Morgunblaðið - 11.05.1944, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.05.1944, Blaðsíða 2
2 IORGUNBLAÐIÐ Fimtudagnr 11. . maí 1944, Vegna dýrtíðar- og kauphækkana útsvarshækkun dkveðin 10% Aðalfundur var haldinn jí bæjarstjórn Revkjavíkur i gær og þar samþykt að jhækka útsvörin í ár um flO/f frá því, sem gert var :.ráð fyrir í fj árhagsáætlun jibæjarins, er samþykt var í í vetur. j Voru þar til umræðu til- lögur sem komið höfðu f ram é flmdi bæjarráðs áður. i Hækkunin, sem um er að ræða, nemur 2% miljón króna. Allir flokkar í bæjarstjórn gátu fallist á þessa hækkun út- Isvaranna, en bæði bæjarfull- jtrúar Alþýðuflokksins og kom- Imúnista vildu gera þessa sam- þykt með skilyrðum, sem meiri jhluti bæjarstjórnar vildi ekki íallast á, svo fulltrúar þeirra flokka greiddu atkvæði á móti t'llögu Sjálfstæðismanna er til ‘ kom. lillaga Sjálfstæðismanna, j Tillaga Sjálfstæðismanna, er jsamþyk var, er svohljóðandi: \ „Vegna fyrirsjáanlegra út- |gjaldaaukíTT>æjarsjóðsins á yf- irstandandi íjárhagsári vegna jhækkaðs kaupgjalds og hækk- jandi verðlags, ákveður bæjar- Istjórn að útsvör eftir efnum og ástæðum skv. tekjulið VIII í fjárhagsáætlun bæjaríns árið 1944 Verði hækkuð um kr. 2.5 miijónirh Jafnframt samþykt þessari, ljet Sj álfstæðisflokkurinn bóka eftirfarandi ályktun: „Hjá bæjarráði er til athug- unar með hverjum opinberum íafskiftum verðí aukið íbúðar- jhúsnæði í bænum og hefir bæj- iarráð leitað samvinnu við rík- jisstjórn um það efni. Að svo jvöxnu máii þykir ekki tíma- ’ jbært að binda ákveðnar fjár- jhæðir í þessu skyni, en hins- jvegar augljóst, að fi’amkvæmd- lir af hálfu bæjarins eru því háð ;ar, að fje sje fyrir hendi. Þá Iþykir heídur eigi fært að svo stöddu að ákveða fjárhæðir til ;niðurgreiðslu stofnkostnaðar 'hítaveitu, en slík niðurgreiðsla er því aðeins mögúleg, að eígi verði halli á rekstri bæjarsjóðs. Loks skal tekið fram, að bæj- arstjórn hefir eigi á valdi sínu að segja fyrir um álagning út- svara en á það bent, að þrátt fyrir þessa hækkun útsvaranna Iverður útsvarsstigi á lægri og miðlungstekjum lægri en á s. 1. iári". I Skilyrðin er feld voru. Bæjarfulltrúar kommúnista báru fram breytingartiliögu við jtillögú Sjláfstæðisflokksins, þannig að framan við tillöguna væri þessu bætt við; ; „Bæjarstiórr ákveður að reisa hundrað eins til tveggja herbergja íbúðir á þessu ári og selja þær á leigu“. — Vegna þessara framkvæmda, o. s. frv. sje ákveðið að hækka útsvörin um tilgreinda upphæð og aftan við tillöguna yrði því bætt, að bæjarstjórn telji æskilegt, að þessi ákvörðun verkí ekki til bækkur.ar á lægstu útsvörin. Jón A. Pjetursson bar fram svohljóðahdi tillögu á fundin- itm: / Útsvarsstiginn á miðlungs- og um verður samt lægri en í fyrra Andstöðuflokkarnir vildu samþykkja hækkunina með skilyrðum „Bæjai’stjórnin ákveður að I Gjal. IX, 3—5 Gatnagerð og vei’ja af tekjum yfirstandandi ’ viðhald kr. 4.700 þús. Gjal. XIII, 6—18 íþróttir og leikvellir etc. kr. 500 þús. ,Samt. kr. 6.310 þús. árs kr. 1.5 miljónum, auk þess sem þegar hefh’ verið áætlað, til hússbygginga. Skal því fje varið til byggingar íbúðarhúsa, er bærinn síðan leigi húsnæð- islausu fólki og þeim, er búa í heilsuspillandi íbúðum. Jafn- * . . , framt skorar bæjarstjorn a rik- isstjórn og Alþingi að leggja fram jafnháa upphæð .á móti bænum, enda sjeu þá húsin sameign ríkis og bæjar. Ennfremur ákveður bæjar- stjórnin að leggja til hliðar kr. 1.000,000 og verja því fje til þess að greiða niður stofnkostn að við hitaveituna. Til að standast þessi útgjöld ákveður bæjarstjórn, að fengn- um upplýsingum um niðurjöfn un útsvara árið 1944, að hækka útsvarsupphæðina um 2.5 milj- ónir króna“. Þessar tillögur voru feldar. Borgarstjóri tók fyrstur til máls um tillögur þessar. Minti hann á það, í upphafi máls síns, að þegar fjárhags- áætlunin var samin í vetur, og bæjarstjórn gekk frá henni, þá var um það talað, að vel gæti farið svo, að ástæða yrði til að hækka útsvörin. Síðan hafa þau atvik gerst, er gera þetta óhjákvæmilegt, til þess að bæj- arsjóði verði tryggilega sjeð fyr ir þeim tekjum, sem nauðsyn- legar eru til rekstursins. í fyrsta lagi hafa verkalaun hækkað, og í öðru lagi hefir dýrtíð aukist síðan og þar af leiðandi hefir vísitala hækkað. Hækkunin vegna kaupgjaldsins. Síðan las borgarstjóri upp eftirfdtandi skýrslu, sem sýnir hvaða áhrif breytingar .á vísi- tölu og kaupgjaldi hafa á út- gjöld bæjarins. í fjárhagsáætlun Reykjavik- ur fyrir árið 1944 eru eftir- taldir gjaldaliðir að langmestu leyti bein vinnulaun, þannig að ef og að svo miklu leyti sem unnið verður samkv. gjaldalið- unum, má ætla a, m. k. 75% af heildarkostnaði gangi til beinna vinnulauna úr bæjarsjóði. íJjal. III. 9—11 Sorp- og götuhreinsun etc. kr. 1.110 þús. 75% af þessari fjárhæð er kr. 4,740 þús. Húsameistari bæjarins áætl- ar að ca. 12% af húsbygging- arkostnaði sjeu yerkamanna- laun. 12% af kr. 4.7 milj. eru 564 þús., en 4,7 milj. er alls ákveðnar til húsbygginga í á- ætluninni. Sje gert ráð fyrir að veru- Jegar framkvæmdir verði á ár- inu, svo sem ráðgert er í fram- angreindum gjaldaliðum — og þá ekki síður ef töluvei’t verð- ur af byggingarframkvæmdum (skv. XVIII. gjaldalið), sýnist ekki of mikið í lagt, að áætla greiðslufjárþörf bæjarins a. m. k. kr. 1.000.000,00 meiri á ár- inu vegna hækkunar á verka- mannakaupi í febrúar síðastl., en ella hefði orðið, miðað við sömu vísitölu og höfð var til hliðsjónar við samningu fjár- hagsáætlunar (260). í þessu sambandi má vekja athygli á því, að útgjaldaliðirn- ir um viðhald gatna og til nýrra 'gatna rhunu vera of varlega á- ætlaðir. Árið 1943 verða þessir liðir: Nýjar götur kr. 1.760 þús. Viðhald gatna — 2.693 — r Um útgjöld vegna hækkandi vísitölu. —^ Allar greiðslur bæj- arsjóðs eru áætlaðar kr. 32.346- 100,00 brúttó. Ætla má að vísi- tölubreyting hafi áhrif á ca. 24.1 milj. krónur af áætluðum greiðslum bæjarsjóðs á árinu, eða rjett um 2 milj. krónur á mánuði að meðaltali. Hvert stig, sem vísitalan hækkar frá 260, veldur 0.3846% greiðsluhækkun ca. kr. 7.700,00 auknum greiðslum á mánuði, eða rúml. 92 þús. krónum á árinu. Vísitölubreytingin, sem þeg- ar hefir orðið frá fjárhagsáætl- unarvísitölu -des. 259, jan.— febr. 263, mars 265, apríl 266) hefir samkv. þessum reikningi valdið bæjarsjóði auknum greiðslum ca. kr. 123.000,00 og óbreytt vísitala til næstu ára- móta (266) veldur þá enn rúml. kr. 323.000 greiðsluhækkun. Vísitöluhækkun um 2—3 stig' enn ylli greiðsluhækkun frá þessum tölum er næmi til ára- móta kr. 108—162 þús. o. s. frv. Ef meðalvísitala maí—nóv. yrði t. d. 269, næmi greiðslu- aukning bæjarsjóðs á árinu, vegna vísitölubreytinganna ca. 608 þús. eftir þessum reikningi. Hjer hefir verið reiknað með svo til jöfnum greiðslum úr bæjarsjóði mánaðarlega. Svo er þó ekki raunverulega, held- ur eru mánaðargreiðslurnar að jafnaði meiri er líður á árið. Verður það/fyrirsjáanlega á þessu .ári, einkum vegna fyrir- hugaðra húsbygginga. Þetta leiðir til þess, að hækltandi vfei tala er óhagstæðari bæjarsjóði, þegar á heildarafkomu ársins er litið, en að framan er gert ráð fyrir. í framangreindum athuga- semdum er ekki minst á „Ým- isk. sarfrækslu“ bæjarins, svo sem grjótnám, sandtöku o. fl., gjl. V, sbr. Tekjur III. Skv. fjárhagsáætlun er gert ráð fyr- ir að tekjur og gjöld vegna slíkr ar sarfsemi Standist á, en til þess að svo megi verða, þarf að hækka verð á því sem fram- leitt er til samræmis við hækk að grunnkaup og vísitölu. Hækkun um 1.6 milj. er fyrirsjáanleg. Eftir þessu að dæma, sagði borgarstjóri að varlega væri á- ætlað að útgjaldahækkun bæj- arsjóðs vegna hækkaðs kaups og dýrtíðar yrði kr. 1.600.000,00 Meiri hluti bæjarstjórnar hef ir lagt til að hækkun útsvar- anna yrði nokkru hærri, eða 2 Y2 milj. króna. Endq gæti svo farið, að vísitalan hækkaði svo, að þessa fjár yrði þörf. Það er ekki lengi að koma, þegar t. d. þess er gætt, að breytingin ein á smjörverðinu mun hækka vísitöluna um 2 stig. En raddir hafa heyrst um það, að ríkis- stjórnin muni e. t. v. hætta greiðslum úr ríkissjóði til þess að halda vísitölunni niðri. Ef veruleg hækkun verður á vísi- tölunni, þá mun þessi viðauki útsyaranna alls ekki nægja. Sje tekið tillit til þessa, þá má segja að allvel sje sjeð'fyrir fjárhag bæjarins. Til bygging- ar er áætlað allmikið fje, og mætti gera allmikil átök í þeim málum, ef ríkisvaldið fæst tíl þess að taka sinn skerf í að- gerðum gagnvart húsnæðisskort inum. Hvort bæjarsjóður getur greitt eitthvað af þessa árs tekj um upp í stofnkostnað Hita- yeitunnar, fer eftir því hve vel bæjarsjóður stenst hin daglegu útgjöld á árinu. Er ekkert hægt að ákveða um það fyrri en sjeð verður um útkomu ársins. En eitt verða allir að háfa hugfast, að með hækkun á kaupgjaldi og hækkuðum tekj- um almennings í krónutali hljóta dagleg útgjöld bæjar- sjóðs að aukast og útsvarsálög- ur að hækka að krónutali líka, Þess ber þó að geta, að út- svörin í ár verða ekki eins há að hundraðshluta af lægri tekj unum, eins og þau voru í fyrra. Kemur þetta þó einkum fjöl- skyldumönnum til góðs, því frádráttur vegna ómegðar hef- ir vei'ið aukinn. Að endingu minti borgar- stjóri á, að það væri engin nýjung að útsvörn væru hækk- uð, frá því sem ákveðið hefði verið á fjárhagsáætlun. Var það gert á árinu 1941. Frá mnræðum. Sigfús Sigurhjartarson hjelt því fram, að enda þótt útgjöld bæjarins hækkuðu er verka- kaup og dýrtíð hækkaði, og eðlilegt væri, að útsvör hækk- uðu þegar kaup hækkaði, þá vildi hann ekki samþykkja hækkun á útsvörum, nema með því skilyrði, að útsvarsviðbótin færi til byggingar á íbúðarhús- um fyrir þá, sem Ijelegast hafa húsnæði nú. Hann taldi, að tekjur bæjar- ins væru svo rúmar, að ekki þyrfti þessa viðbótt til þess að standast þær framkvæmdir sem ákveðnar hefðu verið. T. d. væri hægt að fá miklar um- framtekjur af því, sem niður- jöfnunarnefnd hefði lagt á borg arana umfram útsvarsupphæð fjárhagsáætlunarinnar lögum samkvæmt. En borgarstjóri benti á, að óvarlegt væri að byggja á því fje, sem reynslan hefir sýnt að fer í vanheimtu á útsvörunum, Jón A. Pjetursson mælti með sinni tillögu. Hann vildi sem sje að 1% miljón af útsvarsaukan- um færi til húsbygginga og bær og ríki legðu vfram-jafnt til þessa og ættu húsin saman, en 1 milj. færi í viðbótargreiðslu á Hitaveitukostnað. Hann vildi ekki að lögð yrði mikil áhersla á viðgerðir og viðhald gatn- anna, en byggingar íbúðarhúsa yrðu látnar sitja fyrir. , Borgarstjóri benti á ályktun Sjálfstæðismanna, sem bókuð hefði verið og þeim mun rýmri sem fjárhagur bæjarins er, sagði hann, þeim mun betur getur bæjarsjóður staðið undir því, að gera bæjarbúum gagn. Er þeim alvara? En Jakob Möller benti full- trúum Alþýðuflokksins og' kommúnistum á það, að afstaða þeirra til útsvarsálagningarinn ar og bygginganna væri ein- kennileg. Því eftir því sem tekjur bæjarins aukast, eftir því gæti bærinn betur risið und ir útgjöldum til þeirra bygg- ingaframkvæmda, sem þeir þættust svo mjög bera fyrir brjósti. Ef þeir fengju því fram gengt, að útsvörin yrðu ekki hækkuð um þessi umræddu 10%, þá einmitt lokúðu þeir dyrunum fyrir þessu áhuga- máli sínu. ,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.