Morgunblaðið - 06.06.1944, Qupperneq 12
32
„Engin sam-
vinna næiln
500 ár"!
áðförin að Paludan
Nöller ofursla
Frá danska blaðafull-
trúanum.
FORINGI dönsku landamæra
varðsvei tanna, Paludan Möller
ofursti, er Þjóðverjar drápu 26.
maí, varðist í húsi sínu einn
gegn sveit þýskra hermanna og
leynilögreglumanna.
Um miðnætti komu Gestapo-
menn að einbýlishúsi hans í
Graasten og heimtuðu, að opri-
að yrði fyrir þeim. Ofurstinn
og tveir húsverðir hans neit-
uðu því. Þá kölluðu gestapo-
menn á þýska hermenn sjer til
aðst-oðar. Hófu Þjóðverjarnir
m* skothríð á húsið. Var skot-
ið á röóti út um gluggana. Þjóð
verjar umkringdu nú húsið.
Meðan á þessari vopnavið-
ureígn stóð tókst ofurstanum
að koma varðmönnunum og
skylduliði sínu út um bakdyr
öréSsms,- s-vo þetta fólk slapp.
Síðan hjelt ofurstinn einn uppi
vörn
Eftir nokkra stund sendu
Þjóðverjarnir sendimann með
tTVÍtf fla'gg 'að húsinu, er reyndi
að fá ofurstann til að láta af
vörn. Hann fjekk þetta svar
— Jeg óska þess að deyja
sem kristinn, danskur hermað-
ur, og hermannssæmd mín
Itornrrai' mjer að gefa mig Þjóð-
verj-um á vald.
Þá skutu Þjóðverjar íkveikju
sprengjum á þakhæð hússins.
fíéið ekki á löngu, uns efsta
ftæðin stóð í báli. Ofurstinn
feáfðí verið þar, en varð nú að
fara niður á neðri hæð. Þá hertu
Þjóðverj-ar skothríðina og not-
uðu nú eldslöngur. Viðureign-
in stóð yfir í tvær klukkustund
ir. En kl. 7 um niorgurrinn var
ofurstinn orðinn skotfæralaus.
Og; þegar Þjóðverjar að lokum-
áraeddu að brjótast irm í húsíð,
fundu þeir brunnið lík ofurst-
ans á gólfi dagstofunnar.
Litið er svo á, að hatur Þjóð-
ver ja í garð ofurstans hafi staf-
að frá því, að ofurstinn svar-
aði eitt sinn ræðumanni, sem
óskaðí góðrar samrámu- við
Þjóðverja: „Eftir 9. apríl 1940
getur enginn samvinna átt sjer
stað milli Dana og Þjóðverja
í næstu 500 ár“.
Úbrörín á Siglufirði
Frá frjettaritara vorum
á Siglufirði.
NÝLEGA var jafnað niður út
svörum á Siglufirði. AIs var
jafnað niður 10890000,00 krón-
um á 1094 gjaldendur.
Hjer fara á eftir nöfn þeirra,
sem hafa yfir 10 þús. kr.: Dag-
rtý h: f. 12680, Hafliði h. f.
15005, Steindór Hjaltalín
11565, Hrímnir h. f. 15565,
Kaupfjel. Siglufj. 12760, Kjöt-
búð Siglufjarðar 13285, Olíu-
verslun íslands 17990, Óskar
Halldúrsson (útibú) 15580,
Shell (umboð) 15730, Hrnrik
Thörarensen 14500, Víkingur
h. f 11390 og Þormóður EyjóKs
aon 12260
Sjómannaskólinn nýi
Þriðjudagur 6. juní 1944.
íslandsmet og
drengjamel
á afmælismófi K. R.
Myndin cr af Sjómannaskólanum nýja. eins og hann lítur úl i dag og mannfjöldanum, sein
saínaðisl þar saman á Sjómannadaginn. (Sjá bls. 2). Myndinatók Alfred D. Jónsson Ijósm.
Islandsmótið
K.R. vann Frnm 1-0
SETNING ÍSLANDSMÓTSINS í gærkveldi var með því há-
tíðlegasta, sem sjest hefir hjer á íþróttavellinum. Öll lið hinna
fimm fjelaga gengu í fylkingu undir fjelagsfánum inn á völlinn,
en í fylkingarbrjósti var íslenski fáninn borinn. Mynduðu liðin
nokkurskonar hálfhring á vellinum, undir ræðu forseta í. S. L,
Beri. G. Waage. — Við þetta hátíðlega tækifæri afhenti for-
setinn formanni K. R. R. íslenska fánann á stöng. Meðan á þessu
stóð, ljek Lúðrasveitin Svanur og að lokum þjóðsönginn.
Öll regla og annar aðbúnað-
ur var með þeim ágætum, að
mótanéfndin, sem skipuð er af
'hálfu Víkings og Vals, á hinar
bestp þákkir skilið.
Að setningu mótsins lokinni
hófst -leikurinn.-1 fyrra hálfleik
kaus Fram að leika undan sól
og vindi. Leikurinn byrjaði
með sókn af hálfu K.R., sem
hjelst fyrstu mínútur leiksins,
en brátt töku Framarar að
sækja sig og fengu' mörg góð
tækifæri, sem þó ekki voru hag
nýtt, sem skyldi. Hraði var mik
ill í leiknum og fjör og knatt-
meðferð einstaklinga fremur
góð, sjerstaklega K.R.-inga. Þó
vantar mikið á að staðsetning
aðilá sje nógu góð, sjerstaklega
var vörn beggja liðanna mjög
opin.
Spyrnyr á mark voru marg-
ar hjá báðum liðum, en þó fleiri
hja K, R., en þær fóru fyrir of-
an gerð og neðan og varð ekki
mark af. Endaði svo hálfleikur-
inn með jafntefli Ö—0.
I síðari hálfleik byrjaði K.R.
einnig' með sókn, og eftir að 10
mínútur voru af leik fær vinstri
útherji K. R. knöttinn fyrir
opnu marki, en skaut framhjá
af 4—5 metra færi. Skömmu
seinna fjekk miðframherji K.R.
knöttinn (rangstæður) og spyrn
ir af mjög stuttu færi, en mark
maðurinn ver. Rjett á eftir leik
ur vinstri bakvörður Fram á
tvo K. R.-inga rjett fyrir fram
an sitt eigið mark og hepnaðist
að vísu, en slíkt má helst ekki
koma fyrir bakvörð að leika
þannig fyrir framan sitt eigið
mark. Upp úr þessu náði Fram
nokkrum upphlaupum, sem bak
verðir K. R. þó hrundu.
Þegar 25 mín. voru af leik
skaut miðframherji K. R. fram-
hjá á mjög stuttu færi, sem ann
ars Ijek all-laglega, og skömmu
síðar fösíu skoti á markið, en
markmaður Fram varði með
prýði, en varð að hlaupa með
knöttinn langt frá marki, til
þess að geta losað sig við hann.
Hefði nú Magnús flýtt sjer nóg
í markið aftur, myndi hann
sjálfsagt hafa getað varið lint
skot, langt útaf velli, sem mark
varð úr. — Eftir þetta gekk á
á stöðugri sókn á báða bóga, en
fleiri mörk voru ekki sett.
Um leikínn sem heild má
segja, að hann hafi verið drengi
lega leikinn, en tilþrif ekki mik
il. — Dömari var Jóhannes Berg
steinsson og mætti hann að skað
lausu hreyfa sig meira á vellin
um, sjerstaklega vegna rang-
stæðna. — Ahorfendur voru
fjölmargir . r— í kvöld keppa
Valur og Víkinguí’, dómari
verður Þráinn Sigurðsson.
Árni og Ásmundur
jafnir effir 4 skákir
FJÓRÐU SKÁKINNI í ein-
víginu milli Ásmundar Ás-
grímssonar og Árna Snævarr,
lauk í gærkveldi með sigri Árna
eins og búist var við. Vinning-
ar eru nú jafnir, tveir á móti
tveimur. Fimta skákin hefst í
kvöld klukkan 8 að Hótel
Heklu,
Bridgekepni milli
Reykvíkinga og
Akureyringa
SEX REYKVÍKINGAR, sem
allir eru í meistaraflokki Bridge
fjelagsins, fara í dag fljúgandi
norður til Akureyrar til að
keppa þar við Akureyringa í
bridge.
Reykvíkingarnir, sem norð-
ur fara eru þessir: Brynjólfur
Stefánsson, Benedikt Jóhanns-
son, Árni M. Jónsson, Guð-
mundúr, Guðmundsson (frá
Reykholti), Lárus Karlsson og
Stefán Stefánsson.
Ráðgert er að bridgespilar-
arnir spili 4—5 kvöld við Ak-
ureyringa. _ ' 4iilÉÉÍ
Tveir preslar kosnir
TALNING ATKVÆÐA í
tveimur prestaköllúm fór fram
í skrifstofu biskups í gær. Eru
það Sandaprestakall í Vestur- I
ísafjarðarsýslu og Bíldudals-
prestakall.
I Sandaprestakalli var sr.
Þorsteinn Björnsson löglega kos
inn prestur. Var hann eini um-
sækjandinn. Af 358 á kjörskrá
kusu 247 og hlaut hann öll at-
kvæðin.
í Bildudalsprestakalli urðu
úrslit þau, að Jón Kr. ísfeld, að
Rafnseyi’i, sem var eini umsækj
andinn, hlaut 242 atkvæði af
245 greiddum. Var hann löglega
kosinn prestur. Á kjörskrá voru
340.
Nicholayzek vestur um
haf.
Washington í gærkveldi: Bú
ist er við forsætisráðherra
pólsku útlagastjórnarinnar, dr/
Nicholayzek hingað í heimsókn
í kvöld, mun hann ræða ýms
mál varðandi framtíð Póllands
við Roosevelt forseta og ráð-
herra hans. Ekki er vitað að
Bandaríkjastjórn hafi á prjónr-
unum neinar miðlunartillögur
í deilu Rússa og Pólverja.
— Reuter.
EITT ISLANDSMET og
eitt dréngjamet var sett á af-
mælismóti IC.R, í frjálsum í-
þróttum, sem fram fór s.l. laug
ardag, — Skúli Guðmundsson,
(KR) setti Islandsmet í há-
stökki án atrennu og Ilalldóg
Sigurgeirsson (Á) drengjamet
í langstökM.
Úrslit urðu annars sem lijer
segir:
110 m. grindahlaup. 1. Skúli
Guðmundsson (KR) á 38,0
sek., 2. Brynjólfur Jónsson
(ICR) 19,4 sek. og 3. Magnús
Baldvinsson (IR) á 21,3 sek.
Spjótkast. 1. Jón Hjartar
(ICR) 53,78 m., 2. Jóél Kr.
Sigurðsson (lR) 52,59 m. og
3. Einar Þ. Guðjohnsen (KR)J
47,05 m.
3000 m. hlaup. 1. Óskar
Jónsson (1K), 2. Sigurgísli
Sigurðsson (IR), 3. Ilörður
Hafliðason (Á).
Langstökk. 1. Skúli Guð-
mundsson (KR) 6 ,59 m., 2.
Ilalldór Sigurgeirsson (Á)]
6,42 m. og 3. Höskuldur Skag-
fjiirð (Umf. Skallagr.) 6,35 m.
300 m, hlanp. 3. Kjartan
Jóhannsson (ÍR) 37,6 sek., 2.
Jóhann Bcrnhard (TCR) 39,0
sek. og 3. Svavar Pálsson
(KR).
Kúluvarp. 1. Jóel ICr. Sig-
urðsson (ÍR) 13,46 m., 2.
Bragi Friðriksson (KR) 12,53
m. og 3. Einar Þ. Guðjohnsen
(KR) 11,79. m.
Hástökk án atrennu. 3. Skúli
Guðmundsson (KR) 1,51, 2.
Brynjólfur Jónsson (ICR) 1,30.
4x200 m. hlaup. I. ICR (A-
sveit) 1:38,2 mín., 2. ÍR
3 :39,0 sek. og KR (B-sveit)!
3 :39,2 sek.
Mótsins verður getið nán-
ar í íþróttasíðu blaðsins.
Enn barisf við Jassy
London í gærkveldi:
í herstjórnartilkynningu
Rússa í kvöld, segir að bardög
um við Jassy haldi áfram af
sama ákafa og áður, og gerx
Þjóðverjar og Rúmenar enn
miklar árásir með skriðdreka
og fótgönguliði. Segjast Rússar
hafa hrundið öUum þessum á-
rásum, en Þjóðverjar kveðast
).iafa vinnið lítilsháttar á. —■
Annarsstaðar á vígstöðvunum
var ekkert markvert um að
yera, nema hvað lofthernaður
er enn mikifl, sjerstaklega yfir
suðurhluta vígstöðvanna.
— Reuter.
Ráðisl á skipalesf
vlð Noreg
BRESICAR flugvjelar frá’
flugvjelaskipum haf ráðist a
þýska skipalest við Noregs-
strendur mcð þeim árangri,
að ]>i‘jú skip, sem í lestinnij
voru urðu fyrir sprengjum,
Einnig urðu skemdir á fylgd-
arski]>um af vjelbyssuskothríð.
— Þjóðverjar segja frá bar-
daga ]>essum og kvcðast hafai
grandað þar 11 breskum flug-
vjelum. Bretar segjast sjólfit*
hafa mist tvser. — Reuter.