Morgunblaðið - 04.04.1944, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 04.04.1944, Blaðsíða 6
« MORGUNBLAÐIÐ Þriojudagur 4. april 1944 Útg : H.f. Árvakur, Reykjavík Fraxnkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Óla Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlands, kr. 10.00 utanlands I lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Lesbók. Kaupgjald og dýrtíð FLESTUM hugsandi mönnum hrís hugur við því, hvernig aðstaðan verður í atvinnu- og fjármálum okkar þjóðfjelags þegar flóðalda þeirrar verðhækkunar, sem stríðið hefir valdið, fjarar út. Þó unt yrði fyrst um sinn að viðhalda svipuðu hlutfalli í innanlandsviðskiftunum, verður engin leið til að framleiða nokkra vöru fyrir út- lendan markað með þeim tilkostnaði, sem nú er við framleiðsluna. Menn hafa fyrir löngu gert sjer grein fyrir því, að það tvent, sem hefir aukið dýrtíðina, umfram annað, er kaup- gjald og verðlag innlendrar framleiðsluvöru. Hafa margir að vonum fest augun á landbúnaðarvörunum öðru fremur í því sambandi. Þær eru þýðingarmestu neysluvörur þjóðarinnar og kemur það best fram i því að full 50% af þeim nauðsynjum, sem verðlagsvísitalan er reiknuð eftir, eru landbúnaðarvörurnar. Þessa vegna hefir sú hugsun verið svo rík hjá mörgum, sem hugsa grunt um þessi mál, að helsta ráðstöfun, sem þyrfti að gera gegn dýrtíðinni, væri sú, að halda niðri verði landbúnaðar- varanna, án tillits til þess, hvað kostar að framleiða þær. Á þeim grundvelli voru reistar dýrtíðartillögur núver- andi ríkisstjórnar, sem lagðar voru fyrir Alþingi vetur- inn 1943. Eins_og kunnugt er, snerist Alþingi gegn þessum til- lögum og frestaði að miklu leyti afgreiðslu dýrtíðar- málsins til haustþings. Skyldi þá vera búið að rannsaka til hlítar, hvert vera skyldi hlutfallið milli kaupgjaldsins annars vegar og afurðaverðsins hins vegar, svo að fult samræmi væri þar á milli. Þessi rannsókn var gerð og tókst svo vel, að 6 fulltrúar þeirra stjetta, sem hjer höfðu mestra hagsmuna að gæta, urðu á eitt sáttir um niður- stöðu. Gerðu flestir sjer von um að þar með væri sú deila leyst og samkomulagið gæti gilt til stríðsloka, til að byrja með. Hefði þá mátt færa niður verðlag og kaupgjald smátt og smátt í rjettum hlutföllum og lækka þannig dýrtíðar- flóðið í smáum skrefum. Er það sú stefna, sem Sjálf- stæðisflokkurinn hefir lýst fylgi við, og sem flestir fram- leiðendur sveitanna mundu hafa látið sjer lynda. Fyrst í stað leit út fyrir að ríkisstjórnin vildi fara þessa leið. Hún skipaði sex manna nefnd til að gera til- lögur um þetta. Fulltrúar bænda í nefndinni vildu ganga þessa götu, en hinir neituðu. Stjórnin Ijet þar við sitja, enda þótt um væri að ræða það málið, sem hún taldi sitt aðal hlutverk að leysa. Síðan þetta gerðist hefir það svo skeð, sem alþjóð er kunnugt, að í stað þess að byggja á þeim grundvelli sem rannsóknin og samkomulagið lagði, og færa síðan kaup- gjald og verðlag niður í rjettum hlutföllum, fekk stærsta verkalýðsfjelag landsins hækkað kaupgjald frá því sem áður var um 92 aura á klst., sem hlýtur óhjákvæmi- lega að hafa áhrif á dýrtíðina til hækkunar, enda er það þegar komið á daginn. Það var eigi nóg með að ríkisstjómin sætti sig við þetta, heldur var hún fyrsti aðilinn sem samþykti, áður en deilan var sætt, að hækkað kaupgjald mætti taka með í hækkuðu verðlagi. Leiðrjetting þessara mála fæst aldrei, ef enginn vill eða þorir að fórna neinu, og enginn þorir að standa við yfirlýsta stefnu. Með sameiginlegu átaki þjóðarinnar í heild, er áreið- anlega hægt að vinna bug á dýrtíðinni. Allir verða þar einhverju að fórna. En hjer er í rauninni rangt að tala um fórn, því að með því að sigrast á dýrtíðinni, væri þjóð- in að tryggja framtíð sína. Ef hún hinsvegar lætur allt reka á reiðanum áfram, uns hrunið skellur yfir, verður áfall hennar svo geigvænlegt, að hún mun seint bíða þess bætur. Þjóðin á vissulega glæsilega framtíð, ef hún skilur sinn vitjunartíma. Tómas Þorsteinsson málarameistari Ijest hjer í bæ þann 29. fyrra mánaðar af heilablóðfalli, og hafði um nokkurt skeið áður átt-við van- heilsu að búa, en þó bjuggumst við við, sem þektum hann og hittum hann jafnaðarlega, að honum yrði lengra lífs auðið, sakir hans andlega frískleika. Tómas Þorsteinsson var fædd ur á Brekkulæk í Miðfirði þann 2. nóvember 1872. Hann var af húnvetnskum bændaættum kominn. Hann misti á unga aldri föður sinn og varð því snemma að sjá fyrir sjer sjálf- ur. í ungdæmi hans tíðkaðist allmjög, að ungir efnismenn á Norðurlandi sækti suður til sjóróðra, og varð það hlutskifti Tómasar. Fyrstu manndómsár- in var hann í káupavinnu nyrðra, en stundaði sjó syðra og gerðist brátt aflásæll formað- ur, vinsæll og drengur góður. Nokkuru fyrir aldamót rjeðst hann til Jens Lange málara og nam hjá honum málaraiðn, sem hann stundaði til dauðadags af frábærum dugnaði og samvisku semi. Eignaðist hann ótal við- skiftavini, sém aldrei leituðu til annars en hans, væri þess nokkur lcostur. . Tómas kvongaðist árið 1899 Sigríði Hallgrímsdóttur frá Görðum i Mýrdal. Hún ljest ár- ið 1939. Einkadóttir þeirra er frú Guðrún, kona Olafs Sveins- sonar vjelsetjara. Þau hjónin Tómas og Sigríður ólu upp Björn Björnsson skrifstofu- stjóra, bróðurson Sigríðar, og reyndust honum sem foreldrar. Tómas var mikill fjörmaður fram til hins síðasta. Hann var maður skapljettur og kunni vel að taka þátt í græskulausu gamni. Engu síður duldist það engum, sem þekti hann, að á bak við bjó lífsreyndur maður, sem gerði kröfur til annara, en þó fyrst og fremst til sín sjálfs. Þótt Tómas vildi láta þá vinna vel, sem hann stjórnaði við verk, þá var síður en svo, að hann hlífði sjálfum sjer. Það gerði hann aldrei, enda var dagsverk hans orðið mikið. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn myndaðist varð Tómas ótrauð- ur fylgismaður hans og fylgdi 'stefnu hans ávalt síðan. Hann fór aldrei í launkofa með skoð- lanir sínar í þeim efnum og 1 jet ekki hlut sinn. Þrátt fyrir það aflaði hann sjer eigi neinna ó- vinsælda, eins og hætt getur við, því að á bak við var hrein- lyndi og vinátta, sem mildaði Framh. á bls. 11 werfi áln L: ^ldr da.g.ieaci lífl Blað allrar fjölskyld- unnar. LESENDUR MORGUNBLAÐS IN6 munu veita því athygli er þeir lesa blaðið sitt í dag, að ör- lítil breyting hefir verið gerð á blaðinu. Síðan með framhaldssög unni, barnasögunni og skemti- dálknum „Með morgunkaffinu", sem hefir verið á 11. síðu, hefir verið flutt á 10. síðuna og dag- bókin og annað, sem áður hefir verið á 10. síðu flutt á þá 11. Þessi breyting hefir verið gerð til hagræðis fyrir lesendurna. Morgunblaðið er blað allrar fjöl- skyldunnar. Þegar blaðið kemur á morgnanna, þurfa allir að sjá það. En áhugi manna er misjafn fyrir hinu margvíslega og fjöl- breytta efni blaðsins. Húsbónd- inn vill lesa frjettirnar fyrst. Þær eru á 1., 2, og 12. síðu. Konan vill fyrst lesa framhalds söguna og auglýsingarnar á 3. síðu. Kvennasíðuna, þegar hún er og margt og margt annað, sem er á innsíðum blaðsins. Börnin vilja sjá barnasöguna og X-9 fyrst af öllu. Með þeiri niðurröðun efnisins, að hafa sögusíðuná á þeirri 11. fylgdi hún með þeirri 12. og hags- munir húsfreyjunnar annars veg ar og húsbóndans hinsvegar rák- ust á. Með nýja fyrirkomulaginu get- ur bóndinn fengið sinar frjetta- síður og konan það, sem hún vill sjá og bæði geta lesið blaðið sam- tímis. Það þarf því ekki að efa, að hið nýja fyrirkomulag verður vinsælt hjá lesendum. Fallegri bær. FYRIR NOKKRUM dögum fór jeg með lesendur mína í smá- ferðalag um bæinn í huganum. Við kyntum okkur girðingaá- standið í nokkrum hluta bæjar- ins. Það var ófágurt um að litast, sumstaðar. Nú væri gaman að leggja upp í nýjaru. leiðangur og skoða ytra útlit nokkra húsa í bænum. Við skulum hugsa okkur að það sje sólskinsdagur og við skulum fara víða um bæinn. En vegna þess, að þetta er mikið tiifinningamál einstakra manna, skulum við ekki að þessu sinni nefna hús- númer. — Það er hætt við, að ekki væri hægt að gera öllum jafn undir höfði, ef farið yrði að nefna ákveðin hús og rúmið, sem við höfum í blaðinu myndi ekki nægja, ef alt ætti að telja fram. Það er gott að byrja í miðbæn- um. Ef við göngum eftir Austur- stræti, er heildarsvipurinn æði mislitur. Steinhúsin eru grá og ómáluð flest. Eitt eða tvö hús hafa verið húðuð með skelja- sandi. Gömlu timburhúsin eru allavega lit. Eitt þeirra er há- rautt, eins og slökkviliðsbíll, ann- að er, eða rjettara sagt var, gult, það þriðja er brúnmálað og fjórða grátt. Ekki verður samræmið meira I þegar út í Aðalstræti kemur. Þar eru húsin máluð öllum regnbog- anslitum, en fleiri eru þó þannig, að ekki verður í fljótu bragði sjeð, hvaða litur var upphaflega á málningunni og svo langt er síðan að sum þeirra voru máluð, að engin man lengur hvernig þau voru lit. Það er í rauninni óþarfi, að halda þessari upptalningu áfram. Við getum farið um bæinn þver- an og endilangan og alsstaðar verður fyrir okkur sama sjónin. Það er sama, hvort við leggjum leið okkar um Vesturgötu, Grett- inu »4, isgötu og Njálsgötu, eða við för- um út í úthverfin, alsstaðar er það sama sagan. Undantekningarnar. EN INNANUM í þessum tötra- legu húsaröðum eru undantekn-; ingar, sem að efniviði og bygg- ingarlagi eru ekki frábrugðin hinum, en sem þó skera sig úr og bera afeins og gull af eiri. Það eru húsin, sem húseigendurnir hugsa eitthvað um, og hafa yndi af því að halda þeim við. Væri ekki hægt, að setja reglu- gerð um viðhald og málningu húsa. Bæjaryfirvöldin hafa þönd i bagga með útliti þeirra húsa sem bygð eru ný í bænum og ekki má breyta útliti gamalla húsa, nema með leyfi yfirvald- anna. Hvernig væri, að sett yrði lög eða reglugerðir um málning- arlit á húsum. Ef að húseigandi vildi mála hús sitt yrði hann að fá leyfi yfirvaldanna og þau lát- in ákveða, hvaða litur ætti að vera á húsum í þessu, eða hinu hverfinu. Slík ákvæði myndu áreiðanlega gefa bænum nýjan svip með tím- anurh og vissulega yrði það til bóta, að húsaliturinn væri sam- rýmdur meira en nú er og að til- viljun ein sje ekki látin ráða um, hvernig menn mála hús sín. • Vísurnar um Bör og Helga. VÍSURNAR, sem birtar hafa verið hjer í blaðinu um Helga Hjörvar og Bör Börsson, hefir komið af stað skriðu af vísum um sama efni. Hafa blaðinu bor- ist allmargar nýjar vísur um helgina, en fáar þeirra eru sjer- staklega góðar. Ein er á þessa leið: Eitthvað dvelur Helga Hjör, hjalað margt um Öldurstaði. Hátt talað um herra Bör„ — hefðarmey og límonaði. Verða nú ekki birtar fleiri vís- ur um þetta efni hjer í bróð, nema að einhverjar sjerstaklega snjallar berist, sem taka fram því, sem þegar hefir birst. Leikkona í fram- NÚ ÆTLA kvikmyndaleikkon- urnar líka að fara á þing. Mynd- in sýnir Helen Gahagan, konu Melvin Douglas, en hún hefir boðið sig fram við kosningar tii fulltrúadeildarinnar í kjördæmí sínu í Californíu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.