Morgunblaðið - 03.05.1944, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 03.05.1944, Blaðsíða 12
12 Herðiö sóknina í atkvæða- greiðslunni! í GÆRKVÖLDI höfðu 368 atkvæði verið greidd hjer í bsenSra, utan kjörstaðar. Borgarfógeti hefir nú tvær kjÖr.stofur, þar sem atkvæðum er veitt móttaka. Er önnur i Góðffemplarahúsinu ,opin kl. 10 —12 árd., og kL' 1—4 aiðd. Hin er í Amarhváli og opin kl. 5— 7 síðd. og kl. 8—10 á kvöldin. Kjósemdur utan af iandi, sem dvelja hjer í bænum, mega ekki draga það til síðustu stundar að greiða atkvæði. — Með því getur auðveldlega svo farið, að atkvæði þeirra ónýtist. Samgöngur út um lands- bygðina eru um þessar mundir erfiðar og strjálar. i»ess vegna ríður á, að utanbæjarmenn greiði atkvæði. Og þeir reykvískir kjósend- ur, sem af einhverjuftt ástæð- um gera ráð fyrir að verá fjar- verandi kjördagana, ættu sem fyrst að greiða atkvæði. Skyldan kalíar, Islendingar! Nú dugar ekki að sýna tóm- tæti eða hirðuleysi. Kosningaskrifstofa Reykja- víkurbæjar er í Hótel Heklu (sími 1521) og er opin allan daginn. Þar geta menn fengið allar upplýsingar og leiðbein- ingar varðandi atkveeðagreiðsl- una _ Keykvíkingar! Gangið til 'starfa, allir, konur sem karlar. Bf f>iö vitið um utanbæjar- •nann, þá láttð hann engan frið hafa fyrr en hann hefir leyst af hendi þegnskyldustarf siti. Stigið úr flugvje! í Valn agörðum ■ ■ 'm;:: Farþegar frá ísafirði stíg'a út úr flngvjel Lcftleiða li.f. við Vatnag'arða. H.F. Loftleiðir ætlar ú auka flugvjeiakost sinn Erfiður fhriningur inel skiphrois- mm ÞRÍR ERLENDIR skípbröts- tMr:, sem. urðu eftir austur á Bíðu i vetur (af skipunum, sem ströndufiu á Fossfjöiu) hafa nú verið fluttir hingað. — Þeir hafa legið rúmfastir síðan fpeir lentu í hrakningunum í vetur og eru ekki heilir enn; höfðú kalið á fótum ög hlotíð önnur meiðsl. Flutningur mannann að aust- an var erfiður og tafsamur, vegna þess, að vegir eru slæm- ir og torfærjur margar. Voru þeir fluttir í bíl fyrsta áfang- arm; svo á kerrum yfir Skaft- ártungu, síðan í bíl yfir Mýr- dalssand og loks í sjúkrabíl frá Vík. áilogur Japana að Smpa! FRÁ miðvígstöðvunum í Burma berast fregnir um það, að Japanar hafi nú aftur hert að rmklum mun áhlaup sín fyr ir sunann og austan Impal, og virðist svo, sem þeir ætli að gera mikla tilraun til þess að ná borginni áður en staðvinda- tíminn byrjar. Bardagar eru mjög harðir á þessum slóðum, en annarsstaðar í Burma er fremur.lítið um að vera , „LOFTLEIÐIR h.f.“ hefit nú fyrir nokkru tekið til starfa. Hefir hin nýja flugvjel fjelags- ins verið að undanfömu í ferð- um milli ísafjarðar og annara hafna á Norðvesturlandi. Einn- ig hefir fjelagið í hyggju að kaupa aðra flugvjel frá Am- eríku. Tíðindamaður bláðsins hitti flugmennina All'reð Elíasson og Kristinn Olsen að máli í gær. — Eruð þið áð kaupa nýja flugvjel? — Um það er ekki hægt að segja að svo stöddu, en fjelagið hefir í hyggju að auka flug- vjelakost sinn og er Sigurður Ólafsson flugmaður farinn vest ur í því skyni. Ekki getum við sagt um, af hvaða gerð hún verður. — Hvernig miðar flugvall- argerðinni í Vestmannaeyjum? — Fyrir skömmu síðan flug- um við, eftir beiðni bæjár- stjórnar Vestmannaeyja, athug unarflug þangað. Var flogið jlágt yfir hinu fyrirhugaða flug .vallarstæði, fram og aftur. Að visu var lítill vindur, en skil- yrði til lendingar virtust vera þar ágæt (flugvjelin var á bát- um). Búið er að mæla og gera kostnaðaráætlun fyrir flugvöll- inn. en fyrirhugað er að hann verði í svonefndu Ofanleitis- landi, seni er uppi á há eynni. Brautirnar eru tvær, er önnur þeirra 450 metra löng, en hin 350, breidd þeirra er 35 metr- ar. Liggur önnur þeirra frá NA til SV. en hin frá SA til NV. Vestmannaeyingar sýna þessu mikla framfaramáli mikinn skilning og er unnið að því af fullum krafti. — Hvað getið þið sagt um sjúkraflutninga í lofti? — Við höfum farið í nokkra sjúkraflutninga til Norður- og Vesturlandsins og hafa þær ferðii> sem og aðrar, .gengið mjög að óskum. Einnig hafa flugvjelar Flugfjelags íslands farið í margar slíkar ferðir, um land alt. En það var nú annað. sem: þú Samtal við flugmennina Álfreð og Krisiinn varst að spyrja um. Til sjúkraflugs væri langsam lega heppilegast að hafa flug- bát, en þeir eru að mestu leyti óháðir sjógangi og veðrum. Að sjálfsögðu væri slíkur bát ur dýrari i rekstri en vjel eins og af þeirri gerð, sem við eig- um nú. Svo er önnur hlið á þessu máli. Það eru hin miklu útgjöid einstaklinga, er þurfa að leigja flugvjel til slíkra flutn inga og er það mjög nauðsyn- legt að hið opinbera hlaupi und ir bagga með því fólki. — Hvernig flugvjel væri heppilegust með í'lugsamgöng- ur við Vestfirði fyrir agum? — Svo sem kunnugt er, hafa Vestfirðir haft mjög lítið af flugsamgöngum að segja, og þar litt mögulegt að gera flug- velli. Við álítum að stór sjóflug- vjel eða flugbátur væri heppi- legastur til þeirra ferða. — Fyrir er eitt aðalatriði ffyrir bættum flugsamgöngum? — Fullkomnari og fleiri veð- urathuganastöðvar. Það er eitt sem ekki má dragast miklu lengur. — Það þarf að fá mann til þess að skipuleggja þær og koma þeim í gott kerfi. Nú eru það aðeins sárafáar stöðvar er gefa upplýsingar um ræður fyr ir flugvjelar. Mann til að skipuleggja slíkt kerfi þarf ekki að fá frá út- löndum „því hæg er heima- tekin veiði“. — Á sinum tíma byrjaði Sigurður Jónsson flug- maður á þessu starfi og var það mjög góð hugmynd, en svo var hann látinn hætta. En svona má það ekki vera til lengdar þareð flugsam^ong- ur eru óðum að færa meira og meira út kvíarnar og það er nærri því stcrmerkilegt hve lítið er gert fyrir þetta viður- kenda framfaramál. Þeir er mestan áhuga hafa sýnt, eru einstakir menn og hafa þeir ekki látið sinn hlut eftir liggja. Stjórn, Loftleiðir h.f. skipa Kristján Jóhann Kristjánsson, forstj., formaður, Ólafur Bjarna son, verslm., varaform., og meðstjórnendur flugmennirnir þrír Alfreð Elíasson, Kristinn Ólsen og Sigurður Ólafsson, þá er einn varamaður í stjórn, er það Bögeskov garðyrkjumaður í Mosfellssveit. Flugmenn eru þeir Alfreð og Kristinn, en flugvjelin er geymd í flugskýlinu við Vatna garða, sem er eign Hafnarsjóðs Reykjavikur. S. Þjóðverjar iaka ivo Dani ai lífi ÚTVARP Þjóðverja í Dan- mörku tilkynti i gærhiorgun að tveir Danir hefðu nýlega verið teknir af lífi. Annar þeirra hjet Carl Erik Abel. Var hann dæmdur fyrir að hafa unnið skemdarverk gegn Þjóðverjum. Hinn hjet Lars Svane, dæmd ur fyrir að hafa hjálpað óvina- þjóð Þjóðverja. Killerich ritstjóri skýrði blaðinu frá þessu í gær. Hann vissi ekki deili á C. E.’Abel. En hann kannaðist við Lars Svane. Svane var bróðursonur apótekarans Svane í Stykkis- hólmi. — Hann var bakari í Höfn. Hann hafoi verði hálft ár í fangelsi Þjóðverja. Faðir hans er skipstjóri, og kom hingað til lands ekki alls fyrir löngu. ÞJÓÐVERJAR gerðu áhlaup við Anzio í gær og tókst að ná á vald sitt nokkru landsvæði. Bandamenn gerðu ioftárásir á ýmsa staði á nætui’þeli, meðal annars Genúa, Alessandria á Norður-Ítalíu og fleiri borgir. Á Cassinosvjeðinu var ekkert um að yera. . — Reuter. Miðvikudagur 3. maí 1944 Landliðskepni í skák: Ásmundnr og Árni jafnir SJCÍUNDA og síðasta um- ferð í landskeppniimi hófst á sumiudaginn og er nú lokið. Úrslit urðu þau að Ásmundur vann Steingrím, en jafntefli varð milli Árna og Eggerts og Einars og Magnú_sai“. I>ið- skák Einars og Steingríms úr sjöttu umferð lauk svo, að Steingrímur vann. Ileildar úrslit inótsins urðu þessi: 1.—2. Ásmundur Ás- geirsson og Árni Snævárr. i1/^ viiming hror. 3.—4. Magnús G. Jónsson og Óli Valdimars- son, 3 vinninga hvor. 5.—G. Eggert Gilfer og Einar Þor- valdsson, 2% vinniiig Iivor. 7. Steingrímur Guðmundssoon. I viiming. Ásmundur Ásgeirs- son og Ámi Snævarr keppa nú um 1. sætið á þessu móti og verður tcfit þar til annár hefir fengið þr,já vinninga, .jafntefli ekki talin. " Sá þeirra sem vinnur, teflir um íslandsmeistaratitilinii við I’aldur Möller og fér sú keppni væntanlega ekki fram fyr en í haust. Landslið Skáksambands ts- hyids er nú þannig skij>að: 1. Ealdur Möller, 2. og •>. Ás- mundur Ásgeirsson og Árni Snævarr, 4. Magnús G. Jóns- son, 5. Óli Yaldima rsson, 6. •Tón Guðmundsson, 7. Eggert Gilfer og 8. Einar Þorvaldsson. . r r MB Arni Ama son sfrandar og sekkur í SVARTA myrkri aðfara- nótt þriðjudags strandaði og sökk mb. Árni Árnason frá Gerðum í Garði. Báturinn var á leið til fiskj- ar er hann strandaði undir Krýsuvíkurbjargi. Mb. Jón Dan frá Vogum kom nokkru seinna á strandstaðinn, var mb. Ami Árnason þá far- inn að sökkva nokkuð. Skip- verjum á Júni Dan tókst að koma línu í mb. Áma Árnason, en skipverjar á honum, fimm að tölu, settu á sig björgunar- belti og vöru þeir síðan dregnir yfir í mb. Jón Dan. Mb. Árni Ámason (áður Pat- rekur) GK 70, var bygður úr eik og furu árið 1916, stærð hans var 42 smálestir. Eigandi Kristinn Ámason o. fl., Gerð- um. Tveir ráðherrafundir í dag líOndon í gærkveldi. — FORSÆTISRÁÐHERRAR samveldislandanna bresku sátu tvo fundi í London í dag, og var Churchill í forsæti. Voru \ þar rædd ýms mikilvæg mál, styrjaldarmál og samveldismál. Mckenzie King mun bráðlega flytja ræðu í breska útvarpið. —Reuter.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.