr. Kiilerich ætlar að dvelja hjer í landi í nokkrar vikur, og halda fyrirlestra í fjel. Dana hjer og í Norræna fjelaginu, Hann ljet þess getið, að hann væri mjög þakklátur þeim vin- arhug í gai’ð Dana, er sýndi sig með fjársöfnun til danskra flóttamanna í Svíþjóð. íassinorústir á valdi Þjóðerja London í gærkveldL RÓMABORGARÚTVARPIÐ flutti þá fregn seint í kvöld, að þýskar hersveitir í Cassino hefðu nú aftur náð á sitt vald öllum rústum borgarinnar Cass ino nema járnbi’autarstöðinni, Ekki hefir fregn þessi - verið staðfest. Á Anziosvæðinu hafa Þjóð- verjar gert snarpt áhlaup og urðu bandamenn að láta undan'' síga. Þetta var við Carocheto, og síðar um daginn gerðu Þjóð verjar svo annað áhlaup á sama stað með eldslöngum og stórskotaliði, en því var hrund- ið. Af öðrum slóðum Italíuvíg- stöðvanna var ekkert að frjetta. Svisslendingar beðnir afsökunar London í gærkveldi. CORDELL HULL, utanríkis- málaráðherra Bandaríkjanna hefir fyrir hönd stjórnar sinn- ar beðið svissnesku stjórnina afsökunar á því, að Bandaríkja flugvjelar vörpuðu spi’engjum á svissneskt land s.l. laugardag, og urðu sprengjurnar valdar að tjóni í bænum Schaffhausen. Tók Cordell Hull fram, að Bandaríkjamenn væru fúsir að bæta tjón það, er varð, eftir því sem mögulegt væri. —< Kvaðst ráðherrann harma mjög þenna hi’yggilega atburð. — Reuter. Fjöldi manns á skíðom MARGT manna var á skíð- um um síðustu helgi. Skíðaskálinn í Hveradölum var fullskipaður næturgestum, en 140 manns fói'u á vegum Skíðafjelags Reykjavíkur. Alls mun hafa verið um 350 manns við og í nágrenni skálans. Á Kolviðarhóli var allt full- skipað og er svo einnig um páskahátíðina. Hjá Skálafelli voi’u um 40 manns á vegum K. R. og í. R, og í Jósefsdal voru næturgestir 40, en á sunnudag voru þar. alls 60 manns.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.