Morgunblaðið - 23.05.1944, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 23.05.1944, Blaðsíða 7
iÞriðjudagur 23. maí 1944. MORGÖNBLAÐIÐ % Verðbólgan mikla í Þýskalandi NU VOFIR yfir Bandaríkj- unum bannvænn viðskifta- sjúkdómur — verðbólgan. All- ir óttast þenna sjúkdóm, en fá- ir gera sjer þó ekki fulla grein fyrir því, hversu hættulegur hann getur orðið. Mjer er þetta aftur á móti fullljóst, því að jeg hefi lifað vio hina ægilegustu verðbólgu, sem sagan getur um — verð- bólguna í Þýskalandi eftir fyrri heimsstyrjöldina. Jeg varð sjón arvottur að því, er markið þýska mynteiningin, sem jafn- gilti enska shillingnum — fjell stöðugt í verði, þar til greiða varð jafnmörg mörk fyrir eitt rúgbrauð eins og bifreið hafði kostað fyrir stríðið. Jeg sá hvemig roskið fólk, sem lifað hafði af sparifje sínu varð gersamlega öreiga meðan aftur á móti braskarar í háum stöðum notuðu tækifærið til þess að strika út skuldir sínar á kostnað almennings. í þessu öngþveitisástandi var undir- staðan lögð að fascismanum — með ofstækiskenningum sinum og skilyrðislausri hlýðni gagn- vart hinum „sterka manni“. En áður en lengra er haldið, er rjett að athuga dálítið nánar merkingu hugtaksins „verð- bólga“. Það er til tvennskonar verobólga, sem á sjer mismun- andi uppruna, en að lokum verða afleiðingar beggja teg- unda hinar sömu: Þegar þú vaknar að morgni, kemst þú að raun um það, að peningarnir í veskinu þínu eru minna virði en þeir voru þegar þú lagðist til svefns kvöldið áður. Önnur tegimd verðbólgunnar stafar af því, að prentaðir eru pappírsseðlar, sem hvorki gull nje silfur er til tryggingar, svo að þótt þeim sje framvísað í banka, er ekki hægt að fá neitt annað fyrir þá en aðra pappírs- peninga. Vöruverðið haákkar hægt fyrst í stað. HIN TEGUND verðbólgu — sem nú vofir yfir Bandaríkjun- um — er ekki alveg eins hættu leg, en hún getur haft í för með sjer mikla erfiðleika og þján- ingar fyrir starfsamasta fólkið í landinu. Þetta á rætur sínar að rekja til skorts á neyslugæð- um — fötum, mat, húsnæði og öllu öðru, er við þurfum til lífs viðurværis — á þeim tíma þeg- ar allir hafa vinnu við her- gagnaiðnaðinn, og fólk hefir því peninga til þess að kaupa það, sem það þarfnast og hefir auk þess efni á að veita sjer nokkurn munað. Ef stjórnar- völdin hafa þá ekki eftirlit með verðlaginu — og auðvitað einn ig laununum — mun verðlagið sífelt hækka. Peningarnir verða þá verðminni í dag en þeir voru í gær, og þeir munu verða enn verðminni á morgun. En nú skal jeg lýsa fyrir ykk ur hvernig sú verðbólga var, sem jeg var sjónarvottur að um 1920. Verðbólgan í Þýskalandi hófst í rauninni fyrsta dag styrjald- arinnar árið 1914, þegar ríkis- stjórnin samþykti að gefa út fimm miljarðir ríkismarka. — Þetta var ekki lán, og ekkert var því til tryggingar nema hið Eftir Emil Ludvig Verðbótga er einn fylgifiskur styrjalda. Vjer íslendingar höfum heldur ekki farið varhluta af henni, þótt verðbólgan hjer sje barnaleikur í sam- anburði við verðbólguna í Þýskalandi eftir síðustu heimsstyrjöld. En reynsla Þjóðverja ætti að verða öllum þjóðum íil viðvörunar. Höfundur greinar þessarar er þýskur að uppruna og er heimskunnur sem rithöfundur og blaðamaður. Greinin er hjer dó- lítið stytt og lauslega þýdd. fjarstæða sjálfstraust gömlu prússnesku hernaðarstjettar- innar, sem hjelt stjórnartaum- unum í járnklóm sínum. Þegar í stað hækkaði verð- lagið — en aðeins lítillega. •— Þýska þjóðin, sem nærð hafði verið með fölskum stríðs- fregnum frá herstjórninni, veitti þessari smáverðbækkun enga athygli. Hún vissi ekki, hvað var að gerast, en hún átti eftir að læra þunga lexíu á næstu árum. Þegar þýski herinn beið fyrsta alvarlega ósigurinn eft- ir sex vikna sigursæla sókn, fjell þýska markið um tíu af hundraði á erlendum markaði. „Þeíta er ekki nema eðlilegt“ sögðu blöðin, sem ríkiisstjórnin hafði eftirlit með. „Vjer erum snauðir af hráefnum og þess- vegna hækkar verðlagið. Vjer búum við hafnbann og það er af þeim sökum sem óvinirnir vanmeta gildi ríkismarksins“. \ Það varð að halda áfram að prenta seðla. OG ÞÝSKA stjórnin varð að láta halda áfram að prenta seðla með fallegum áletrunum. Það varð að greiða hermönn- unum mála sinn. Það varð að kaupa hernaðarnauðsynjar. ■— Peningana varð að fá einhvers staðar og þeir komu frá prent- smiðjunum. Það var ekki gefið neitt loforð um að innleysa þessa seðla með gulli eða silfri — það var ekkert, sem gerði þessi listaverk leturgrafaranna að „peningum“ í hinni sönnu merkingu þess orðs. En þetta blekti fólkið og varðveitti holl- ustu þess við keisarann. Eftir tvö ár styrjaldarinnar var markið fallið um helming frá því, sem það var fyrir stríð. Eftir fjögurra ára styrjöld var þýskur ósigur óhjákvæmilegur og biðja varð um vopnahlje. — Enn fjell markið dálítið í verði. En heimurinn — og einkum Bandaríkin — hafði mikla trú á starfsþreki og framleiðslu- getu Þjóðverja á friðartímum. Það liðu því enn tvö ár, þar til ríkismarkið var ekki orðið nema einn tíundi hluti af verð- gildi sínu fyrir stríð. En 1920 uppgötvaði þýskur almenningur möguleikana á því að braska með ameríska dollara. Til þessa höfðu ekki margir Þjóðverjar lagt stund á kauphallarbrask, en þegar allt fjármálakerfi landsins var nú komið á megnustu ringulreið vegna verðfalls ríkismarksins, tók fólk í örvæntingu sinni að braska með e'rlenda mynt. Það, sem fyrst var spurt að á hverjum degi var: „Hvernig stendur do!larinn?“ Strætis- vagnsstjórinn spurði farþegann, sem var að opna morgunblaðið sitt: „Hvað er hann hár núna?“ ..Hækkar hann enn?“, spurði rithöfundurinn, sem var að gera upp i’eikning sinn við gjaldkera dagblaðsins. Og dollarinn hækk aði meir og' meir í verði — með an ríkismarkið hrapaði sífelt neðar. Sumarið 1922 var svo komið, ao dollarinn, sem eitt sinn hafði verið fjögurra marka virði, var nú kominn upp í þúsund mörk. í desember það ár var hann orðinn 7,000 marka virði. Með- an skiftigildi dollarans óx, jukust einnig skuldir þýska rík isins. Sumarið 1923 voru þær orðnar 57.000.000.000.000.000.000 ríkismarka. Miljarð marka seðlar seítir í umferð. SUMARIÐ 1923 var dollara- sýkin komin á það hátt stig, að allt hlaut að hrynja. — Allir biðu eftir því, að ríkismarkið gæfi upp andann. Ríkisstjórn- in, sem var í höndum hinna ó- svífnu.stu braskara, hjelt áfram að láta prénta seðla. Ekki leið á löngu þar til miljarð marka seðlar voru komnir í umferð. Mentaðir Þjóðverjar hentu gaman að því, hversu risastórar fjársummur þeir urðu að hafa meðíerðis til þess að geta greitt fargjald með' járnbraut eða kevpt dagblað. Fyrir tvo amer- íska dollara á mánuði var aft- ur á móti ekki aðeins hægt að leigja sjer íbúð í fínu húsi, heldur einnig hafa þjóna. Besti klæðskerinn í Leipzig saumaði veglegasta viðhafnarklæðnað fyrir sama gjald og ódýrustu vinnuföt kostuðu í Ameríku. Launþegar, sem fengu laun sín greidd vikulega eða mán- aðarlega, sáu tekjur sínar verða að engu, meðan þeir enn voru að vinna fyrir peningun- um. Maður, sem áður hafði 50 ríkismarka laun á mánuði, fekk nú miljón mörk, en eftir fáeina daga var verðgildi þess- arar risaupphæðar aðeins einn þriðji af verðgildi hennar, þeg- ar honum voru greiddir pen- ingarnir. Brátt urðu verka- mennirnir að taka laun sín út daglega, og töpuðu þeir oft mörgum klukkustundum við að bíða í röðinni fyrir framan af- greiðsluop gjaldkerans og síð- an í röð við verslanirnar, því að matinn urðu þeir að kaupa eins fljótt og þeir gátu — áður en markið hafði lækkað enn meir. Fólk var löngu hætt að geyma peninga sina í veskjum eða vasabókum, en bar þá nú í töskum. Á götunum klöppuðu glað- lvndir menn hver á axlirnar á öðrum og óskuðu hver öðrum til hamingju með að vera nú loks ornir „miljónamæringar". — — Hvað eigum við að biðja um? spurði vinur minn mig á veit- ingahúsi. — Þeir segjast hafa kjúklinga á boðstólum. Hvað kosta þeir? Það skiftir engu — tvær miljónir ríkismárka skamturinn. Margt fólk var þarna saman komið, og þjónn- inn var annarsstaðar í salnum við afgreiðslu. Þegar hann að lokum kom til okkar, byrjaði hann á því að leiðrjetta verðið á matseðlinum. — Dollarinn hafði 'hækkað um 800 stig, og kjúklingarnir kostuðu nú fjór- ar miljónir marka. — Allt í lagi — komið bara með þá,“ sögðum við. , — Allir kjúklingar uppseldi. — Amerikumennirnir þarná fengu þá alla. Þeir greiddu með ameriskum dollurum. Aðeíns eggjakökur -eru eftir handa Þjóðverjunum. — Hversu mikið kosta þær? — Fjögur egg — tvær milj- ónir marka. Bændurnir einangruou sig alveg á búgörðum sínum, borð uðu sína eigin framleiðslu og vildu ekki hafa neitt saman að sælda við markið, sem sífelt fjell meir og meir. Þessi afslaða þeirra var eðlileg, en hún olli f jölda borgarbúa miklum hörm ungura. Bæjarbúarnir tóku því húsmuni sína, skartgripi, mvnd ir, föt og allt annað, sem senni- legt var að gæti freistað bænda þeirra, sem áltu matvælabirgð- ir. Ferðaðist fólk þetta síðan út um sveitirnar og bauð gripi sína fyrir fáein egg eða smjör- bita. Þannig hvarf þýska þjóð- in írá viðskiftaháttum hinna siðmenfuðu . þjóða til hinnar frumstæðustu viðskiftaaðferð- ar — vöruskiftanna. Fólk tekur að „hamstra" í stórum stíl. VÖRUR voru nú eina verð- mætið, og fólk tók að safna að sjer allskonar varningi eft- ir föngum, í von um að skifta- gildi hans gerði því síðar kleyft að afla sjer klæðnaðar eða matar. Fjármálamennirnir bröskuðu nú um völdin með alls konar vörum. Bílfarmur af ritvjelum gat þannig t. d. trygt eigandanum yfirráðin í heilu fyrirtæki. Stærstu iðnfyr- irtækin gerðu aðeins viðskifta- samninga á grundvelli erlendr- ar myntar enda þótt það væri bannað. Hámarki náði þó öngþveitið, þegar frjettir bárust út þess efnis, að 30.000 starfsmenn við seðlaprentun ríkisstjórnarinn- ar hefðu gert verkfall •— og heimtuðu laun sín í gulli. — Mannfjöldinn gerði aðsúg að prentsmiðjunum og kalla varð hermenn til þess að verja þær. Fólk var hrætt um það, að morguninn eftir yrðu ekkí H1 neinir seðlar og þyrptist því i bankana, þar sem það enn hafði lánstraust. Allir vissu, að hrunið var yf- irvofandi — og loks var svo komið að seðlar rikisstjórnar- innar voru ekki meira virði en pappírinn í seðlunum. Margir pokar af seðlum •— ótal biljónir marka — voru seldir sem úr- gangspappír. Við mögluðum ekki svo lengi sem þetta furðulega viðskifta- kerfi gerði okkur kleyft að afla okkur dáglegs brauðs, en allt i kringum okkur gerðust marg- ar raunasögur. Miljónir Þjóð- verja höfðu lifað af arði hluta- brjefa og vöxtum af spsrifje , sínu. Þetfa fólk varð allt ör- eigar. Skultíunautum gafst hjer aftur á móti einstætt tækifseri til þess að losna við skuldir sínar. Margir mánuðir liðu þár til þetta ranglæti var stöðvað með lögum, en þau lög trygðu að- eins átta af hundraði af skalda kröfunum. Sjálfsmorð færðust mjog i aukana. Hvað átti líka gamall maður að gera? Ættingjarnir voru allir jafnsnauðir og fram- tíðin virtist hreinasta víti. Btómaíímar fyrir útlendrnga. AMERÍSKUR ferðamaður gat fyrir 500 dollara (um 3550 kr.) keypt sjer veglega höll í Vínarborg. Fyrir einn dollar a dag gat Ameríkumaður liíað t miklum munaði á hinum ctjrr- ustu gistihúsum. Útlendingar komu, keýpítv og lögðu undir sig. Dýrmætar húsaraðir í borgunum voru keyptar fyrir nokkra dollara eða sterlingspund. Það er því á engan háít undarlegt, þóit þetta ástand hafi skapað nokk- ura andúð þýsku þjóðarinnar gegn útlendingum. Þjóð, sein hafði reynt slíkar hörmungar, gat því auðveldlega lagt trún- að á þann áróður Hitlers, að „föðurlandið" væri umkringt af „óbilgjörnum óvinum". En nú hófst önnur vitíirring. Þjóðverjar tóku nú að minnast þess, að þeir áttu fjarskylda ættingja í Ameríku. Laglega orðuð brjef voru send yfir haf- ið. Frændi sendi fimm dollara seðil. „Húrra. Við getum lifað af þessu í mánuð ■— fimm mán- uði“. En svo kom reiðarslagið, Bankinn vildi ekki skifta seðl- inum nema í mörk. „Því sendi gamli bjáninn okkur ekki fimm eins dollara seðla?" í þýsku landamærabæjunum var urmull af fólki, sem reyndi að smygla erlendri mynt inn i landið yfir svissnesku, hoi- lensku og dönsku landamærin. Fólk, sem kom erlendri mynt yfir landamærin til Þýska- lands varð auðugt á einni nóttu. Frægastur — eða öllu heldur illræmdastur — þessara manna var iðjuhöldurinn Hugu Stinn- es, sem í skjóli verðhrunsinr framkvæmdi þá stærstu fjár- brallsstarfsemi, sem heir.'ii’rm.n þekkti. MaSurinn, sem æflaði að kawpa ÞýskaSand. STJNNES byrjaði sem námu- Framh. á 8. síðu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.