Morgunblaðið - 23.04.1944, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.04.1944, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudag'ur 23. apríl 1944 ýtg.: H.f. Árvakur, Reykjavík Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjártansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Óla Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlands, kr. 10.00 utanlands í lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Lesbók. OG FSNNAR Mannaskifti og pólitísk grautargerð ÞAÐ ER ALKUNN staðreynd í íslenskum stjórnmál- um, að innan Framsóknarflokksins er það fyrst og fremst einn maður, sem bygt hefir upp stefnu og starf flokksins, þar sem er Jónas Jónsson. Fyrir nokkru var á það minst hjer í blaðinu, að hann hefði skömmu fyrir flokksþing Framsóknarflokksins sent frá sjer bækling varðandi málefni flokksins, er varpaði nokkuð annarlegu ljósi á ástandið innan flokksins. Þunga- miðjan í bækling þessa þáverandi formanns flokksins var sú, að flokksþingið þyrfti með breytingum á skipulags- reglum flokksins að skapa öryggi gegn því, „að fámenn klíka í Reykjavík geti nokkurn tíma beitt valdi flokksins á móti vilja kjósenda — ★ Nú er flokksþinginu lokið. Ekkert hefir af því heyrst, að umræddar „slysavarnar-ráðstafanir“ hafi verið gerð- ar. Hitt skeði, að Jónasi Jónssyni var sparkað sem for- manni flokksins og Hermann Jónasson settur í formanns- sætið. ★ Og nú liggur fyrir vitnisburður Tímans um þetta sjer- stæðá þing: „Flokksþingið sýndi frábæran einhug og sam- heldni um öll stefnumál flokksins“, segir blaðið í gær. Ennfremur: „Flokksþingið sýnir, að Framsóknarflokkur- inn er sterkur og vaxandi flokkur“. Jú, halda menn ekki að verið hafi allt í senn „einhugur“, ,,samheldni“, bróð- urlegur kærleikur og styrkur í handtakinu, er núverandi formaður flokksins kvaddi hinn fyrverandi og sá óskaði þeim nýkjörna til hamingju? Það er hægt að auglýsa sig öðru vísi en til er ætlast með yfirdrifnu skrumi og manna- látum! ★ Sennilega hefir hinn nýkjörni formaður staðið að því að setja einskonar nýtt „vörumerki“ á flokkinn með stjórnmálayfirlýsingu, er þingið var látið samþykkja. En hvernig er svo þessi stjórnmálayfirlýsing? Hún er áreið- anlega ein ljelegasta grautargerð, er sjest hefir í stefnu- yfirlýsingum stjórnmálaflokka hjer á landi. Hún á að vera einskonar skilgreining á „stefnuskrá og starfsað- ferðum“ Framsóknarflokksins, en ef hægt er að finna nokkuð út úr henni, er það einna helst það, að hún dragi upp mynd af flokknum í líkingu við austurlenskar skurð- goðamyndir, þar sem útlimir og allskyns angar stefna í allar áttir og skapnaður allur hinn ófjetislegasti. ★ Framsóknarflokkurinn er sagður „fyrst og fremst flokk- ur bænda“. Þá flokkur „fiskimanna11. Loks flokkur „ann- ara framleiðenda“, að vísu aðeins þeirra, sem eru „vinn- andi“. Ennfremur flokkur „allra þeirra, sem viðurkenna gildi og nauðsyn samvinnunnar“. Og allra síðast er hann svo „jafnframt“ öllu þessu „frjálslyndur miðflokkur“! Enn segir í þeirri merku „stjórnmálayfirlýsingu": „Framsóknarflokkurinn hafnar öllu samstarfi, sem ekki er bygt á lýðræðis- og umbótagrundvelli, en getur sem frjálslyndur miðflokkur átt meira eða minna samstarf við hvern þann stjórnmálaflokk eða fulltrúa, sem þjóðin hefir falið umboð sitt á löglegan hátt —“. Virðist þá engu skifta, þótt viðkomandi flokkur væri e. t. v. ólýðræðisleg ur öfgaflokkur, eða byltingaflokkur? Eða er hugsunin, að teygjanleikinn og tækifærisstefnan í hinum nýja fram- sóknar-skrokki skuli engum takmörkum háð? ★ Þegar á allt er litið, virðist ekki sú staðhæfing Tímans öðru fráleitari í sambandi við þetta flokksþing, að það sje | „veglegasta flokkssamkoma í sögu landsins“! j En hætt er þó við því, að um þennan vitnisburð kunni1 að reynast skiftar skoðanir, og sumir þykist hafa aðra ! sögu að segja frá þessari veglegustu samkomu í sögu 1 landsins. 1 I IHNU ÞERlvTA ame- ríska blaði ..Saturdaey Even- inj>’ Post“, er í ritstjórnar- grein látin í ljósi eftir eftir- farandi skoðun á afstöðu og framkpmu Finna í styrjöld- inni: „Enda þótt hernaðarnauð- syn rjettlæti þvingunartil- raunir þær, sem IIull, utan- ríkisráðherra, Iiefir haft í frammi við Finna. þá er sann leikurinn sái, að það eru ekki margir Bandaríkjam. sem hægt er að æsa til áróðursherferðarl gegn þeim. Undanteknir eru þó nokkrir vinstri menn, sem kalla sig borgaralega. lýð- ræðisskipulag í Finnlandi „hina miskunnarlausu ógnar- stjórn hyítliöa Mannerheims“. Finnland er ekki nema smá- ríki, sem á í harðvítugri bar- áttu um að varðveita frelsi sitt, samtímis því, sem það1 land er vígvöllur í átökum' tveggja voldugra þjóða, Þjóð verja og Rússa. Finnar snjer- ust ekki á sveif ^neð Þjóð- verjum vegna þess, að þeir væru á nokkurn hátt hlyntir facsismanum, heldur vegna hins, að það vildi svo tiþ að undanfarandi reynsla þeirra af harðstjórn var einmitt tengd við bolshevismann. V.jer vitum ckki, hvað bandarísk stjórnarvöld helst gætu gert til þess að afla. Finnum hagstæðara friðarsam inga hjá Rússum. En ef vjer lítum á það, sem gerðist árið 19:?í), þegar Rússar rjeðust á: Finna, þá virðist sem sjálfs- virðing vor krefjist þess, aö vjer gefum út einhverja yf- irlýsingu um þetta efni. Flestir eru fúsir til að við- urkenna hernaðarlega erfið- leika Stalins, og margir fall- ast' á þá afsökun Rússa, að breyting á finsku landamær- unum hafi verið nauðsynleg til þess að tryggja öryggi Eeningradborgar. Allmargir a.f oss minnast þó þess, að Rússar rjeðust á Finna eftir lángvarandi samningaumleit- anir' þar sem Finnar fjellust raunverúlega á, allar kröfur Rússa. En rauði herinn rjeð- ist síðan inn í Finnland og Rússar settu á laggirnar lepp stjórn í Finnlandi, en allir meðlimir þeirrar stjórnar hjeldu sig bak við víglínu Rússa. Almenningsálitið í heiminum var þá svo eindreg- ið með Finnum, að England og Frakkland voru í þann veg inn að sénda her til Finnlands og Roosevelt, forseti, hraðaði lánum tjil Finna, svo að þeir gæiu keypt mat og iðnaðar- vörur. ITull, útanríkisráðherra, hef- ir niinnt Finna á það, að þetta sjé ,,ein styrjöld", og þeir ættu að taka sjer þar aðra stöðu en þeir nú hafa. Það er líka margt, sem bendir til }>ess, að þeir vildu gjarnan gera það, en það er varla liægt að ásaka Finna fyrir að minnast hinna ægilegu tíma árið 1939, þegar rauðliðarnir æddu um Ilelsinki, myrtu helstu borgarana og hófu til valda þá æstustu kommúnista. Framhald á 8. síðu. \Jíkverji ólrlpc \ % i aaiecici iíj^inu Hætta á ferðum. Á ÖÐRUM STAÐ hjer í blað- inu er sagt frá sprengingu, sem varð á föstudaginn langa í flug- skýlinu á Sandskeiði. Ungir pilt ar fundu sprengikúlu, sem sprakk svo að segja í höndunum á þeim. Það var hreint kraftaverk, að ekki skyldi af hljótast stórslys, dauðaslys, eða ægileg limlesting. Það fer ekki hjá því, að víða hjer á landi liggi ósprungnar sprengikúlur. Erlent setulið hef- ir dvalið í landinu nærri fjögur ár og hefir allan þann tíma haít skotæfingar hingað og þangað í bygðum og óbygðum landsins. Það kemur ávalt fyrir, að ein og ein sprengikúla er gölluð, þannig, að hún springur ekki, þegar henni er skotið úr byssu. Þessi sama kúla getur þó verið stórhættuleg síðar, eins og sýndi sig með sprengikúluna á Sand- skeiðinu, sem augsýnilega hafði legið lengi úti, því hún var öll ryðguð. Hjer er mikil hætta á ferðum. • Aðvarið unglingana. MENN VERÐA að gæta hinn- ar ítrustu varkárni, ef þeir rek- ast á sprengjur, eða sprengiefni á víðavangi. Einkum er það nauð- syn-legt að foreldrar og kennar- ar hrýni fyrir unglingunum, hve hættulegt það sje, að hreyfa við sprengjum og sprengiefni. Ungl- ingum er gjarnt að fikta við það, sem þeir finna. Lögreglustjóri sagði blaðamönnum frá því í gær morgun, að í fyrra hafi lögreglu- maður verið á ferð hjer í ná- grenni bæjarins. Hann sá ungl- inga, sem voru að leika sjer að sprengju. Tók lögreglumaðurinn af þeim sprengjuna og stakk henni í vasa sinn. Þegar hann kom til bæjarins fór hann með sprengjuna á lögreglustöð hers- ins, en er hann tók sprengjuna upp úr vasa sínum, ætluðu her- lögreglumennirnir að hlaupa út. Þeir vissu, hve hættuleg sprengj- an var. Ef að menn finna sprengjur, sprengiefni, eða annað, sem þeir vita ekki hvað er, eiga þeir þeg- ar að gera næstu setuliðsstöð að- vart. Ef það er hjer í ijágrenn- inu má tilkynna fundinn á lög- reglustöðina íslensku, sem hefir sjerstaka sprengjukönnunarsveit. Það er sama, hvort það er stór sprengikúla, eða lítil, menn eiga aldrei að snerta slíkt. Jafnvel lítil ríffilkúla getur valdið slysi, tek- ið af fingur eða auga, og slíkt verður ekki bætt, þegar slysið hefir skeð. • Skíðafæri alt sumarið. SKÍÐAÍÞRÓTTIN er orðin svo vinsæl hjer á landi, að margir eru þeir, sem myndu ekki hugsa sig um að eyða sumarfríinu sínu á skíðum, ef þeir vissu af stað, þar sem hægt væri að iðka skíða íþróttina um hásumarið. í gær hitti jeg mann, sem þóttist hafa fundið staðinn, þar sem hægt væri að sameina þetta þrent fyr- ir skemtiferðafólk að sumarlagi: skíðaland gott, sjóbaðsströnd og fiskveiðar. Staðurinn er, sagði hann, undir Snæfellsjökli, skamt frá Arnar- stapa. Það vantar ekki annað en skíðaskála, eSa gistihús; nátt- úran leggur hitt til sjálf. Nú er verið að leggja veg út með Snæ- fellsnesinu og það eru ekki nema rúmlega 100 km. leið frá Borgar- nesi, eða 2 V-i klst. ferð í bíl, þeg- ar þar að kemur. „Jeg fór þarna úm“, hjelt sögu- maður minn áfrani í júlí í fyrra, ❖❖*>*>4»:*<**x**x~:~:*<**:~i* þá var jökullinn sljettur og ágætis skíðafæri. Það er stutt að fara úr bygð upp á jökul, ekki nema „bæjarleið“. Honum fanst sólskinið sterkara þarna á Snæ- fellsnesinu, en annarsstaðar, þar sem hann hafði ferðast. • Sjóbaðsströnd. ,,SJ ÓB AÐSSTRÖND er þarna á næstu grösum, í Breiðuvíkinni. Einhver hin ákjósanlegasta frá náttúrunnar hendi, sem jeg hefi sjeð“, sagði maðurinn. I Breiðu- vikinni er sandfjara mikil og lón, Sandrif er milli hafs og lóns, en þó opið „útfall" á milli. Það þyrfti ekki að gera mikið til að þarna yrði skemtilegur bað staður og svo er það fiskurinn. • Þorskveiðar á stöng. „MEÐ LÍTILLI FYRIRHÖFN mætti veiða þarna fisk frá landi, það er jeg alveg viss um. „Við hamraberg, sem þarna er, liggur fiskur, nógur fiskur. Frá Arnarstapa þarf ekki annað en að „ýta á flot“, þá er komið á fisk. Dýpi er mikið við bergið og er þar fiskur svo að segja alt sumarið. Það þætti sennilega ein- hverjum ágætt sport, að veiða þorsk á stöng! „Ef þarna eru ekki skilyrði fyr ir sumargistihús með tilbreyti- legri dægradvöl fyrir alla, þá veit jeg ekki hvar það er. Það vantar ekki annað en gistihúsið og þá munu gestirnir koma, það er jeg viss um“. Á þessa leið fórust sögumanni mínum orð. Kanske einhver fram takssamur maður, eða fjelag vilji athuga hugmyndina? • Hvað verður af eins- eyringunum? ÞAÐ STÓÐU ÞRÍR blaðamenn hjá Pósthúsinu um 10-leytið í gær morgmi, og voru að rabba sam- an. Þá bar þar að kunnan borg- ara hjer í bænum og hann varp- aði fram þessari spurningu: „Getið þið ekki sagt mjer, hvað verður af einseyringunum og tveggeyringunum, sem fólk ý hjá mj ólkurbúðunum? ‘ ‘ Við horfðum á manninn og viss um ekki hverjum við áttum að svara í fyrstu. En svo skýrðist þetta. Fyrirspyrjandinn sagði: „Það er nefnilega svo, að það virðist vera föst regla í mjólkur- búðunum, að afgreiðslufólkið segi, þegar viðskiftavinirnir eru að borga: „Eigið hjá mjer einn eyri, eigið hjá mjer tvo aura.- Þetta er hreint ekki svo lítið fje yfir árið“. Jeg fór að hugsa um þetta á eftir. Vissulega er það rjett, að einseyringarnir geta orðið að stórum upphæðum, þegar saman safnast. En ætli það sje nú urri hreinan „gróða“ að ræða í'þess- um efnum. Þó nokkuð sje nú orð- ið langt síðan jeg sótti mjólkina og brauðin, þá man jeg ekki bet- ur, en að það kæmi fyrir hjá við- skiptavinunum lika, að þeir bæðú um að eiga hjá sjer „einn eða tvo aura“. Ætli þetta jafni sig þá ekki nokkurnveginn upp þegar alt kemur til als? Sporvagnaverkfalli afljett. LONDON í gærkvöldi: Spor- vagnastarfsmannaverkfalli því, er hjer hefir staðið að undan- förnu, er nú afljett, og hurfu verkfallsmenn, sem voru um 2000, til vinnu í dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.