Morgunblaðið - 06.06.1944, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 06.06.1944, Blaðsíða 7
triðjudagur 6. júní 1944. MOBGÖNBLAÐIÐ r£ Framh. af bls. fimm. báti og kom með alt heilt í land að undanskildum veiðarfærum, en það sem syrgði mig mest, þegar í land var komið, var að frjetta að bátar úr næstu ver- stöðvum hefðu farist og með þeim nokkrir vinir og kunn- ingjar. — Er nokkuð sjerslakt, sem þú getur þakkað þenna afla? — Það hefir verið mitt lán, að hafa góða og duglega menn með mjer, jafnt þá sem róa á bátnum og hina sejn sjá um beitinguna og hagnýtingu afí- ans í landi, og ekki minst það, að fjelagsskapur allrar skips- hafnarinnar og landmannanna á báinum hefir verið ágætur. Þorsteinn Þórðarson, skipstjóri á Faxa. Þorsteinn Þórðarson, skipstj. á Faxa er fæddur í Garðinum 31. ág. 1912 og er því 31 árs. Er þetta hans fyrsta verlíð sem skipstjóra á mb Faxa en tíu undanfarin ár hefir hann verið vjelstjóri á mb Óðni og Faxa og róið frá Sandgerði með Þor- bergi Guðmundssyni skipstjóra frá Jaðri í Garði, sem er upp- eldisfaðir hans, frá því hann var lítið barn. En eins og kunn- ugt er, hefir Þorbergur oft ver- ið margar vertíðir fiskikóngur í Sandgerði og flestum mönn- um athugulli í útgerð og sjó- mensku, en s.l. ár hætti Þor- bergur sjómensku og eftirljel sinn góða og fengsæla bát, Faxa í hendur Þorsteini. •— Á þessu fyrsta skipstjómarári sínu er Þorsteinn fiskikóngur í Sandgerði og aflaði í vetur 1730 skpd. fiskjar í S0 róðrum eða 19 skpd. að meðaltali í róðri •— kom úr fiskinum 53945 lítr. lifrar. Hvernig stóð á því, að þú byrjaðir sjómensku með Þor- bergi? — Fyrstu kynni mín af Þor- bergi eru þau, að faðir minn var háseti á opnum báti í Garð- inum hjá Þorbergi. Vildi það slys til að bátnum hvolfdi í róðri. Komst Þorbergur einn á kjöl, en tveir menn drukknuðu, og vár annar þeirra faðir minn, Tók Þorbergur mig þá strax til fósturs, þótt hann hefði þá fult hús barna fyrir. — Segðu mjer eítthvað frá vertíðinni. — Það komu tvær fiskihrot- ur, sem mjer eru ríkastar í minni, sú fyrri fyrir páska, en sú síðari nokkru eftir páska, og var sá fiskur í Grindavíkursjó, en var á mjög takmörkuðu svæði. — Var aflahæsti dagur minn á vertíðinni þar, þann 1. maí, daginn sem helst enginn mátti róa, en allir reru þó, og fekk jeg í þeim róðri 44 skpd. Tíðin var oft stirð í vetur og erfið sjósókn og í mannskaða- veðrinu 12. febrúar tapaöi jeg ; allri línunni, en tókst þó 10 dög um síðar að finna helminginn af henni. Jeg spyr Þorslein hverju hann þakki það, að hann fiski svo mikið. Hann segir að út- gerð bátsins sje góð og ákjós- anlegast sje, að skipshöfn báts- ins sje úrvalsmenn, flestallir frá tíð Þorbergs uppeldisföður síns, og svo sá mikli skóli, sem hann fekk hjá honum til sjós í 10 vertíðir á fiskimiðum Suður- nesjamanna. Afla bátsins má kannske oft eins mikið þakka landmönnunum, því það er eitt aðalskilyrði í útgerðinni að fá línuna vel úr garði gerða frá landi, áður en hún er látin í sjóinn og beitunni sje rjett og vel krækt á önglana. Mjer kom dálítið undarlega fyrir, að Þorsteinn skyldi búa í Keflavík og spyr hann hvern- ig á því geti staðið, að hann svo mikið Garðsins barns, sje að flýja þaðan. Hann segist vera kvæntur indælis konu, ættaðri úr Reykja vík, dóttur Bjarna Jónssonar' skipstjóra hjá Eimskip, en kon unni leiðist í Garðinum. Hún vilji þó vera nærri manni sín- um og þá sje ekki um annan stað að velja á Suðurnesjum en Kaflavik. Oskar Halldórsson. Sjómannadagurinn á Akureyri Frá frjettaritara vorura á Akureyri. Hátiðahöld sjómannadagsins hófust með því að kl. 8 um morg uninn voru fánar dregir að hún víðsvegar um bæinn og á öllum þeim skipum er við hafnarbakk ann lágu. Kl. 10 fór fram hóp- ganga sjómanna um bæinn, með lúðrasveit Akureyrar í broddi fylkingar, stjórnandi Jakob Tryggvason. Ljek sveitin sjómannalag E. Thoroddsen „Islands Hrafnistumenn“, en gangan staðnæmdist við kirkj- una kl. 11. Fór þar fram guðs- þjónusta, sr. Friðrik Rafnar prjedikaði. Klukkan 2 e. h. fór fram kapp róður í höfnir.ni. Klukkan 4.30 fór fram knatt- spyrnukappleikur milli Sjó- mannafjelagsins og Vjelstjóra- fjelagsins. •— Leikar fóru svo að Sjómannafjel. sigraði með 1 gegn 0. Því næst fór fram reiptog milli Sjómannafjelags- ins, Skipstjórafjelagsins og Vjel stjórafjelagsins. Úrslit urðu þau að Skipstjórafjelagið vanr bæði hin fjelögin. — Þá fói fram pokahlaup. Hlutskarpast- ur varð Hermann Sigurbjörns- son. — Lúðrasveitin ljek ýmis lög við og við um daginn. Um kvöldið voru dansleikii sjómanna í Samkomuhúsinu og Hótel Norðurland. — Merki dagsins og Sjómannablaði? voru seld allan daginn og tóksi salan mjög vel. — Allur ágóði dagsins . rennur ' til kaupa á björgunarskútu fyrir Norðlend ingafjórðung. fin sem kostar yfir lA miljón kr. Laugsn heitir „Bjarnalaug** AKURNESINGAR hafa eignast sundlaug. Var hin nýja sundlaug vígð s.l. sunnudag, á sjómannadag- inn, og verður laugin nefnd Bjarnalaug til minningai um Bjarna heit. Ólafssor skipstjóra. Mikið fjölmenni var saman komið við vígslu laugarinnar. Tiidrög að byggingu Bjarnalaugar voru þessi: Stjórn Minningarsjóðs Bjarnr Ólafssonar, skipstjórafjel. Haf- þór, sjómanna- og vjelstjóra- deild Verklýðsfjelags Akranes; bundust samtökum vorið 1939 um fjársöfnun til þess að koma upp fullkominni sundlaug með tilheyarandi böðum og ýtbún- aði. Þessi fjársöfnun gekk ágæt lega vel, var almennur og ríkur áhugi fyrir því að þetta mætti verða sem fyrst. Ofannefndir aðilar kusu framkvæmdamefnd sem þessir menn áttu sæti i. — Frá Minningarsjóði Bjarna Ól- afssonar, Ól. B. Björnsson, Ní- els Kristmannsson og Þórður Ásmundssop og síðar Júlíus Þórðarson. Fyrir sjómanna- deildina Guðm. Sveinbjörnsson fyrir vjelstjóradeildina Gunnar Guðmundsson og fyrif Skip- stjórafjel. Hafþór Axel Svein- björnsson. Nefndinni fanst það tímabært að hefja byggingu yorið 1943. Vígsluræðan. Vígsluræðuna hjelt formað- ur nefndarinnar Ó. B. Björns- son. Hann skýrði aðdraganda •og gang málsins frá upphafi til enda. Nefndin hafði fyrst hugs- að sjer 25 m langa laug og síð- ar 16% m. En við eftirgrenslan af reynslu annara í þessum efn um varð nefndin sannfærð um 9 að málið fengi rjetta lausn og happadrýgsta með því að byggja laugina ekki stæi'ri en 12% X 6% m og það er stærð þessarar laugar. Hún er 2 m þar sem hún er dýpst en 90 cm. grynnst. Fram með syrði 'hlið laugarinnar er allsíórt áhorf- endasvæði (upphækkaðir pall- ar). Yfir því er sólskýli. Sín hvorum megin í aðalbygging- unni eru búningsherbergi fyrir karla og konur. Eru þar sam- tals 44 fataskápar. Þar innár af eru herbergi fyrir þrifaböð (sturtur), ásamt snyrtiherbergj um. Á efri hæð hússins er gufu- baostofa Rauðakrossdeildar Akraness, sem fljótlega verður fullgerð. Undir öllu húsinu er kjallari. Stærsta herbergið þar „Bjarnalaug“ aS utan. er ætlað fyrir hreinsunarvjelar laugarvatnsins. Laugin er hituð upp með kælivatni ljósmótor- anna, og með svokölluðum for- vermara, sem líka er í sam- bandi ljóamótorana. Hiti laug- arinnar var í dag 20 gráður. , Eftirfarandi menn stóðu fyr- ir verki við bygginguna: Ósk- ar Sveinsson byggingameistari. Aðalsteinn Árnason múrara- meistari, Sveinn Guðmundsson rafvirkjameistari. Vjelsmiðja Þorgeirs & Ellerts sáu um nið- ursetning allra hitunarlækja svo og um vatnslögin í laugina. Vjelsmiðjan Jötunn smíðaði for vermarann. Lárus Árnason málarameistari sá um máln- ingu, og Lárus Þjóðbjörnsson húsgagnasmiður smíðaði hurð- ir og glugga. Teikningar voru gerðar á teiknistofu húsameistara í sam- ráði við íþróttafulltrúa, Þor- stein Einarsson, Óskar Sveins- son og nefndina. Eflir því, sem nú þegar er vitað um kostnaðinn er hann kr. 218.972.35. Styrkur úr rík- j issjóði hefir þégar verið greidd ur 50 þúsund kr. En það er ekki 1 lokagreiðsla. Yfir 100 þúsund hefir nú þegar komið í frjáls- um framlögum og það er bú- ' ist fasMega við að það sem á i vantar íalla greiðslu komi á sama hátt. i Gjafabrjefið. Nefndin afhenti — í umboði áðurnefndra aðila og almenn- ings — bænum þetta mannvirki skuldlaust samkv. svo feldu ' gjafabrjefi: | „Fyrir hönd ofanritaðra, höf- j um við ákveðið, í fullu trausti til vilja allra annara, sem hjer hafa lagt fje til eða fyrirhöfn, Vígsla „Bjarnalaugar". að afhenda mannvirki þetta eins og það nú er, skuldlaust, Akraneskaupstað til æfilangrar eignar, með eftirgreindum skil- yrðum: 1) Að laugin sje rekin með almenningsheill fyrir augura og að aðgangur að henni og böð- um sje ekki selt hærra verði en sem þarf til viðhalds, og tit að standa undir rekstri. 2) Að skipstjórafjelagið, sjó- mannafjelögin og stjórn Minn- ingarsjóðs Bjarna Ólafssonar megi velja 3, af fimm manna nefnd, er sjál um rekstui laug- arinnar. Bærinn velji 2 menn i nefndina.. 3) Að á þar til gerða stöþla — framan við laugina — sei» bygðir verði utan tim núver- andi flaggstengur, láti bærinn eftir nánara samkomulagi síð- ar, letra öll nöfn þeirra sjó- manna, er hjeðan hafa drukkn- að — og vitað er um — svo og síðar, jafnóðum og slík slys bera að höndum. 4) Að húsi og tækjum sje ávalt vel við haldiö, til þess að alt þetta svari þeim tilgangi, sem að er keppt“. Opsruð til afnota. Á eftir vígslunni þakkaði bæjarstjóri Arnljótur Guð- mundsson með ræðu. Þá hjeidu þeir og ræður Guðm. Kr. Guð- mundsson form. íþróttanefndar ríkisins, og Ben. G. Waage for- seti Í.S.Í. Á eftir þreyttu átta menn kauppsund í lauginni. —• En að því búnu var mannfjöld- anum sýnd byggingin öll. Þá var öllum sem vildu, gefinn kostur á að nöta láugina og böðin endurgjalds laust það er eftir var dagsins. Var það ræki lega notað af ungum og göml- um. Var oft um 40 manns i lauginni í einu.Formaður nefnd arinnar gat þess í ræðu sinni að þennan dag og næstu daga á undan hefðu nefndinni borist um 15 þúsund krónur og þegar eftir vígsluna bárust henni og nokkur þúsund kr. ' Kl. 8% um kvöldið var hald- in skemtun í Bíóhöllinni til á- gáða fyrir laugina. — Þar tal- aði Þorsteinn Einarsson iþrótta fulltrúi um sundíþróttina hjer á landi. Enn fremur Þorgeir Ibsen um sama efni. Þar var og sungið og afhent verðlaun. Þetta er fyrsta laug. á landi hjer ,sem hefir sjerstaklega út- búið áhorfendasvæði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.