Morgunblaðið - 04.04.1944, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 04.04.1944, Blaðsíða 5
Þriðjudagúr 4. apríí 1944 ÞAÐ mun jafnan veroa tal- jnn stórviðburður í sögu ís- lenskrar leiklistar, er Pjetur Gautur, hið stórbrotna lista- verk Henriks Ibsens, var sýnd- ur hjer í fyrsta sinn síðastliðið föstudagskvöld, í snildarþýð- ingu Einars skálds Benedikts- sonar. Að vísu eru aðeins þrír fyrstu þættir leikritisins sýnd- ir, enda ógerningur að sýna það allt á voru fátæklega leiksviði. Standa að sýningu þessari Leik fjelag Reykjavíkur og Tónlist- arfjelagið, og má það vera mönnum mikið gleðiefni, að þessir tveir aðilar hafa tekið höndum saman um að skapa .hjer hærri og fegurri list en vjer höfum átt kost á hingað til á þessu sviði og spáir það góðu um öra þróun þessara mála með oss í framtiðinni. Það var ekki laust við, er það vitnaðist að í ráði væri að hefja sýningu á Pjetri Gaut, að ménn bæru nokkurn kvíðboga fyrir hversu takast mundi með þeim ljelega húsakosti og öðrum erf iðum aðstæðum, sem Leikfje- lag Reykjavíkur á við að búa. En því meiri var fögnuður' manna og hrifning, er þeir sáu hver .snildarbragur var á allri sýningunni. Má það fyrst og fremst þakka frú Gerd Grieg og þeim Lárusi Pálssyni og frk. Gunnþórunni Halldórsdóttur, er fara með aðalhlutverk leik- ritsins. En dr. Urbantschitsch og hljómsveit hans, er gerir hinum yndislegu tónverkum Griegs hin ágætustu skil, eiga einnig sinn mikla þátt í hve glæsilega hefir tekist til um sýninguna. Sama er og segja um hlut Lárusar Ingólfs- sonar, sem málað hefir leik- tjöldin og ráðið búningunum. Heíir honum farist hvort- tveggja af mikilli listfengi og öruggum smekk og bregður hann í því ekki vana sínum. Efni leikritsíns verður ekki rakið hjer, enda verður því ekki við komið i stuttri blaða- grein. Ibsen samdi leikritið , á þeim tíma er rómantíska stefn an var að fjara út í Noregi og raunsæisstefnan fór að gera vart við sig. Er ritið fyrst og fremst ádeila á rómantíkina og þá menn, sem lifa í draumum og hugarórum og standa þrótt- lausir og viljalausir gagnvart hinu raunverulega lífi. — Þeir ganga aidrei heilir til verks, EFTIR HENRIK IBSEN Leikstjóri.: Frú Gerd Grieg Lárus Pálsson, Ingibjörg Steinsdóttir, Alda Möller Lárus Pálsson í hlutverki Pjeturs Gauts eru hálfir í öllu, — illu, sem góðu, — þora ekki að horfast í augu við sannleikann, og kjósa heldur að sniðganga örðugleik- ana, en sigrast á þeim. Þeir beygja af, eins og Pjetur Gaut- ur. „—já óska þess, hugsa það, já, enda vilja það, en gera það, nei, sjálfur skrattinn má skilja það“, ■| er orðtak þessara manna. En Ibsen ræðst vægðarlaust á margt annað í fari landa sinna á þessum tímum, þjóðargort þeirra og sjálfbyrgingshátt og nær sú ádeila hámarki sínu í þessum orðum, er skáldíð legg- ur Dofra, konungi þursanna, í munn: „Þar úti, sem nótt fyrir árdegi víkur, er orðtakið: „Maður, ver sjálfum þjer Iíkur“. En meðal vor, þar sem myrkt er öll dægur, er máltækið: „Þursi, ver sjálfum þjer — nægur“. Leikurinn, sem hjer er sýnd- ur, endar á dauða Ásu, móður Pjeturs Gauts. Hinir þættirnir tveir gerast að mestu erlendis. Pjetur yfirgefur Sólveigu og fer utan. Lendir hann þar í margskonar æfintýrum og fjár gróðabralli af verstu tegund og tekst að safna miklum auði. -r- En hálfvelgjan og lífslygin eru lonum jafnan tryggir förunaut ir og stjórna orðum hans og at- löfnum. Slíkum mönnum vill bsen miskunarlaust varpa í leigluna aftur og móta þá að lýju, en á síðustu stundu. fær ió kærleikur og trygð Sólveig- ',r, sem er ímynd alls hins æsta, og göfugasta, er með nanninum býr, borgið honum rú algerri tortímingu. Frú Gerd Grieg hefir seít eikinn á svið og haft leikstjórn 1 hendi. Hefir frúin unnið jer geisimikið verk og farist ívorttveggja svo meistaralega að furðu gegnir. Iðnó gamla hef ir allt í einu breytsí í merki- legt þjóðleikhús, með fögru, og, að því er virðist, næsta Víðáttu miklu sviði. En hvernig það hefir mátt ske, er leyndardóm- ur, sem frúin ein býr yfir. — Stöndum vjer íslendingar í mikilli þakklætisskuld við og hann fær viðfangsefni, sem eru honum samboðin. Annað stærsta hlutverkið, Asu, móður Pjetur Gauts, leik- ur fröken Gunnþórunn Hall- dórsdóttir, afburða vel. Tekst henni ágætlega að sýna þetta barn augnabliksins. sem hlær og grætur í sömu andránni, og móðurina, er jafnan breiðir hjúp kærleikans yfir ávirðing-* ar hins glataða sonar. Stendur frk. Gunnþórunn nú, rúmlega sjötug, þótt ótrúlegt sje, hærra í list sinni en nokkru sinni fyrr og er ekki hægt annað en undrast það þrek hennar, að skila þessu erfiða og vanda sama hlutverki. með slikum á- gætum. Vaknar ósjálfrátt hjá manni sú spurning, hvað vald- ið hafi þeim mistökum, að þessi mikilhæfa leikkona hvarf af leiksviðinu hjer úm aldar- fjórðunng. Sófvwgu, hina björtu og sak- lausu heitmey Pjeturs Gauts, Lárus Pálsson, Edda Bjamadóttir, Helga Brynjólfsdóttir frúna fyrir þann mikla áhuga sem hún hefir sýnt hinni ungu leiklist vorri og vináttu hennar í garð þjóðarinnar yfirleitt. — Leikstjórn frú Gerd Grieg er svo örugg, að hverki skeikar og jafnvel algerir viðvaningar á leiksviði. skila hlutverkum Sínum með ágætum. Er hjer enn ein og veigamikil sönnun þess, hversu mikilsvert atriði það er þróun góðrar leiklistar að völ sje á vel mentum og mik ilhæfum leikstjóra. Hann verð ur að vísu aldrei gullgerðar- maður, en hann getur, með handleiðslu sinni og innblástri, leyst úr læðing alla þá hæfi- leika og gáfur. er með leik- aranum búa. Lárus Pálsson fer með aðal- hlutverkið, Pjetur Gaut. Er leikur hans þróttmikill og glæsilegur, og svo hárviss, að hvergi bregður út af. Má óhik- að telja leik hans í þessu hlut- verki eitt hið ágætasta afrek á íslensku leiksviði. Hefir Lárus sýnt það hjer betur en nokkru sinni áður, að hann býr yfir mikilli leikgáíu og að hann nær hæst þegar mest á reynir leikur ungfrú Edda Bjarna- dóttir. Það var vissulega djarf- lega teflt, er frú.Grieg, fjékk hlutverk þetta í hendur gjör- samlega óvönum leikafa. En þar hefir frúin treyst á leik- stjórnarhæfileika sína og það með rjettu. Var leikur ungfrú Eddu látlaus og áferðarfagur og hún sjálf persónugerfingur æskunnar og sakleysisins, enda varpaói hún mildi og birtu yfir leiksviðið með ná- vist sinni. Hygg jég. að ekki hefði betur tekist, þótt þaul- æfð .leikkona hefði farið með þetta hlutverk, — má vera, að eitthvað hefði þá farið forgörð- um af því. sem gaf leik ungfrú- arinnar mest gildi. Frú Alda Möller Ijek græn- klæddu konuna, dóttur Dofra konungs og fór ágætlega með það hlutvei’k. Er það að vísu ekki mikið að vöxtum, en þó allvandasamt og erfitt. Önnur hlutverk eru flest smá, en ágætlega af hendi leyst, svo sem hlutverk Dofr- ans í meðferð Brynjólfs Jó- hannessonar, hlutverk hráð- gumans, er Lárus Ingólfsson ljek mjög skemtilega, og Ás- láks smiðs, er Ævar Kvaran fór með. Þó kann jeg ekki sem best við málfar hans í þetta sinn og hann þarf nauðsyn- lega að leggja niður þann leiða vana að teygja upp hökuna í hvert sinn, sem hann segir ein- hverja setningu. Dansinn í leiknum, bæði að Heggstað og í höll Dofrans, tókst óvenju vel. Einkum þótti mjer dansinn að Heggstað á- gætur, — áreiðanlega það besta, sem jeg hefi sjeð af því tagi hjer á leiksviðinu. Ungfrú Svava Einarsdóttir söng að tjaldabaki hinn dá- samlega Sólveigarsöng Griegs, í stað Sólveigar sjálfrar. Hefir ungfrúin sjerstaklega blæfagra rödd, en henni fataðist nokk- uð, er hún söng lagið í fyrra sinn. en söng það mun betur er hún endurtók það. Áður en jeg lýk þessum lín- um, vil jeg minnast á eitt at- riði í þessari leiksýningu, sem jeg tel orka tvímælis, — en það er myrkfið á leiksviðinu í lok 2. þáttar, er Pjetur Gautur og Beygurinn tala saman. Ibsen segir að vísu, að það eigi að vera niðamyrkur (Bælmörke), en þess ber að gæta, að leik- ritið er, éins og þýðandinn hef- ir rjettilega tekío fram í eftir- mála sínum við þýðinguna, upp runalega samið til lesturs. — í ritinu gefur höfundurinn inn- an sviga margar og mikilsverð- ar upplýsingar um hreyfingar Pjeturs Gauts og athafnir á sviðinu. svo sem: „vill komast í gegn á öðrum stað, en rekur sig á“, — „ætlar áfram, en rek- ur sig á“, — „fleygir grein- inni“, — ..kemst í gegn“, — „þreifar fyrir sjer“, —*og síð- ast: „bitur sig í handlegginn“. Þessar setningar nægja lesand- anum fullkomlega, en framhjá áhorfendunum fara þær vitan- lega með ölIu.Hafa þær þó vissu legá sina þýðingu, eins og alt er Ibsen ritar, því að hann Ijet aldrei hendinguna ráða penna sínum. til þess var hann of hnitmiðaður og gagnorður. — Hvgg jeg. að betur færi á því að nokkur birta, eða rjettara skíma, værá á Pjeti’i Gaut, Framhald á bls. 12 Alda Möller og Haisknr Ósk- arsson Leikíjelag Reykjavíkur og Tónlistarfjelagíði - PJETUR GAUTUR -

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.